Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 B 7 XX S J Ú KRAH Ú S REYKJAVÍ KU R Sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum Staða sérfræðings í almennum lyflækningum og blóðsjúkdómum við Sjúkrahús Reykjavíkur er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf, sem skiptist á milli Blóðsjúkdóma- og krabba- meinslækningadeildar innan Lyflækninga- og endurhæfingasviðs (75%) og Rannsóknadeild- ar innan Myndgreininga- og rannsóknasviðs (25%). Starfið felur í sér klíniska vinnu, kennslu og vísindastörf á sviði lyflækninga- og blóðsjúk- dómafræði og þátttöku í vöktum ásamt ráð- gjafaþjónustu á öðrum deildum sjúkrrahúss- ins. Þá felur starfið í sér sérfræðistörf á rann- sóknastofu í blóðmeinafræði m.a. umsjón með segasvönum. Umsóknir með upplýsingum um námsferil, fyrri störf og vísindavinnu sendisttil Sigurðar Björnssonar, yfirlæknis á Blóðsjúkdóma- og krabbameinsdeild eða ísleifs Ólafsson- ar, yfirlæknis á Rannsóknadeild, sem einn- ig gefa nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1997. Röntgenlæknir Staða sérfræðings í geislagreiningu við rönt- gendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er laus til um- sóknar. Staðan veitist samkvæmt samkomu- lagi. Umsækjendur geri grein fyrir náms- og starfsferli, rannsókna- og vísindastörfum. Við- komandi skal hafa góða samstarfshæfileika. Geta skal sérstaklega um þekkingar- og áhuga- svið sérgreinarinnar. Umsóknarfrestur ertil 14. apríl 1997. Umsóknir sendist til Arnar S. Arnaldssonar, forstöðulæknis Myndgreininga- og rann- sóknasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem jafn- framt veitir upplýsingár. Sími 525 1440. Bréf- sími 525 1442. Umsóknareyðublöð fást Hjá starfsmannaþjónustu Sjúkrahúss Reykjavíkur á Landakoti og við upplýsingaborð í Fossvogi. Öllum umsóknum verður svarað. Kennarstöður í Reykjanesbæ Grunnskólakennarar í Reykjanesbæ eru nú þrír skólar og hefjast framkvæmdir við þann fjórða i haust. í Reykjanesbæ er skólaþjónusta í örri uppbyggingu og er boðið upp á sérfræðiþjónustu, fræðslufundi og kennaranám- skeið á skólaskrifstofu okkar. Vinnuaðstaða í skólanum er almennt góð og I Reykjanesbæ er öflugt iþrótta- og tómstundastarf. Við óskum eftir áhugasömu og kröftugu fólki sem ertilbúið að hjálpa okkur við að stuðla áfram að stöðugum framförum í skólastarfi. Njarðvíkurskóli 1.-10. bekkur Almenn kennsla, tónmennt og hannyrðir. Sími 421 4399. Holtaskóli 7.-10. bekkur Almenn kennsla. Sími 421 1135. Myllubakkaskóli 1 .-6. bekkur Almenn kennsla, myndmennt og tónmennt. Sími 421 1450. Umsóknarfrestur ertil 13. apríl. Upplýsingar um stöðurnarveita skólastjórar viðkomandi skóla. Umsóknir berist Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57. Leikskólakennarar Leikskólakennara vantar í leikskóla bæjar- ins.Upplýsingar veitir leikskólafulltrúi í síma 421 6700. Umsóknarfresturertil 13. apríl. Um- sóknir berist Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57. Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. AKU RE YRARBÆR Sviðstjóri fræðslu og frístundasviðs Laust er til umsóknar starf sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs hjá Akureyrarbæ. Sviðssjóri erframkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, samræmir og ber ábyrgð á allri starfsemi er undir það svið heyrir, sem eru leik- skólamál, skólamál, menningarmál, íþrótta- og tómstundamál. Sviðsstjóri skal hafa góða yfirsýn yfir starfsemi á fræðslu- og frístundasviði. Hann ber ábyrgð á að stýra og viðhalda formlegu samskiptakerfi allra deildarstjóra á sviðinu. Einnig skal hann fylgjast með þróun og nýjungum í þeim mála- flokkum sem tilheyra sviðinu og hafa frum- kvæði að þeim nýjungum í starfsháttum sem til framfara mega vera. Hann ber ábyrgð á eðli- legri framþróun þeirrar þjónustu sem sviðið veitir bæjarbúum. Umsækjandi þarf að hafa háskólapróf á ein- hverju því sviði sem tengjast verkefnum sviðs- ins og/eða langa starfsreynslu, sem nýtist í starfinu. Hann þarf a.m.k. að hafa eitt Norður- landamál á valdi sínu. Æskilegt er að hann hafi þekkingu á og reynslu af stjórnun og sveitar- stjórnarmálum. Honum þarf að láta vel að vinna með öðrum, hafa með hendi