Morgunblaðið - 13.04.1997, Page 18

Morgunblaðið - 13.04.1997, Page 18
18 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vortónleikar Háskólakórsins á Seltjarnarnesi Martröð frumflutt HÁSKÓLAKÓRINN efnir til tónleika í Seltjarnarnesskirkju í kvöld. VORTÓNLEIKAR Háskólakórsins verða í Seltjarnarnesskirkju í kvöld, sunnudag, kl. 20. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk eftir Egil Gunnarsson en af öðrum tón- skáldum sem eiga verk á efnis- skránni má nefna Hjálmar H. Ragn- arsson, Leif Þórarinsson, Paul Hin- demith og Árna Harðarson. Stjóm- andi kórsins er Hákon Leifsson. Verk sitt nefnir Egill Martröð en það er samið við ljóð eftir Örn Arn- arson. „Ég byijaði á þessu verki fyrir um það bil ijórum árum og hafði þá Háskólakórinn sérstaklega i huga. Síðan óx verkið mér í aug- um, þannig að ég lét það kyrrt liggja þar til formleg beiðni um tónverk kom frá kórnum síðastliðið sumar. Þá byijaði ég aftur á því og lauk endanlega við það í byijun ársins.“ Egill segir að verkið sé sex radda, um sjö mínútur í flutningi og milli- kaflinn sé skrifaður með tólftóna aðferð. „Ég bjó til tónaröð sem á að lýsa rísandi bylgjum enda býður textinn upp á slíka stemmningu - það er sjórekið lík sem talar til manns.“ Egill, sem er menntaður tónfræð- ingur, ætti að vera öllum hnútum kunnugur í Háskólakórnum en hann söng í kórnum um nokkurt skeið og síðastliðið starfsár stjórn- aði hann honum í íjarveru Hákonar Leifssonar. „Eftir þetta má eigin- lega segja að ég sé búinn að koma að kórnum á alla vegu.“ Meðal annarra verka sem Há- skólakórinn flytur í kvöld er Maríu- músik eftir Leif Þórarinsson, en kórinn frumflutti verkið árið 1993. Flokkurinn er saminn við texta Stefáns frá Hvítadal, Vilborgar Dagbjartsdóttur og Ave maríu texta kaþólsku kirkjunnar. Kórinn mun þá fytja nokkur kór- lög Hjálmars H. Ragnarssonar sem hann ýmist útsetti eða samdi fyrir kórinn þegar hann var kórstjóri hans. Einnig flytur kórinn þjóðlaga- útsetningar eftir Árna Harðarson og Atla Ingólfsson og tvo madrig- ala eftir Atla Heimi Sveinsson, auk lagaflokksins Six Chansons eftir Paul Hindemith. Háskólakórinn verður 25 ára á þessu ári og ætlar, af því tilefni, að gefa út geislaplötu sem hefur að geyma nokkur þeirra kórverka sem kórinn hefur frumflutt á und- anförnum árum. Auk þess er á 1 stefnuskrá kórsins að gefa út aðra I geislaplötu með lögum sem ýmist i hafa verið útsett eða samin fyrir kórinn. GE þvottavél, 800 snúninga. Rétt verð kr. 61.900 stgr. GE þvottavél, 1000 snúninga Rétt verð kr. 69.900 stgr. HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5775 ÚTSÖLUSTAÐIR: HEIMSKRINGLAN, KRINGLUNNI, REYKJAVÍK, S.G.BÚÐIN, KJARNANUM, SELFOSSI, JÓKÓ, AKUREYRI. VERSLUNIN VÍK, NESKAUPSSTAB, RAFMÆTTI, MIÐBÆ, HAFNARFIRBI, REYNISSTAÐUR, VESTMANNAEYJUM, KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA HÚSAVÍK, HLJÓMSÝN, AKRANESI. Börn og goð- sagnir BÖRN, goðsagnir og smáar ver- ur sem tilheyra öðrum heimi eru yrkisefni Jóns Thors Gíslasonar myndlistarmanns á sýningu sem hann hefur opnað í Sverrissal Hafnarborgar. Á sýningunni eru 13 olíumálverk og 21 teikning. Listamaðurinn kveðst alla tíð hafa fengist við manneskjuna í verkum sínum en barnið hafi farið að skipa veglegri sess fyrir um það bil fimm árum. „Barnið getur verið tákn fyrir svo margt, ekki bara sakleysið, og minnir mann oft á goðsagnakenndar verur — huldar verur.“ Jón Thor segir að barnið sé í furðu litlum metum hjá sjónlista- mönnum sem skjóti skökku við þar sem það sé ákaflega áhuga- vert myndefni. „Börn lifa í ævin- týraheimi sem er raunverulegur fyrir þeim og eiga því ekki i vand- ræðum með að búa til sjóræn- ingja og indíána líkt og bændur og búalið í íslenskum sveitum bjuggu til álfa og huldar verur á síðustu öld. Tilvera þeirra var vitaskuld ekkert annað en ósk fólksins um betri heim — betra lif. Nú á dögum standa börnin mun nær þessum goðsagna- kennda heimi en fullorðnir." Verkin í Hafnarborg eru öll unnin á undanförnum sex mán- uðum á vinnustofu listamannsins á íslandi og í gestavinnustofu myndlistarmanna, Kunstlerhaus, í Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarð- ar í Þýskalandi, þar sem Jón Thor var fyrsti gesturinn. Var sýningin unnin sérstaklega með Sverrissal í huga og sakir þess eru verkin nokkru smærri en hann er þekktur fyrir. Jón Thor hélt sína fyrstu I > I I einkasýningu fyrir fjórtán árum og hefur víða komið við siðan, innanlands sem utan. Síðasta einkasýning hans hér á landi var í Hafnarborg 1994. Undanfarin átta ár hefur Iistamaðurinn að mestu búið í Þýskalandi, þar sem hann lagði meðal annars stund á nám við Staatliche Akademie der Bildende Kunste í Stuttgart og sótti tíma i frjálsri málun hjá prófessor Erich Mansen. Morgunblaðið/Kristinn „BARNIÐ getur verið tákn fyrir svo margt, ekki bara sakleys- ið, og minnir mann oft á goðsagnakenndar verur - huldar verur,“ segir Jón Thor Gíslason. Aðalfundur BIFREIÐASKOÐUNAR hf.^ Aðalfundur Bifreiöaskoðunar hf. fyrir árið 1996 verður haldinn 21. apríl 1997 kl.16 að Hesthálsi 6-8, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 12. grein samþykkta félagsins 2. Tillaga stjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 4. Tillaga stjórnar um aukningu hlutafjár í félaginu. Tillagan gerir ráð fyrir aö hluthafar víki frá áskriftarrétti sínum. Endanlegar tillögur hluthöfum til svnís á skri r rundargögn liggja frammi eiaqsins að Hestháisi 6-8, Reykjavík. Stjórn Bifreiðaskoðunar hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.