Morgunblaðið - 13.04.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.04.1997, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Farmenn ívöm VERÐUR tækniþróun og fijáls samkeppni á heims- markaði til þess að íslensk farmennska líði undir lok? Flest ís- lensk kaupskip eru nú skráð undir erlendum hentifánum, leiguskip með erlendar áhafnir annast stóran hluta af siglingunum. Talsmenn stéttarfélaga farmanna benda á að nýliðun sé nær engin og kominn sé upp vítahringur; félögin vilji ekki ráða unga menn nema þeir hafi reynslu sem á hinn bóginn sé ekki hægt að öðlast án þess að byija sem viðvaningar. Fella hefur orðið niður kennslu á 3. stigi í Stýrimannaskól- anum, aðsókn minnkar stöðugt. Undanfarin sjö ár hefur fækkað um nær helming í stéttinni hérlend- is. Islenskum skipum hefur einnig fækkað mikið, úr 40 árið 1990 í 26. Samdráttur í störfum er aðal- lega vegna tækniframfara, færri menn þarf til að manna nýtísku skip. Gámavæðing, ýmiss konar hagræðing og betri nýting skipanna hafa gerbreytt rekstrinum. Fyrir tveim áratugum átti Eimskip 26 skip en á nú aðeins 11 þótt vöru- magnið hafi aukist um allt að 50%. Eitt stærsta íslenska gámaskipið, Brúarfoss, tekur um 1.000 gáma- einingar en Danir tóku nýlega í notkun skip sem get- ur borið um 6.000 gáma. í áhöfn eru aðeins 13-14 manns, álíka og á Brúarfossi. Þetta sýnir vel tækni- byltinguna en einnig hafa danskar útgerðir náð hagstæðum samning- um við stéttarfélög um mönnun. Verkaskipting yfirmanna hjá þeim er sveigjanleg. Ekki hefur verið samstaða hjá stéttarfélögum farmanna hér um tillögur til varnar. Heimildarmenn úr röðum þeirra fullyrða að menn hafí vegna sundurlyndis misst af góðu tækifæri í upphafi níunda ára- íslenskum kaupskipum og farmönnum hefur fækkað ört síðustu árin vegna tækniþróunar og samkeppni frá sjómönn- um fátækra þjóða á heimsmarkaði. Kristján Jónsson kynnti sér þessa þróun og varnar- aðgerðir nokkurra grannþjóða tugarins til að semja við útgerðirn- ar um aukið starfsöryggi. Eðlileg þróun? Margt veldur því að nýliðun er lítil í farmannastétt og sumir heim- ildarmenn blaðamanns álíta að um sé að ræða þróun sem geti að vísu verið sársaukafull en ekki eigi að sporna gegn. Þetta séu yfirleitt ein- föld störf sem ekki krefjist umtalsverðrar menntunar nema hjá yfirmönnum. Eðlilegt sé að manna háseta- stöður fólki frá fátæk- um löndum sem grípi fegins hendi tækifæri til að vinna fyrir mun hærra kaupi en fáist í heimaland- inu. Við ættum hins vegar að leggja áherslu á ný og arðbærari störf en ekki niðurgreiða þau gömlu. Spyija má hvort ekki beri að líta á alþjóðlegar siglingar eins og hveija aðra þjónustu sem vaxandi samkeppni og frelsi í heimsverslun eigi einnig að ná til. Bent er á fram- leiðslu hugbúnaðar sem dæmi; rek- ið yrði upp ramakvein ef okkur yrði meinað að keppa á heimsmark- aði og bjóða lægra verð þegar við getum. Islenskir neytendur kaupa hræ- ódýra vefnaðarvöru frá láglauna- löndunum Indlandi og Kína, oft er hún framleidd í verksmiðjum sem við myndum kalla þrælakistur. Hvers vegna ekki að kaupa ódýra sjómennsku af Filippseyingum og Pólveijum? Sjómenn segja á móti að útgerð- irnar gangi vel og hafi efni á að greiða þeim gott kaup, Eimskip sé oft í vandræðum með að koma hagnaðinum fyrir. Varasamt geti verið, m.a. vegna mengunarhættu, að fela útlendingum siglingar hér við land þar sem þeir kunni ekki að bregðast rétt við veðurfarinu, eins og strand Víkartinds sýni. Er- lendir skipstjórar séu stöðugt að rekast á lúmsk sker eða bryggjur í höfnum úti á landi. Illa launaðar, erlendar áhafnir búi við þrældóm og séu að krókna úr kulda í íslensk- um vetrarhörkum. „Köld hagfræðirök" Þegar starfsöryggi er í húfi getur verið erfitt að sætta sig við „köld hagfræðirök" eins og einn viðmælandi orð- aði það. Ymis tilfinn- ingarök eru nefnd til og bent á