Morgunblaðið - 28.06.1997, Page 11

Morgunblaðið - 28.06.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 11 FRÉTTIR * Islandsflug stækkar flug- afgreiðslu í Reykjavík NYTT hús fyrir stærri afgreiðslu íslandsflugs á Reykjavíkurflug- velli var flutt á fimmtudagskvöld frá Seltjarnarnesi og sett niður á athafnasvæði félagsins. Er þetta 150 fermetra hús og bætir að- stöðu til afgreiðslu farþega og fraktar. Húsið var híft á bíl á Nesvegi og ekið með það um Ægissíðu, Starhaga og Suðurgötu og þar inná vesturenda flugbrautarinn- ar. Taka þurfti niður umferðar- skilti víða á leiðinni og voru þau sett upp jafnharðan. Sviptingar á Kaldármelum MIKLAR sviptingar urðu í röð efstu kepp- enda á fjórðungsmótinu á Kaldármelum í gær. En það var ekki bara í keppninni sem sviptingar urðu því veðrið breyttist heldur betur frá því í fyrradag. í gær rigndi lung- ann úr deginum og var orðið býsna blautt undir kvöldið á mótssvæðinu. í A-flokki gæðinga hélt Brynjar frá Ár- gerði efsta sætinu eftir fullnaðardóm, er með 8,60 í einkunn. Knapi var Sveinn Ragnars- son. Nasi frá Bjarnarhöfn varð annar með 8,48, knapi Lárus Hannesson. Sorti frá Kjörs- eyri varð þriðji með 8,44, knapi Sigurður Marínusson. í B-flokki hélt Dagrún frá Skjólbrekku efsta sætinu með 8,61 í einkunn, knapi Olil Amble. Maístjarnan frá Svignaskarði varð önnur með 8,50, knapi Einar Öder Magnús- son, og Krummi frá Geldingalæk varð þriðji með sömu einkunn, knapi Vignir Siggeirsson. Úr áttunda í fyrsta sæti í ungmennaflokki færði íris H. Grettisdótt- ir sig úr þriðja sæti í flórða sætið á Emi Orrasyni frá Ásmundarstöðum með 8,33. Katrín Ólafsdóttir féll i annað sæti á Hrafni frá Hrafnagili með 8,31, og sömu einkunn hlaut Vigdís Gunnarsdóttir á Breytingu. Karen L. Marteinsdóttir hélt forystunni á Manna frá Leirárgörðum með 8,60. Sigurður I. Ámundar- son á Torfa frá Torfunesi varð annar með 8,43 og Margrét Þ. Jónsdóttir vann sig upp úr sjötta sæti í það þriðja á Hoffmani með 8,42. Sigríður H. Sigurðardóttir á Þætti frá Vallanesi gerði enn betur þegar hún vann stig úr áttunda sæti í fyrsta sæti í bama- flokki. Hlaut hún 8,35 í einkunn, en næst henni er Sóley B. Baldursdóttir á Frekju frá Eyri með 8,32, og í þriðja sæti Birta Sigurðar- dóttir á Elvari frá Gullberastöðum með 8,31. Átta efstu fara í úrslit á sunnudag og er búist við spennandi keppni í flestum flokkum. Miklar breytingar urðu á röð þeirra sextán efstu sem mættu í fullnaðardóm. Kynbóta- hross vom dæmd í gær og í fyrradag og urðu ekki miklar breytingar á efstu hrossum frá dómi í forskoðun fyrr í sumar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HÚSIÐ var flutt í lögreglufylgd frá Nesvegi og yfir á Reykjavíkurflugvöll. Kona dæmd fyrir skjalafals Fékk sér lyf út á falsaða lyfseðla Ráðherrar heimsækja Safnhúsið Viðgerðir utan- húss hafnar ÞRJÁTÍU og átta ára gömul kona var í gær dæmd í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyr- ir skjalafals með því að hafa frá október 1996 til febrúar 1997 notað alls 19 fjölnota lyfseðla til að afla sér lyfja. Hún framvísaði lyfseðlum þessum alls 57 sinnum í apótekum til að verða sér úti um lyf. Konan ritaði eigið nafn á nokkra seðlanna og falsaði nöfn annarra sem sjúklings á aðra og falsaði nöfn ýmissa lækna. Hún framvísaði lyf- seðlunum síðan í ýmsum apótekum á höfuðborgarsvæðinu, í seinasta skipti 14. febrúar sl., í Hagkaup lyíjabúð, þar sem upp komst að ekki væri allt með felldu. Konan, sem er sjúkraliði og hefur starfað á Landspítala, játaði ský- laust brot sitt. Við yfirheyrslu hjá lögreglu kvaðst hún hafa veikst í júlí 1996 en ekki fengið tíma til að jafna sig af veikindunum sökum vinnuálags, auk þess sem ýmsir at- burðir höfðu áhrif á geðheilsu henn- ar. Hún tók að nota lyf við þung- lyndi og kvíða og kvaðst hafa farið að misnota sterkt verkjalyf, Parkód- ín Forte, í nóvember og desember á seinasta ári. Hafi hún tekið inn allt að 20 töflum á dag. í vottorði geðlæknis sem lagt var fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kom fram það álit að hegðun kon- unnar á þeim tíma sem brotin voru framin hafi verið sjúkleg og ekki í neinu samræmi við venjulega hegð- un hennar eða persónuleika. Dóm- urinn taldi brotið stórfellt en tók til- lit til veikinda hennar við ákvörðun refsingar og að hún hafði engan fjár- hagslegan ávinning af brotum sín- um. í SÍÐUSTU viku heimsóttu þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra, Björn