Morgunblaðið - 27.03.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 D 9
SAGNFRÆÐINGAHÓPURINN sem feröaðist um Eystri-Byggð og tók þátt í ráðstefnu.
fyrir sláturfé á haustin. Þar liggja
rústir norræns landnámsbæjar. Auk-
inheldur eru þar rústir af eskimóabæ
sem reis eftir að búsetu norrænna
manna lauk. Þar fannst litarefni í
pjötlum, indígóblár litur, sem talið
er víst að hafi borist frá Miðjarðar-
hafslöndum. Þykir litafundurinn ör-
ugg sönnun þess að þarna hafi fólk
haft samband við umheiminn og ut-
anríkisverslun verið stunduð. Um-
hverfí Narsaq við Narsaqsund geym-
ir margar minjar norrænna manna.
Um kvöldið áður hafði sagnfræð-
ingahópurinn ekið inn að Dýmesi þar
sem var fom kirkjustaður en virtist
notaður sem útivistarsvæði heima-
manna, einskonar Heiðmörk, og var
þar fremur óyndislegt um að litast.
Ekki bætti úr skák að skammt undan
er ruslahaugur staðarins en vegna
erfiðleika við urðun er sorpi brennt
á Grænlandi. Er sagt að á tímum
norrænna manna hafi í Dýrnesi verið
stærsta kirkjusókn á Grænlandi.
Ferðin að Grænlandsjökli yfír
Breiðafjörð var ævintýraleg. Túr-
hestar splæsa öllum sínum filmum á
ísjakana í fjörðunum fyrstu dagana
að sögn Ingva og víst eru þeir til-
komumikil sjón. En það eru græn-
lensku firðimir einnig. Þeir eru risa-
vaxnir og mikilfenglegir. Fjöllin eru
himinhá og bergstálið hverfur þver-
hnípt ofan í fallega grænblátt dýpið.
Lendingarstaðir fyrir báta eru ekki
margir. Keyrt er utan í klöppina og
fólk stekkur í land. Upp við jökul-
brúnina fundum við ólafssúru og
steinbijót, grávíði og eyrarrós og
Grænlandsjökullinn bragðaðist
ágætlega. Gísli Gunnarsson sagn-
fræðingur átti kollgátuna sem oftar
á sinn lúmskfyndna hátt: „Hann
minnir á vatn“.
Álitlegur klumpur var tekinn með
í bátinn og þegar muiinn Grænland-
sjökullinn var kominn í bland við
Johnny Walker Black Label tók enn
að hýma yfir ferðalangi. Grænlenski
lággróðurinn barst í tal og einhver
þekkti sérfræðing í lággróðri og
sagði að það hlyti að vera leiðinlegt
starf. „Það vex manni þó ekki yfir
höfuð,“ sagði Kristján.
Minnisvarði um skipsskaða
í ferðinni gafst góður tími til að
skrafa um heima og geima því fjarð-
arbáturinn var þægilega hæggengur
og tíminn eins og stóð í stað um
borð. í hópnum, sem ferðaðist undir
styrkri stjórn þeirra Ingva og Hrefnu
Róbertsdóttur sagnfræðings, voru
sagnfræðingar, doktorar og prófess-
orar og framhaldsskólakennarar og
áhugamenn um sagnfræði, menn og
konur sem áttu það sameiginlegt að
vilja kynnast Grænlandi. Einhver-
staðar, líklega strax í Narssarsuaq,
slæddust með smávaxin frönsk hjón
og ferðuðust með okkur á sjó og
landi. Enginn vissi hvaðan þau komu
eða hvert þau á endanum fóru en
þeim virtist líka kompaníið og nutu
þeirra veitinga sem í boði voru.
Hrefna sá um bókhaldið og var nóg
að segja Hrefna borgar! og var þá
allt látið eftir hópnum. Fljótlega þótt-
ust menn heyra eitthvað svipað í
þeim frönsku þegar þau stóðu upp
frá borðum. Varð það tilefni vísu-
korns eins ferðalangsins:
Grænlands inni í fógrum firði
friðsælt er og mikils virði.
Etur hver og einn sem torgar.
Æðislegt, og Hrefna borgar!