að glæsileg hefð sé fyrir siglingum okkar á öldinni. Atvinnulífið verði fátæklegra ef farmennska líði undir lok. Margir nefna að íslendingar hafi glatað sjálfstæði sínu fyrr á öldum vegna skorts á skipum; ýms- ir sagnfræðingar efast reyndar um þau rök. Það er ekki líklegt að gefist verði upp baráttulaust en eins og víða annars staðar á Vesturlöndum eru íslenskir farmenn nú í vörn. Tækni og hag- ræðing fækk- ar í áhöfn Barist um störf á heims- markaði „Eigum okkar þátt í góðri afkomu“ KRISTINN Skúlason er 44 ára gamall bátsmaður á Stuðlafossi, um 4.100 brúttótonna frystiskipi sem áður hét Hofsjökull. Það var áður eign skipafé- lagsins Jökla en nú Eim- skips og siglir á milli Nor- egs og Bandaríkjanna með viðkomu á Islandi. Kristinn var árum saman hjá Ríkisskip meðan þau voru og hétu og hefur því fjölbreytta reynslu af siglingum hér við land og til útlanda. A Stuðlafossi sigla menn tvo túra og hafa síðan frí einn túr. Kristinn segir fjarvistirnar vissulega nokk- uð langar en starfið sé að öðru leyti gott og lítið um árekstra yfir- manna og háseta. Hann segist ekki í vafa um að tungumálaerfiðleikar geti valdið hættu þar sem skipvetjar séu frá ólíkum löndum en á skipum undir hentifána eru yfirmenn oft frá iðnrikjunum en undirmenn frá þriðjaheimslöndum. „Stundum getur skipt sköpum hvort menn skilja strax hvorn annan, það er einfaldlega ekki tími til að endur- taka skipanir. Ég vil ekki nefna dæmi um slys vegna þessa en veit að þau hafa orðið.“ Kristinn á sæti í stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur og samninganefnd þess. Hann er lítt hrifinn af hug- myndum um að beitt verði niðurgreiðslum á laun far- manna til að skipafélögin ráði fremur íslenska far- menn. „Við viljum að útgerð- irnar meti okkar framlag og taki tillit til þess sem við höfum gert til að bæta afkomuna hjá þeim. Starfsmennirnir á skipunum hafa átt sinn þátt í því eins og aðrir. Við borgum skatta hér og það hlýtur að skipta máli fyrir þjóðar- hag. Svo vil ég líka spyija hvað myndi gerast ef Eimskip, sem skil- ar hagnaði á hveiju ári og er með megnið af áætlunarflutningunum, yrði hyglað með þessum hætti, með niðurgreiðslum. Myndu venjulegir skattgreiðendur kyngja því? Það held ég ekki, ég vil ekki taka þátt í því. Það gegnir ef til vill öðru máli um þau skip sem eru í stórflutn- ingunum, sigla með mjöl og lýsi og þess háttar, þau eru í bullandi samkeppni við erlend félög. Það er hugsanlegt að það mætti styðja þau með einhveijum hætti.“ Kristinn Skúlason Forræðið HÖRÐUR Sigurgestsson, for- stjóri Eimskipafélagsins, seg- ir að átta af níu skipum þess sem sigla á íslenskar hafnir séu ein- göngu mönnuð íslendingum og eitt að hluta. 'fvö skip sem félagið á eru í útleigu. Á tveim leiguskipum Eimskip eru áhafnir að mestu er- lendar en flestir yfirmenn og þrír hásetar á útleiguskipunum eru ís- lenskir. Fyrir tveim árum sagði stjórnar- formaður Eimskip, Indriði Pálsson, að ekki væri síður mikilvægt en fyrr á öldinni að flutningaþjónusta til og frá Jandinu væri „að mestu í höndum íslendinga sjálfra“. Hörð- ur er spurður hvort aðeins sé átt við eignarhald á útgerðinni. „Ég skil ummælin þannig að forræðið í siglingunum eigi að vera í höndum íslendinga en útiloka alls ekki að þetta sé að einhveiju leyti gert með eriendum áhöfnum. Hér eru mikilvægustu vöruflutningar til og frá landinu nú í höndum ís- lenskra aðila og þannig verður þetta vonandi lengi en víða erlend- is er þessi rekstur mun alþjóðlegri." Skapar tekjur í þróunarlöndunum Sjómenn frá þriðjaheimslöndum og Áustur-Evrópu, sem eru marg- ir á leiguskipunum, fá að jafnaði mun lægri laun en starfsbræður ■ y s JB ***\ iÉ tfgti - Fimm stéttarfélög um borð SAMSKIP reka nú þijú leiguskip, þar af tvö undir dönskum hentifána. Ólafur Ólafs- son forstjóri vill ekki tjá sig mikið um þær hug- myndir sem uppi hafa verið um að íslensk stjórnvöld gripu til verndaraðgerða með nið- urgreiðslum á launum innlendra farmanna. Hann gagnrýnir hins vegar há stimpil- og þinglýsing- argjöld hér. „Annað mál er svo skráning með tilliti til mannahalds og reksturs. Þá höfum við í huga rekstraröryggi gagnvart hætt- unni á að ekki verði siglt vegna endalausra verkfalla, einnig rekstrarkostnað. 