Morgunblaðið - 13.04.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 35
saumakona var hún sérlega góð.
Oft var leitað til hennar með eitt
og annað og aldrei var neitað um
hjálp. Við vorum nágrannakonur í
mörg ár, svo oft var skroppið á
milli til að spjalla og fá kaffisopa.
Við vorum sex vinkonur, sem vor-
um saman í saumaklúbbi í mörg
ár, og var yndislegt að vera hjá
Stellu með handavinnu og stundum
fórum við til Reykjavíkur í bíó og
svo á eftir fengum við okkur kaffi
á veitingahúsi; mikið var hlegið
og skemmt sér.
Okkar vinátta náði lengra en í
saumaklúbb og maður gleymir
ekki þeim stundum sem við áttum
með Leifi og Stellu, minnisstæðast
er ferðalag sem við fórum saman
1968, þá fórum við til Norðurlands
á tveimur bílum og voru Björg og
Steinar með og ég og Jói. Þetta
var yndislegur tími og gleymist
aldrei. Síðan við fluttum til Dan-
merkur varð lengra á milli að við
hittumst, en alltaf var farið í heim-
sókn til Stellu og Leifs Þau fóru
með okkur í smátúra og hættu því
ekki eftir að ég missti Jóa minn.
Seinna eignaðist ég danskan
mann, hann var jafn velkominn í
hópinn og svona gæti ég haldið
áfram með góðar minningar um
mína kæru vinkonu og sárt er að
geta ekki fylgt henni síðasta spöl-
inn. Aldrei er maður eins langt í
burtu eins og þegar vinirnir kveðja.
Nú er Stella mín laus við erfið-
leika þessa lífs, en hún er búin að
vera veik í meira en eitt ár og
veit ég að vel er tekið á móti henni
á æðri stöðum. Eg sendi Leifi og
börnunum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Eins senda mín börn
þeim kveðjur. Ég kveð þig svo,
Stella mín, og þakka af heilum hug
allt sem þú hefur verið mér og
mínum um ævina.
Soffía V. Björnsdóttir,
Broager, Danmörku.
Elskuleg Stella amma er dáin.
Amma sem var okkur svo góð og
hjálpleg. Amma sem vakti yfir
hveiju fótmáli okkar og öllu því
sem við tókum okkur fyrir hendur.
Hún var einstakur persónuleiki,
alltaf var hún tilbúin að rétta fram
hjálparhönd sama hvað um var að
ræða, en aldrei vildi hún hafa
umstang í kringum sjálfa sig. Hún
var saumakona af guðs náð og
voru það margir sem fengu að
njóta hæfileika hennar. Í okkar
uppvexti liðu ekki þau jól án þess
að hún saumaði jólaföt á okkur
og útbjó jólagjafirnar eins og henni
einni var lagið. Því amma var ein-
stakur listamaður á öllum sviðum.
Við viljum þakka elsku Stellu
ömmu samfylgdina og fyrir þá
minningu sem hún skilur eftir í
hjörtum okkar, minninguna um
góða, hugrakka og dugmikla konu.
Við biðjum Guð að veita Leifi
afa styrk á þessari erfiðu stund.
Eva, Þór og Hrund.
Ég held vart að til sé eins falleg
og virðuleg kona og Stella amma
mín. Ég meina þá ekki bara í út-
'iti og fasi heldur ekki síst í hugs-
un og athöfnum. Hún var alls stað-
ar elskuð og dáð, hvar sem hún
kom og hver sem um hana talaði.
Enda minnist ég ekki að hafa heyrt
neitt slæmt um Stellu ömmu.
Amma var sérstaklega djúp kona
og var alltaf með hugann hjá ijöl-
skyldunni. Hagur fjölskyldunnar
allrar var alltaf efstur á baugi og
hreint ótrúlegt hve vel hún gat
fylgst með öllum afkomendum sín-
um allt fram á hinsta dag. Stella
bar mikla ást og hlýju í brjósti sem
hún var dugleg að gefa öðrum.
