Morgunblaðið - 28.06.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur Islenska gársjóðsins hf.
Heildareignir tíföld-
uðust á rekstíirárin u
HAGNAÐUR af starfsemi íslenska fjársjóðsins
nam rúmum 36 milljónum króna á síðasta rekstr-
arári, 1. maí 1996 til 30. apríl 1997, en tekjur
af hlutabréfaeign eru ekki skráðar fyrr en
geymsluhagnaður er innleystur við sölu hluta-
bréfanna, heldur færðar meðal eiginljárliða.
„Sé tekið tillit tii þessa er afkoma sjóðsins
betri sem nemur 299 milljónum króna og hefur
þá verið tekið tillit til tekjuskattsskuldbindingar
að fjárhæð rúmar 141 milljón króna. Ávöxtun
eigna sjóðsins og þar með ávöxtun hluthafa var
því með besta móti og hækkaði innra virði eigna
sjóðsins um 71% frá upphafi til loka reikningsárs-
ins að teknu tilliti til útgreidds arðs sl. sumar.“
Þetta kom meðal annars fram í ræðu Björns
Líndal, stjórnarformanns Íslenska fjársjóðsins, á
aðalfundi sjóðsins sem haldinn var sl. fimmtudag.
íslenski fjársjóðurinn var stofnaður hinn 17.
nóvember 1995 í þeim tilgangi að fjárfesta í
hlutabréfum fyrirtækja sem eiga mikla vaxtar-
möguleika, einkum á sviði sjávarútvegs og
tengdra atvinnugreina. Heildareignir íslenska
fjársjóðsins voru rúmar 1.600 milljónir í lok
rekstrarársins og höfðu þær meira en tífaldast
frá upphafi þess. Jafnhliða fjölgaði hluthöfum
og voru þeir tæplega 4.300 talsins í lok reikn-
ingsársins og hafði fjöldi þeirra sexfaldast á
árinu.
Fjárfest í óskráðum félögum
í máli Björns kom fram að stjóm Islenska
fjársjóðsins hefur mótað í samráði við rekstra-
raðila fjárfestingarstefnu sem miðast við að
meginstofn eigna sjóðsins séu hlutabréf fyrir-
tækja sem eru skráð, annaðhvort á Verðbréfa-
þingi eða Opna tilboðsmarkaðnum. „í lok reikn-
ingsárs voru yfir 80% eigna sjóðsins skráð hluta-
bréf. Með þessari skipan mála er tryggt að sjóð-
urinn geti verið virkur fjárfestir, keypt og selt
bréf eftir því sem talið er arðbært hveiju sinni
og innleyst hagnað af fjárfestingum sínum.
Þótt skráð hlutabréf séu þannig uppistaða
eigna sjóðsins hefur einnig verið fjárfest í óskráð-
um félögum í samræmi við ákvæði samþykkta
og samkvæmt sérstökum starfsreglum sem
stjórnin hefur sett. Að mati stjórnar og rekstra-
raðila eru ýmis fjárfestingartækifæri á þessu
sviði sem leynast i fyrirtækjum sem enn hafa
ekki skráð hlutabréf sín á almennan markað.
Hefur stjórnin ákveðið að kaupa megi hlutabréf
óskráðra fyrirtækja fyrir allt að 15% eigna fé-
lagsins, þó þannig að almennt nemi fjárfesting
í einu og sama félaginu ekki hærri fjárhæð en
3% af eignum sjóðsins. Slík kaup eru þó háð
því að viðkomandi félag stefni að skráningu á
Verðbréfaþingi eða Opna tilboðsmarkaðnum inn-
an fárra ára.“
17% af hlutabréfaeign sjóðsins í Samherja
Finnur Stefánsson, sjóðsstjóri íslenska fjár-
sjóðsins, kynnti ársskýrslu sjóðsins á aðalfundin-
um. Þar kom fram að 17% af hlutabréfaeign
sjóðsins er í Samheija. Að sögn- Finns tryggði
félagið sér dijúgan hlut í fyrsta hlutafjárútboði
Samheija hf. þegar fyrir síðustu áramót, áður
en ljóst var hvaða verðbréfafyrirtæki fengi út-
boðið. „Má búast við því að hlutfallslegt vægi
Samheija minnki í hlutabréfasafninu eftir því
sem heildareignir Islenska fjársjóðsins aukast á
næstu misserum og árum.“
Á fundinum flutti Ingvar Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Hugvits International (HINT), er-
indi sem nefndist „Hugvit hf. og hugbúnaðarút-
flutningur". Þar kom meðal annars fram að ís-
lensk hugbúnaðarfyrirtæki leiti í æ ríkara mæli
út fyrir landsteinana og þau séu almennt mjög
vel samkeppnisfær við sambærileg fyrirtæki er-
lendis. „Þó er ljóst að þau þurfa að styrkjast
fjárhagslega og markaðslega. Hér á landi eru
skráð um 130 hugbúnaðarfyrirtæki með um 800
starfsmenn. Á síðasta ári voru 20 þeirra að selja
vörur sínar og þjónustu erlendis. Útflutnings-
verðmætið var um 1.500 milljónir króna. Áætlað
er að árið 2000 verði útflutningsverðmætið kom-
ið í um 8.000 milljónir króna. Svo þetta verði
að veruleika þurfa fyrirtækin að stækka og
styrkjast. Ljóst er að fleiri hugbúnaðarfyrirtæki
eiga eftir að sameinast og verða þannig_ öflugri
til að takast á við erlenda markaði. Á sama
hátt þarf að hlúa að tölvu- og tæknimenntun í
landinu, veita meira fé til kennslu og hvetja
fólk til slíks náms. Menntun á sviði upplýsinga-
tækni á framhaldsskólastigi hefur verið þröngur
stakkur sniðinn fjárhagslega og ljóst er að langt
er í land að nægjanlegur fjöldi tæknimenntaðs
fólks útskrifist á ári hveiju."
