Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Samhjálp kvema
Til stuðnings konum
sem greinast með brjóstakrabbamein
, hefur „opið hús“ í Skógarhlíð 8,
*húsi Krabbameinsfélagsins, þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.30.
Gestur kvöldsins: Prófessor Gunnar Sigurðsson flytur erindi:
Beinþynning og beinþéttnimælingar.
Kaffiveitingar. Allir velkomnir.
Ný
námskeið
21. apríl
TOPPITIL TAAR i.
Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum
frábæran árangur.
Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum,
sem beijast við aukakílóin.
Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar
í viku, sjö vikur í senn. Góður matarkúr
sem fylgt er eftir daglega með andlegum
stuðningi, einkaviðtölum og
fyrirlestrum um mataræði og
hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem
farið er yfir förðun, klæðnað, hvemig
á að bera líkamann og efla sjálfstraustið.
TOPPI TIL TAAR II.
- framhald
Námskeið fyrir þær sem vilja
halda áfram í aðhaldi.
Tímar 3x í viku
Fundir lx í viku í 7 vikur.
•itunhefstl.apríl.
aðfestar pantamr
erða seldar ettn
15. aprd.
smáskór
Mikið úrval af góðum
fyrstu skóm.
St. 17-25.6 gerðir með lausum
innleggjum.
Erum í bláu húsi við Fákafen.
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Þjóðarsálin
ÞURÍÐUR Árnadóttir
hringdi í Velvakanda meö
eftirfarandi:
„Eg er hjartanlega sam-
mála Víkverja, og Hólm-
fríði sem skrifaði í Velvak-
anda sl. föstudag, um
Þjóðarsálina. Ég held að
þessi þáttur megi alveg
hverfa af dagskrá.
Einnig langar mig til
að koma á framfæri þakk-
læti til Ólafar Rúnar
Skúladóttur fréttamanns,
hún er frábær fréttamaður
og mun ég sakna hennar
og ég óska Ólöfu alls hins
besta í nýju starfi.
Grimmd eða
hugsunarleysi?
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf:
„Kvöldið fyrir skírdag
hvarf Trýna, 9 mánaða
gömul kisa okkar fjöl-
skyldunnar. Ekkert frétt-
ist af henni þótt leitað
væri fyrr en tæpri viku
seinna. Þá hringdi í mig
starfsmaður af barna-
heimilinu Vesturborg við
Hagamel, sem hafði fund-
ið kisuna, sem var vel
merkt, í ruslatunnu þar
hjá. Það hafði verið keyrt
yfir hana og henni fleygt
í tunnuna eins og hveiju
öðru rusli. Þótt ég brygðist
strax við, var rétt búið að
losa öskutunnuna þegar
ég kom á staðinn. Því
fengu börnin ekki kost á
að jarða kisuna sína á
sómasamlegan hátt sem
olli þeim miklum vonbrigð-
um og sorg og var það
ekki á bætandi sorgina að
missa köttinn. Allt út af
því að sá sem þetta gerði
hirti ekki um að láta okkur
vita. Betra hefði verið að
vita þetta strax en að vera
í óvissu dögum saman.
Þökk sé starfsmanni Vest-
urborgar að við fengum
yfirhöfuð að vita um afdrif
kisunnar okkar, þótt önnur
væru en við hefðum óskað.
Að keyra yfír ketti eru slys
sem því miður henda, en
eins og í þessu tilviki að
henda kettinum í ruslat-
unnu og láta ekkert vita
er ódæðisverk.
Hrefna Sigríður,
Reynimel 80.
Endurflutningur
á leikritum
INGVELDUR hringdi í
Velvakanda og hún hefur
áhuga á því að leikrit eftir
Kristin Reyr sem heitir
„Deilt með tveimur" og var
sýnt í Sjónvarpinu verði
endursýnt. Einnig hefði
hún gaman af að heyra
aftur útvarpsleikritið „Að
hugsa sér“ með Ævari R.
Kvaran.
Minnisvarði
um Jón biskup
Arason?
HILDUR, sem er afkom-
andi Jóns Arasonar bisk-
ups, hafði samband við
Velvakanda og var með
eftirfarandi tillögu:
„Er ekki kominn tími
til að afkomendur Jóns
Arasonar gerði fagran
minnisvarða um hann árið
2000?“
Útskriftar-
nemendur
Melaskóla ’47
ÞIÐ sem lukuð fullnaðar-
prófi frá Melaskóla vorið
1947, fyrsti útskriftarhóp-
ur skólans. Hvernig væri
að hittast í maí og minn-
ast tímamótanna? Vin-
samlegast hafið samband
við undirritaðar ,Dóra
Guðleifsdóttir, s.
554-2643, Halldóra Gunn-
arsdóttir, s. 562-5551.
Tapað/fundið
Hálsmen tapaðist
HÁLSMEN tapaðist 1.
apríl í Laugardalssund-
lauginni, í búningsklefa
eða á bílastæði. Hálsmenið
er með litlum steinum.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hringi . í síma
553-2090. „
Gullhringur
tapaðist á
Hótel íslandi
STÓR gullhringur
tapaðist á Hótel íslandi á
nemendamóti
Verslunarskólans, 6.
febrúar. Skilvís finnandi
vinsamlega hringi í síma
557-4589.