Hún vildi til dæmis alltaf að ég
faðmaði sig og kyssti er ég kom
í heimsókn, hvort heldur heimsókn-
in var stutt eða löng.
Stellu ömmu og Leifi afa kynnt-
ist ég mjög vel er þau bjuggu í
Fagrahvammi 1 í hálft ár, veturinn
1991-1992. Kynni okkar urðu tölu-
vert náinn og mikill vinskapur
tókst á milli okkar. Enda var ég
tíður gestur á Hjallabraut 33 eftir
að þau fluttu þangað. Þangað var
ég alltaf velkominn í spjall og vöffl-
ur, sem amma er nú fræg fyrir.
En þetta voru ekki bara einhverjar
kurteisisheimsóknir heldur fannst
mér oft virkilega gott að ræða við
gamla fólkið og ömmu var hægt
að segja allt. Áhyggjustununa tók
hún vissulega oft í fyrstu en alltaf
var hún samt fyrst til að styðja
við bakið á mér. Hennar stuðning-
ur var líka einhvern veginn betri,
hann kom frá hjartanu, var svo
innilegur og traustur. Amma var
mér góður vinur, vinur sem aldrei
brást og alltaf tók vel á móti mér.
Amma mín, ég mun aldrei
gleyma þér. Þitt hlýja bros, sem
þú gafst mér nú síðast í þinni erf-
iðu banalegu og sennilega var þitt
síðasta bros í þessum heimi mun
aldrei renna mér úr huga. Ég mun
sakna þín mikið, því þú hefur gef-
ið mér margt og aukið skilning
minn á lífínu. En ég veit að allt
hefur sinn vitjunartíma og það
kemur mér ekki á óvart þín skuli
nú vera þörf annars staðar. Vertu
sæl, amma mín, og líði þér vel.
Eyjólfur Magnús
Kristinsson.
Elsku amma.
Þegar mamma mín hringdi í
mig daginn fyrir skírdag til að
segja mér af því að þú hafir verið
flutt inn á hjartadeild Landspítal-
ans kvöldið áður, þakkaði ég Guði
fyrir að ég skuli hafa hringt í þig
það kvöld, fáeinum klukkustund-
um áður en þú veiktist, bara til
að heyra aðeins í þér hljóðið og
spjalla um daginn og veginn.
Alltof sjaldan töluðumst við í
síma, enda hefur starf mitt á síð-
ustu árum leyft tíðari heimkomur
til íslands en kannski vanalegt er
þegar haf og land skilur að.
I símtali okkar vorum við ein-
mitt að þusa yfir því hvað við hefð-
um báðar verið pennalatar á þeim
rúmlega 10 árum sem ég hef verið
búsett í Þýskalandi og lofaði ég
þér að senda þér bráðlega, þó ekki
væri nema nokkrar línur á póst-
korti, þar sem ég hafði ekki ætlað
mér að koma heim aftur fyrr en
ég væri búin að eiga bamið sem
ég geng með.
Elsku amma mín, ég vona að
þú sért nú laus við þjáningarnar
og lömunina sem hijáðu þig síð-
asta árið. Ég sé þig fyrir mér eins
og ég kem alltaf til með að muna
eftir þér, ungri í anda, léttri í lund,
á stöðugum þeytingi eða sitjandi
yfir saumaskap og handavinnu.
Aldrei gleymi ég þeim stundum
sem ég sat hjá þér inni í saumaher-
bergi - „Stella stóra og Stella litla“
- þú sönglandi við sníðaborðið eða
saumavélina og ég að reyna að
herma eftir þér. Alltaf fannst þú
einn saum sem ég mátti sauma eða
spretta upp fyrir þig.
