Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 D 23 PÁSKAMYNDIR NÝ sena í gamalli mynd; Ford hittir Jabba the Hut. UMBI gerist hugsjónamaður; Cruise í Jerry Maguire. sem er einn af fremstu leikstjórum afþreyingarmyndanna, þótt stund- um eigi hann slæman dag („The Road to Wellville“), var ánægður með sönginn. „Hún er ótrúleg", lét hann hafa eftir sér. Og eftir á að hyggja er kannski erfitt að ímynda sér Streep eða Pfeiffer í hlutverk- inu. Vinsælt Stjörnustríð Stjörnustríðstrílógía George Luc- as hefur notið óhemju vinsælda nú síðla veturs í Bandaríkjunum þar sem hver stjörnustríðsmyndin hefur verið endursýnd á fætur annarri. Með endursýningunum varð Stjörnustríð vinsælasta kvikmynd sögunnar, var ekki lengi að slá út „E.T.“ eftir Steven Spielberg, og þær hafa einnig trónað á toppi metsölulistans vestra framhalds- myndirnar, „The Empire Strikes Back“ og nú síðast Jedinn snýr aft- ur. Vinsældir myndanna hafa farið fram úr björtustu vonum framleið- endanna og gefa nokkra vísbend- ingu um hvernig næstu þremur myndum í Stjörnustríðsbálknum verður tekið en Lucas undirbýr nú tökur á þeirri fyrstu. Stjörnustríð er páskamynd Há- skólabíós og Borgarbíós á Akur- eyri. Næstum tuttugu ár eru liðin frá því hún var sýnd síðast á breið- tjaldi á Islandi, hún var frumsýnd í Nýja Bíói, svo fjöldi fólks hefur aðeins séð hana í samanþjappaða í sjónvarpsformi þar til nú. Lucas gerði smávægilegar breytingar á myndunum fyrir endursýningarnar. Hann bætti nokkrum mínútum við hveija mynd en i Stjörnustríði er helsta viðbótin atriði þar sem Harri- son Ford í hlutverki Han Solo á fund með g|æpaforingjanum Jabba the Hut. „Ég vildi hafa það með vegna þess að það hefur þýðingu síðar meir í tengslum við það sem kemur fyrir Han Solo í lok myndar- innar og ég vildi geta myndað tengsl á milli fyrstu myndarinnar og þeirr- ar þriðju eins og þau áttu að vera upprunalega," er haft eftir Lucas. Ætlunin er að endursýna „Empire" þann 4. apríl og Jedann 18. apríl. Aðrar páskamyndir Háskólabíós eru nýjasta mynd nýsjálenska leik- stjórans Jane Campion (Pianó), „The Portrait of a Lady“, sem gerð er eftir þekktri sögu Henry James. Cruise og umbinn Páskamynd Stjörnubíós er nýj- asta mynd Tom Cruise, „Jerry Maguire", í leikstjórn Cameron Crowe en hún hefur einnig verið sýnd í Laugarásbíói og Sambíóun- um. Hún fjallar um umboðsmanninn Jerry Maguire, sem sérhæfir sig í íþróttastjörnum. Dag einn gerist hann hugsjónamaður og setur nýjar tillögur á blað um hvernig best sé að reka umboðsmannafyrirtækið með fólk í fyrirrúmi en ekki gróða- sjónarmið. Hann er rekinn á svip- stundu. Honum fylgir þó útherji í ameríska fótboltanum og verður hann eini viðskiptavinur nýs fyrir- tækis sem Jerry stofnar. Jerry er samstarfsverkefni þriggja manna. Cruise er auðvitað stærsta og ábyggilegasta kvik- myndastjarna draumaverksmiðj- unnar, maður sem lagt hefur Holly- wood að fótum sér. Hann getur gert hvaða mynd sem er að metsölu- efni og framleiðendur berjast um á hæl og hnakka að fá hann í mynd- irnar sínar. Crowe hefur aðeins stýrt þremur myndum að þessari meðtaíinni, hinar tvær eru „Say Anything“ og „Singles", og er ört vaxandi leikstjóri. Sá þriðji er leik- stjórinn og framleiðandinn James L. Brooks, maðurinn á bak við ósk- arsstykkin „Terms of Endearment" og „Broadcast News“ að ógleymd- um sjónvarpsþáttunum um Hómer Simpson og þá fjölskyldu alla. Með önnur hlutverk í myndinni fara Cuba Gooding, Kelly Preston og Renee Zellweger. /1STM borðstofuhúsaöon Með Asti Knunni bjóðum við upp á breiða línu húsgagna úr gegnheilum kirsjuberjaviði. Hægt er að velja úr miklum fjölda húsgagna í Asti hnunni sem fullnægja nánast öllum þáttum heimihsins. Opið laugardag 29. mars frá hl. 10-16 Síðumúla 20, sími 568 8799 Dalsbraut li, sími 461 1115. Mði^l mertning t XDIKGA ÖGUR I tilcfm 60 arn afnudis Máls ojj mcmiijijjar býðst pcr ai) kaupa vandadnr útjjáfur af horjistcijium íslcnskrar bókmcnninjjar Á ALI t AÍ> beLmiKlQl LæQRA veRðl cn týrr! t)RlNiqC>U STRAJX l SICDA 588 7744 Grcióslukjör vid alli’n hæfi! Tryjujdu þcr tilbodid mcöan birjjdir cndast! ■ :

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.