Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 25
Skipholti 21 • 105 Reykjavik • Sími: 511 5111
Tölvupóstur: info@apple.is
Slóó: http://www.apple.is
Viðskiptaskrifstofa
í undirbúningi
Hornfirðing-
ar gefa út
afmælisdisk
DÆ GU RLAGAKEPPNI í tilefni ald-
arafmælis byggðar á Höfn fór fram
28. september sl. Til úrslita kepptu
11 lög sem leikin voru af hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar.
Afraksturinn úr keppninni þótti
með slíkum ágætum að ákveðið var
að ráðast í útgáfu á þessum lögum
og standa þannig fyrir fyrsta hljóm-
diski sem gefinn er út með homfirsku
efni eingöngu. Hinn kunni tónlistar-
maður og Homfírðingur, Grétar Örv-
arsson, hafði yfímmsjón með útgáf-
unni og hófst hann handa snemma
árs við undirbúning.
Af 11 lögum sem send vora í
keppnina var ákveðið að hafa 9 á
disknum. Þótti mönnum síðan vel til
fundið að gefa tónlistarfólki á Homa-
firði tækifæri til að koma tónlist sinni
á diskinn og því bættust við lög frá
Karlakómum Jökii, kór aldraðra,
Gleðigjöfum, Djassbandi Hornafjarð-
ar og hjónunum Kalla og Berthu.
Grétar Örvarsson samdi eitt lag sér-
staklega fyrir þennan disk, Jens Ein-
arsson bankaði á dyrnar með blúslag
undir hendinni og þeir félagar Magn-
ús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson
léku ásamt Blúskompaníinu Horna-
fjarðarblús. Margir landskunnir
söngvarar ljá lögunum raddir sínar
og má m.a. nefna Helgu Möller,
Bjarna Arason, Sigrúnu Evu, Siggu
Beinteins, Pálma Gunnarsson, Ólafíu
Hrönn o.fl.
Opinber útgáfudagur disksins er
12. apríl og þá verður haldin útgáfu-
hátíð í íþróttahúsinu á Höfn. Á hátíð-
inni koma fram fjölmargir listamenn
sem tengjast útgáfunni og Stjómin
mun leika fram á rauða nótt. Hátíðin
hefst kl.22 en húsið opnar kl. 21.
Er ekki sú þekking og reynsla
sem hefur fengist á undanförnum
tveimur árum verðmæt fyrir önnur
fyrirtæki sem geta hugsað sér að
koma hér á markaðinn?
„Jú, og þess vegna hefur komið
til tals að breyta skrifstofunni hér
í Peking í almenna markaðsskrif-
stofu og opna aðgengi fyrir önnur
fyrirtæki. Það eru stórfyrirtæki
heima sem hafa sýnt áhuga á að
nýta það. Við erum, til dæmis, að
vinna markaðskönnunarverkefni
fyrir Borgarplast og erum byijuð
að miðla tengslum á milli fiskfram-
leiðenda heima og fiskkaupenda
hér. Þessi skrifstofa mun þá fara
yfir í það að geta sinnt markaðs-
könnun, markaðssetningu og al-
mennri aðstoð, auk beinnar sölu.“
Nú hefur þú verið meira og
minna í Kína í þrjú ár. Að hvaða
leyti eru Kínverjar ólíkir okkur í
viðskiptaháttum?
„Það er mjög sérstakt að vinna
í Kína. Viðræðuaðilar okkar eru
flestir opinberir starfsmenn og oft
bera samningaviðræður þess merki.
Þegar Vesturlandabúi kemur hing-
að til að keyra eitthvað í gegn þarf
hann oft að staldra við til að aðlaga
sig þeim hraða og hugsunarhætti
sem heimamenn hafa. Það er oft
erfiðasti þröskuldurinn, sem útlend-
ingar þurfa að stíga yfir.
Síðan er mjög mikilvægt að átta
sig á því að mannlegi þátturinn er
miklu sterkari en annar staðar í
samningagerð. Kínverjar leggja
mjög mikið up úr persónulegum
samskiptum við fólk. Ef þeim líkar
persónulega vel við þig vilja þeir
eiga viðskipti við þig. Það skiptir
þá ekki öllu máli á hvaða sviði það
er.“
menn lögðu um 300 milljónir í fyrir-
tækið.
Stór og margþættur markaður
Silfurtún hefur þegar selt eina
vél sem á að framleiða matarbakka
til Kína. „Það var stofnað sérstakt
fyritæki, „Joint Venture," til þess
að sú sala næði fram að ganga.
