Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
Síðasti
einyrk-
inn?
ÞEIR eru kallaðir einyrkjar.
Þeir aka eigin vöruflutninga-
bUum. Þeim fækkar óðum og
ef fram heldur sem horfir
verða stóru flutningafyrir-
tækin orðin einráð á markaðn-
um innan fárra ára. Þó eru
nokkrir sem synda móti
straumnum. Guðmundur
Björnsson, kenndur við
Stakkanes, er einn þeirra.
Guðmundur er 65 ára gamall
og hefur unnið sem bílstjóri
síðan hann var 18 ára gamall
og man því tímana tvenna í
starfinu. Hann hefur kynnst
ýmsum hliðum bílstjórastarfs-
ins, keyrt ýtu, vörubíl og síð-
ast en ekki síst flutningabUa.
Frá árinu 1972 hefur Guð-
mundur keyrt reglulega á
Hólmavík. Hann fer að jafnaði
eina ferð á viku, til Reykjavík-
ur og til baka en bætir við
ferð ef þörf er á. Þegar Guð-
mundur hóf ferðir milli
Reykjavíkur og Hólmavíkur
þótti gott að komast í kvöld-
mat í Hólmavík ef lagt var að
stað frá Reylyavík snemma
morguns. Nú tekur ferðin
fimm tíma undir veiyulegum
kringumstæðum. Það hendir
þó oft að ferðin dregst á lang-
inn vegna veðurs.
Varningurin sem Guðmund-
ur flytur er af ýmsum toga,
vörur fyrir báta og verslanir.
Hann þekkir einnig til f isk-
flutninga, var í þeim fyrir
hygli að enginn kvenmaður er með-
al bílstjóranna og svo virðist sem
um algjört karlastarf sé að ræða.
„Ætli konur mundu nokkuð láta
bjóða sér þetta,“ segir einn bílstjór-
inn þegar talið berst að þessu.
Langar vökur, óreglulegur vinnu-
tími og miklar ijarvistir frá fjöl-
skyldu og vinum eru þreytandi. En
kostirnir bæta upp gallana og ein-
um bílstjóranna verður að orði að
það „að vera eigin herra og engum
háður á ferðum sínum gefur starf-
inu gildi". í þessum töluðum orðum
verður bílstjórum litið á klukkuna,
allir virðast háðir tímanum.
Mettir halda bílstjórarnir áfram
veginn. Brátt er Borgarfjarðarbrúin
að baki og Holtavörðuheiðin fram-
undan. Áður en snjómokstur varð
reglulegur kom iðulega fyrir að bíl-
stjórar handmokuðu sig yfír heið-
arnar. Nú leggja bílstjórar sig yfir-
leitt ef vegir lokast og bíða þess
að þeir verði ruddir. Handafl, harka
og handmokstur virðast að mestu
úr sögunni. Eitt hefur þó ekki
breyst, björgunarstörf bílstjóra.
Flutningabílar eru á ferðinni all-
an ársins hring í hvaða veðri sem
er og því kemur oft í hlut bílstjóra
að hjálpa nauðstöddum. Þeir eru
yfirleitt fyrstir á vettvang ef bílar
fara út af eða eru fastir og veija
oft löngum tíma í að aðstoða fólk.
Þá dregst ferðin á langinn og oft
hafa menn komið kaldir og hraktir
í Staðarskála þó að sú sé ekki raun-
in núna þegar við rennum í hlað
til að fá okkur kaffi.
Bílstjórarnir eru heimagangar í
skálanum og starfsstúlkur þurfa
ekki að þjóna þeim, þeir sækja sér
vörur sjálfir. Þar hittast bílstjórar
sem ýmist eru á leið norður eða
suður. Því er margt um manninn
og glatt á hjalla. Ókunnugum verð-
ur fljótt ljóst að bílstjórastéttin hef-
ur að geyma marga orðheppna og
söguglaða menn. Þetta eru vinnu-
þjarkar sem víla ekki fyrir sér að
vaka heilu sólarhringana. Því er
fleygt að einn bílstjóranna hafi
vaknað úti í skurði eftir að hafa
FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 D 15
nokkrum árum. Því fer fjarri
að Guðmundur sitji einn að
flutningum til Hólmavíkur.
