Morgunblaðið - 27.03.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 D 13
ATRIÐI úr Sögu hefðarkonu.
Henry James og kvikmyndirnar
Háskalegar sögur
Henry James hefur notið nokkurrar hylli
kvikmyndagerðarmanna á liðnum árum.
Þröstur Helgason segir raunar ekki
hlaupið að því að kvikmynda sögur James,
ekki síst vegna þess að þær gerast að mikl-
um hluta í huga persónanna. I því er ef til
vill ögrunin fólgin.
HENRY James fæddist árið 1843
í New York en bjó mestan hluta
ævi sinnar í Evrópu. Faðir hans,
Henry James eldri, vildi ala börn
sín upp sem heimsmenn og lagði
mikla áherslu á að þau fengju
góða grunnmenntun
og kynntust vei tungu-
málum og menningu
gamla heimsins; fram
að háskólaaldri sótti
Henry yngri því nám
sitt bæði í bandarísk-
um, enskum, frönskum
og svissneskum skól-
um. Árið 1862 hóf
hann nám í lögfræði
við Harvardháskóla en
eyddi mestum tíma sín-
um í að lesa franska
bókmenntafræðinginn,
Sainte-Beauve, sem
setti fram kenningar
um ævisögulega rann-
sóknaraðferð í bók-
menntum. Tveimur árum síðar
birti Henry fyrstu smásögur sínar
og greinar í bandarískum tímarit-
um. Árið 1875 dvaldi hann í París
og kynntist Flaubert, Turgenev
og fleiri rithöfundum í fremstu
röð á þessum tímum. Hann gleypti
í sig snilld þessara manna en
stundum hefur verið sagt að
Henry James hafi tekist að sam-
eina kosti evrópsku og bandarísku
skáldsögunnar.
Henry James var þannig undir
miklum áhrifum frá evrópsku
raunsæismönnunum og síðar nat-
úralistunum. Sögur hans einkenn-
ast af sálfræðilegu raunsæi í anda
Flaubert og má segja að The
Portrait of a Lady sé eitt af meist-
araverkum hans.
Henry James var mikið sam-
kvæmisljón og er haft fyrir satt
að hann hafi sótt 140 veislur í
London árin 1878 og 1879. Það
fór líka það orðspor af honum
að vera sérstaklega vel að sér um
sálarlíf kvenna og þá einkum
bandarískra kvenna. I fjölmörg-
um smásögum sínum fjallaði hann
um hina bíræfnu, framhleypnu
en saklausu bandarísku konu
í afturhaldssömu og stöðnuðu
hefðarsamfélagi Evrópu.
Mynd þessarar konu er fullgerð
af hans hálfu í The Portrait of a
Lady þar sem fjallað er um unga
konu frá Albany í New York sem
kemur til Evrópu full af sveita-
legri þröngsýni og
sýndarmennsku en
jafnframt sannfærð
um eigin yfirburði og
sína frjálsu hugsun.
Hún gerir uppreisn
gegn stöðu konunnar
í hinni viktoríönsku
Evrópu, hún vill ekki
einungis láta líta á sig
sem gott kvonfang.
Bókin er einstök útlist-
un á sjálfsdýrkun en
um leið afar glögg lýs-
ing á karakter Banda-
ríkjamanna.
The Portrait of a
Lady er ekki fyrsta
bók Henry James sem
er kvikmynduð. James Ivory gerði
mynd eftir sögu hans The Europe-
ans (1979), Peter Bogdanovich
kvikmyndaði Daisy Miller (1974)
og Michael Winner gerði mynd
eftir bók hans The Tum ofthe
Screwsem nefndist The Nig-
htcomers (1971) en allar þessar
myndir þóttu misheppnaðar. Kvik-
mynd Jack Clayton, The Innocents
(1961), sem einnig var byggð á
The Turn ofthe Sereivþótti hins
vegar meistaraverk en með aðal-
hlutverkin fóru Deborah Kerr og
Michael Redgrave.
Það er raunar ekki hlaupið að
því að kvikmynda sögur James,
ekki síst vegna þess að að þau
gerast að miklum hluta í huga
persónanna; hinar sálfræðilegu
flækjur birtast í innra eintali per-
sónanna sem var einmitt eitt af
meginstílbrögðum sálarlífsbók-
mennta um síðustu aldamót.
Ástæðan fyrir því að sögur hans
hafa verið kvikmyndaðar er
kannski sú að það felst i því ein-
hver háski fyrir kvikmyndagerð-
ina en hann hefur einmitt vantað
í iðnaðinn vestanhafs, háski sem
getur skilað sér í mikilli list ef vel
tekst til.
blaðamann Morgun-
blaðsins eilítið að
Malkovich leikur í
myndinni karákter
sem er afar keimlík-
ur Valmont greifa
sem Malkovich túlk-
aði af snilld í Hættu-
legum kynnum
(Dangerous Liasi-
ons). Hvernig svarar
Campion slíkri
gagniýni?
„Þetta er kannski
fyrst og fremst
vandamál hans, því
hann fær ef til vill
ekki þá viðurkenn-
ingu sem hann verð-
skuldar. Ég held að
það sé nú varla hægt
að segja að hann
hafi gert þessa hluti
áður, miklu frekar
að hann sé að leika
stórkostlega á ný.
