Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 B 13 EF FRÁ eru skildar myndir og frá- sagnir af sjóslysunum og einstæð- um björgunarafrekum voru það tvær fréttamyndir síðustu daga sem vöktu athygli mína umfram aðrar. Báðar voru af einbeittu og alvörugefnu fólki í biðröð. Annars vegar stéttvísir menn að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfalls- heimild stéttarfélagi sínu til handa. Hins vegar jafn ábyrgir og ábúðarfullir menn fyrir utan hjá Kaupþingi, til að kaupa hluta- bréf í Fóðurblöndunni. Ég hef sosum séð biðraðir áður. Á mínum yngri árum biðu atvinnulausir menn í röðum á hveijum morgni niðri á eyri í þeirri von að verkstjórarnir hjá Eimskip sæju aumur á þeim og bentu í áttina til þeirra til merk- is um að hægt væri að nota þá í uppskipun- ina þann daginn. í þeim biðröðum var mikilvægt að þekkja reddarana eða þá að fá einhvern sem þekkti mann sem þekkti mann sem þekkti reddar- ann hjá Eimskip til að fá náð fyrir augum hans. Sumir mættu morgun eftir morgun en gengu bónleiðir til búðar. Svo voru það hinar biðraðirnar hjá banka- stjórunum, sem ekki voru styttri né þrauta- minni og aftur var það áríðandi að þekkja mann, sem þekkti mann sem þekkti banka- stjórann vegna þess að lánin í bönkunum voru gulls ígildi, þegar menn höfðu ekki ennþá fundið upp verðtrygginguna og verð- bólgan sá um afborganirnar. Biðraðir hafa sem sagt þekkst áður á íslandi og hafa ekki gott orð á sér. Minningarnar um þær tengj- ast kreppunni og klíkuskapnum og þeim harða slag sem menn háðu um kjörin. Stundum tapar maður, segir í aug- lýsingunni. Og þeir voru margir sem töpuðu í þeirri fyrirgreiðslupólitík, þeim andstyggi- lega mannamun, sem gerður var í þessum biðsölum lífsbjargarinnar. En biðraðirnar sem myndaðar voru um daginn, og birtust myndir af í blöðunum og sjónvarpinu, voru öðru vísi biðraðir. Ein- hvern veginn fannst mér þetta vera sams konar fólk og sást í biðröðunum í gamla daga, fólk af sama sauðahúsi, venjulegir borgarar sem maður hittir á förnum vegi, fólk eins og ég og þú, almenningur sem þarf að sjá sér farborða í kapphlaupinu um tekjur og eignir og iifibrauð. Og allt í lagi með það. Hver er sinnar gæfu smiður og auðvitað kemur mér ekki við hvernig fólk hagar sínum fjármálum og kaupkröfum og það eru menn í karphúsinu og það eru menn í kauphöllunum sem reikna þetta allt saman út og segja okkur hvað við græðum Stundum tapar maður Það stóð í biðröðum, fólkið, með verkfallsheimildina í hægri hendinni og hlutabréfín í þeirri vinstri. í huga Ellerts B. Schram var þetta sama fólkið og þó ekki sama fólkið, því sumir eru að hugsa um gróðann meðan aðrir eru að bjarga tapinu. mikið í fjárfestingum og kaup- mætti. Og svo reiknar hver fyrir sig og ég hef til dæmis reiknað það út sjálfur að húsbréfin sem ég skulda standast enga verð- bólgu og fara með mig á hausinn á undra- skjótum tíma, án þess að ég fái nokkuð við það ráðið. Og þótt ég standi í skilum og jafnvel þótt ég fái hækkun í launum og eignaðist hlutabréf í fóðrinu. Skuldir heimil- anna eru því miður ekki til sölu og enginn sést þar í biðröðum til að kaupa þær og þó eru nógu margir sem gjarnan vildu losna við þær með því að eiga eitthvað afgangs um mánaðamótin til að borga þær upp. Og nú þýðir víst lítið að fara í bankana og þekkja bankastjórann, enda gengur banka- starfsemin helst út á það í seinni tíð að hvetja fólk til að leggja inn í bankana en ekki til að taka út úr þeim. Iþessu felst einmitt þversögnin í þjóð- félaginu. Fólk á ekki fyrir skuldum og fólk fær ekki nógu há laun en samt lítur út fyrir að þjóðfélagið hafi ekki efni á að heimta kauphækkanir að neinu ráði, vegna þess að verðlagið og verð- bólgan sjá um að eyða viðbótinni á miklu skemmri tíma en hönd á festir. Það dugar meira segja lítið í því kapphlaupi að bíða í biðröðum eftir hlutabréfum í gróða fyrir- tækjanna og vítahringurinn er líka sá að ef fjárfestingin á að skila sér, þarf fyrirtæk- ið að hækka framleiðsluverðið og útsölu- verðið á afurðinni, til að skila arði til hlut- hafanna. Hvers virði er þá kauphækkunin? Þeir eru þess vegna ekki öf- undsverðir, verkalýðsforingj- arnir, með verkfallsheimildirn- ar sínar. Vinnuveitendumir ekki heldur, sem þurfa að vísa