Morgunblaðið - 27.03.1997, Page 42

Morgunblaðið - 27.03.1997, Page 42
42 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Páskamatur í rjómaleysi Dags Þegar ég vaknaði sl. föstudagsmorgun við að lang- þráð regn buldi á þakinu segir Kristín Gestsdóttir, lá við að ég færi út og dansaði regndans í snjónum. EKKI er oft sem íbúar höfuðborgarsvæðisins þrá rigningu, venjulega er nóg af henni, en nú viljum við snjóinn burt og þráum ekki bara rigningu heldur útsynning með. Sex trillur eru við skerin hér framundan Garða- kirkju - líklega í rauðmaga, og þá er aldrei langt í vorið. Nú er komin páskavika og erfitt hjá þeim mörgu sem eru í verkfalli þótt meira sé talað um mjólkurskort og bens- ínleysi. Um daginn var rætt við nokkra veg- farendur í útvarpinu og þeir spurðir hvort mjólkurleysið kæmi illa við þá. Allir sögðu að það gerði ekki mikið til, þeir væru hætt- ir að drekka mjólk. Mjólk, ostur og aðrar mjólkun'örur eru nú einu sinni aðalkalkgjafi okkar Islendinga og getur verið skaðlegt að sleppa mjólk úr fæðinu. Mér finnst vont að fá ekki undanrennu með lýsinu á morgnana og barnabörn mín kvarta sáran yfir að fá ekki mjólk með hafrahringjum og kornflög- um. Hér eru uppskriftir að minni páskamál- tíð eins og hún verður ef ég fæ hvorki mjólk né ijóma. Gleðilega páska. Forréttur: Aspashlaup með sósu 1 bréf Toro soðhlaupsduft, Ijóst eða dökkt 1 hálfdós góður aspas + vatn ef með þarf 4 harðsoðin egg 8 litlir plastbikarar 1. Harðsjóðið eggin, fjarlægið skurn og skerið hvert egg í tvennt þversum. 2. Síið aspasinn, soðið þarf að vera 5 dl, bætið vatni í ef með þarf. Hitið soðið að suðu, setjið soðhlaupsduftið út í og leysið vel upp. Setjið 1 msk. af hlaupsoði í hvern bikar. Kælið í kæliskáp svo að stífni. 3. Setjið hálft egg ofan á stíft hlaupið, skurðflötursnúi niður. 4. Skerið aspasinn í bita. Setjið bitana ofan á eggið og hellið því sem eftir er af hlaupinu yfir. Látið stífna. Sósan: 3 msk. hreinn rjómaostur_______ _______________2 Vi dl vgtn_____________ 3 msk. púrrulauksduft úr súpupakka 1. Setjið allt í pott, hrærið vel saman og látið suðuna rétt koma upp. Kælið. Rétturinn borinn fram: Dýfið plastbikur- unum augnablik í heitt vatn og hvolfið á smádiska. Hellið sósunni yfir. Berið ristað brauð með. Páskalamb (steikt lambslæri) 1 læri, 2-2'A kg 1-2 tsk salt mikið af nýmöluðum pipar 1 '/2 dl vatn 1. Snyrtið lærið og skerið fitu frá. Nudd- ið salti og pipar vel inn í það. 2. Setjið lærið á grind og glóðið í ofninum þar til góð skorpa er komin á það. Ef þið hafið ekki glóðarrist, steikið lærið við 220°C, þar til skorpa er komin á lærið. 3. Minnkið hitann í 185°C, blástursofn í 165°C. Setjið lærið í steikingarpott eða annað ílát með loki og látið vera í ofninum í um 1 klst. Setjið þá vatn á botn ílátsins og steikið áfram í 20-30 mínútur. Slökkvið á ofninum, látið lærið á eldfastfat inn í ofninn meðan þið búiðtil sósu. Sósan - 4-5 dl soð + vatn hveitihristingur (kalt vatn + hveiti) soðteningsduft eða soðkrgftsmassi 2 msk. hreinn rjómaostur Setjið soð + vatn í pott, búið til hveiti- hristing og jafnið sósu. Setjið soðtening- duft (massa) út í. Látið sjóða við hægan hita í 5 mínútur. Velgið rjómaostinn, t.d. í örbylgjuofni, og hrærið út í. Meðlæti: Brúnaðar kartöflur, grænar baunir, soðið grænmeti, rauðkál, hrásalat eða það sem ykkur hentar. Karamellubúðingur með ávöxtum __________notið eldfasto skól________ 2 dlsykur 2 dl vatn 'A kg perur '/2 kg epli 4 egg 1. Afhýðið perur og epli, stingið úr þeim kjarnann, skerið í bita og sjóðið við hægan hita í 10-15 mínútur. Merjið vel með kart- öflustappara. Kælið örlítið, setjið í hræri- vélarskál og hrærið eitt egg í senn út í. 2. Notið vel hreina pönnu. Setjið vatn og sykur á hana og látið sjóða þar til þetta fer að brúnast. Hafið snör handtök og rennið karamellunni inn í skálina. Setjið síðan eggja-ávaxtamaukið ofan á. Leggið lok eða álpappíryfir. 3. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Sjóðið það sem er í skálinni í vatnsbaði í um 1 klst. (skálin er sett ofan í annað ílát með vatni, vatnið látið ná rétt uppfyrirmiðju). 4. Kælið og hvolfið úr skálinni á fat. Rétt M) - Fe«TÐ H&ÐIR. Ei+S- KENWI AN Roiav TAUA KyíUUK ÉilSTI STO S KLIÐíR? -ro'i - hlt6s( hatið LlfLftR Komúmo. Blómið RU- MM- ' UNt- \)ILT- U.U(\« £lo S yNDIS DEI6AK FUGL PAMlR KttoiS' B(-QN> FWtJNl HEYWim HVATUIt Skephu- F'oðuK 5mAv pLOUMA SKIMM VlSAM A F/CTI + ÍN DiRU EltPlÐI VA-TA &Lon TA&L- l NU A9HEFA 5TIH0. E.UD- STÆÞIÐ HgEfUkl Ropl- AST ÍLUfAN KVzo?p. f\<l 'l ISfAKFA ueL Hlf/M M ce it 5To(LKA ffflLL Heír- HEITI KiXsks Tvíl- ST£I Ck H<?ó?as H>tti H V5TA f>/ Uqu t ÍAÍÍ,- AHM LiKAMS- HLUTI foitm if flfLlf) ÚAHLUft. 5i-b-£>- HElT H?ÓSIlt JKOFLUR <?AUM ViÍTLA AThVóli fcým FftAH- f/MWAF 'ASU+A L'ik a Flan 3 £/ní 5To(? SKVlp- E0£NNim lOV/EHW- EJ syMíuu 'PS e fmi W/íí>l Pawskt fíAHAFW SAM- Te-NL- INC. (aUDTA + ÍPoTt-I ANn T£K SriLifitfi +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.