John Malkovich er
afar sterkur, tilfínn-
ingaríkur maður. Ég
vildi hafa sterkan
Osmond. Malkovich
er ekki hræddur við
dökku hliðina, en
hann er afar mildur maður og það
gerði mér lífið auðveldara. Ég hefði
átt miklu erfiðara með að vinna
með William Hurt [sem var upp-
haflega hugsaður í hlutverk Osm-
onds og Malkovich í hlutverk Ralph
Touchett, frænda og aðdáanda ísa-
bellu, innsk.blm.] því Hurt er leik-
ari sem týnir sér í hlutverkum sín-
um, ef hann er að leika dimman
karakter verður hann dimmur og
erfiður sjálfur!"
Saga hefðarkonu er talsvert ólík
fyrri myndum þínum, ef segja má
minna súrrealísk?
„Ég hef það fyrir sið að fylgja
því sem mér líður vel að fást við,
vonandi þroskast ég og mismun-
andi myndir kalla á mismunandi
umgjörð. En þetta er ekki meðvit-
að.“
Skilaboð og ástarkveðja
til ungra kvenna
Sagt er að kvenhetjur Campion
séu allar að einhveiju leyti tengdar
leikstýrunni, reynsla þeirra eða
karakter. Rétt eins og ísabella
Archer missti Jane Campion barn,
sonurinn Jasper dó aðeins 12 daga
gamall rétt eftir að Campion hafði
hlotið Gullpálmann í Cannes fyrir
Píanó. „Þessi reynsla breytti lífi
mínu og fékk mig til að endur-
meta margj;. Það kaldhæðnislega
við að Jasper skyldi deyja skömmu
eftir einn stærsta viðburð í lífi
mínu var að það kenndi mér að
maður hefur ekki alltaf þá stjórn
á hlutunum sem maður ætlar.“
Saga hefðarkonu er tileinkuð
minningu Jaspers.
Myndir þínar fjalla allar um
sterkar, sjálfstæðar konur. Líturðu
á þig sem feminista og hyggstu
gera myndir um nútímakonur?
„Sterkar konur já, ég myndi
allteins segja sannar, opnar, þetta
er spurning um sýn. Ég hef ekki
bara áhuga á að gera myndir um
konur, heldur um fólk almennt en
vissulega er ég femínisti. Ég hef
gert fjórar myndir, tvær þeirra
voru um 19. aldar konur en tvær
um 20. aldar konur þannig að ég
hef ekki bara glímt við fortíðina.
Saga hefðarkonu er skilaboð mín
og ástarkveðja til allra þeirra ungu
kvenna sem eru sterkar, sjálfstæð-
ar, hafa ákveðið „farið í rass og
rófu“- hugarfar og vilja vera fal-
legar og elskaðar en hafa ekki
farið í gegnum það allt saman
enn.“
En núið, framtíðin, metnaður
þinn og takmörk?
„I hreinskilni sagt hef ég nú
náð miklu lengra en ég hélt að
ég kæmist,“ segir Campion og
hlær. „Ég veit ekki hvað mun
gerast næst, en er spennt yfir
óvissunni. Ég hef sett hitt og þetta
í grautinn og hann mallar. Núna
ætla ég að fara í frí en ég á von
á að næsta mynd verði nútíma-
mynd sem ég og Anna systir mín
erum að vinna að.“
Símí: 55*1 9800
Samhjólpar-
blaðið
er komið út
Áskriftarsímar
561 1000
561 0477
UMHVERFISSJOÐUR
VERSLUNARINNAR
Umsóknir um styrki úr
Umhverfissjóði verslunarinnar
Umhverfissjóður verslunarinnar var stofnaður 1. október
1995 og þátttakendur í honum eru á annað hundrað
verslanir um land allt.
Tekjur sjóðsins eru af sölu plastpoka í verslunum.
Umhverfissjóðurinn úthlutaði á síðasta ári samtals 23
milljónum til verkefna á sviði umhverfismála. í byrjun
sumars 1997 mun sjóðurinn úthiuta öðru sinni til verkefna,
er falla að markmiðum sjóðsins, sem eru að stuðla að
bættu umhverfi landsins, fegrun þess og uppgræðslu.
Megin áherslan er lögð á úthlutanir til stærri verkefna en
hluta af ráðstöfunarfénu mun verða úthlutað til minni
verkefna.
Félagasamtökum og einstaklingum, sem hyggjast ráðast í
verkefni á sviði umhverfismála gefst hér með kostur á að
sækja um styrki til Umhverfissjóðs verslunarinnar og skal
umsóknum skilað á eyðublöðum sem fást á skrifstofú
sjóðsins í Húsi verslunar 6. hæð.
Umsóknarfrestur er til 11. apríl 1997.
Umhverfissjóður verslunarinnar,
Húsi verslunar,
Kringlan 7,103 Reykjavík.
Sími 568 7811, myndsendir 568 5569.
UNGLINGA-SKÍÐAPAKKAR
frá kr. 17.892 stgr.