Morgunblaðið - 28.06.1997, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gæslunni dæmd-
ar yfir 7 milljónir
í björgunarlaun
HOLLENSKUR útgerðarmaður,
Rederij N en F Bruins C.V., var í
gær dæmdur í Héraðsdómi Reykja-
víkur til að greiða Landhelgisgæslu
íslands 7 milljónir króna ásamt
vöxtum frá 1. janúar 1995, auk 550
þúsund króna í málskostnað, vegna
greiðslu björgunarlauna fyrir vöru-
flutningaskipið Hendrik B.
Landhelgisgæslan gerði kröfu um
að Hollendingurinn, áður eigandi og
útgerðarmaður skipsins, greiddi
rúmar 26 milljónir í björgunarlaun
en útgerðarmaðurinn krafðist þess
á móti að hann greiddi að hámarki
tæplega 800 þúsund krónur í björg-
unarlaun auk vaxta.
Þrjú brot á
nokkrum tímum
Málavextir eru þeir að í árslok
1994 var hollenska flutningaskipið
Hendrik B, á leið frá Svíþjóð til
Reykjavíkur með sex manna áhöfn
og tvo farþega, nær fulllestað hveiti,
maískurli og maísfóðurkögglum.
Skipið fékk brot yfir sig að kvöldi
28. desember eftir að hafa siglt í
miklum sjógangi frá hádegi sama
dags og annað brot skömmu síðar
sem ollu talsverðum skemmdum og
opnuðu leið fyrir sjó í lestina.
Skipinu var snúið undan veðri og
siglt þannig á lensi, en ólög gengu
yfir það. Um klukkan 3.20 aðfara-
nótt 29. desember varð skipið enn
fyrir brotsjó og komst sjór m.a. í
vistarverur og vélarrúm.
Tryggt fyrir 47 milljónir
Hjálparbeiðni var send út
skömmu eftir hádegi þann dag og
fóru flugvél Landhelgisgæslunnar
og björgunarþyrla á vettvang, auk
tveggja þyrlna frá vamarliðinu.
Klukkan 15.28 hafði þyrlan híft
fímm fullorðna og ungbam, sem var
annar farþega, um borð og skömmu
síðar tók þyrla vamarliðsins þá sem
eftir voru, skipstjórann og vélstjór-
ann. Varðskipsmenn af Tý fóru síð-
ar um borð í skipið og sigldu því
fyrir eigin vélarafli til Reykjavíkur
í fylgd Týs og komu skipin þangað
á nýársdag 1995.
Landhelgisgæslan lagði m.a.
fram gögn fyrir Héraðsdómi þar
sem fram kom að skipið var vá-
tryggt fyrir rúmar 47 milljónir
króna og verðmæti þess hluta
farmsins sem bjargaðist nam rúm-
um 7,5 milljónum króna. Einnig
þyrfti að líta til að björgun áhafnar
og farþega var giftusamleg og leyst
af hendi fljótt og fagmannlega. Þá
hefði verið með björguninni afstýrt
hættu á skipið yrði stjórnlaust rek-
ald á rúmsjó og hættulegt sjófarend-
um, auk þess að olía úr því hefði
að lokum lekið í sjó og valdið meng-
unarslysi sem eigendur skipsins
hefðu borið ábyrgð á.
Fyrrum eigandi skipsins hélt því
hins vegar fram að björgun fólks-
ins, sem var um borð í skipinu, hefði
ekki verið björgun fólksins í lög-
fræðilegum skilningi siglingalaga
og björgun skipsins sjálfs, hefði
verið einföld og hættulaus. Því hefði
verið um tvær aðskildar aðgerðir
að ræða. í ljós hefði komið, að björg-
un lokinni, að ekki var annar kostur
en að selja skipið til niðurrifs og
mótmælti fyrrum eigandi ýmsum
kostnaðarútreikningum Landhelgis-
gæslunnar varðandi kröfu um björg-
unarlaun.
Tvær aðskildar aðgerðir
Dómurinn féllst á að um tvær
aðskildar aðgerðir hefði verið að
ræða, óháðar hvor annarri. Það
hættuástand, sem áætla þurfti við
úrlausn málsins, grundvallaðist á
þeirri staðreynd, að mati dómsins,
að skipið var mannlaust og að mati
sérfróðra manna var ekki bráð
hætta á að skipið færist þrátt fyrir
hvassviðri sem gekk yfir aðfaranótt
31. desember 1994.
Mannlaust skipið hefði samt verið
í yfírvofandi hættu og varðskips-
mönnunum sem fóru um borð hefði
verið mikil hætta búin.