Það eru fáir sem skilja eftir sig
þvílíkan munað eins og þú, amma
mín, og máttu vera hreykin af við-
burðaríkri ævi, fjölskyldu þinni og
stórum vinahópi. Þykist ég viss um
að hver sem hafði kynni við þig
hafði bara gott af þér að segja,
enda alltaf hægt að leita til þín,
hvað sem á bjátaði.
Elsku amma, ég þakka þér fyrir
allt sem ég hef lært af þér í gegn-
um tíðina um lífið og tilveruna,
beint eða óbeint. Verst þykir mér
að ég skuli aldrei hafa sagt þér
það sjálf.
Það tekur mig mjög sárt að ég
skuli ekki hafa fengið tækifæri til
að kveðja þig áður en þú yfirgafst
þennan heim og þess vegna sendi
ég þér þessar línur eins og ég var
búin að lofa þér, í þeirri von að
þær berist þér þar sem þú dvelur
núna. Ég kveð þig með þessum
línum í hinsta sinn, með sorg og
söknuði í hjarta. Minning þín mun
ætíð lifa áfram í huga mínum.
Þín,
Stella Björg og fjölskylda.
+
1 ÓSKAR ÖGMUNDSSON, WÍ( | "'M,
Kaldárhöfða, 'Jk
verður jarðsettur frá Selfosskirkju þriðjuda-
ginn 15. apríl klukkan 14.00.
Pálína Þorsteinsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and-
lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU GUÐRÚNAR EGILSDÓTTUR
THORARENSEN,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis
á Hrísmóum 1, Garðabæ.
Gunnar Pálsson,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Svavarsson,
Kristín Gunnarsdóttir,
Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sigurður Páll Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona,
HELGA ÓLAFSDÓTTIR,
lllugagötu 75,
Vestmannaeyjum,
lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni 11. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Ólafur R. Eggertsson, Málfrfður D. Gunnarsdóttir,
Kristján G. Eggertsson, Guðný Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnaböm,
Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson.
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, fóstur-
móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
áður til heimilis að Austurbrún 6,
lóst að Hrafnistu í Reykjavík, á föstudaginn
langa.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Hafdís Ólafsdóttir, Hilmar Hallvarðsson,
Aðalbjörn Steingrímsson, Jensína Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
|
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
REYNIR GUÐMUNDSSON,
Ljósheimum 10A,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 15. apríl kl. 15.00.
Svafa Kjartansdóttir,
Grétar Reynisson, Margrét Ólafsdóttir,
Rúnar Reynisson, Þorbjörg Magnúsdóttir,
Erla Reynisdóttir
og barnabörn.
+
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
BJÖRG BJARNADÓTTIR,
Klapparási 11,
Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudag-
inn 14. apríl kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
líknarstofnanir.
Kristján E. Þórðarson,
Bjarni Kristjánsson,
Elna Kristjánsdóttir, Guðmundur Möller
og dótturdætur.
+
Útför elskulegrar systur okkar og frænku,
INGIBJARGAR JAKOBSDÓTTUR,
Efstasundi 71,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
15. apríl kl. 13.30.
Salvör Jakobsdóttir,
Sigrún Jakobsdóttir,
Valgerður Jakobsdóttir,
Jakobína Úlfsdóttir
og aðrir vandamenn.
+
Hjartkær bróðir okkar, fósturbróðir og mágur,
GUÐMUNDUR BERGMANN
ÞORSTEINSSON
(MUuGUR),
Hjaltabakka 2,
verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju mánudaginn 14. apríl kl. 13.30.
Elsa Þorsteinsdóttir,
Margrét Þorsteinsdóttir,
Guðbjartur Þorsteinsson,
Guðný Þorsteinsdóttir,
Anna Magnúsdóttir,
Erla Gísladóttir,
Unnur Inga Karlsdóttir,
Hafsteinn Daníelsson,
Ásrún Heiðarsdóttir,
Sævar Júníusson,
Sigurbjörn Hansson,
Ársæll Ársælsson,
Davfð Bjarnason.