Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 12
12 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SAGA hefðarkonu (The Portrait of a Lady) er saga ísabellu Archer, ungrar amerí- skrar hefðarkonu sem rís upp gegn þeim örlögum sem íhaldssamt samfélagið hefur ætlað henni. Hún hafnar fjárhags- lega girnilegu bónorði, vill skoða heiminn og heldur til Evrópu. Þar sannfærir ungur frændi hennar og aðdáandi, deyjandi föður sinn um að arfleiða ísabellu að all- nokkru fé en það veitir henni ekki það frelsi sem hún þráir. Hún er sjálfstæð en saklaus og er varnar- laus þegar vinkona hennar, frú Merle, tælir hana í ófarsælt hjóna- band með Gilbert Osmond sem er fjarrænn og eigingjarn loddari. Isabella þjáist mikið vegna hinnar misheppnuðu ákvörðunar sinnar. „Ég finn sterk tengsl við ísa- bellu, eins og svo margar konur gera,“ segir Campion. „Fyrir mér er myndin einskonar ævintýri þar sem að Osmond táknar undirheim- ana sem frú Merle leiðir ísabellu í en hún nær að flýja í lokin.“ Nicole Kidman ýtti boltanum af stað Jane Campion hlaut heims- frægð fyrir kvik- mynd sína Píanó sem fékk mikla aðsókn og fjölda verðlauna. Áður hafði hún gert tvær myndir í fullri lengd, Swe- etie og An Angel at my Table. Saga hefðarkonu er gerð eftir skáldsögu amer- íska rithöfundar- ins Henry James. En hvað var það sem vakti áhuga Campion á að takast á við um margt flókið me- lódrama James? „Eftir gerð Píanós, þar sem ekki var mikið um samtöl, þráði ég að fást við mynd sem inni- héldi mikið af góðum drama- tískum sam- tölum. Mig hafði lengi langað til að setja Sögu hefðarkonu upp í leikhúsi en var samt á báðum áttum, þar sem ég er ekki ensk eða amerísk fannst mér ég ekki hafa þá ná- lægð sem væri nauðsynleg. En eftir að ég gerði Píanó, hugsaði ég, ég get það! Mér varð ljóst að í raun er ég Evrópumaður, ég rétt eins og Ada [aðalsöguhetja Píanó, innsk. blm.] á rætur mínar að rekja til Skotlands og ég hef sama bókmenntabakgrunn og Evrópubúar. Það var hinsvegar Nieole Kid- man sem ýtti boltanum af stað. Ég, Monty Montgomery og Steve Golin [fyrrum félagar Siguijóns Sighvatssonar hjá Propaganda Films sem framleiðir myndina, innsk.blm.] grínuðumst stundum með það að hún væri í raun fram- leiðandi myndarinnar, hún stjórn- aði öllu! Hún er rétt eins og sögu- hetjan Isabella afar hugrökk stúlka og hún vildi að við drifum okkur af stað og gerðum mynd- ina. Ég hafði heyrt að Merchant og Ivory ætluðu að gera myndina og vildi ekki fyrir nokkra muni lenda í einhverri samkeppni. En Nicole sagði: Gerum hana samt! Og fyrst hún hafði hugrekkið þá spurði ég sjálfa mig: Af hverju hef ég það ekki? Svo við lögðum af stað í þessa erfiðu för.“ Campion hafði afar fijálsar hendur við gerð Sögu hefðarkonu, fékk rausnarlegt fé frá PolyGram sem dreifir myndinni og gat tekið sinn tíma í að undirbúa myndina og taka hana á þeim mikilfenglegu stöðum sem lýst er í bókinni; Col- iseum í Róm, höllunum og görðun- um í Lucca og Flórens á Ítalíu og í Sailsbury á Englandi. Campion segir myndina vera það erfiðasta sem hún hafi tekist á við. Hvað var svona erfitt? „Við tókum upp erfiðar senur nánast daglega og ferðalögunum fylgdi mikil streita. En erfiðast af öllu var að kljást við listrænu hlið- ina. Ef þú ætlar að svara því um hvað Saga hefðarkonu sé, þá verð- ur þú að fjalla um stærri spurn- ingu, um hvað er Iífið? Það er ekki svo lítil spurning ... en ég er mik- il bjartsýnismanneskja og ákvað að hella mér úti verkið án þess að drukkna. Henry James er mjög raunsær höfundur og kröfuharður, hann vill freista þess að þroska okkur. Saga hefðarkonu gæti eins heitið „Niðurlæging ísabellu Archer". Hún lærir að þekkja sjálfa sig, hún verður bara hún sjálf. Þetta er oft sársaukafullt ferli. James segir einhvers staðar að sársaukinn sé djúpur en hverfi að lokum og ástin standi eftir. Hann notar melódram- að og rómantíkina til að fanga okkur, síðan kippir hann þeim grundvelli undan okkur og segir: Heimurinn er ekki alltaf góður, slæmu hliðarnar eru kannski fleiri en þær góðu en við verðum að halda áfram og þroska okkur.“ Malkovich ekki hræddur við dökku hliðina Mikið einvalalið stendur að Sögu hefðarkonu. Pólska tónskáldið Wojciech Kilar töfrar fram magn- þrungna tónlist sem leikur stórt hlutverk í myndinni og Stuart Dry- burgh, sem vann með Campion að gerð Píanós, sér um kvikmynda- töku. Áður hefur Nicole Kidman verið nefnd en hún fer með hlut- verk ísabellu Archer. Með hin burðarhlutverkin fara Barbara Hershey (sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn) og John Malkovich. Það truflaði NÝSJÁLENSKI kvikmyndaleikstjórinn Jane Campion. NICOLE Kidman í hlutverki ísabellu Archer, og John Malkovich sem Gilbert Osmond. Sterkar konur og sannar För konu til undirheima og til baka - og jafnframt saga um leit konu að sjálfri sér. Þannig lýsir ný-sjálenska leikstýran Jane Campion nýjustu mynd sinni Sögu hefðar- konu fyrir Einari Loga Vignissyni en Há- skólabíó er nú að taka myndina til sýninga. Morgunblaðið/Sigurður Páll Sigurðsson HJÓNIN Nicole Kidman og Tom Cruise á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum þar sem myndin var upphaflega sýnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.