Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 10
10 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
EKKI skal það selt
dýrara en keypt
var, en það hef
ég heyrt haft
fyrir satt, að eft-
ir því sem and-
legt atgervi
manna dragist
saman, aukist þrá þeirra eftir við-
urkenningu annarra. Samkvæmt
þessari kenningu láta þeir sem
skammt eru leiddir á braut heims-
kunnar, sér nægja viðurkenningu
nánasta umhverfis síns. Hinir,
sem lengra eru á þessa óheilla-
braut komnir, eru ekki sagðir una
sér hvíldar, fyrr en þeir hafi talið
sjálfum sér og öðrum trú um, að
allur heimurinn falli þeim að fót-
um og vegsami þá.
Ég ætla mér ekki þá dul, að
dæma þessa kenningu rétta eða
ranga. Hitt tel ég víst, að gildi
hún um einstaklinga, gildi hún
einnig um þjóðir. Og þá erum við
á hálum ís, Islendingar. Undanfar-
in ár höfum við lagt mikla áherslu
á að kynna öðrum þjóðum menn-
ingu okkar, og þá aðallega listir,
rétt eins og við telj-
um, að þessi fyrir-
bæri muni sækja sér
næringu í það að
vera þekkt meðal
framandi þjóða.
Hins vegar höfum
við minna sóst eftir
því, að kynnast list-
um og öðrum hlutum
menningar erlendra
þjóða. Það er líkt og
við munum ekki allt-
af hin fomu sann-
indi, að heimskt er
heimaalið bam.
Frá þessu ástandi
em þó til ýmsar
gleðilegar undan-
tekningar. Ein
þeirra er bók sem
út kom fyrir síðustu
jól. „Austurljóð"
kallast hún. I henni
gefur að líta þýðing-
ar Steingríms Gauts
Kristjánssonar hér-
aðsdómara í Reykja-
vík, á ljóðum frá Ind-
landi, Japan og
Kína. Kennir þar
margra grasa enda
eru í bókinni ljóð
eftir mörg skáld frá
ýmsum tímum. Elsta
ljóðið eftir nafn-
greindan höfund er
eftir kínverska
skáldið og vínsvelg-
inn Ljú Líng sem
lífsanda dró á áran-
um 221 til 300 e.Kr.
Nokkur eldri ljóð era
í bókinni, en þau
verða ekki rakin til
ákveðinna skálda.
Yngsta skáldið sem
Ijóð á í bókinni er
Indveijinn Sarkar.
Hann fæddist árið
1921 oglést árið
1989.
Eittþeirraskálda,
sem lesa má á síðum
„Austurljóða", er
kínverski áttundu
aldar maðurinn Lí
Bæ. Raunar er einnig að finna þýð-
ingar á ljóðum hans í bók Helga
Hálfdanarsonar, „Kínversk ljóð frá
liðnum öldum“, sem kom út árið
1973. Þar gengur hann undir nafn-
inu Lí Pó, enda skráning kínverskra
nafna oft breytingum undirorpin.
Lí Bæ telst til höfuðskálda Kína.
Líkt og Ljú Líng var hann vínelsk-
ur mjög og gætir þess víða í Ijóðum
hans. Til gamans skal eitt þeirra
birt hér. Ljóðið nefnist „Að vakna
fullur á vordegi".
Li'f mitt er eins og mikill draumur.
Hver veit hvort það er ómaksins vert.
Ég sit að sumbli
og þegar degi hallar síg ég saman
á dyrahellunni.
Ég vakna við fuglakvak í garðinum.
Ég stari svefndrukknum augum
Ekki öll
sem sýnist
Fynr síðustu jól kom út bókin „Austurljóð“ en í henni gefur að
líta þýðingar Steingríms Gauts Kristjánssonar, héraðsdómara í
Reykjavík, á ljóðum frá Indlandi, Japan og Kína. Pjetur Hafstein
Lárusson ræddi við Steingrím Gaut um ljóðaþýðingar úr fram-
andi menningarheimi og um austurlenska heimspeki og lífssýn.
á flögrandi svartþröst
og spyr hvað tímanum líði,
en fuglinn svarar:
Það er maí.
Ég kemst við, og mér er þungt fyrir bijósti.
Ég halla mér aftur, sýp á og syng fullum
hálsi.
Þegar lagið er á enda
er harmur minn þorrinn.
Að svo mæltu skal dómarinn
kallaður til yfirheyrslu, áminntur
um afstæða sannsögli, svo sem
hæfir umræðuefninu. Því ekki tjóir
að leita sannleikans í skáldskap,
né heldur lyginnar. Hvoragt erþar
að finna, aðeins skynjunina mitt á
milli.