Eros er týndur
EROS týndist úr Garða-
bænum fyrir viku. Hann
er mjög ljúfur og hans er
sárt saknað. Ef þið hafíð
séð hann á flakki vinsam-
legast hringið í síma
565-6436 eða 896-3642.
Læðu vantar
heimili
3JA ÁRA læðu, sem er
hvít og marglit, vantar
heimili af sérstökum
ástæðum. Uppl. í síma
554-5388.
Víkverji skrifar...
SAMKVÆMT hafnaáætlun ár-
anna 1997 til 2000, sem lögð
hefur verið fyrir Alþingi, er áætlað
að veija 2,8 milljörðum króna í rík-
isstyrktar hafnargerðir þessi ár. Þar
af er hlutur sveitarfélaga 890 m.kr.
en hlutur ríkissjóðs/skattborgara
1.900 m.kr.
Hlutur ríkissjóðs/skattborgara
skiptist sem hér segir á lands-
hluta/kjördæmi: Vesturland 136,4
m.kr., Vestfirðir 265,1 m.kr., Norð-
urland vestra 185,1 m.kr., Norður-
land eystra 420 m.kr., Austurland
347,8 m.kr., Suðurland 244,9 m.kr.,
Reykjanes 293,5 m.kr., Reykjavík,
olnbogabarn Alþingis, núll komma
ekki neitt!
Reykjavíkurhöfn verður enn sem
áður með gamalkunna sér- og núll-
stöðu. Reyndar eiga þéttbýlisstaðirn-
ir á höfuðborgarsvæðinu, Hafn-
arfjörður, Garðabær, Kópavogur og
Reykjavík, það sameiginlegt að falla
undir núll komma ekki neitt [kr.
0,00] í hafnargerð á hafnaáætlun
1997-2000.
Til eru sögusagnir um að lands-
byggðarkjördæmin eigi, flest hver.
duglega kjördæmisþingmenn, sem
gangi bara takk-bærilega að halda
hlut sinna umbjóðenda af skattakök-
unni. R-kjördæmin eigi í bezta falli
þingmenn á landsvísu. Tillaga til
þingsályktunar um hafnaáætlun
1997-2000 stangast ekki á við þess
ar sögusagnir, meinar Víkveiji.
Þvert á móti.
XXX
KATTAR eru ekki nýir af nál
hér á Fróni. Fyrsti skatturinn,
sem lagður var á eftir efnahag, svo-
kölluð tíund, var lögtekinn hér á landi
árið 1096. íslensk skattheimta er því
900 ára og einu ári betur. Tíundin
rann að stærstum hluta til kirkjunn-
ar, en á hennar vegum voru nær öll
fræðslu- og menningarmál á þeirri
tíð. Fjórðungur gekk til fátækra.
Hvernig var standið á Gaddastöð-
um íslenzkrar skattheimtu á níu alda
afmælinu? Skoðum málið eins og það
kemur Víkveija fyrir sjónir í svari
fjármálaráðherra fyrir skemmstu við
fyrirspurn um tekjuskatt og bóta-
greiðslur.
XXX
FRAMTEUENDUR til skatts
voru um 200 þúsund, ef hjón
eru talin sem tveir einstaklingar eins
og vera ber. Mikið skorti hins vegar
á að allir framteljendur væru „mjólk-
andi“ í ríkissjóð. Aðeins helmingur,
eða 103 þúsund, fékk álagðan tekju-
skatt. Og dijúgur hluti þeirra, sem
reiknaður var skattur, reyndist
„sýnd veiði en ekki gefin“ fyrir ríkis-
sjóðinn.
Af 200 þúsund framteljendum
reyndust sumsé nálægt 90 þúsund
skattleysingjar. Og ekki nóg með
það. Langleiðina í 40 þúsund til við-
bótar fengu bætur umfram álagðan
tekjuskatt. Þeir sem greiddu skatt
til ríkissjóðs, umfram bætur, reynd-
ust aðeins 70 þúsund af 200 þúsund
framteljendum.
Það var m.ö.o. tiltölulega „fá-
mennur" hópur sem greiddi tekju-
skatt til ríkisbúskapar og samfélags-
legrar þjónustu. Oðru máli gegnir
um virðisaukann. Eyðsluskattar ná
til allra. Tekjuskattar síður en svo.
xxx
SKATTSVIK og svört atvinnu-
starfsemi falla, því miður, inn
í myndina: „Svona er ísland í dag.“
Ófáir skipa sér með þessum hætti á
lögbrotabekk. Þeir eru nútímans
sveitarlimir: þiggja samfélagslega
þjónustu, greidda úr vösum sam-
borgara. Það er lítil reisn yfir siíkum
labbakútum!
Sem betur fer hafa hert skatteft-
irlit og skattrannsóknir skilað vax-
andi árangri hin síðari árin. Á árabil-
inu 1993 til 1996 hækkuðu álagðir
skattar á framteljendur, sem höfðu
rangt við í framtölum, um 1.168
milljónir króna, eftir að skatteftirlit-
ið tók þeim tak. Hér var vel að verki
staðið. En betur má ef duga skal.
Tvennt er mikilvægt að mati Vík-
veija, að lækka tekjuskatta og herða
skatteftirlit og skattrannsóknir!