Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Amaldur
FJORIR af þeim fímm rannsóknarlögreglumönnum sem láta af störfum á þriöjudag.
Frá vinstri: Eggert Bjarnason, Helgi Daníelsson, Ragnar Vignir og ívar Hannesson.
Þeir hætta sáttir
FIMM starfsmenn Rannsóknarlögreglu
ríkisins láta af störfum um leið og emb-
ættið verður lagt niður. Þeir hafa allir
starfað hjá RLR frá því hún var stofn-
sett en það var 1. júlí 1977, þannig að
starfsaldur embættisins er nákvæmlega
20 ár. Starfsaldur fimmmenninganna er
hins vegar Iengri og vantar aldursforset-
ann í hópnum, Ragnar Vigni aðstoðaryf-
irlögregluþjón, þrjá mánuði í 45 árin.
fvar Hannesson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn hefur verið lögreglumaður í tæp
44 ár og hinir eitthvað skemur. Þeir eru
Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn, Egg-
ert Bjarnason rannsóknarlögreglumaður
og Þorsteinn Steingrímsson rannsóknar-
lögreglumaður. Allir ákváðu þeir að Iáta
af störfum frekar en ráðast til starfa hjá
nýju embætti og segjast allir hætta sátt-
ir og óska þess að hið nýja fyrirkomulag
á lögreglumálum gefist vel og verði landi
og þjóð til heilla.
Ný lögreglulög taka gildi 1. júlí
Markmiðið að
auka skilvirkni
LÖGREGLULÖGIN nýju voru sam-
þykkt á Alþingi í júní á síðasta ári
og hefur síðan verið unnið að
undirbúningi þeirra breytinga, sem
þau gera ráð fyrir. Upphafið að setningu
þeirra má þó rekja til ársins 1992 þegar
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra skip-
aði nefnd í janúar það ár til þess m.a. að
endurskoða lög um lögreglumenn og lög um
rannsóknarlögreglu ríkisins. Meginniður-
staðan varð sú að í frumvarpinu var lagt
til að embætti ríkislögreglustjóra yrði komið
á fót og Rannsóknarlögregla ríkisins lögð
niður í núverandi mynd. Auk þess gerði
ráðuneytið breytingar á ákvæðum sem varða
lögreglumenn í samræmi við athugasemdir
Landssambands lögreglumanna. Frumvarp-
ið var lagt fyrir Alþingi til kynningar 1993-
1994.
Önnur nefnd var skipuð í maí 1995 og
þá til að yfirfara og endurskoða áðurnefnt
frumvarp. Henni var jafnframt falið að gera
tillögur að breytingum á lögum um meðferð
opinberra mála sem nauðsynlegar væru til
að samræmi næðist við efni lögreglulaga-
frumvarpsins.
Markmiðið að gera rannsóknir
afbrota hraðari og skilvirkari
Markmið nefndarinnar voru einkum þau
að endurskoða skipulag æðstu stjórnar lög-
reglunnar; að tengja ákvæði lögreglulaga
við endurskoðun á ákvæðum um ákæruvald
í lögum um meðferð opinberra mála með
það að markmiði að gera rannsóknir afbrota
hraðari og skilvirkari. Ferill mála á rann-
sóknar- og ákærustigi yrði einfaldaður og
lögreglustjórum falið ákæruvald í fleiri
brotaflokkum þannig að allur þorri saka-
mála yrði rannsakaður undir stjórn þess lög-
reglustjóra sem semdi ákæru í máli og sækti
það fyrir héraðsdómi; að skýra reglur um
framkvæmd lögreglustarfa, þ.á m. þær að-
gerðir sem lögreglu er heimilt að grípa til
í þeim tilgangi að halda uppi lögum og reglu
í landinu; og að skýra reglur um réttindi
og skyldur lögreglumanna.
Endurskoðunin beindist einkum að yfir-
stjórn lögreglunnar. Lagt var til, eins og í
fyrra frumvarpi, að embætti ríkislögreglu-
stjóra yrði komið á fót og það tæki við
ýmsum verkefnum dómsmálaráðuneytisins,
hluta af verkefnum RLR, sem gert var ráð
fyrir að lögð yrði niður, og ýmsum smærri
verkefnum frá lögreglustjóranum í Reykja-
vík. Gert var ráð fyrir að flest rannsóknar-
verkefni RLR yrðu færð til lögreglustjóra í
héraði.
Mest breyting á
höfuðborgarsvæðinu
Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í mars
1993 og afgreitt þaðan sem lög í júní 1996.
Að sögn Símonar Sigvaldasonar, skrifstofu-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu, gætir mestra
breytinga á höfuðborgarsvæðinu. „Starf-
semi lögreglunnar úti á landi breytist ekki
mikið. RLR annaðist að meginstofni rann-
sóknir brotamála á höfuðborgarsvæððinu.
Þær rannsóknir færast til lögreglustjórans
í Reykjavík og sýslumannanna í Hafnarfirði
og Kópavogi. Þar gætir þessara áhrifa mest.
