Morgunblaðið - 28.06.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 28.06.1997, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÖRNIN á Hlíðarskjóli hófu byggingu nýja leikskólans með því að taka fyrstu skóflustunguna. Morgunblaðið/Halldór Lægsta tilboðið 79,7% af kostn- aðaráætlun STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að fyrirtækið taki sameig- inlegu tilboði Sulzer Hydro GmbH í Þýskalandi og ESB International Ltd. í írlandi (Electricity Supply Board of Ireland) í vél- og rafbúnað Sultartangavirkjunar. Hefur stjórnin veitt Halldóri Jónatanssyni, for- stjóra, umboð til að leiða hlutaðeig- andi samningsgerð til lykta. Sulzer og ESBI áttu lægsta tilboð- ið að fjárhæð 3.275 milljónir króna reiknað á gengi 16. maí sl. þegar tilboðin voru opnuð. Nemur tilboðið 79,7% af kostnaðaráætlun ráðgjafa sem hljóðaði upp á 4.110 milljónir. Alls bárust tilboð frá níu aðilum. Bömin tóku fyrstu skóflu- stunguna ísafirði. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDIR við byggingu nýs leikskóla á Isafirði hófst í gær þegar börnin á Hlíðarskjóli tóku fyrstu skóflustunguna að leikskó- lanum sem rísa mun á Torfnesi. Hann mun rúma allt að 132 börn og þar af 88 í samtímavistun. Með byggingunni verður útrýmt bið- listum í ísafjarðarbæ eftir leik- skólaplássi. Viðhaft var alútboð við bygg- ingu skólans og var gengið til samninga við Eirík og Einar Val ehf., en hönnuður byggingarinnar er Elísabet Gunnarsdóttir. Gert er ráð fyrir að húsið verði fokhelt 30. september en verklok verði 15. júní 1998. Byggingin mun taka yfir þá starfsemi sem verið hefur á Hlíðarskjóli, en það hefur verið rekið á undanþágu sl. ár. Hlíðarskjóli verður að öllu óbreyttu lokað 1. september næst- komandi og verður starfseminni sem þar hefur farið fram dreift á aðra leikskóla á ísafirði og skóladagheimili sem verið hefur í Skólaskjóli verður væntanlega flutt í grunnskólann til að mæta tímabundnu ástandi. Tillögur um markaðsaðgerðir í ferðaþjónustu til ársins 2005 300 milljónir á ári til land- kynningar næstu þrjú árin STYRKUR íslands á ferðaþjónustumarkaði felst fyrst og fremst í náttúrunni og umhverfinu en helstu veikleikarnir eru skortur á fjármagni til markaðssetningar, skortur á skipulagi og sam- starfi í markaðs- og kynningarmálum og hátt verðlag á ákveðnum þjónustuþáttum, eins og til dæmis bílaleigubílum, áfengi og mat. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfshóps samgönguráðherra um markaðsaðgerðir í ferða- þjónustu til ársins 2005. Formaður starfshópsins, Steinn Logi Björns- son, framkvæmdastjóri sölusviðs Flugleiða, kynnti tillögnr hópsins á ráðstefnu um markaðssetningu ferðaþjónustunnar sem haldin var á vegum sam- gönguráðuneytisins og Ferðamálaráðs á Hótel Loftleiðum í gær. Landkynning fjármögnuð til jafns af ríki og einkaaðilum í máli Steins Loga kom meðal annars fram sú skoðun að ef yfirvöld og ferðaþjónustan ætli að taka sjálf sig og markmið sín alvarlega, verði ekki hjá því komist að taka á verðlaginu. Hann vísaði til könnunar sem gerð var fyrir Ferðamála- Markaðsráð í stað Ferðamálaráðs ráð, þar sem fram kom að 75% ferðamanna sem hingað komu að sumri til þótti verð á bílaleigubíl- um hærra en þeir höfðu átt von á. Yfir 70% ferða- manna sem hingað komu á hausti og vetri nefndu að verð á drykkjum á veitingahúsum hefði verið hærra en þeir áttu von á og um 60% nefndu hátt verðlag á mat á veitingahúsum. Starfshópurinn leggur til að almenn landkynn- ing í formi auglýsinga, bæklingagerðar og ýmissa annarra verkefna, verði fjármagnaðar sérstaklega til jafns af ríkinu og einkaaðilum. Að lágmarki verði þar um að ræða 300 milljónir króna á ári eða 2% af áætlaðri eyðslu erlendra ferðamanna í landinu. Lagt er til að gerður verði samstarfssamningur til þriggja ára í senn, þar sem ríkið leggi fram helming upphæðarinnar beint af fjárlögum en einkaaðiiar skuldbindi sig til að fjármagna a.m.k. sömu upphæð. Þá er lagt til að ríkið sjái alfarið um rekstur markaðsskrifstofa Ferðamálaráðs og að Ráðstefnuskrifstofa íslands verði felld inn í núverandi starfsemi skrifstofu Ferðamálaráðs sem sérstök deild. Markaðsráð í stað Ferðamálaráðs Steinn Logi benti á að þar sem gert er ráð fyrir að einkaaðilar myndu leggja til a.m.k. helm- ing þess fjár sem varið yrði til