Morgunblaðið/Ragnheiður
FORSETAHJÓNIN fylgjast með unglingsstúlku frá Egilsstöðum
syngja seið til þess að laða upp á yfirborð fljótsins hinn dular-
fulia Lagarfyótsorm.
Forseta-
heimsókn
í sumar-
blíðu
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, og frú Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir komu í heimsókn
til Egilsstaða í gær í tilefni af 50
ára afmæli sveitarfélagsins. Fjöldi
Héraðsbúa og gesta var saman
kominn við Lagai-fljótsbrú kl. 16
i glampandi sól og yfir 20 stiga
hita til þess að taka á móti þeim
hjónum.
Egilsstaðabúar höfðu nýlega
gert tilraun til þess að laða upp á
yfirborð fljótsins hinn dularfulla
Lagarfljótsorm, en sú tilraun mis-
tókst. í viðurvist forsetans og
konu hans var því ákveðið að gera
aðra tilraun. Voru nokkrir ungl-
ingar bæjarins fengnir til að
syngja seið og freista þess að
lokka orminn upp. Og viti menn,
það tókst. Ormurinn kom synd-
andi í öllu sínu veldi, grænn, vel
tenntur og ákaflega langur og
hlykkjóttur. Hélt sig þó til allrar
blessunar í fljótinu.
Leiksýning í skóginum
Að lokinni móttöku voru for-
setahjónin viðstödd opnun land-
búnaðarsýningar í Selskógi þar
sem Þorsteinn Kristjánsson, fyrr-
verandi formaður Búnaðarsam-
bands Austurlands, hélt ræðu og
afhenti þeim hjónum að gjöf ritið
Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Á
dagskrá forsetahjónanna að lok-
inni landbúnaðarsýningu voru
sýningar í Safnahúsinu. Að þvi
loknu var kvöldverður með forseta
bæjarstjórnar, Þuríði Bachmann,
og eiginmanni hennar, Bimi Krist-
leifssyni. Þá var skoðuð myndlist-
arsýning á vegum Myndlistarfé-
lags Fjjótsdalshéraðs, en Björn
Kristleifsson er einmitt formaður
þess félags. Klukkan 22 hófst leik-
sýning Leikfélags Fljótsdalshéraðs
á Draumi á Jónsmessunótt eftir
William Shakespeare, en sú sýning
fór fram í Selskógi, útivistarsvæði
Egilsstaðabúa.
Álit EFTA-dómstólsins á norsku dómsmáli um bjórsölu
Einkaleyfi brýtur ekki
gegn EES-samningi
Norsk löggjöf leiðir til mismununar
Borgarffarðarbraut
Mat á um-
hverfis-
áhrifum
kynnt
SKIPULAG ríkisins hefur hafið
athugun á frummati á um-
hverfísáhrifum fyrirhugaðrar
nýrrar veglínu Borgarfjarðar-
brautar í Reykholtsdalshreppi
í Borgarfírði, en um er að ræða
svokallaða sáttaleið í deilum
sem spunnist hafa um lagningu
vegarkaflans.
Frummatsskýrsla mun liggja
frammi til 1. ágúst næstkom-
andi hjá oddvita Reykholtsdals-
hrepps, í afgreiðslu sundlaug-
arinnar á Kleppjárnsreykjum, í
Þjóðarbókhlöðunni og hjá
Skipulagi ríkisins, Reykjavík.
Almenningi gefast fimm vikur
til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir
sem berast þurfa Skipulagi rík-
isins fyrir 1. ágúst. Leitað verð-
ur umsagna um frummatið frá
hreppsnefnd Reykholtsdals-
hrepps, Náttúruvernd ríkisins,
Hollustuvernd ríkisins, Þjóð-
minjasafni íslands og sam-
vinnunefnd um undirbúning
svæðisskipulags norðan
Skarðsheiðar. Auk þess verður
framkvæmdin kynnt veiðimála-
stjóra, Ferðamálaráði íslands
og Náttúrufræðistofnun.
í ÁLITI, sem EFTA-dómstóllinn í
Lúxemborg lét í gær uppi á nokkr-
um atriðum sem varða einkarétt
norsku áfengisverzlunarinnar til að
selja bjór yfír 4,75% að áfengisinni-
haldi í smásölu, segir að einkaleyfi
slíkrar sölu fari ekki gegn 16. gr.
[EES]-samningsins ef slíkur einka-
réttur leiðir hvorki að lögum né í
reynd til mismununar milli norskrar
framleiðsluvöru og vöru sem flutt
er inn frá öðrum ríkjum á efnahags-
svæðinu.
