Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTMUNAUPPBDÐ Málverkauppboð Málverkauppboð verður haldið fimmtudaginn 10. apríl nk. í Súlnasal Hótels Sögu kl. 20.30. Þeir, sem óska eftir að koma málverkum og öðrum listmunum á uppboðið, hafi samband sem fyrst í síma 565 4360 og ekki síðar en 3. apríl nk. Verkin verða til sýnis í Aðalstræti 9, 2. hæð, dagana 4.-9. apríl kl. 14—18 daglega og á uppboðsstað á uppboðsdegi kl. 16—20. SmrtÁamar LISTHÚS AÐALSTRÆTI 9 SÍMI 565 4360 Uppboðshaldarar: Bárður G. Halldórsson — Haraldur Blöndal. KENIMSLA Innritun nýrra nemenda Innritun nýrra nemenda í grunnskóla Hafnar- fjarðar fyrir næsta skólaár fer fram á skrifstof- um skólanna dagana 17.—21. mars nk. Innrita skal: — Börn sem eiga að hefja nám í 1. bekk (fædd 1991) — Nemendur sem vegna aðsetursskipta koma til með að eiga skólasókn í Hafnarfirði haustið 1997. Flutningur milli skóla Eigi nemendur að flytjast á milli skóla innan Hafnarfjarðar ber að tilkynna það viðkomandi skólum fyrir 21. mars nk. Athugið að mjög áríðandi er að allar ný- skráningar ásamt tilkynningum og óskum um flutning milli skóla þurfa að berast fyrir ofangreind tímamörk þar sem undir- búningur næsta skólaárs er hafinn. Nánari upplýsingarfástá Skólaskrifstofu Hafn- arfjarðar í síma 555 2340. Vorskóli Boðið verður upp á vorskóla, dagana 26.-27. maí, fyrir börn fædd 1991 í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar. Innritun í vorskólann ferfram í viðkomandi skólum föstudaginn 23. maí kl. 15.00. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Námskeið vegna leyfis til að gera eignaskiptayfir- lýsingar Námskeiðfyrir þá, sem öðlast vilja leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar, verður haldið í apríl nk. Námskeiðið er eitt af skilyrðum þess að hljóta leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar og er haldið skv. lögum um fjöleignarhús og reglu- gerð um leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar. Kennt verður í eftirfarandi hópum: Hópur 1: Kennt 7.-22. apríl kl. 17.30-20.30. Próf 3. maí. Hópur 2: Kennt 21.-26. apríl kl. 8.15-15.00. Próf 3. maí. Gerður erfyrirvari um hámarks- og lágmarks- fjölda þátttakenda í hvorum hópi. Þátttöku ber að tilkynna til Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Islands, Tæknigarði, Dun- haga 5, 107 Reykjavík, sími 525-4923, í síðasta lagi 26. mars. Fyrir sama tíma ber að greiða námskeiðsgjald kr. 40.000. Prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga. Langar þig til að geta skreytt og hannað eigin veisluborð fyrir mismunandi tilefni, fá undirstöðumennt- un í fagfræði blómaskreytinga eða spreyta þig á gerð fjölbreyttra þurrblómaskreytinga? Kennari með sérmenntun frá Frakklandi og Danmörku. Upplýsingar í síma 552 8818. Stúdíó Listflóran, Edda Bjarna. a.i.fta.nEBBH' gffilSIIlgl aniiieil Iftft [II [II w ■ SltEElIIIlBI ÍIÍIIKIIIIII imiiiB.ii ii Frá Háskóla Islands Viðbótarnám í guðfræðideild háskólaá- rið 1997-98 í guðfræðideild er unnt að stunda nám til að öðlast starfsréttindi djákna. Djáknareru safnaðarstarfsmenn sem annast líknar- og fræðsluþjónustu. Þeirsem lokið hafa háskóla- prófi, einkum á sviði uppeldis- eða hjúkrunar- fræði, geta innritast í djáknanám til 30 eininga (eitt ár). Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingarfást á skrifstofu guðfræðideildar. Umsóknir sendist fyrir 15. apríl 1997 til skrifstofu guðfræðideild- ar, aðalbyggingu Háskóla íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nýtt meistaranám í félagsvísindadeild háskólaárið 1997-98. Frest- ur til að sækja um innritun í nám til meistara- prófs í uppeldis- og menntunarfræði og í nám til meistaraprófs í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu í félagsvísindadeild rennur út 1. apríl nk. í M.A. námi í uppeldis- og menntunarfræði er hægt að velja um tvær línur: l. Mat á skólastarfi. í náminu er lögð áhersla á að nemendur sérhæfi sig í matsfræðum og mati á skólastarfi. Markmiðið er annars vegar að nemenduröðlistfræðilega þekkingu á margvíslegum aðferðum við að meta skóla- starf og hins vegar að nemendur þjálfist í að beita mismunandi aðferðum við matið. II. Almennt rannsóknarnám. Markmiðið er að búa nemendur undir rannsóknir og þróunar- störf á sviði uppeldis og menntunar. Þessi M.A. lína gefur nemendum kost á að stunda nám og rannsóknir á áhugasviði sínu. Umsækjendur um meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði skulu hafa lokið B.A.