Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Allt byrjar þá ég kem! Gárur ejtir Elínu Pálmadóttur Tuttugu vaxt- arár, tuttugu ára blómatími, 20 þroskaár og 20 ára hnignun. Eitthvað á þessa leið segir eitt af þessum ágætu írsku spekiyrðum. Mikill sannleikur í því. Kannski vantar þó síðustu 20 árin á þetta hefð- bundna gamla æviskeið. Það eru víst vísindaleg sannindi að blómatími minnisins sé um tví- tugt og fari hægt að hnigna úr þrítugt. Haldi svo áfram. Með undantekningum auðvitað eins og önnur sannindi eða kannski mismunandi eftir þjálfun og við- haldi. Hvað um það, margir kvarta þegar sígur á ævina und- an minnisleysi. Nöfn, jafnvel sem þeir þrælþekkja, vilja ekki koma fram þeg- ar eftir er kallað. Einnig tölur, svo sem ártöl. Kem- ur svo upp úr einhveiju hólfinu í heilanum þegar minnst varir. Það er þá þarna. Þetta er hið eðli- lega slit. Fyrst fara nöfn og töl- ur að sitja föst í pípunum. Og við það er auðvitað hægt að lifa nú, þegar farið er að tala upphátt um það sem eðlilegt og ekki síst að hægt er auðveldlega að fletta upp því sem vantar. Þyrfti frek- ar að þjálfa fólk í að leita í bók- um og tölvum, svo það sé því handhægt þegar á þarf að halda, heldur en að vera með úreltar aðferðir við að prófa hve hratt nöfn og tölur koma fram, svo viðkomandi verður skelfíngu lostinn. Svo slæmt sem getur verið að muna ekki, finnst mér stund- um fjári óþægilegt að muna svona vel það sem hefur gerst. Maður verður svo leiðinlegur við að vera sífellt að leiðrétta. Og erfitt að stilla sig þegar fara að útbreiðast villur. Útbreiðast með ógnarhraða í fjölmiðlum nútím- ans. Tvær slíkar hrundu þessum gárum af stað. Um sl. helgi las ég viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu, borgarstjóra í Reykjavík, þar sem m.a. var spurt um plúsana og minusana á borgarstjórnar- ferli hennar. Þar stóð að Ingi- björg hefði tekið upp þá ný- breytni að halda fundi úti í hverfunum með borgarbúum og væri í annarri umferð. Það hefði komið mjög vel út og ætlaði hún að ná einni yfírferð enn fyrir kosningar. Þetta um nýbreytn- ina, sem maður hefur séð víðar um þessa fundi, varð til þess að ég sagði upphátt: Bölvuð vit- leysa! Geir Hallgrímsson tók upp þetta form, að hafa fundi með borgarbúum í öllum hverf- um borgarinnar, sem vakti mikla athygli. Eftirmenn hans, Birgir ísleifur Gunnarsson, Davíð Oddsson og aðrir gerðu það líka. í 25 ár hefur verið húsfyllir og mikið spurt. Gott hjá Ingibjörgu Sólrúnu að fella ekki niður þennan ágæta sið. Þeir gerðu þetta alltaf tvisvar sinnum á kjörtímabilinu - ekki þó í þriðju umferð tengdri kosn- ingum - og voru stundum gagnrýndir af núverandi meiri- hlutaflokkum fyrir að eyða í það fé borgarbúa. Þetta er nú bara mannlegur eiginleiki og ekki óalgengur kvilli að allt bytjar fyrst þegar maður kemur sjálfur að því. Hefur ekki verið til fyrr. Ég man hvað við kímdum oft á mínum borgarstj óm arár- um að því að al- þýðuflokksfulltrú- inn virtist hafa það að reglu að byrja allar sínar ræður með: Eins og Alþýðuflokkurinn nefndi fyrstur eða eins og fyrst var skrifað um í Alþýðublaðinu. Lík- lega verið meðvituð „markaðs- setning", eins og það heitir. Vel á minnst. Oft hnusaði í mér við fréttalestur af þeirri miklu nýj- ung, göngubrúnni yfir Kringlu- mýrarbrautina. Hugmyndin er hreint ekki ný, því hún og göngustígarnir upp Fossvogs- dalinn og út með Ægisíðu voru þegar í „Áætlun um umhverfí og útivist,“ langtímaáætlun sem kölluð var „Græna byltingin" og var aðalmálið í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins 1974 með framkvæmdaáætlun fyrir 1974-77, þar sem þessir stígar og Elliðaárstígarnir voru í for- gangi. Þetta frestaðist þó því Flugvöllurinn leyfði ekki umferð þar, nema með undirgöngum undir flugbrautirnar. Það tekur stundum svo fjandi langan tíma að koma hlutunum í framkvæmd í litlu landi. En kemur þó ein- hvemtíma, ef ekki verða um- byltingar í millitíðinni. Það gladdi mitt hjarta þegar göngu- brúin kom loks. Sjá mynd af gömlu teikningunni okkar. Lík- lega held ég bara að þá hafi brúarhugmyndin verið ný, af því að þá kom ég sjálf að áætlun- inni. Fleira fellur undir það að ekk- ert byiji fyrr en maður kemur að því með sín mál. I Lesbókinni um helgina skrifar sagnfræðing- ur lærða grein um Jón Thor- steinsen, sem varð „fyrstur landsmanna til að gegna emb- ætti landlæknis". Jón lauk prófí 1819 fyrstur íslendinga og tók sama ár við embætti. Þetta hefur verið hinn merkasti maður. Hef- ur eflaust fyrstur tekið þetta til- tekna læknapróf. En er ekki óþarfí samt að gera hann að fyrsta landlækni á íslandi. Hvað um Bjama Pálsson (1719- 1770)? Um hann segir m.a. í læknatali Vilmundar Jónssonar: „Sk. 18. marz 1760 hinn fyrsti landlæknir á íslandi og tók við embættinu s.á. Jafnframt öðmm embættisstörfum hélt hann uppi læknakennslu og hafði alla emb- ættistíð sína fleiri eða færri nem- endur, alls 13, en af þeim luku ijórir frá honum læknaprófi. Rak sjúkravist í Nesi í þar til gerðu bæjarhúsi frá 1763 og til ævi- loka.“ Oft er óljóst hver er fyrstur og margir vilja vera það. Snemma á mínum blaðamanns- ferli lærði ég af vondri reynslu að segja helst aldrei fremstur, fyrstur, stærstur o.s.frv. Heldur einn fremsti, einn af fyrstu, ein- hver stærsti o.s.frv. Það hefur sparað mikið þras og margar leiðréttingar. MANNLIFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆÐI/Hvernig munum vió þaó semgeróist ígcerf Minni og hugsun Allar lífverur þurfa minni af einhveiju tagi til að komast af frá degi til dags. Þær lífverur sem hafa mið- taugakerfí hafa þó mun meiri hæfíleika til að muna en þær sem frumstæðari eru og það sem við eigum venjulega við þegar tal- að er um minni er eitthvað sem gerist í heilanum. Minni og hugsun eru nátengd og öll hugsun byggist að verulegu leyti á því sem við mun- um. Mikilvægt er fyrir hugsun og ályktunargáfu að hafa gott minni. Gott minni er líka eitt af því sem gerir vissa einstaklinga, það sem við köllum, gáfaða. Minni má samt ekki vera of gott og ef við gleymdum engu af því sem við upplifðum er nokkuð víst að við mundum fljótlega missa hæfileikann að hugsa og síðan missa vitið eins og það er kallað. Sumir vilja túlka nokkrar af drótt- kvæðum visum Egils Skalla- Grímssonar á þann hátt að hann hafí gert sér grein fyrir því að við hugsum með höfðinu. Þetta verður þó að teljast ósannað og svo mik- ið er víst að fom- menn veltu þessu ekki mjög mikið fyr- ir sér og margir álitu að hugsun og tilfínningar byggju í hjartanu. Við vit- um núna að minni og öll hugsun á sér stað í heilanum en við vitum ekki ennþá hvemig þetta gerist. Ekki komst skriður á rannsóknir af þessu tagi fyrr en fyrir 20-30 ámm og að sumu leyti hafa þær gengið afskaplega hægt. Fyrr á öldinni var nokkuð vin- sæl kenning um það á hveiju minnið byggðist stundum kölluð afafrumu- kenningin. Samkvæmt þessari kenn- ingu áttu öll minnisatriði varðandi eitt- hvert aftnarkað atriði, eins og t.d. afa viðkomandi einstaklings, að vera geymd í einni frumu í heilanum. Þessi eftir Magnús Jóhannsson Drekinn er nálægt miðju heilans. kenning