Þar erum við þátttakendur og höf-
um stjómarsetu. Þetta er samning-
ur upp á hundrað milljónir króna
og þessi vél er fyrsta innflutta vélin
í Kína sem beinlínis er ætlað að
framleiða þessa bakka úr pappa-
massa. Heimamenn hafa þróað
tækni til að framleiða þessa bakka,
en ná ekki þeim gæðum eða afköst-
um sem tryggja arðsemi.
Nú bíða stjórnvöld þess að vélin
fari í gang, vegna þess að þörfín
fyrir bakkana er mjög brýn. Það
er mjög brýnt að losna við plast-
bakkana og komast í umhverfis-
vænar pakkningar. Þetta er verk-
efni með stimpli um svokallað „min-
isterial project", sem þýðir að
ábyrgð fyrir því að leysa verkefnið
liggur hjá ráðherra járnbrauta.
Járnbrautarfélagið eitt notar um
600 milljónir bakka á ári. Það er
litið á þessa bakka sem væntanlega
lausn á því vandamáli sem skapast
þegar menn fleygja matarbökkun-
um út um gluggana á járnbrautun-
um.
Heildarnotkun á matarbökkum í
Kína er sjö billjónir á ári, sem þýð-
ir að til að anna því magni þurfi
140 svona vélar. Við náum að sjálf-
sögðu ekki öllum markaðinum, en
þetta eru möguleikarnir.
Þess utan eigum við aðgang að
markaði fyrir landbúnaðarpakkn-
ingar; til að pakka eggjum, ávöxt-
um og þess háttar. Ennfremur eig-
um við aðgang að markaði með
stuðningspakkningar, sem koma í
staðinn fyrir plastið þegar pakkað
er myndbandstækjum, sjónvörpum
og hveiju sem er.
Þetta eru þeir möguleikar sem
við eigum í Kína — og það er litið
á okkar fyrirtæki sem leiðandi,
vegna þess að við erum eina er-
lenda fyrirtækið á þessu sviði með
skrifstofu í Kína.
Á mánudaginn eigum við fund
með forsvarsmönnum járnbraut-
anna. Við höfum verið valdir af
þeim til þess að vinna með þeim
við að leysa þetta matarbakka-
vandamál. Bara járnbrautirnar
þurfa tíu vélar."
Ljósmynda-
sýning Grunn-
skóla og Fé-
lagsmiðstöðva
í Reykjavík
SÝNING á ljósmyndun sem nem-
endur í grunnskólum og félagsmið-
stöðvum í Reykjavík hafa tekið var
opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 11.
apríl. Formaður íþrótta- og tóm-
stundaráðs, Steinnunn V. Óskars-
dóttir, opnaði sýninguna og af-
hendir verðlaun.
Sýningin er í tvennu lagi annars
vegar Svart á hvítu. Svart/hvítar
myndir sem nemendur hafa unnið
að öllu leyti sjálfir á námskeiðum
innan skólanna eða í félagsmið-
stöðvum Reykjavíkurborgar á veg-
um Iþrótta- og tómstundaráðs.
Verkefning voru: Portrett, And-
stæður og Frjálst myndefni. Ljós-
myndasprettur ÍTR. Verkefnin þar
voru: Hópmynd af keppendum,
Spilling, Órka, Fjölskylda, Endur-
vinnsla, Friður, List, Gleði, Á ferð
og Nútíminn.
Dómnefnd skipuðu eftirtaldir
ljósmyndarar: Sigurgeir Birgisson
frá Ljósmyndavörum, Kristján
Maack frá BECO og Hilmar Þór
Guðmundsson frá ÍTR.
Samtals bárust um 350 myndir
í keppnina.
U/i/UUkrstgr,
í tilefni 20 ára afmælis Apple tölvunnar bjóðum við Power Macintosh
5260 á sérstöku hátíðarveroi. Þessi öfluea maremiðlunartölva kostar aðeins
129.900 kr!
Kíktu inn í verslun okkar að Skipholti 21 og kynnstu kostum
Power Macintosh vélanna - þú sérð ekki eftir því.
Apple-umboðið
POWER MACINTOSH, PERFORMA 5260:1,2 GB harður diskur, 12 MB RAM, PowerPC 603e RISC - örgjörvi með 120 megariða
vinnslutíðni, 14 tommu (þumlunga) litaskjár með skuggasíu og 640x480 punkta skjáupplausn. 16 bita hljóðkerfi með innbyggðum víðóma
hátölurum, inn- og úttök fyrir hljóð. Tengist netkerfum auðveldlega. Afar létt er að auka möguleika hannar og gæða enn frekara afli.
Vinnslu- og leikjaforrit fylgja: Aladin, BOES, Descent, Full Thro., GME1996, The Lion King, The Ultim., Toy Story, Claris Works.