Morgunblaðið - 28.06.1997, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.06.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 7 FRÉTTIR Ljósmynd/Baldur Sveinsson LOCKHEED Martin F-16A frá norska flughernum í júlí 1996. MCDONNELL Douglas F-15C frá 1. flugdeild bandaríska flughersins 7. febrúar 1997. Breytingar á flugvéla- kosti vam- arliðsins FIMM F-16C „Viper“-orrustuþot- ur koma til landsins mánudaginn 30. júní og taka þá þegar við hlutverki F-15 „Eagle“-þotna, en vélar af þeirri gerð hafa verið hér frá árinu 1985. Upphaflega komu þær frá 57. flugsveitinni, en frá því i janúar '95 hafa nokkrar sveitir F-15 véla skipst á um að annast loftvarnir Is- lands. Engar breytingar verða á starfsaðferðum eða hæfni varn- arliðsins til að annast hlutverk sitt, enda F-16 vélar víða notaðar til loftvarna. F-16 vélar hafa ver- ið seldar flestum NATO-þjóðum og má þess geta að Norðmenn, Danir, Hollendingar, Belgar, Grikkir, Tyrkir, Israelsmenn og Egyptar nota slíkar vélar, auk margra rikja í Asíu. Lockheed-Martin F-16C vél- arnar, sem verða hér í júlí til september í sumar, koma langt að, eða frá 523. flugsveit, 27. flugdeild í Cannon herstöðini í Nýju Mexíkó. Vegna mikils álags á F-15 flota bandaríska flughers- ins var ákveðið að gera þessa tilraun með að nota F-16C, sem er eins hreyfils, hér að sumri til. I október munu síðan F-15 vélar frá 33. flugdeild í Eglin-herstöð- inni í Flórída koma aftur. Einnig munu F-15 vélar koma hér og taka þátt í æfingunni Norður- Víkingur 1997, sem haldin verð- ur um mánaðamótin júlí-ágúst. Þetta er í fyrsta skipti siðan F-102 vélarnar fóru héðan 1973 að notuð er eins hreyfils flugvél til loftvarna á Islandi. Eitt af fyrstu verkum F-16 vélanna verður að kynna sér aðstæður á varaflugvellinum í Leuchars, rétt hjá St. Andrews í Skotlandi. F-16 vélarnar eru töluvert minni og ódýrari í rekstri en F-15 og auðvelt að þekkja þær í sundur, F-15 hefur tvö stél og tvo hreyfla, en F-16 eitt stél og einn hreyfil. -----» ♦ ♦----- Óánægja með hanagal VEGNA fréttar um hana í Keflavík í blaðinu í fyrradag vildi einn af nágrönnum hanans koma því á framfæri að ekki væru þeir allir sáttir við nærveru hans og hávaða sem honum fylgdi. Ólafur Jónsson sagði óánægju með þetta sérstaka húsdýrahald og kvaðst mæla þar fyrir munn fleiri nágranna. Væri útilokað að sofa við opna glugga og feikileg truflun af nærveru hanans. Hjá okkur er allt í blóma Leiðin í Mörk Opnunartímar: • Virka daga kl. 9-21 • Um helgar kl. 9-18 0 |P 41 < GROÐRARSTOÐIN TVlöiK STJÖRNUGRÓF18, SÍMI581 4288, FAX 581 2228 • Nýr ítarlegur píontulisti komin • Glæsileg veggspjöld, um skrautrunna, lauftré og barrtré Sækið sumarið til okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.