Morgunblaðið - 27.03.1997, Page 22
22 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
PÁSKAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSANNA
ENGINN dýravinur; Glenn Close í 101 Dalmatíuhundi,
Gamalt vín
ánýjum
belgjum
ÞEIR, sem vilja rífja upp Stjömustríð, söng-
leikinn Evítu, sögu írsku frelsishetjunnar
Michael Collins, ævintýrið um Dalmatíu-
hundana 101 eða söguna um Grænlending-
inn Smillu, ættu að fara á páskamyndir
kvikmyndahúsanna í Reykjavík segir Am-
aldur Indríðason, sem kynnti sér hvað verð-
ur á boðstólum í bíóunum yfír hátíðina.
LOKSINS Evíta; Madonna í eftirsóttu hlutverki.
FRELSISHETJA íra; úr Michael Collins.
GAMLIR kunningjar setja
mjög svip sinn á þær bíó-
myndir sem sýndar verða
í kvikmyndahúsunum um
páskana í ár og flestir í nýjum bún-
ingi. Söngleikurinn frægi, Evíta hef-
ur verið færður í kvikmyndabúning
með Madonnu í titilhlutverkinu en
Alan Parker er leikstjóri; hin ann-
álaða teiknimynd Disneyfélagsins,
101 Dalmatíuhundur, hefur fengið
nýtt líf, meira að segja alvöru líf, í
nýrri Disneymynd með 101 lifandi
hundi og Glenn Close í aðalhlutverk-
um; sakamálasagan um ævintýri
Grænlendingsins Smillu, Lesið í
snjóinn, er orðin að spennumynd í
leikstjóm Danans Bille August og
loks er Stjömustríð, tuttugu ára
gömul geimópera George Lucas,
endursýnd um páskana í endur-
bættri og lítillega aukinni útgáfu.
Allt er þetta á sinn hátt gamalt vín
á nýjum belgjum.
Murphy og hundamir
Af fjórum páskamyndum Sambíó-
anna er Lesið í snjóinn kannski sú
sem vekur upp fiestar spurningamar
(markmiðið er að frumsýna hana um
páskana en ef það ekki tekst kemur
hún helgina á eftir). Hún hefur
fengið afar blendna dóma í bæði
evrópsku pressunni og þeirri banda-
rísku en hún var frumsýnd vestra
fyrir nokkrum vikum. Saga Peter
Hoegs, „Smillas fornemmelse for
sne“, fór sigurför um heiminn. Hún
segir af grænlensk/danskri konu
sem flutt hefur af ísnum á Græn-
landi til Kaupmannahafnar og %
erfitt með að finna sig í gjörólíkum
menningarheimi. Lítill vinur hennar
fellur fram að þaki blokkarinnar þar
sem hún býr og rannsókn hennar á
afdrifum hans leiðir hana aftur til
Grænlands með dularfullum vís-
indaleiðangri.
Breska leikkonan Julia Ormond
fer með hlutverk Smillu en enska
er tungumál myndarinnar, nokkuð
sem farið hefur fyrir brjóstið á nor-
rænum gagnrýnendum. Richard
Harris fer með stórt hlutverk en
sagan segir að Bille August hafi
bent honum á að skoða Börn náttúr-
unnar eftir Friðrik Þór Friðriksson
á meðan á tökum stóð og Harris
hafi orðið stórhrifinn og komið sér
í framhaldi í samband við Friðrik
Þór og lýst áhuga á að endurgera
myndina á ensku með sér í hlut-
verki gamla mannsins.
Önnur páskamynd Sambíóanna
er nýjasta gamanhasarmynd Eddie
Murphy. Hún heitir „Metro“ og í
henni leikur Murphy samninga-
mann lögreglunnar í gíslamálum.
Leikstjóri er Thomas Carter en Mic-
hael Rappaport leikur nýliða í lögg-
unni á móti Murphy. Eddie virðist
kominn aftur á svipaðar lendur og
hann var á í „Beverly Hills Cop“
myndunum þar sem mótorkjaftur-
inn á honum stoppaði ekki á milli
skotbardaga og sprenginga.
Ein af frelsishetjum íra frá því
fyrr á öldinni, Michael Collins, er
viðfangsefni írska leikstjórans Neil
Jordans („The Crying Game“) í
samnefndri bíómynd með Liam Nee-
son í titilhlutverkinu, sem einnig
verður páskamynd Sambíó-
anna.„Þetta e_r mynd sem mun hafa
mikil áhrif á Íra vegna þess að hún
fjallar um þætti úr sögu írlands,
sem enn er rifist um,“ var haft eft-
ir Jordan á sínum tíma og sem von-
legt var, vakti myndin mikinn
áhuga og umræður á írlandi. Hópur
þekktra leikara fer með .hlutverk í
myndinni eins og Julia Roberts,
Alan Rickman, Aidan Quinn og
Stephen Rea. Loks munu Sambíóin
sýna leikna útgáfu af Disneyteikni-
myndinni 101 Dalmatíuhundi.
Teiknimyndin er ein af fjöðrunum
í hatti Disneyfyrirtækisins og
kannski ein sú erfiðasta að endur-
gera með lifandi leikurum, þ.e.
hundrað hvolpum. Sagan af grimm-
lyndu tískufríki að nafni Cruella
De Ville, sem Glenn Close leikur.
Hún girnist feld hvolpanna því hann
getur verið gott efni í tískuklæðnað
og gerir hvað hún getur til að koma
þeim fyrir kattarnef, ef svo má
segja.
Madonna í Evítu
Laugarásbíó og Regnboginn
sameinast um sýningu á söngleik
Andrew Lloyd Webbers, Evítu, í
leikstjórn Alan Parkers. Á tímabili
leit út fyrir að gerð myndarinnar
yrði ein af sögunum endalausu í
Hollywood. Undirbúningurinn stóð
í ein 20 ár og lengst af var óvíst
hvort myndin yrði nokkurntímann
að veruleika. Fjöldinn allur af merk-
um leikstjórum var orðaður við hana
á einum eða öðrum tíma, m.a. Oli-
ver Stone, og fjöldinn allur af A-
lista Hollwyoodleikkonum hafði
gert sig kláran í titilhlutverkið,
m.a. Meryl Streep og Michelle Pfeif-
fer. En eftir að söngkonan Madonna
hafði skrifað leikstjóranum Alan
Parker bréf þar sem hún lýsti á
ástríðufullan hátt hvers virði hlut-
verkið væri henni og hvern skilning
hún Iagði í það, sló Parker til og
hún hreppti hnossið. Hún hreppti
einnig það hnoss að leika á móti
spænska hjartaknúsaranum An-
tonio Banderas. Hafði það lengi
verið hennar draumur.
Myndin var tekin á söguslóðum
í Argentínu og vakti óskipta at-
hygli og jafnvel deilur meðal heima-
manna. Madonna æfði með óperu-
söngkonum til að ráða skammlaust
við erfiðustu söngkaflana. Parker,