Frá Grænlandsjökli var haldið til
Qaqortoq. Þar er einasti gosbrunn-
urinn á öllu Grænlandi. Hann er niðri
við höfnina, ekki langt frá gömlu
kirkjunni í bænum. Var hið arabíska
kælitæki fögur smíð og sérkennileg
sjón á þessum stað. Qaqortoq er
byggð upp í klettahlíðar. Húsgrunnar
eru steyptir ofan á klöppina og timb-
urhús reist á þeim, oft margar hæð-
ir, og máluð blá eða græn eða jafn-
vel bieik. Þar eru krár en Skipperkrá-
in vinsælust af íslendingum sem röt-
uðu þangað fyrsta kvöldið leiðbein-
ingarlaust, hver einstakur hópurinn
á fætur öðrum. Upphófst nú gleði
mikil í hópi íslendinganna á hafn-
arkrá þessari en nokkuð skyggði á
hana að fáeinar grænlenskar konur
eigruðu á milli borða, ofurölvi og
sníktu bjór og sígarettur og gerðu
sér dælt við karlpeninginn. Var þetta
í eina skiptið í allri ferðinni sem slíkt
ónæði hlaust af Grænlendingum.
í gömlu kirkjunni í Qaqortoq sótt-
um við nokkrir ferðalangar messu á
sunnudagsmorgni og urðum vitni að
fallegri skím. I kirkjunni hangir lát-
laust minnismerki um gamlan
skipsskaða. Danska grænlandsfarið
Hans Hedtoft var í jómfrúarferð sinni
er það sigldi frá Quaqortoq í janúar
árið 1959 og sökk eftir að hafa rek-
ist á ísjaka skammt undan Hvarfí.
Fórust allir um borð, nærri hundrað
manns. Um svipað leyti eða rúmri
viku síðar fórst togarinn Júlí frá
Hafnarfirði með 30 manns þar sem
hann var á karfaveiðum við Ný-
fundnaland. Á veggnum í kirkjunni
hékk björgunarhringur af Hans
Hedtoft. Hann fannst síðar við
Grindavík, eftir því sem ferðalanga
minnti, og var það eina er varðveist
hafði og var til minningar um skelfi-
legt sjóslys, sem fjölmiðlar kölluðu á
sínum tíma annað„Titanic-slys“.
Einn sögufrægasti og merkasti
staður í Eystri-Byggð er Hvalseyj-
arfjarðarkirkjan, Qaqortukulooq á
máli heimamanna, í samnefndum
firði skammt frá Qaqortoq. Kirkjan
er best varðveitta rústin frá tímum
norrænna manna á Grænlandi eða
frá því að byggðin lagðist af á fimmt-
ándu öld og er nánast helgur staður
norrænum ferðalöngum. I kirkjunni
giftu sig fyrir nokkrum árum Jonat-
han Mozfeldt, fyrrum formaður
grænlensku landsstjómarinnar, og
Kristjana Guðmundsdóttir, en svo
illilega vildi til þegar sagnfræðinga-
hópurinn ætlaði að skoða kirkjuna
að búið var að fjarlægja bryggjuna
vegna viðgerða og þrátt fyrir margar
og svakalegar tilraunir skippersins
til að lenda bátnum var það ekki
hægt. Um kvöldið fór svolítill hópur,
sem ekki vildi fyrir nokkum mun
missa af kirkjuskoðun, á spíttbát á
kirkjustaðinn og skoðaði hann gaum-
gæfílega, fullur heilagrar lotningar
fyrir svo sögufrægum stað og merk-
um minjum. Bámst þá hlátrasköll inn
til altarisins og trufluðu helgistund-
ina. Krakkar hlupu út og inn um
kirkjuna og kom í ljós að íslensk fjöi-
skylda hafði slegið upp tjaldi sínu
skammt frá og naut þar útivistar.
Sannaðist enn að Islendingar dúkka
upp á ólíklegustu stöðum á ólíkleg-
ustu tímum.
Guðsþjónusta í Görðum
í Hvalseyjarfirði er rekin gróðr-
arstöð og er unnið þar merkilegt
ræktunarstarf. Heitir staðurinn
Upemaviarssuk og eru þar gerðar
mjög athyglisverðar tiiraunir með
plöntur en jarðvegur á Grænlandi er
lítill og gróður smágerður.
í Qaqortoq slóst Jonathan Moz-
feldt, fyrrum formaður grænlensku
landstjómarinnar á Grænlandi, í hóp-
inn og fylgdi honum til leiðarloka.