í framhaldi af þessu er sagt, að
neitun um leyfí til að selja bjór sem
er sterkari en 4,75% á þeim grund-
velli að áfengisverzlun ríkisins hafi
einkarétt til að selja hann í smá-
sölu geti leitt til mismununar að
lögum og í raun milli norskra bjór-
framleiðenda og framleiðenda í öðr-
um EES-ríkjum. Dómstóllinn tekur
fram, að slíkt fái ekki samrýmzt
reglunum í 11. gr. EFTA-samnings-
ins um fijálsa verzlun, ef slík mis-
munun á sér raunverulega stað. Það
sé hins vegar hlutverk dómstólsins
í Noregi að taka afstöðu til þess,
hvort mismunun eigi sér stað í raun.
Við mat á norsku löggjöfinni,
sem setur takmörkin fyrir sölu á
bjór í almennum verzlunum við
4,75%, kemst EFTA-dómstóllinn að
þeirri niðurstöðu að þau leiði til
mismununar. Fram sé komið í mál-
inu að mikill hluti bjórs frá öðrum
löndum hafí 5% til 5,5% áfengisinni-
hald og því séu settar skorður við
innflutningi hans sem feli í sér mis-
munun. Það sé ósamrýmanlegt 11.
gr. EES-samningsins en „athuga
þurfí hvort það sé engu að síður
leyfilegt á grundvelli 13. gr. hans.“
Mat dómstólsins er að svo sé, enda
segi í 13. gr. að 11. gr. komi ekki
í veg fyrir að leggja megi höft á
innflutning sem réttlætast af
heilsuvemdarsjónarmiðum.
Álit dómstólsins var unnið að
beiðni héraðdómsins í Osló í máli
sem Tore Willemsen AS hefur höfð-
að fyrir héraðsdómi þar í borg gegn
borgarstjórninni, sem hafði neitað
fyrirtækinu um leyfi til að selja
sterkan bjór og borið því við að
einungis mætti veita áfengisverzl-
uninni slíkt leyfi. EFTA-dómstóllinn
var spurður hvernig skýra ætti þijár
greinar í samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið, EES, sem Will-
emsen taldi brotnar með því kerfí,
sem er á bjórsölu í Noregi.
Áhrif á íslandi óljós
Hvaða áhrif þessi úrskurður
dómstólsins ka'nn að hafa á það
fyrirkomulag sem er á bjórsölu á
íslandi er óljóst, en norsku og ís-
lenzku reglurnar eru að ýmsu leyti
frábrugðnar. Þór Oddgeirsson, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann liti
svo á að dómstóllinn „samþykki það
kerfi sem við höfum.“
„Ég tel að hér sitji innlendir og
erlendir framleiðendur við sama
borð,“ sagði Þór, og því eigi spurn-
ingin um mismunun sem hér sé um
að ræða í Noregi ekki við hér á
landi. „Allur bjór sem er yfir 2,25%
er í verzluninni hjá okkur,“ sagði
Þór, og þannig sé engum mismunað
hér eins og hægt sé að segja um
fyrirkomulagið í Noregi, þar sem
bjór sem sé 4,7% megi seljast í
matarbúðum en 5% bjór verði að
fara í gegn um áfengisverzlunina.
Birgir Ármannsson, lögfræðing-
ur Verzlunarráðs íslands, segist
meta málið þannig, að varast beri
að túlka niðurstöðu EFTA-dóm-
stólsins of vítt með tilliti til ís-
lenzkra aðstæðna. „Eftir því sem
ég fæ bezt séð er EFTA-dómstóllinn
að leggja mat á hvort tiltekin atriði
í norskri löggjöf fari í bága við
EES-samninginn.“
Birgir segir mikilvægt að hafa í
huga að, að sumu leyti sé norska
löggjöfín fijálsari en sú íslenzka.
Hér á landi sé smásala í höndum
eins fyrirtækis þó samkeppni sé í
innflutningi. í Noregi sé einokunin
einungis í smásölunni, „þannig að
við teljum að hættan á mismunum
kunni þar af leiðandi að vera meiri
hér á landi en í Noregi," sagði Birg-
ir.
Hann bætti við að fleiri mál
væru í gangi fyrir EFTA-dómstól,
EB-dómstóI og ESA, sem vörðuðu
áfengiseinkasölur á Norðurlöndum
og margt benti til að niðurstöður
ESB varðandi sænsku áfengis-
einkasöluna yrðu allt aðrar en í
þessu máli.