Morgunblaðið - 28.06.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.06.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 13 LANDIÐ GUÐNI með rokkunum sínum. Morgunblaðið/Egill Egilsson SETIÐ í eldhúsinu. Guðmundur og Guðni fá sér kaffi. Flateyri - Tvisvar í viku fer Guðmundur Hagalínsson bóndi með póstinn að Sæbóli III á Ingjaldssandi. Á Sæbóli III búa tveir bræður, Guð- mundur og Guðni Ágústssyn- ir, komnir á miðjan aldur. Þeir ásamt tveimur öðrum ábúendum á nálægum bæ eru Farið með póstinn einu ábúendurnir sem búa enn ið að halda búskap eftir ný- á Ingjaldssandi þar sem áður legt gjaldþrot sláturfélagsins var blómleg byggð. á Þingeyri. Þó þrauki þeir í stuttu samtali við þá bræð- áfram eftir fremsta megni við ur kom fram að erfitt er orð- rollubúskapinn, en senda þarf féð til slátrunar um lengri veg tU Hólmavíkur. Báðir eru þeir bræður handlagnir og fást þeir við smíðar og handverk í aukavinnu. Þeir voru fegnir að sjá Guðmund Hagalínsson, því einhver bilun var í trakt- ornum og þá vantaði varahlut að sunnan. Grasmaðk- ur leggst á þurrlendi Hnausum í Meðallandi - Nú er lambfé yfirleitt komið í úthaga og viðraði vel á sauðburð. Þótt vorið hafi verið kalt er sæmilegur gróður í úthaga og betri en í þeim vorum sem verst hafa verið. Miklir þurrkar voru á þessu vori og oft vindur. Hefur rykmóða frá Skeiðarársandi oft lagst hér yfir. Stöðugir þurrkar hafa skapað ákjósanleg skilyrði fyrir grasmaðk- inn sem þolir illa rigningar. Hann er hér alls staðar í einhverjum mæli en óvenju mikill hér í Meðallandi. Má heita að þurrlendi sé hér allt upp étið eftir grasmaðk. Síðastliðinn vetur byijaði snemma og harkalega. Vegna ísalaga varð kal víða í túnum og sérstaklega í Skaftártungu þar hafa sumir bændur hafa fengið lánuð tún í næstu byggð- arlögum. Brúin hjá Langholti er orðin hrör- leg og á að setja mjög víða hólka í hennar stað. Eru þeir þar komnir og á að ganga frá þeim fljótlega. Einnig munu einhveijar vegabætur í sjón- máli og mun ekki veita af ef vegir eiga að haldast færir næsta vetur. Fjöldi á Sumar- dögumá Selfossi Selfossi - Fjöldi fólks var saman kominn í miðbæ Selfoss á laugardag í tengslum við dagskrána Sumar á Selfossi. Fyrirtæki á Selfossi buðu fóiki upp á morgunkaffi milli klukk- an níu og ellefu og var gert ráð fyrir að um tvö þúsund manns hefðu notfært sér þetta tilboð að drekka morgunkaffi í blíðskaparveðri í Tryggvagarði. Stór bílasýning var á Hótelplan- inu þar sem gaf að líta glæsikerrur, mótorhjól og sportbíla frá Selfossi og víðar. Við Austurveginn var bíla- og búvéiasýning frá Ingvari Helga- syni og tjaldmarkaður var í Tryggvagarði. Þá voru verslanir opnar og bærinn iðaði af fólki. Þessa helgi fór fram íþróttahátíð HSK á Selfossvelli og í nýju útilaug- inni. Þá fór fram í íþróttahúsinu iandsmót lúðrasveita með um 270 manns. Lúðrasveitirnar marséruðu um götur Selfoss og settu skemmti- legan svip á manniífið og stemmn- inguna í bænum. Þá var fjölmennt ættarmót á útivistarsvæði Gesthúsa við Engjaveg. Mjög margt fólk lagði leið sina til Selfoss þennan dag og naut veðurblíðunnar, og í miðbæn- um var ýmislegt sér til gamans gert. Morgunblaðið/Sig. Jóns. LÚÐRASVEITIRNAR marséruðu um götur Selfoss. KEPPNIN í hjólbörurallýinu var hin líflegasta. Sölumarkaðurinn Við- Bót í nýju húsnæði Vaðbrekku, Jökuldal - Hjónin Anna Braga- dóttir og Friðjón Þór- arinsson bændur á Flúðum í Hróarstungu hafa rekið sölumark- aðinn Við-Bót síðustu þrjú ár. Nú hafa þau byggt nýtt hús yfir markaðinn og stækkað við sig. Gamla hús- næðið, sem var gamalt hjólliýsi, var allt of þröngt og óhentugt til rekstursins. Að sögn Onnu er olnbogarými meira í nýja húsinu, sem gefur möguleika á fjöl- breyttari notkun. Anna hefur til sölu allskonar handunna hluti sem gerðir eru að mestu hér á svæð- inu, bæði minjagripi og nytjahluti, sem eru aðallega fatnaður ýmiss konar úr ull og leðri aðallega. Einnig er til sölu heimabakað brauð, svo sem kleinur, ástarp- ungar, flatbrauð og rúgbrauð ásamt broddi og reyktum silungi. Anna segist einnig hafa kaffi og heitar kleinur á boðstólum alla daga þegar opið er ásamt lumm- um og vöfflum um helgar en á Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ANNA Bragadóttir í nýja húsinu sem nú hýsir sölumarkaðinn Við-Bót. laugardögum verður kvenfélagið einnig með kökusölu. Anna segist ætla að hafa einn húsdýradag í sumar þar sem safn- að verður saman öllum gerðum húsdýra til að sýna gestum, einn- ig verða aðrar uppákomur tengd- ar starfsemi markaðarins eftir aðstæðum hverju sinni. Kostnaður við nýjan skóla yfir 650 milljónir Keflavík - Um síðustu helgi var tekin fyrsta skóflustungan að nýj- um grunnskóla í Heiðarbyggð í Keflavík og voru þar að verki tveir 6 ára bæjarbúar, þau ísabeila Ósk Eyjólfsdóttir og Hörður Jóhanns- son. Skólinn verður við Heiðar- hvamm og er áætlað að hann verði fyrir um 500 nemendur frá fyrsta til tíunda bekkjar. Skólinn verður einsetinn og er gert ráð fyrir tveim bekkjum í hveijum árgangi. Heildarflatarmál skólans er um 5.600 fermetrar að meðtöldum íþróttasal. í skólanum verða 20 kennslustofur, stofur fyrir hand- og myndmennt, hússtjóm og verk- mennt. Gert verður ráð fyrir góðri aðstöðu fyrir tónlistamám, bóka- safn og tölvuver. Auk íþróttahúss verður kennslusundlaug í skólanum. Jarðvinnu vegna byggingarinnar á að ljúka í ágúst og í framhaldi af því verður boðinn út fyrsti áfangi byggingarinnar þar sem miðað er við að byggingin verði uppsteypt að fullu, frágengin að utan og lóð frágengin að mestu. Áætlanir gera ráð fyrir að kostnaður verði um 650 til 700 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.