forystu, skipuleggja verkefni og setja fram mál í ræðu og riti. Meirihluti þeirra sem sinna stjórnun og öðrum áhrifastöðum hjá Akureyrarbæ eru karlmenn. í samræmi við landslög og jafnréttisáætlun bæjarins vill Akureyrarbær stefna að því að hlutur kynjanna á áhrifastöðum verði sem jafn- astur og hvetur konur jafnt sem karla að sækja um starfið. Upplýsingar um starfið, kaup og kjör veita bæj- arstjóri og starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur ertil 4. apríl nk. Bæjarstjóri. Spennandi störf í tónlistargeiranum Spor hf. óskar að ráða fjóra starfsmenn. Fyrir- tækið starfar við innflutning, útgáfu og útflutn- ing á tónlist, og selur bæði í heildsölu og smá- sölu. Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða starfsmenn í neðangreind störf. Markaðsstjóri Verksvið viðkomandi starfsmanns er umsjón með Bónusklúbbi Músikog mynda, samræm- ing á smásölu fyrirtækisins, umsjón með int- erneti og útflutningi. Leitað er að starfsmanni með frumkvæði, góða framkomu og mikinn metnað. Menntun og/eða reynsla á þessu sviði er æskileg en ekki skilyrði. Símsvörun Óskað er eftir starfsmanni á síma. Auk lipurðar í mannlegum samskiptum þarf viðkomandi að hafa tölvuþekkingu í Word og Excel, auk góðrar málakunnáttu. Aðstoðarmaður í útgáfudeild Leitað er að starfsmanni í innlenda útgáfu. Við- komandi þarf að hafa góða þekkingu á íslenskri tónlist og tónlistarmarkaðnum á íslandi. Leitað er að starfsmanni með frumkvæði, góða fram- komu og mikinn metnað. Menntun og/eða reynsla á þessu sviði er æskileg en ekki skil- yrði. Verslunarstjóri Verslunarstjóri óskastfyrireina af verslunum okkar Músik og myndir. Auk sölu á tónlistarefni er starfrækt í versluninni myndbandaleiga og sælgætisverslun. Leitað er að einstaklingi á aldrinum 20-30 ára, sem þarf að hafa kunnáttu og áhuga á þessu sviði auk þess að hafa stjórn- unar- og skipulagshæfileika. Umsóknum með helstu upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf skal skila til af- greiðslu Mbl. merktar:,, SP2000" fyrir 22. mars 1997. Upplýsingar um starfið eru ekki veittar í síma. SKAGSTRENDtNGUR HF. FlARNlAUSTIÖRI Skagstnendingur hf. óskar eftir að ráða fjármálastjóra á skrifstofu fyrirtækisins á Skagaströnd. Starfs- og ábyrgðarsvið • Fjármálastjórn og áætlanagerð. • Eftirlit með áætlunum og kostnaðarliðum. • Milliuppgjör, ársuppgjör og frágangur til endurskoðenda. • Hagkvæmnisúttektir og arðsemisgreining. • Ráðgjöf vegna fjárfestinga fyrir stjórn og framkvæmdastjóra. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði viðskipta- eða rekstrar. • Metnaður f starfi og kunnátta til að nýta bókhald og reiknishald sem stjórntæki f rekstri. í boði er gott starf með áhugaverðum framtíðarmöguleikum hjá öflugu fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 f sfma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: ”Skagstrendingur - Fjármáiastjóri” fyrir 22. mars n.k. RÁÐGARÐUR hf SIJÓElNUNAROGREKSIRARRÁÐGfÖF FurugorölS 108 Roykjavík Sim! 533 1800 Paxs 833 1808 Natfangs rgmldlunötreknot.l* Halmaa(8at httpi//wafw.trekn«t.l*/rad8ar«lur Penninn hf er 64 ára gamalt rótgróið verslunarfyrirtœki. Starfsmenn eru 125, en Penninn rekur jafnframt verslanir Eymundsson. Verslanir fyrirtœkisins eru í Hallarmúla, Kringlunni, Austurstrœti og Hafnarfirði. Ertu góður sölumaður ? Óskum eftir að ráða sölufulltrúa fyrir Pennann Skrifstofubúnað. Söiufulltrúi mun annast ráðgjöf til viðskipta- vina um val ljósritunarvéla, skrifstofutækja og húsgagna. Jafnframt sjá um tilboðsgerð og frágang sölusamninga. Við leitum að röskum og drífandi aðila með marktæka reynslu af sölustörfum. Áhersla er lögð á örugga og þægilega framkomu, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum auk metnaðar til að ná góðum árangri í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 21. mars n.k. Ráðning verður sem allra fyrst. Fyrirspurnum svarar Guðrún Hjörleifsdóttir hjá STRÁ. Umsóknareyðublöð eru fyrir-liggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru kl.10-13. STRA| GALLUP STARFSRÁÐNINGAR Mörkiiini 3,108 Reykjavík Súni: 588 3031, bréfsíini: 588 3044 ■WSÍSÍI [! . . Guðný Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.