Bjarnason menntamála- ráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Safnhúsið við Hverfisgötu og kynntu sér fram- kvæmdir sem þar standa yfir og hlýddu á tillögur sljórnar og for- stöðumanns um nýja starfsemi í húsinu árið 2000. Nú standa yfir viðgerðir utan- húss á Safnhúsinu sem áætlað er að ljúki í haust. Húsið verður m.a málað að nýju og kopar sett- ur á þakið í stað bárujárns. Er það í samræmi við upphaflegar hugmyndir danska arkitektins Magdahls-Nielsens, sem teiknaði húsið. Allar breytingar, innan- húss og utan, taka mið af því að húsið er friðað og eru unnar í samráði við húsfriðunarnefnd, borgarminjavörð og byggingar- yfirvöld. Safnhúsið heyrir nú undir for- sætisráðuneytið. Forsætisráð- herra hefur skipað Salome Þor- kelsdóttur formann hússtjórnar og þá Jóhannes Nordal og Ólaf Ásgeirsson í hússtjórn að tillögu fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra. Hússtjórn hefur ráðið Guðmund Magnússon, skjalavörð í Þjóðskjalasafni, til að vera forstöðumaður starfsem- innar. Hrafnsmál- inu áfrýjað til Hæsta- réttar RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar máli ríkis- ins á hendur Hrafni Jökuissyni. Reis málið út af ummælum Hrafns um Harald Johannessen, fyrrum fang- elsismálastjóra, sem hann hafði m.a. í blaðagrein nefnt „glæpamanna- framleiðanda ríkisins." Héraðsdómur sýknaði Hrafn Jök- ulsson fyrr í mánuðinum í máli sem ríkissaksóknari höfðaði á hendur honum og hefur saksóknari nú ákveðið að áfrýja niðurstöðu héraðs- dóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Áður hafði Hæstiréttur sent fyrri dóm Hérðasdóms aftur heim í hérað og krafist efnislegrar niðurstöðu. ------» ♦ ♦---- Gönguferð á Hengils- svæðinu FERÐAFÉLAG íslands gengst fyrir þremur gönguferðum á morgun, sunnudag. Fyrsta ferðin hefst kl. 8, en þá verður lagt af stað í dags- ferð til Þórsmerkur. Farið verður inn í Strákagil og stansað í Langadai og á Steinsholti. Fimmti áfangi göngunnar um Reykjaveg hefst ki. 10.30. Ekið verður í Bláfjöll og gengið þaðan að Vatnsskarði á Krýsuvíkurvegi. Þá hefst gönguferð á Hengils- svæðinu kl. 13. (Reykjakot-Græn- dalur). Þetta er mjög skemmtilegt og litríkt svæði upp af Hveragerði. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon FRÁ heimsókn ráðherra í Safnhúsið: Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Guðmundur Magnússon skjalavörður, Salóme Þorkelsdóttir formaður hússijórnar, Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Jóhannes Nordal sem sæti á í hússljórn. íþróttakennara- skóli íslands Erlingur skipaður skólastjóri MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Björn Bjarnason hefur skipað dr. Erling Jóhannsson íþrótta- fræðing í starf skólastjóra íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni til eins árs, sam- kvæmt tillögu frá skólanefnd íþróttakennaraskólans. Erlingur tekur við af Árna Guðmundssyni sem gegnt hef- ur skólastjórastarfinu frá árinu 1956, en Árni lét af störfum í byijun júní, fyrir aldurs sakir. Álls bárust séx umsóknir um skólastjórastöðuna. Morgunblaðið/Þorkell Bifreið í háloftum BIFREIÐ sveif yfir Reykjavík í gær þegar þyrla flutti eina slika upp á þak Laugardalshall- arinnar þar sem hún var fest niður. Þessi óvenjulega stað- setning stafar ekki af bráðum skorti á bílastæðum í borginni, heldur var bílnum valinn þessi staður til að auglýsa sýn- ingu á nýjum Toyota Corolla sem stendur yfir í dag og á morgun. Andlát KELDGALL J0RGENSEN LÁTINN er í Dan- mörku Keld Gall Jorg- ensen lektor við há- skólann í Hróarskeldu. Hann bjó og starfaði hérlendis um árabil, var m.a. sendikennari við Háskóla íslands. Keld Gall Jorgensen var fæddur 1955 í Kaupmannahöfn og stundaði nám í háskól- anum þar. Aðalfag hans var danska en íslenska aukafag og tók hann BA-próf í henni frá Háskóla Is- lands. Hann bjó hérlendis árin 1981 til 1990, kenndi m.a. við framhaldsskóla, Kennaraháskól- ann og var síðast lekt- or við Háskólann, sendikennari í dönsku og bókmenntum. Keld Gall Jorgensen lést sl. fimmtudag eftir alvar- leg veikindi. Keld Gall Jorgensen var kvæntur Ragn- heiði Ragnarsdóttur arkitekt og eignuðust þau tvær dætur. Þau skildu og frá árinu 1990 bjó hann í Dan- mörku. Frá árinu 1994 var hann lektor við háskólann í Hró- arskeldu. Eftirlifandi kona hans er Annette Gall Jorgensen og eignuðust þau eina dóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.