12 eða 13 manna áhöfn skiptist núna á fimm verkalýðsfélög. Það er því sem næst árlegur viðburður að eitthvert þeirra fer í verkfall, Sjómannafélag Reykjavíkur hef- ur verið lang baráttuglaðast. Þessar nýju reglur Norðmanna og Dana, NIS- og DlS-skráning- in, merkja að menn geta ekki verið í svona stríðshasar. Launakostnaður Dan- anna og Færeyinganna á leiguskipunum er ekk- ert minni en væri hjá íslenskum áhöfnum. Hins vegar eru vinnutil- högun og samningar um þau mál með öðrum hætti en í samningum við íslensku félögin. Þetta má ekki verða allt of dýrt fyrir útgerðina, ég á við alls konar frí og álagsgreiðslur, vinnu í heima- höfn og fleira. Lengsti lestunar- og losunar- tíminn er besti tíminn til að dytta að skipunum en þá fara allir heim til sín samkvæmt íslensku samningunum nema greitt sé aukalega. Við þurfum meiri sveigjanleika í vinnutilhögun og við þurfum eitt verkalýðsfélag um borð í staðinn fyrir innbyrðis þrætur sem bitna á okkur. Það er verið að gera þær kröf- ur til atvinnulífsins að fyrirtæki sameinist, verði öflugri og skil- virkari en verkalýðsfélögin hafa nánast ekkert gert í þessum efn- um. Við líðum fyrir skort á skil- virkni þessara aðila.“ Ólafur Ólafsson í höndum Islendinga þeirra frá iðnríkjununum. „Mér finnst ég ekki þurfa að veija þetta siðferðis- lega,“ segir Hörður. „Þetta er alþjóðlegur markaður, menn fara og leita að ódýr- ustu skipunum og mann- aflanum sem er annars staðar en í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Við erum að hjálpa til við að skapa tekjur í þróunarlönd- unum. Fólkið sem er í þess- um alþjóðlegu siglingum fær þar í flestum tilvikum miklu betri kjör en það fengi heima hjá sér þar sem yfirleitt eru í boði illa launuð störf eða engin vinna.“ Stefna Eimskips hefur verið að yfirleitt séu íslendingar á áætl- unarskipunum. Hörður segir að- spurður að endurskoða yrði þessa stefnu ef samkeppnishæfninni á þessum leiðum yrði verulega ógn- að af keppinautum sem væru með lægri launakostnað, þ. e. láglauna- menn í áhöfn. Stjórnvöld á hinum Norður- löndunum hafa reynt að vernda eigin farmannastétt með sérstakri skráningu, skattfrelsi og beinum styrkjum. Hörður er spurður um afstöðu sína til þessara lausna. „Við höfum eiginlega dregið svolítið lappirnar í þessum málum og auk þess hefur ekki verið sam- staða milli félaga yfir- manna og Sjómanna- félags Reykjavíkur um þetta. En ef við hefðum gengið í þetta hefðum við lent í því sem hefur lengi þjakað Eimskipafélagið. Það hafði ákveðin skatta- hlunnindi og var enda- laust velt upp úr því.tiÉg hef ekki áhuga á að vera í þessari stöðu og þurfa að réttlæta það í eín- hverri Þjóðarsál að við fáum niður- greiðslur úr ríkissjóði. Annað mál er að við höfum lagt áherslu á að lækka þurfi hér þing- lýsingar- og stimpilgjöld sém greidd eru við kaup á nýjum skip- um. Við skráum nú skipin okkar í útlöndum, öll nema Brúarfosé og Stuðlafoss, vegna þess að skráh- ingin er miklu ódýrari þar. Við höfum ýtt mjög á stjórnvöld í þessu máli en aldrei fengið nein svör.“ Hörður segist ekki telja að sigl' ingar erlendra farmskipa við land- ið auki slysa- og mengunarhættu. „Þegar við eigum samskipti við útlend skipafélög veljum við ein- göngu mjög trausta aðila. Þetta eru menn sem gera út flota um allan heim með ágætum árangri og njóta virðingar. Yfirleitt gengur þetta vel en það geta alltaf orðið óhöpp.“ Hörður Sig- urgestsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.