var smám saman afskrifuð þegar farið var að rannsaka fólk sem hafði fengið heilaskemmdir vegna slysa eða skurðaðgerða. Samkvæmt afafrumukenningunni ætti slíkt fólk að gleyma alveg vissum atriðum en muna önnur. Þetta gerist ekki svona og fólk getur fengið miklar heila- skemmdir án þess að minni þeirra skerðist. Samt getur hegðun fólks tek- ið breytingum eftir slík áfóll eins og eftirfarandi saga lýsir: Bifvélavirki varð fyrir slysi og fékk talsvert miklar skemmdir á heila. Hann jafnaði sig þó vel og fór að vinna aftur á sama verkstæði og áður. Minni hans og þekking á vélum virtust óskert eftir slysið og hann var að mati félaga sinna jafn góður bifvélavirki og áður. Hins vegar framkvæmdi hann ýmsa hluti á óvenjulegan hátt og ef hann vann t.d. við viðgerð á einhveijum vélarhlut gerði hann það bograndi á gólfinu í stað þess að hafa hlutinn á vinnu- borði. Væri honum bent á að þægi- legra væri að hafa hlutinn á borðinu en á gólfinu var eins og hann skildi ekki ábendinguna. Sumir hafa haldið því fram að til séu mismunandi teg- undir af minni, t.d. minni um orð og tungumál annars vegar og atburði hins vegar. Einnig vilja sumir skilja á milli skammtímaminnis og langtíma- minnis. Aðrir ganga út frá því að allt minni sé í eðli sínu eins. Ýmsar kenningar hafa komið fram um það á hveiju minnið byggist. Einn möguleikinn er að minni byggist á myndun próteina. Lítil takmörk eru á því hve mörg mismunandi prótein frumur líkamans geta myndað og hugmyndin var að eitt minnisatríði svaraði til ákveðins próteins. Við fyrstu kynni af einhveiju, t.d. orði eða hug- taki, myndaðist svolítið af próteininu en við nánari kynni yrði myndun þess meiri og næði að lokum því marki að búið væri að festa þetta tiltekna atriði í minninu. Þessi kenning er að ýmsu leyti aðlaðandi í einfaldleika sínum en erfítt er að ímynda sér hvemig þessu væri stjómað og hvemig heilafrum- umar skynjuðu próteinin. Nú á tímum þykir þessi kenning því afar ósennileg. Stungið var upp á þeim möguleika að í heilanum væm stöðugar bylgjuhreyf- ingar sem skömðust, líkt og þegar mörgum steinum er kastað í lygnt vatn. Þar sem bylgjumar mætast myndast flókin traflun og fræðilega séð gæti þessi tmflun geymt mikið magn upplýsinga. Hér kemur aftur upp svipað vandamál og með prótein- in, erfítt er að skilja hvemig upplýsing- um væri komið fyrir í slíku kerfí og hvemig hægt væri að sækja þær. Sú kenning sem flestir telja líklegasta er að minnið sé geymt í tengingum milli taugafrumna. Þessar tengingar byggj- ast á losun taugaboðefna í einni fmmu og skynjun boðefnanna í annarri frumu og vitað er að frumumar geta breytt slíkum tengingum, gert þær virkar eða óvirkar. Ef reynt er að áætla flölda slíkra tenginga í heilanum og fjölda minnisatriða sem mannsheil- inn getur geymt (hvort tveggja er reyndar nánast ómögulegt) fást tölur sem líklegt er að gætu passað. Ná- lægt miðju heilans er svæði sem nefn- ist dreki (hippocampus) og virðist þetta svæði hafa sérstaka þýðingu fyrir minnið. Nýlega var skýrt frá tilraunum með erfðabreyttar mýs sem vom þann- ig útbúnar að ákveðinn erfðastofn í taugafmmum drekans var óvirkur og við það mynduðust ekki viðtakar fyrir taugaboðefnið NMDA (N-metýl-D- aspartat). Minni þessara músa var greinilega skert og svo virtist sem þær ættu erfítt með að læra leið í völundar- húsi. Niðurstöður þessara tilrauna styðja kenninguna um að minnið bygg- ist á tengingum milli taugafrumna og undirstrikar einnig þýðingu drekans í þessu samhengi. TÆKNI/Þjónarþaó umhverfisvemd aó