Hann hafði haldið innblásna ræðu á
ráðstefnunni um nágrannana í vestri,
Grænland og ísland, og var nú kom-
inn í tveggja daga frí með Islending-
unum frá pólitísku argaþrasi, m.a. til
að halda messu fýrir íslendingana á
hinu foma biskupssetri Görðum en
Jonathan er prestlærður maður. Hafði
hann meðferðis gemsa og talaði í
hann látlaust á milli þess sem hann
ræddi og fræddi um Grænland. Var
hann einkar Ijúfur ferðafélagi og hafði
gaman af að halda ræður og gat í
sömu andránni farið niður á botn
Kyrrahafsins og komið upp aftur í
Hvíta húsinu. Haldið var til hins foma
biskupsseturs Garða eða Igaliko Ei-
ríksfjarðarmegin og gengið yflr eiði
það sem skilur íjörðinn við Einars-
flörð. Um kvöldið var ljúffengt
hrefnukjöt á borðum.
Guðsþjónusta Jonathans í kirkjunni
í Görðum á Þjóðhátíðardaginn 17.
júní var falleg og eftirminnileg at-
höfn. Amaldur hét fyrsti biskupinn
yflr Grænlandi, vígður árið 1124.
Jonathan talaði í stólræðu um sameig-
inlega sögu íslendinga og Grænlend-
inga og óskaði íslendingunum til
hamingju með daginn. Nokkuð af
heimamönnum sótti messuna og fyrir
og eftir predikun voru sungnir sálmar
á græniensku, Ó, þá náð að eiga Jes-
úm og Hærra minn guð til þín og
Fögur er foldin. Eftir messuna vom
rústir biskupssetursins kannaðar.
Þama fundust biskupsbein sem talið
er að séu manns sem nefndist Jón
smyrill og var biskup 1188 til 1209;
stafur fylgdi úr rostungstönn og bisk-
upshringur úr gulli. Ingvi fararstjóri,
sem allt veit um Grænland, var
áhugasamur um að sýna hópnum
fomt áveitukerfi í fjallinu ofan við
Garða en þama blása þurrir vindar,
sagði hann, svo að áveitukerfið hefur
komið sér vel. Úr fjallinu var haldið
aftur í bátinn og siglt til flugvallarins
í Narssarssuaq þar sem ferðin hófst
vikuna áður. Haldin var þjóðhátíðar-
gleði mikil á flugvallarhótelinu um
kvöldið. Vom grænlenskir réttir þar
á borðum, m.a. selbitar, svartir eins
og lakkrís, en ekki sérlega bragðgóð-
ir. Margt var þar annað og gómsætt
á borðum.
Góðir grannar
Við höfðum farið hefðbundinn rúnt
um Eystri-Byggð og fengið nokkra
hugmynd um byggðaleifar norrænna
manna í landinu, hrikalega nátt-
úrafegurð Grænlands og viðmótsgóða
og elskulega nágranna okkar, Græn-
lendinga. I nýlegri og afar lofsam-
legri grein í Berlingske Tidende er
skrifað um vaxtarbrodda í græn-
lensku efnahagslífi og bent á jákvæð-
ar hiiðar til mótvægis við þá nei-
kvæðu umfjöllun sem alvanaleg er í
dönskum fjölmiðum um Grænland.
Segir að um Grænland hafl í mörg
ár verið fjallað sem vandræðabam.
Ef fréttir bárast þaðan vora þær um
drykkjusýki, háa sjálfsmorðstíðni og
svikahrappa. En nú er greinilega öld-
in önnur. Hin pólitíska og efnahags-
lega þróun sem átt hefur sér stað í
landinu undanfarin tuttugu ár lofar
mjög góðu, segir þar. Menntunin er
alltaf að aukast en vandamálið er að
einungis um helmingur þeirra Græn-
lendinga sem sækir langskólanám
erlendis snýr heim aftur. Þá hættir
ríflega helmingur Grænlendinga námi
eftir grannskólann. En grænlenski
efnahagurinn er í öram vexti, sam-
starf við nágrannaþjóðir og alþjóðlegt
samstarf er sífellt að aukast og litið
er til ferðaþjónustu sem vaxandi at-
vinnugreinar.
Grænland er úr alfaraleið og ekki
sá staður sem mönnum dettur fyrst
í hug að ferðast um. En íslendingar
tengjast iandinu sögulega og þar búa
góðir grannar sem vert er að heim-
sækja. Þeir eiga framtíðina fyrir sér
og þeim virðist allt mögulegt, jafnvel
að fljúga út um glugga á hótelher-
bergjum í fuglslíki.
• •••
»••••
• •••
• •••4
• ••••
••••••
• ••••
••••••
.VtWi
>••
• •••
>••
• •<
W- > •» Ra I » D^Wtli
WÞM Í
m k
f^AoTo)*
" J
rysg ÍJL
VERTU FRJALS
xv eiius OG
M, FUGLINN