Morgunblaðið/Jim Smart
Á AÐALFUNDI íslenska fjársjóðsins hf. sem haldinn var sl. fimmtudag kom fram að hagnaður af rekstri
sjóðsins nam rúmum 36 milljónum króna á síðasta rekstrarári.
Islenska útvarpsfélagið
með 60 milljóna hagnað
Þróunar-
félagið
kaupir
16%hlutí
Kerfi hf.
ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. hefur
keypt 16% hlut í hugbúnaðarfýrirtæk-
inu Kerfi hf. Fyrirtækið er að lang-
stærstum hluta í eigu Þrastar Guð-
mundssonar, en forráðamenn þess
hafa að undanfömu unnið að því að
breikka eigendahópinn með útgáfu
nýs hlutaflár. Flestir starfsmenn eiga
nú hlut í fyrirtækinu og ýmsir fjár-
festar hafa sýnt áhuga á að eignast
hlut. Þá er stefnt að því að hlutabréf-
in verði skráð á Opnatilboðsmarkaðn-
um síðar á þessu ári.
Velta Kerfís á þessu ári er áætluð
120-130 milljónir króna og starfs-
menn eru nú 20 talsins. Fram kemur
í frétt að Kerfí hafí verið að styrkja
stöðu sína undanfarin misseri eftir
nokkum samdrátt í rekstri á síðustu
árum og verkefnastaðan sé nú góð,
bæði innanlands og utan.
Meðai þekktustu hugbúnaðar-
lausna Kerfís er fjárhags- og við-
skiptakerfið ALVÍS og útvegskerfíð
Seascape. Unnið er að umtalsverðum
breytingum á ALVÍS-kerfunum sem
kynntar verða með haustinu, en þær
lúta að myndrænni framsetningu og
notendaviðmóti. Þá er unnið að þróun
á nýju launakerfí sem fengið hefur
heitið Kaupmáttur, gæðakerfínu
ProQm og sérhönnuðu upplýsinga-
kerfí fyrir fiystitogara.
Kerfi hefur ennfremur unnið að
verkefnum erlendis þar sem þekking
á bókhalds- og útvegshugbúnaði nýt-
ist vel og í rekstraráætlun þessa árs
er gert ráð fyrir að umfang erlendra
verkefna nemi 25-30% af veltu fyrir-
tækisins. Að sögn Bjöms Z. Ásgríms-
sonar framkvæmdastjóra er þar eink-
um um að ræða verkefni fyrir Coldw-
ater, bæði í Bandaríkjunum og Bret-
landi. Á aðalfundi Kerfís á mánudag
verður lögð fram tillaga um heimild
til að auka hlutafé fyrirtækisins enn
frekar.
ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. skil-
aði um 60 milljóna króna hagnaði
á síðasta ári sem er ívíð betri af-
koma en árið 1995. Það íþyngdi
afkomunni á síðasta ári að félagið
þurfti að taka á sig gjaldfærslu
vegna söluskattsmála frá árinu
1986 og starfslokasamninga við
stofnendur.
Að sögn Jpns Ólafssonar, stjórn-
arformanns íslenska útvarpsfélags-
ins hf., nam velta félagsins á síð-
asta ári um 1.800 milljónum króna
og jókst um 3% frá árinu á undan.
„Það er í sjálfu sér viðunandi í ljósi
þess að við vorum að keppa við sjón-
varpsstöð sem var ókeypis á mark-
aðnum. Við vorum því ekki með
aukningu í áskriftartekjum af þess-
um augljósu ástæðum, en góða
aukningu á auglýsingatekjum."