-prófi í félagsvísindum eða öðrum greinum eða kennaranámi á háskólastigi. Við inntöku er m. a. tekið mið af starfsreynslu. í M.A. námi í stjórnmálafræði er boðið upp á nám í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun. Námið á að undirbúa nemendur undir störf við stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga eða skyld störf hjá hagsmunasamtökum, stjórnmála- flokkum ogeinkaaðilum. Einnig kynnast nem- endur helstu fræðahefðum í opinberri stjórn- sýslu og stefnumótun og læra undirstöðuatriði rannsóknarvinnu. Umsækjendur um nám í opinberri stefnumót- un og stjórnsýslu skulu hafa lokið B.A.-prófi frá Háskóla íslands eða sambærilegu námi. M.A. nám við félagsvísindadeild er tveggja ára nám (60 einingar). Við inntöku ertekið mið af einkunnum og er að jafnaði gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25). Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsvísindadeildar. Umsóknir beristfyrir 1. apríl nk. til skrifstofu félagsvísindadeildar, Háskóla íslands, Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík. Aðgangur að ofangreindu viðbótarnámi og meistaranámi er takmarkaður í sumum tilvik- um. Auglýsing þessi er birt með fyrirvara um nægilegar fjárveitingar til kennslunnar. Nám í Ástralíu GRIFFITH UNIVERSITY 1 The UNIVERSITY of NEWCASTLE AUSTRALIA Griffith University og University of New- castle. Tveir af leiðandi ríkisstyrktum og við- urkenndum háskólum Ástralíu bjóða þér á kynningarfund þér að kostnaðarlausu í Reykjavík föstudaginn 21. mars 1997 á Hótel Sögu við Hagatorg frá kl. 17:00— 19:30. Nám í boði fyrir bachelor-, masters-, doktors- gráðu og nám erlendis. Sænskunámskeið í Framnas í Svíþjóð Norræna félagið á íslandi, í samvinnu við Norræna félagið í Norrbotten í Norður-Svíþjóð, gefur 15 íslendingum kost á 2ja vikna sænsku- námi í Framnas folkhögskola dagana 28. júlí—8. ágúst nk. Kennt verður 6 stundir á dag og auk þess fer fram kynning á lífi og starfi fólks á Norðurkollu. Eftir námskeiðið gefst kostur á þriggja daga kynnisferð um Lappland. Námskeiðið kostar 79.000 krónur. Innifalið erferðir báðar leiðir, kennsla og dvalarkostnaður í tvær vikur. Umsækjendum skal bent á að kanna hvort við- komandi stéttarfélög veiti styrktil fararinnar (sk. fræðslustyrki). Umsóknarfrestur er til 10. apríl 1997. Umsóknir skal senda til skrifstofu Norræna félagsins, Bröttugötu 3B, 101 Rekjavík á sérstöku eyðublaði sem þarfæst. Opið mán.— fös. kl. 9.00—16.00. Kjörið tækifæri til að sameina sumarleyfi og sænskunám Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofunni. Brian Tracy International Brian Tracy námskeið á næstunni PHOENIX námskeiðið Leiðin til árangurs dagana 18., 19. og 20. mars, dagsnámskeið. 8., 9. og 10. apríl kvöldnám- skeið. Ný sölusálfræði 20. og 21. mars (The new Psychology of Selling) námskeið fyrir sölufólk. Skráning hafin í sím- um 552 7755 og 551 5555. Hvernig er símsvörunin í þínu fyrirtæki? Námskeiðið Símsvörun, þjónusta og sala í síma fyrir fyrirtæki og stofn- anir. Vidskiptavidmót, þjónustu- námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. SYN F r œ ð s /§§> U n n n a n i r, r á ð g j öf Brian Tracy námskeiðin á Islandi. Fanný Jónmundsdóttir Einarsnesi 34. 101 Rvk. Síini: 551 5555. Fax: 551 5610 Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvið Innritun 6 ára barna Innritun 6 ára barna (fædd árið 1991) ferfram í Varmárskóla dagana 17.-21. mars 1997, kl. 8.00-16.00. Að gefnu tilefni eru foreldrar hvattirtil aðtil- kynna tímanlega ef breyting verður á heimilis- fangi. Einnig eru foreldrar barna á grunnskóla- aldri, sem hyggja á flutning til Mosfellsbæjar fyrir næsta skólaár, beðnir um að sækja tíman- lega um skólavist. Skólastjórn. Sumarskóli í Skotlandi Þriggja og fjögurra vikna alþjóðlegur ensku- skóli fyrir 13-16 ára unglinga í júlí í nágrenni Perth við austurströnd Skotlands. Skólinn er staðsettur í fallegu og rólegu umhverfi og býð- ur upp á fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðk- un ásamtfjölda skoðunarferða. Einnig er sér- stakur golfpakki í boði, enda fjölmargir golf- vellir í nágrenninu. íslensk fararstjórn út og íslenskur starfskraftur á staðnum allan tímann. Nánari upplýsingarfást hjá Karli Óskari Þráins- syni í síma 557 5887 eða á faxi 587 3044.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.