lœkka dísilveró og hcekka bensínveróf RudolfDiesel og dísilvélin Fyrsta aflvél mannsins utan hann sjálfur er dýr, hestur eða uxi. Ef aflvél þýðir í þessu samhengi dauður hlutur kemst mannskepnan allsnemma upp á að láta rennandi vatn þræla fyrir sig og einnig vindinn, einkum til að mala korn. Vatnsmyllur munu meira að segja hafa verið til hér á landi alllengi. En iðnbyltingin mikla er einkum talin eiga upphaf sitt að telja til þess að menn gátu látið aflvélar taka að sér stórvirki fjölda manna eða einkum hesta. Hestaflið er dregið af því hvað gufuvél kom í stað margra hesta, einkum við að draga kol og málm upp úr námum. Það er sem sé með þeirri vél sem James Watt hinn enski fullkomnaði að aflvélar fara að taka að sér verk magra manna og dýra, við námugröft og skömmu seinna við flutninga. Mönnum verður hins vegar bráðlega ljóst þegar kemur fram á síðustu öld að nýtni gufuvélarinnar megi bæta. Ekki e.t.v. vegna þess að ekki sé næg orka fyrir hendi, heldur þarf eimreið eða skipsvél að flytja eldsneytið með sér á ferð sinni og hagræðing yrði af að bæta nýtnina og hafa það minna. Þýskir vélaverkfræðingar aldar- innar sem leið sem gera sér grein fyrir megingalla gufuvélarinn- ar. Kyndirýmið og strokkurinn þar sem vinnan fer fram em aðskilin, og mikil varmaorka fer því forgörðum. Nýtni hennar er aðeins um 12%. Braninn og vinnan í strokknum þurfa að fara fram nánast á sama stað eigi nýtnin að aukast. Nikolaus Otto þró- eftir Egil Egilsson aði fjórgengisvélina, sem varð síðar sá bensínmótor sem við göngum svo mörg fyrir þessi árin. Sú vél sogar inn í sig blöndu lofts og bensíns, og þjappar henni saman. Ikveikjan fer fram með rafneista, þeim sama út- búnaði sem oft vill bregðast streitu- Rudolf Diesel veg, hita, að samjöppun þjáðum sam- borguram okk- ar á frost- morgni eða í úðaregni. Nýtni þeirrar vélar er allt að 28%. Rudolf Diesel bjó til aflvél með nýtni allt að 35%. í henni er enginn kveikju- útbúnaður raf- magns, og það gerir hana ein- faldari viður- eignar. Kveik- ingin fer fram á þann einfalda loftsins skapar nægan til að kveikja í olíunni sem er spýtt inn í 7-800 gráða heitt loftið. Þessi mikla samþjöppun er grandvöllur að öðm einnig. Hin góða nýtni stafar af að sýna má fram á að hún fer að veralegu leyti eftir hlut- fallinu á milli stærsta og minnsta rúmmáls bullunnar, þ.e. í hástöðu og lágstöðu. Dísilvélin fær þannig 35/28 = 5/4, eða 25% meira úr sama eldsneytis- magni en bensínvélin. Á þeim tímum þegar liggja fer á að hugsa um gróð- urhúsaáhrif, er það vanhugsað af stjómvöldum hvers lands að leggja skatt á dísilvélar bfla til þess að rekst- urskostnaður þeirra sé sambærilegur við reksturskostnað bensínbflvéla. Sennilega myndu íslensk stjómvöld eiga fárra betri kosta völ til að draga úr gróðurhúsahrifum en þeirra að hætta að skattleggja dísilbílvélina, en HÆKKA bensínverð að sama skapi. Dísilvélin er að því leytinu óvin- sælli aflvél til notkunar í uppbót hins íslenska karlmanns fyrir getuleysi sitt í þjóðfélaginu, að hún er við- bragðsseinni en bensínvélin, og gangurinn er höstugri. En með kosti hennar í huga, þ.á m. það hve um- hverfísvæn hún er er óskiljanlegt að hún hafi ekki orðið miklu útbreidd- ari en raun ber vitni. Sennilega nær hún því miður ekki að festa sig í sessi undir vélarhlíf einkabílsins þá fáu áratugi sem em eftir fram til þess að við neyðumst til að snúa okkur að annars konar vélum en bensín- og dísilvélum til að knýja einkabílinn úr hjólförunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.