Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 31
I h MORGUNBLAÐIÐ KYRRÐ ARDAGAR verða í Skál- holti á hefðbundnum tíma um bænadaga í dymbilviku, 26. - 29. mars og hefjast miðvikudaginn 26. mars kl. 18 með aftansöng. Þeim lýkur laugardag fyrir páska eftir hádegisverð. Að venju eru þátttakendur vel- komnir í Skálholt frá hádegi á miðvikudag til að njóta friðar og helgi staðarins, áður en form- leg dagskrá hefst. Kyrrðardagar eru ætlaðir til bæna, hvíldar og endurnæring- ar í trúarlífi og eru uppbyggðir á sérstakan hátt. Á hefðbund- inni dagskrá eru messur, tíða- bænir, kristin íhugun, fræðsla, þögn, tónlist og fleira til að stuðla að því að eignast samfé- lag við Guð og styrkjast í því. Á Kyrrðardagar í Skálholti í dymbilviku kynningarstund í upphafi kyrrð- ardaganna er fyrirkomulagi daganna lýst og þátttakendur fá dagskrá í hendur og eru leiddir inn í kyrrðina. Kyrrðin er ekki eingöngu þögn. I helgi- haldinu nota þátttakendur eigin rödd og heyra annarra. í kyrrð- inni er leikin tónlist, sem stuðlar að helgum stundum einnig í matartímum. í kyrrðinni er næði til að íhuga Guðs orð, tala við Guð og dvelja í orðlausri bæn hjá Guði. Góður tími gefst til hvíldar og útiveru. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup annast íhuganir en auk hans verða kyrrðardagarnir í umsjá Jóns Pálssonar, rektors Skálholtsskóla og sr. Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur. Sr. Guð- mundur Óli Ólafsson og sr. Sig- urður Sigurðarson vigslubiskup munu einnig annast helgihald. I Skálholtskirkju verður sýning á myndröð um krossferil Krists eftir Önnu Guðrúnu Torfadótt- ur, myndlistarmann. Upplýsingar um kyrrðardag- ana og skráning eru í Skálholts- skóla í síma 486 8870. „Þrekvirki íþágu tslettskrar menningar“ Höfundur Jón G. Friöjónsson „Ég held að hér sé til eitt meðal mestu menningarafreka okkar tíma.“ Gísli Jónsson, Morgunblaðinu 23. aes.1993 Eina íslenska orðabókin sem hefur hlotið íslensku bókmenntaverðlaunin Fermingargjöf sem stvrkir framtío tungunnar ÍSLENSKA BÓKAÚTGÁFAN (Áður ÖRN OG ÖRLYGUR - bókaklúbbur) Síðumúla 11 • Sími: 581 3999 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 B 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.