Morgunblaðið - 16.03.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 16.03.1997, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR16. MARZ1997 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGSMORGUNN í Nýjadal. JEPPAR á fjalli. ISKALDUR veruleiki íslenskrar náttúru blasti við. Þær systur skynjun, hugsun og tilíinningar voru rígbundnar því augnabliki sem leið hjá hverju sinni í þær enda- lausu klukkustundir, sem það tók að mjaka sér yfir hálendið, mestan part> inn á 3-4 km hraða, stundum allt að 12 km hraða - þó sjaldnar. Ekki veit ég hvaða tegund af geð- bilun átti sér stað, þegar bróðir minn sagði mér í janúar, að hann ætlaði að fara í hundrað-jeppa-ferð yfir SprengLsand núna í mars. Alla jafna hefði þetta átt að vera hversdagslegt upplýsingaflæði innan fjölskyldunn- ar, en í þetta sinn var eins og ég hefði fengið raflost, einhvers staðar langt inni í höfðinu - og ég vissi að ég varð að fara í þessa ferð. Það máttu bara vera tveir í hverjum bíl; ökumaður og einn farþegi og ég linnti ekki látum fyrr en ég var orðin farþegi Einars Páls. Held honum hafi ekki litist á blik- una, þótt hann segði fátt, vegna þess að ég er ákaflega veðurfótluð mann- eslqa. Fer helst ekki út þegar snjóar, þótt ég sé ekki eins slæm og Edda vinkona, sem fer ekkert sem hún kemst ekki á hælaháum skóm. Langþráður dagur Svo rann hinn langþráði dagur upp. Sjöundi mars. Mæting á Shell- stöðinni á hálsinum klukkan átta að morgni. Hundrað jeppar, nístings- kuldi, einn Hummer, sem er dálítið andfélagsleg bifreið, vegna þess að farþegarnir sitja hver í sínu horni - enda heyrði ég sagt eftir eigandan- um að það væri ekki hægt að taka konuna með í jeppaferð; hún væri of langt í burtu. Það var dálítið hfað á Hummerinn, vegna þess að íslensk- ir jeppajálkar hafa hingað til ekki haft mikið álit á honum. Enginn hí- aði um kvöldið. Toyotur voru í meirihluta; Landcruiser, Hilux og Four Runner. Þarna voru Chevro- letar, Willysar og Guð má vita hvað þetta heitir allt. Sumir svo stórir að maður þarf stiga til að komast upp í þá. Eg skannaði svæðið og ákvað að flottustu bílarnir væru Toyota Landcruiser - enda eru þeir eins konar lúxushótel á hjólum. Sann- kölluð tröll; ákaflega traustvekj- andi. Skýin héngu niður í miðjar hlíðar á Esjunni, eins og augnlok á þreyttum veðurguðum. Svo hvarf Esjan. Á hálsinum var skipt í hópa. Við vorum í K-hópi, ásamt fjórum öðr- um bílum, öllum úr Keflavíkinni. Allt menn sem þekkst hafa í ára- fjöld og hafa ferðast saman á fjöll- um. Sumir lengur en aðrir. Sumir í þrjátíu ár - frá því að jeppar voru bara hráslagalegir skúrar á hjólum - og þekkja heitið á hverju einasta sandkorni á hálendinu. Á tíunda tímanum var lagt af stað. Hópur A gluðaði sér út á þjóð- veginn, síðan hópur B og svo koll af kolli. Þetta var eins og tröllaskrúð- ganga. Leiðin austur að Hrauneyj- arfossi var eins fyrirfram ákveðin og allt annað í ferðinni; m.a. hvar hver hópur skyldi taka síðasta bens- índropann áður en lagt yrði á há- lendið. K-hópur átti að mæta á sína bensínstöð klukkan hálftólf, mætti hálftólf, og lónaði sér af stað í átt að Sigöldu klukkan hálfeitt. Mættum að Hrauneyjarfossi um tvöleytið, síðasti kaffisopi fyrir óbyggðir drukkinn og lagt í hann klukkan hálfþrjú; stefnt á Versali. Þar skyldu allir skrásetja sig, áður en þeir yfirgæfu mannheima, til að ekki færi á milli mála hverjir væru á nægilega sterkum fjalla- jeppum til að hafa sig upp úr byggð. Veðrið var orðið nokkuð vitlaust, en þar sem ég sat í notalegum Fore Runnerinum hans bróður míns, með tvo síma, talstöð og GPS tæki fyrir augunum, fulla möppu af landakort- um, sem hvert um sig spannaði nokkurra kílómetra svæði og þar inn á „trakkið,“ eða slóðina merkta inn á af mikilli nákvæmni, var ég bara hin rólegasta og hlustaði á út- varpið mala endalaust um skips- skrokkinn við Þjórsárós. Mannlegt samfélag var ennþá raunverulegt og aftur í jeppanum taska með vélsleðagalla, pollagalla, flíshúfum, fimm pörum af ullarsökkum, vett- lingum, vaðstígvélum og peysum. Óveðurshamur Lagt af stað klukkan fimm - Þveraldan í sjónmáli, ef einhver hefði séð eitthvað. Gunni Matt, frændi minn, malandi í talstöðinni af sinni stóísku ró. Þrjátíu ár á fjöll- um hafandi kennt honum margt og hann leggjandi lífsreglurnar fyrir ferðina; „Við skulum bara fara okk- ur rólega og umfram allt halda hóp- inn.“ En ekki hvað? Átti eftir að sjá að það var ekki STtNA og Arnar fyrir framan Jeps' til að eiga minnini svo sjálfgefið, vegna þess að í ferð- inni voru alls konar manngerðm; menn sem ætluðu að nýta ferðina út í æsar til að kynnast möguleikum síns jeppa, æfa sig í aksturshæfni, láta reyna á þanþol þolinmæðinnar - og svo voru hinir sem á hljóp æði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.