réttmætum launakröfum á bug af því að báðum megin borðsins eru menn að glíma við þann draug, verðbólgudrauginn, sem þjóðin þekkti og þekkir, sameiginlegan óvin, sameiginlegan landsins fjanda, sem ógnar heimilum og húsbréfum og hag þeirra undirstöðuat- vinnuvega sem standa undir hinu margróm- aða og fótumtroðna þjóðarbúi. Já, það stóð í biðröðum, fólkið, með verkfallsheimildina í hægri hendinni og hlutabréfin í þeirri vinstri. Þetta var sama fólkið og þó ekki sama fólkið, því sumir eru að hugsa um gróðann meðan aðrir eru að bjarga tapinu. Og stund- um tapar maður og tapar illa. Oftast þeir sömu, oftast fólkið sem hvorki hefur fé til fjárfestingar né fé til heimilishalds. Þessi venjulegi fótumtroðni almúgamaður i fót- umtroðnu þjóðfélagi sem situr uppi með fótumtroðnar tekjur. Hvert eiga þeir að leita sem eiga hvorki peninga né pappíra upp á vasann og eru hættir að standa í biðröðum, vegna þess að þeir þekkja engan og enginn hefur leng- ur tíma né tök á því að veita þeim skjól? Ekki verkalýðsfélögin sem verða sér út um verkfallsheimildir til að knýja fram kjara- bætur sem verðbólgan étur upp á auga- bragði. Ekki vinnuveitendur sem þurfa að HUGSAÐ UPPHÁTT beijast fyrir því að halda laununum niðri til að fólkið geti lifað. Ekki flokkar eða pólitísk hagsmunasamtök, sem nú veita ekkert athvarf nema upp á punt og ekki er víst hægt að sækja í Kvennaathvarfið nema maður geti klagað einhvem. Hvern er hægt að klaga, þegar þjóðfélagið tekur ekki einu sinni ábyrgð á afkomunni, segist ekki bera ábyrgð á einstaklingunum? Jafn- vel þótt biðraðirnar myndist í Kaupþinginu og á skrifstofu verkalýðsfélagsins, þá gildir það ekki hót að mæta snemma, því með verkföllum pissa menn í skóinn sinn og hlutabréfín em uppseld áður en næsti mað- ur kemst að. Já, stundum tapar maður og tapar illa. Því verður ekki neitað að hún er skrítin þessi þverstæða í biðröðum verkfallshótana og biðröðum hlutabréfagróðans. Sama fólkið, sama viðleitnin til að bjarga sér og sínum í bjargarleysinu og sá mæti maður, Eyjólf- ur Konráð Jónsson, sem nú er genginn til feðra sinna, kallaði það auðsöfnun almenn- ings, þegar hann barðist fýrir því, löngu á undan samtíð sinni, að fólk legði fé sitt í atvinnufyrirtækin. Éignaðist þau, ætti þau. Sú kenning var háleit, eins og flest það sem Eykon tók sér fyrir hendur, en var náttúr- lega ekki hugsuð á þann veg, að vinstri höndin tæki það sem sú hægri hafði í hendi. Auðsöfnun Eykons gekk út á samspil og sameiningu stéttanna, sameinað átak til að létta oki skulda og þrældóms og undirgefni af fjöldanum. Þá mundi fólkið ganga fram i fylkingum i stað biðraða. Þetta var ekki sósíalismi, enda enginn harðari andstæðing- ur sósíalískra stjórnmálakenninga en Ey- jótfur Konráð Jónsson. Þetta var ekki sósíal- ismi frekar en sú skoðun sem hér er sett fram að markmiðið og framtíðarsýnin hlýt- ur að vera fólgin í uppreisn þess fólks í þjóðfélaginu, sem gengur nú til lífsbarátt- unnar með tóman sparibaukinn í annarri hendinni og heimilisreikningana í hinni. Það er verkefni nútímans að snúa þverstæðun- um í biðröðunum upp í samstillt átak og eina samfellda röð, sem gerir hróp og aðsúg að þeim öflum, sem gera auðsöfnun og sjálfsbjargarviðleitni að aðhlátursefni og harmleik. Stundum tapar maður. Það er rétt og stundum tapar maður illa. En aðstæðurnar og ástandið um þessar mundir hljóta að vekja okkur öll til vitundar um það að enn er langur vegur og enn er full þörf á stjórn- málabaráttu og félagslegu átaki til að rétta hlut þeirra sem standa í biðröðum og bíða þess að hagur þeirra vænkist. P€DROU.O" Aflmiklar dælur í ýmsum stærðum! Rafknúnar dælur 0,37 til 15 kw Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neysluvatnsdælur með jöfnunarkút, olíudælur, smúldælur o.fl. Dæmi um verð á dælum - 1 eða 3 fasa (verð m/vsk.): PK alhlíða dælur 40 lítra/mín. 40 m.v.s. kr. 7.180,- CK olíu- eða vatnsdælur 50 lítra/mín. 47 m.v.s. kr. 19.340,- JSW neysluvatnsdælur 160 lítra/mín. 60 m.v.s. kr. 33.850,- SV brunndælur 600 lítra/mín. 12 m.v.s. kr. 55.500,- F bruna- og smúldælur 700 litra/mín. 55 m.v.s. kr. 83.780,- Úrvalsdælur á ótrúlega góðu verði. Sendum um land allt. VÉLASALAN HF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.