markaðsáætlunar- innar, væri nauðsynlegt að einkageirinn kæmi með mun beinni og markvissari hætti en áður að ráðstöfun fjárins. Þannig yrði haldið árlegt ferðaþing fyrir alla ferðaþjónustuaðila. Ferðaþingið myndi kjósa sérstakt fimm manna Markaðsráð, sem kæmi í stað núverandi Ferða- málaráðs. Þá er gert ráð fyrir að aðskilja markaðs- þátt og stjórnsýsluþátt á skrifstofu núverandi Ferðamálaráðs eins og unnt er, en þó muni hvort tveggja heyra áfram undir ferðamálastjóra, sem eftir sem áður verður skipaður af samgönguráð- herra. Markaðsráð hafí ákvörðunarvald í öllum þáttum er lúta að markaðsmálum, samþykki ár- lega markaðsáætlun og hafi með ráðstöfun allra fjármuna að gera sem til eru komnir vegna sam- komulags ríkisins og annarra aðila. Undraverða Island SLAGORÐIÐ „Amazing Ice- land“ eða Undraverða Island var valið úr um 650 tillögum til þess að vera slagorð fyrir ísland sem ferðamannaland. Sigríður Friðriksdóttir, skrifstofumaður, á heiðurinn af vinningsslagorðinu. Hlaut hún að launum flugferð til Evrópu og hótelgistingu. f I Fjármálaráðherra um skýrslu um efnahagsmál Norðurlandaþjóðanna Jafnvægi í ríkisfjár- málum forsenda velferðarkerfisins RÁÐHERRAR efnahags- og fjár- mála á Norðurlöndunum fjölluðu á fundi sínum í Norður-Noregi í fyrra- dag um áhrif þeirra umfangsmiklu aðgerða í ríkisfjármálum sem gripið hefur verið til í löndunum. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, segir ráðherrana hafa verið sammála um að jafnvægi í ríkisfjármálum og lækkun útgjalda séu forsendur þess að viðhalda velferðarþjóðfélaginu. Á fundinum var einnig fjallað um stöðu og horfur í efnahagsmálum, áhrif gildistöku Evrópska efnahags- og myntbandalagsins á Norðurlönd- in og umhverfísskattlagningu. Voru ráðherramir sammála um að horfur væru bjartar, hagvöxtur væri yfir meðaltali OECD-ríkja og verðbólga lág. Atvinnuleysi væri hins vegar meira en um langt skeið en færi lík- lega minnkandi. Fjallað er um áhrif þeirra aðgerða í ríkisfjármálum sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum í skýrslu sem tekin var saman á vegum ráð- herranna og segir Friðrik Sophusson að frumkvæði hennar megi rekja til tillögu Davíðs Oddssonar og Göran Persons. „í skýrslunni er fjallað um efna- hagserfiðleikana sem þjóðimar á Norðurlöndum stóðu frammi fyrir í byijun þessa áratugar og hvernig þær brugðust við með aðgerðum sem hafa skilað sér í öflugum hagvexti, minnkandi atvinnuleysi, lækkandi vöxtum og jafnvægi í ríkisfjármálum án þess að tekjudreifingin hafí rask- ast enda var alls staðar gripið til sérstakra aðgerða fyrir þá lakast settu,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum „Fjármálaráðherrarnir vom sam- mála um að aðgerðirnar, einkum í ríkisfjármálum, hefðu verið forsenda þess að hægt væri að viðhalda þeim velferðarþjóðfélögum sem einkenna Norðurlöndin og að undirbúa þjóðim- ar undir breytta aldurssamsetningu með þeim kostnaði sem því hlýtur að fylgja. Norðurlandaþjóðimar skera sig nokkuð úr hópi þjóða á Evrópska efnahagssvæðinu með því að hafa í ýmsum efnum náð meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum og betri árangri en þær þjóðir aðrar sem áttu við svipuð vandamál að etja. Það er einkum athyglisvert fyrir mig, eina fjármálaráðherrann sem ekki kemur úr röðum sósíaldemó- krata, að fínna þann einhug sem rík- ir um það að jafnvægi í ríkisfjármál- um og lækkun útgjalda sé beinlínis | forsenda fyrir því að viðhalda megi velferðarþjóðfélaginu gagnstætt því sem stundum er haldið fram.“ Dregið úr tilfærslum í skýrslunni er ítarleg samantekt á efnahagsmálum Norðurlandanna, rakið hvernig efnahagserfíðleikar hafi hitt hvert einstakt land fyrir á | síðasta áratug og fram á þennan. Þeir komu fram á mismunandi tím- I um hjá hveiju einstöku landi, fyrst p í Danmörku og þar var brugðist fyrst við. Erfíðleikarnir hafí leitt til skuldasöfnunar og hafí Finnland og Svíþjóð orðið sérstaklega illa úti en efnahagskerfi allra landanna sé við- kvæmt. Noregur hafí kannski liðið minnst vegna lítilla skulda. Viðbrögðin hafi verið hliðstæð, að draga úr tilfærslu fjármagns til k einstaklinga og einstakra atvinnu- greina og auka opinbera fjárfestingu | og stefnt hafí verið að því að lækka ^ skuldir og ná jafnvægi í ríkisfjármál- um. |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.