Það er í sjálfu sér ekki fátítt,
að menn leggist í skáldskap, hvort
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
heldur þeir yrkja frá eigin brjósti
eða þýða annarra manna ljóð. Hitt
er sjaldgæft, að þeir sem seinni
kostinn velja, leiti viðfangsefna
alla leið til Austurlanda. Spyril
fýsir að vita, hví Steingrímur Gaut-
ur valdi þá leið.
að get ég nú ekki
alveg sagt með
vissu, annað en
það, að fyrir
svona tuttugu
árum vaknaði
hjá mér almenn-
ur áhugi á Aust-
urlandafræðum, aðallega þó á
heimspeki. Kannske var ég að láta
gamlan draum rætast með því að
kynna mér það sem ég hafði fund-
ið fyrir, að vantaði í menntun
mína. Síðar, sennilega fimm árum
seinna, eignaðist ég dálítið kver
um tedrykkjusiði í Japan. í þessu
kveri gat að líta allmörg ljóð.
Áður en ég vissi af, var ég farinn
að fikra mig áfram með þessa
texta og þ.á m. að þýða þá yfir á
íslensku. Þessi tedrykkjufræði eru
nátengd zen-búddisma. Ákveðin
ljóðagerð tengist svo tedrykkju-
siðunum á svipaðan hátt og önnur
japönsk listgrein, sem felst í því
að raða blómum í vasa með vissum
hætti. Þarna var forvitnin vakin.
Ég fór svo að líta í kringum mig
í Háskólabókasafninu og á Lands-
bókasafninu. Fyrr en varði var ég
einnig farinn að skoða ljóð frá
Kína og Indlandi og raunar víðar
að, t.d. frá Egyptalandi og Persíu.
Svo kynntist ég Kóreumönnum
fyrir nokkrum árum. En það var
ekki nokkur leið, að draga neitt
upp úr þeim um þarlendan skáld-
skap. En hver veit nema ég rambi
einhvers staðar á eitthvað þaðan?
- Höfum við Vesturlandamenn
margt að sækja til Austurlanda í
andlegum efnum?
Já, enda höfum við sótt heilmik-
ið þangað á ýmsum tímum. Ég
held líka að allir hafi gott af því
að kynnast menningu annarra
þjóða, hversu langt sem þeir svo
seilast í þeim efnum. Og kannske
er menningin alls staðar svipuð,
nema rétt á yfirborðinu.
- Hefur ytra form austrænnar
ljóðagerðar tekið svipuðum breyt-
ingum og gerst hefur á Vestur-
löndum, síðustu hálfa aðra öldina
eða svo?
Ég hef ekki forsendur til að
svara þessu af viti. Þó hef ég séð,
að kínverskir og víetnamskir rit-
höfundar sem ég á rit eftir, eru
mjög mótaðir af vestrænum bók-
menntum. Það er eitt skáld, sem
heitir Ai Qing og lifir kannske
enn. Hann er ekta kínverst skáld
en þó eru vestræn
áhrif augljós í verkum
hans. Sama finnst mér
gilda um Tagore. Þótt
hann sé sannur Aust-
urlandamaður, þá er
ljóðagerð hans á viss-
an hátt hluti vest-
rænnar ljóðahefðar.
- Séu þýðingar
ykkar Helga Hálfdan-
arsonar á kínverskum
ljóðum borin saman,
kemur í Ijós, að hann
heldur sig við þá
margnefndu „stuðl-
anna þrískiptu grein“
meðan rímleysið ríkir
í þínum þýðingum. Er
vitað hvort forn kín-
verskur ljóðaskáld-
skapur var rímaður
eður ei?
Já, það er ýmislegt
vitað um það. Þess
má geta, að Helgi hef-
ur þessa reglu varð-
andi kínversku ljóðin,
en ekki þau japönsku.
Ekki eru öll kínversk
ljóð háttbundin. En
mjög mörg þeirra eru
ort til söngs. Þau ljóð
hljóta upphaflega að
hafa verið rímuð,
kannske ekki í líkingu
við okkar reglur í þeim
efnum, en um ein-
hverskonar endur-
tekningu keimlíkra
hljóða hlýtur að hafa
verið að ræða. Þetta
bundna form hefur
glatast með þeim
breytingum sem orðið
hafa á kínverskri
tungu í aldanna rás.
Eins og menn vita, þá
er kínverst letur tákn-
mál, sem allir Kínveij-
ar geta nýtt sér, séu
þeir læsir. Hins vegar
eru töluð ólík tungu-
mál í landinu. Því geta
menn lesið ljóð án þess
að skilja talmál þeirrar
tungu sem ort er á.
Svo það er eðlilegt að rím og ann-
að form týnist. Ekki má heldur
gleyma því, að Kínveijar hafa s.k.
fjórtónakerfi í máli sínu. í hverju
eins atkvæðis orði er viss tónn. I
skáldskap hafa þeir raðað orðum,
sem eru í sama tónhætti. Slíkt er
náttúrulega ógerlegt að flytja yfir
í önnur tungumál. En það er ekki
hægt að neita því, að þeir sem
þýða kínversk ljóð í bundnu máli
hafa mikið til síns máls. Best
væri ef hægt væri að syngja ljóða-
þýðingarnar með þeim lögum sem
sungin voru við frumgerðina. En
það er nú miklum vandkvæðum
háð. Ég held mér sé óhætt að
segja, að við þurfum yfirleitt
helmingi fleiri orð, til að koma
allri hugsun hvers ljóðs til skila,
heldur en Kínveijarnir þurfa á að