Kaupfélagið rekur þrjá bíla
og Guðmundur lætur sér
nægja að flytja sem það
„hrekkur af borðum þeirra“
eins og hann segir sjálfur. En
á hveiju ári hefur hann einnig
fengið keppinauta sem undir-
bjóða hann, svonefnda skæru-
liða. Það er heiti þeirra sem
stimda svarta atvinnustarf-
semi. Þessir keppinautar Guð-
mundar hafa þó ekki enst
lengi, eða sjaldnast lengur en
eitt til tvö ár. En alltaf kemur
maður í mann stað.
Guðmundur hefur sloppið
við slys í starfinu hingað til.
Hann hefur aldrei velt bíl en
einu sinni fór tengivagn sem
hann var með á hliðina. Hann
telur þó ekki að þessi ferill sé
bílsljórahæfileikum hans að
þakka heldur bendir hann af
mikilli hógværð á góða böa.
Hann hefur lengst af átt bOa
af tegundinni Man og er hrif-
inn af. Hann er örláturi á hól-
ið til starfsbræðra sinna og
fullyrðir að bestu bílstjóra
landsins sé að finna þessu
keyrt stanslaust í þijá sólarhringa.
En þessar löngu vökur heyra brátt
sögunni til.
Árið 1995 gengu í gildi sam-
ræmdar reglur EES um aksturs-
og hvíldartíma bílstjóra flutninga-
bifreiða. Fram að því voru engar
opinberar reglur hér á landi um
þetta efni. Til að hægt sé að fylgj-
ast með því að reglunum sé fylgt
er skylt að hafa ökurita í öllum
flutningabílum sem notaðir eru í
atvinnuskyni og vega meira en 3,5
tonn. Ritinn skráir aksturstíma,
hraða og vegalengd á sérstaka skífu
sem sett er í hann í upphafi ferðar.
Þessar upplýsingar auðvelda eftirlit
með innheimtu þungaskatts.
starfi. Hann telur slys fátíð
miðað við að þeir eru á ferð-
inni allan ársins hring og í
hvaða veðri sem er.
Vinnulöggjöfina telur hann
góða að mörgu leyti, en leggur
áherslu á að aðstæður hér á
landi bjóði ekki upp á að henni
sé fylgt að öllu leyti. Það vanti
t.a.m. útskot á vegi fyrir bíl-
ana til að bílsljórar geti hvílt
sig ef þörf krefur. f Stranda-
sýslu eru allir vegir með ein-
breiðu slitlagi og uppfylla því
engan veginn kröfur EES um
vegi.
Guðmundur segir sam-
keppnina harðna með hveiju
ári sem líður. Hann spáir því
að áframhald verði á því að
fyrirtækjum fækki og þau
stækki og býst við því að hlut-
ur skipafélaganna í landflutn-
ingum eigi eftir að aukast enn
frekar. Hann kallar þetta ein-
væðingu sem eigi ekkert skylt
við einkavæðingu. Fyrirtæki í
landflutningum hafa jú alltaf
verið einkarekinn. Ekki segist
Guðmundur þó vera á leiðinni
að selja sína bíla, hann sé of
gamall til „að vera skiptinvynt
hjá stóru fyrirtæki“.
Með ökuritunum er stórt skref
stigið í öryggismálum, segja tals-
menn hans, enda er meginmarkmið-
ið með notkun þeirra að auka ör-
yggi á vegum landsins. Bætt eftir-
lit og hertar reglur um vinnutíma
bílstjóra eiga að koma í veg fyrir
að þeir aki dauðþreyttir á vegum
úti og skapi þar með mikla slysa-
hættu. Það eru hins vegar ekki all-
ir sammála um kosti ökuritans.