Um þróunina hjá félaginu eftir
að Stöð 3 hætti rekstri segir Jón
að allgóð aukning hafí orðið á
áskriftartekjum og góð aukning á
auglýsingum. „Hagnaður fyrstu
ijóra mánuðina var 66 milljónir sem
er mun meira en við áætluðum. Þar
kemur til að við höfum náð allgóð-
um tökum á útgjöldunum. Þau
standa í stað milli ára meðan tekj-
umar hafa verið að aukast. Batinn
kemur fram í því fyrst og fremst,
en einnig hefur gengisþróun verið
hagstæð."
Sérstök kvikmyndarás
Jón segist aðspurður ekki útiloka
það að félagið fari á hlutabréfa-
markað síðar og bendir á að þar
sé fyrst og fremst að finna fyrir-
tæki í sjávarútvegi, flutningum,
tryggingum ásamt olíufélögum. Því
vanti fyrirtæki inn á markaðinn á
öðrum sviðum viðskiptalífsins.
Þá hefur íslenska útvarpsfélagið
í undirbúningi að hefja útsendingar
á þremur nýjum sjónvarpsrásum.
„Við vonumst til þess að geta hafið
útsendingar á sérstakri kvikmynda-
rás í vetur sem mun sjónvarpa kvik-
myndum allan sólarhringinn og í
beinu framhaldi af því munum við
vonandi sjá íþróttarás og barnarás.
Þróunin er sú alls staðar í heiminum
að bjóða upp á miklu meira úrval
en þekkist hér á landi. Það er eðli-
legt að við fylgjum þeirri þróun.
Þá hófum við nýlega útsendingar á
útvarpsstöðinni Stjörnunni og hún
hefur fengið mjög góðar mótttökur
samkvæmt skoðanakönnun," segir
Jón Ólafsson.
Helmingur
bréfa í Tele
Danmark
seldur
Kaupmannahöfn.
DANSKA stjórnin mun selja
52% hlutabréfa í fjarskiptaris-
anum Tele Danmark að sögn
danska blaðsins Börsen.
Ef öll bréfin seljast mun
hagnaðurinn nema að minnsta
kosti 20 milljörðum danskra
króna og verður honum varið
til þess að grynnka á skuldum
danska ríkisins, samkvæmt
frétt blaðsins.
Ákvörðunin um sölu Tele
Danmark verður tekin jafnhliða
samningaviðræðum um fjár-
lagafrumvarp dönsku stjórnar-
innar og gerir Mogens Lykket-
oft fjármálaráðherra ráð fyrir
að pólitískur meirihluti sé fyrir
sölunni.
Búizt er við að Tele Dan-
mark muni sjálft kaupa helm-
ing hlutabréfanna og verði sú
leið farin gæti gengi þeirra
hækkað um 15-20% að sögn
danska blaðsins.
Erlendur kaupandi er talinn
koma til greina, til dæmis
brezki fjarskiptarisinn British
Telecom, en dregið hefur úr
líkum á þeim möguleika þrátt
fyrir orðróm um að 10% hluta-
bréfa í Tele Danmark hafi selzt
á síðustu vikum.
Laker í mál
við B A um
lendingar á
Gatwick
London. Reuter.
LAKER AIRWAYS, flugfélag
Sir Freddys Lakers sem frægt
er fyrir lág fargjöld, ætlar í
mál við British Airawys vegna
úthlutunar Ieyfa til lendingar
og flugtaks á Gatwick flugvelli
Lundúna.
Laker Airways heldur því
fram að British Airways (BA)
bijóti bandarísk lög gegn
hringamyndunum og komi í
veg fyrir heiðarlega samkeppni
á leiðinni London-Miami.
Laker staðhæfir að BA
stjórni því hvaða vélar lendi og
fari frá Gatwick og á hvaða
tíma sólarhringsins af því að
félagið sé alls ráðandi í úthlut-
unarnefnd slíkra leyfa. Sam-
kvæmt reglum ESB eigi slíkur
aðili að vera hlutlaus.
BA vísaði ásökun Lakers á
bug og kvaðst mundu kreíja
félagið um skýringar. BA og
dótturfyrirtæki hafi aðeins 30%
flugtaks- og lendingarleyfa á
Gatwick í samræmi við ensk lög
og það sé lágt hlutfall með til-
liti til þess að um heimaflug-
völl sé að ræða.
Carlton og
Granada fá
stafræn leyfi
London. Reuter.
HLUTABRÉF í óháðu brezku
sjónvarpsfyrirtækjunum Carl-
ton Communications og
Granada hafa hækkað í verði
af því að þeim hefur verið út-
hlutað þremur mikilvægum
leyfum til að reka margrása
stafrænt jarðsjónvarp í Bret-
landi.
Greiðslusjónvarpsrisinn
BSkyB hefur auk Carlton og
Granada verið eigandi staf-
rænu sjónvapssamsteypunnar
BDB (British Digital Broadc-
asting). Eftirlitsyfirvald grein-
arinnar skipaði BSkyB að selja
33% hlut sinn í BDB af sam-
keppnisástæðum.
I