Lögreglustjórar úti á landi hafa verið með
öll þessi mál hingað til og verða það áfram,“
segir Símon.
Til lögreglunnar í Hafnarfirði fara tveir
starfsmenn RLR og tveir til lögreglunnar í
Kópavogi. Aðrir starfsmenn RLR, sem ekki
láta af störfum, skiptast á milli löreglustjóra-
embættisins í Reykjavík og ríkislögreglu-
stjóraembættisins.
Ríkislögreglustjóri samræmi störf
löggæslunnar í landinu
Að sögn Símonar er hinu nýja embætti
ríkislögreglustjóra ætlað gífurlega mikið
hlutverk. „Það á að verða höfuð löggæslunn-
ar í landinu og hafa verkefni í samræmi við
það. Ríkislögreglustjóri fer, eins og segir í
4. gr. laganna, með málefni lögreglunnar í
umboði dómsmálaráðherra og er þannig
næstur ráðherra og yfir lögreglustjórum
landsins.
Við bindum miklar vonir við það hlutverk
sem embættinu er ætlað en það að samræma
störf löggæslunnar í landinu og vera sam-
nefnari fyrir hana, stuðla að virku samráði
og samstarfi milli hinna ýmsu lögreglu-
stjóra. Annað mjög veigamikið hlutverk í
starfi ríkislögreglustjóra er hin nýja skatta-
og efnahagsbrotadeild sem hann starfrækir.
Hún er rannsóknardeild með tiltekinn af-
markaðan málaflokk sem að öðrum kosti
hefði átt að vera hjá öðrum lögreglustjórum.
Það að hann verður hjá ríkislögreglustjóra
kemur til vegna eðlis hans og áherslunnar
á að honum sé mjög vel borgið.“
Fljótlega eftir að lögin voru samþykkt
Ný lögreglulög taka
gildi næstkomandi
þríðjudag, 1. júlí. Frá og
með þeim degi heyrír
Rannsóknaríögregla
ríkisins sögunni til og
nýtt embætti ríkislög-
reglustjóra lítur
dagsins ljós. Gréta Ing-
þórsdóttir kynnti sér
breytingar þær sem
nýju lögreglulögin hafa
í för með sér.
skipaði dómsmálaráðherra átta manna
nefnd sem átti að undirbúa og fylgjast með
gildistöku nýju lögreglulaganna. Að sögn
Símonar hefur nefndin unnið markvisst að
gildistöku laganna og gætt að því að öll
mál væru í réttu horfi þegar að því kæmi.
„Ymis vinna, svo sem eins og við reglugerð-
ardrög og fleira sem þarf að öðlast gildi,
hefur farið fram í gegnum starf þessarar
nefndar.
Allt starfsmannahald, t.d. um störf sem
leggjast niður hjá RLR, hefur komið nokkuð
inn á borð þessarar nefndar. Síðan var önn-
ur nefnd stofnuð samfara þessu sem átti
að gæta að hagsmunum þeirra starfsmanna
RLR sem missa störf sín þegar RLR er lögð
niður. Hún hefur starfað mjög ötullega að
hagsmunamálum lögreglumanna."
Morgunblaðið/Júlíus
TÆKNIRANNSÓKNASTOFA verður
við embætti ríkislögreglustjóra. Hér
er Bjarni Bogason að störfum er hann
var starfsmaður tæknideildar RLR.
Lokaþáttur í endurskoðun á
réttarvörslukerfinu
„Þetta er lokapunkturinn í endurskoð-
unarferli dómsmálaráðherra á öllu réttar-
vörslukerfinu frá 1992 en þá fór hann af
stað með miklar réttarfarsbreytingar. Hann
hefur endurskoðað alla löggjöf í réttar-
vörslukerfinu; er búinn að endurskoða alla
meðferð mála fyrir dómstólunum og núna
náðist lokaáfanginn með endurskipulagn-
ingu Iöggæslumála,“ sagði Símon.
Að sögn hans mun hinn almenni borgari
ekki finna mikið fyrir lagabreytingunni.
„Það sem fólk mun kannski helst finna fyr-
ir er það að ef það hefur grun um refsi-
verða háttsemi og vill kæra, og það þótt
um sé að ræða stærri mál, þá á það í öllum
tilvikum að snúa sér til lögreglustjórans í
sínu umdæmi.“
Ákæruvald færist til
lögreglustjóra í ríkari mæli
„Skipan löggæslumála og ákæruvaldsins
er samhangandi. Samfara því að lögregla,
hver í sínu umdæmi, rannsakar að megin-
stefnu öll brot í því umdæmi, þá flyst á
sama tíma ákæruvaldið frá ríkissaksóknara
að miklu leyti til lögreglustjóranna sjálfra.