Landvari, félag vöruflytjenda,
snerist gegn ökuritanum og eru
ástæður þess fjölmargar. Fulltrúum
þess finnst breytingarnar vera of
umfangsmiklar á skömmum tíma.
Kostnaður við ísetningu ritans í ís-
lenska landflutningaflotann var á
bilinu 400 til 500 milljónir. Land-
varamenn vildu leysa málin á mun
ódýrari og einfaldari hátt. Þeir
benda á að lög um ökurita byggist
á aðstæðum á meginlandi Evrópu.
Þær eru gerólíkar íslenskum að-
stæðum hvort sem um er að ræða
vegalengdir, ökuhraða eða umferð-
arþunga. Þar er of mikið álag á
vegakerfinu en hér á landi er vega-
kerfið vannýtt mestan hlutan ársins
og vanþróað á evrópskan mæli-
kvarða. Að mati Landvara er þarf-
ara að byggja upp íslenskt vega-
kerfi en að auka „eftirlitsiðnað" hins
opinbera.
Eftirlit með ökurita er í höndum
Vegagerðarinnar og lögreglu og eru
fjórir bílar á vettvangi sem sinna
því. Auk þess hefur Vegagerðin
heimild til að kalla inn skífur öku-
rita hvenær sem er og þannig er
hægt að fylgjast með akstri langt
aftur í tímann. Enn er ekki farið
að taka á brotum á reglugerðinni
og einungis er um leiðbeiningar og
aðvaranir að ræða. Það á því að
koma í ljós hvaða áhrif ökuritar og
eftirlit með þeim muni hafa á störf
bílstjóranna.
Yfír kaffibollanum í Staðarskála
láta bílstjórar skoðanir sínar í ljós á
þessum málum. „Ökuritar eru af
hinu góða“, segir einn. Hins vegar
er gætu launin lækkað með styttri
vinnutíma. „Ef það á að fara að
stoppa mig eftir 48 tíma á viku er
ég hættur,“ lýsir einn yfir. Eftir
hálftíma hvíld, sem samræmdist
evrópskum staðli, er kominn tími
til að halda áfram.
Áður en haldið er af stað er lok-
ið úr kaffibollunum. Það eru u.þ.b.
230 kílómetrar eftir til Akureyrar
og því nauðsynlegt að vera vel vak-
andi. Bílstjórinn minnist á að fyrstu
vikurnar í starfínu hafi svefnplássið
í bílnum verið í mikilli notkun því
miklar vökur og þreytandi akstur
kröfðust reglulegra hvílda. „Ég var
vart kominn af stað þegar ég þurfti
að leggja mig.“ Aðstæður fyrir
flutningabílstjóra til að leggja bílum
á leiðinni eru þó heldur bágbornar
og bílstjórinn segir að það bráð-
vanti útskot fyrir flutningabíla.
Langar vökur og langur vinnudagur
venjast þó furðu fljótt en erfiðara
er að halda sér vakandi á veturna.
Nú styttist brátt í að bílstjórinn
komist í sitt eigið rúm því eftir
margar brekkur og einbreiðar brýr
erum við komin á leiðarenda. Snjón-
um kyngir niður og klukkan er
tæplega þijú að nóttu til. „Við erum
á fínum tíma,“ segir bílstjórinn um
leið og hann leggur bílnum sem
bíður losunar til morguns.
Það er tímanna tákn að síðasta
verk bílstjórans að loknum löngum
akstri skuli vera að kvitta á skífuna
sem var í ökuritanum. „Það er
fylgst með manni,“ segir hann og
glottir.
Höfundar eru newar í hagnýtri
fjölmiðlun.
Leitt hún
skyidí vera
skækjð
eftir John Ford
/
á Smíðaverkstæðinu: 5. -12. - 20. og 25. apríl
Sýningin fer á norræna listahátíð í Stokkhólmi í maí
ADEINS 4 SÝNINGAR EFTIR ^StS
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
551 1200
Komdu við á næstu
0LÍS stöð og víkkaðu
sjóndeildarhringinn.
léttir þér IffíS