Sami lögreglustjóri rannsakar mál og ákær-
ir síðan í málinu í framhaldi. Þetta er gert
til að ná einu meginmarkmiði allra þessara
breytinga, sem er hraðari og skilvirkari
málsmeðferð.“
Aðspurður um það hvort þessi breyting
mála kallaði á endurmenntun lögreglustjóra
sagði Símon að brugðist hefði verið við því
nýlega með umfangsmiklu námskeiði á veg-
um dómsmálaráðuneytisins fyrir ákærendur.
A það komu allir lögreglustjórar og löglærð-
ir fulltrúar þeirra.
Um 35 starfsmenn hjá
ríkislögregluslj óra
Endanlegt skipurit ríkislögreglustjóra-
embættisins hefur ekki verið gert opinbert
en í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 23.
maí sl. var haft eftir Boga Nilssyni að í
stöður yfirlögregluþjóna við embættið hefðu
verið ráðnir þeir Hörður Jóhannesson, hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, og Jón Bjartm-
arz hjá lögreglunni í Reykjavík. Ráðið hafi
verið í stöður sex aðstoðaryfirlögregluþjóna
og verði hver þeirra í forsvari fyrir einni
deild. Þeir eru Arnar Jensson fyrir efnahags-
brotadeild, Bjarni Jóhann Bogason fyrir
tæknirannsóknarstofu, Björn Halldórsson
fyrir upplýsingamiðstöð í fíkniefnamálum,
Gísii Pálsson fyrir deild sem veitir aðstoð
við rannsókn sakamála, Smári Sigurðsson
fyrir alþjóðadeild og Jón M. Gunnarsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn á almennu sviði.
Forstöðu þessara deilda skipta Þórir
Oddsson vararíkislögreglustjóri, Hörður Jó-
hannesson, Jón Bjartmarz og Jón H. Snorra-
son, lögfræðingur hjá RLR, með sér og verða
þeir yfirmenn áðurnefndra manna.
Starfsmenn ríkislögreglustjóraembættis-
ins verða, að sögn Boga Nilssonar, u.þ.b.
35. Þar af verður 21 lögreglumaður.
Breytt deildaskipting
hjá lögreglunni í Reykjavík
Verulegar breytingar verða hjá lögreglu-
stjóraembættinu í Reykjavík á þriðjudag.
Að sögn Guðmundar Guðjónssonar yfirlög-
regluþjóns verður starfseminni skipt í fjórar
megindeildir; undir varalögreglustjóra, Har-
ald Johannessen, sem jafnframt verður
næstráðandi lögreglustjóra og staðgengill
hans, heyrir almenn deild, þar sem eru um
200 stöðugildi. Þar sér Jónmundur Kjartans-
son, yfirlögregluþjónn, um daglegan rekst-
ur. Undir lögreglustjóra, Böðvar Bragason,
heyra síðan ákæru- og lögfræðisvið undir
stjórn Egils Stephensen saksóknara; rann-
sóknardeild undir stjórn Guðmundar Guð-
jónssonar yfirlögregluþjóns og skrifstofu-
deild undir stjórn Stefáns Hirst lögfræðings.
Almennri deiid tilheyrir almenn löggæsla,
forvarna- og fræðsludeild, sem áður var
undir rannsóknadeild, og sérsveit lögregl-
unnar. Fjölgað hefur verið í yfirstjórn al-
mennrar deildar. Verkstjórnarlega er hún
undir varalögreglustjóra og fjölgað hefur
verið um tvo aðstoðaryfirlögregluþjóna, sem
eru Geir Jón Þórisson, settur aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í almennri löggæslu, og Karl
Steinar Valsson, aðstoðai'yfirlögregluþjónn
í forvarna- og fræðsludeild.
Auk Egils Stephensen verða 10 lögfræð-
ingar á ákæru- og lögfræðisviði.
Mest breyting í
rannsóknardeild
Stærsta breytingin verður að sögn Guð-
mundar á rannsóknardeildinni. Þar verða
paraðar saman deildir: auðgunarbrotadeild
og ávana- og fíkniefnabrotadeild verða sjálf-
stæðar en tengdar saman með aðstoðaryfir-
lögregluþjóni sem verður Ómar Smári Ár-
mannsson. Sigurbjörn Víðir Eggertsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn tengir saman tvær
deildir. í annarri verða rannsökuð brot gegn
lífi og líkama og ýmis sérrefsilagabrot í
hinni. Yfir stoðdeildum rannsóknardeildar
verður Friðrik Gunnarsson aðstoðaryfiriög-
regluþjónn. Undir stoðdeildunum eru tækni-
deild, upplýsinga- og eftirlitsdeild, málaskrá,
kærudeild og fyrirkallsdeild.
Rannsóknardeildin verður með verkefni
þau sem hún var með, bæði fíkniefnabrot,
skemmdarverk, umferðarlagabrot og fleiri
rannsóknaverkefni. Starfsmenn rannsóknar-
deildar verða 73, þar af koma 15 menn frá
RLR..
I
I
I
>
I
l
L