Morgunblaðið - 28.06.1997, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
AÐSENDAR GREINAR
Smíða sólpall, skipta um glugga, mála húsið
U ndirbúningnrinn
fer helst úrskeiðis
MARGIR huga að framkvæmdum
við hús sín á sumrin. Oft er um
að ræða nauðsynlegt viðhald, verið
að betrumbæta, stækka eða
breyta. Ekki eru allir það heppnir
að eiga sína föstu iðnaðarmenn
sem kallað er í þegar hefjast á
handa. Hvernig á fólk að bera sig
að þegar það þarf að leita fag-
manns í verk?
„Við hjá Samtökum iðnaðarins
starfrækjum svokallaða viðgerða-
deild. í henni eru á þriðja tug verk-
taka sem við mælum með í hin
ýmsu verk. Um er að ræða lista
eftir faggreinum, múrverki, tré-
smíði, pípulögnum og málun,“ seg-
ir Eyjólfur Bjamason, tæknifræð-
ingur hjá Samtökum iðnaðarins.
Lista yfir þessa verktaka er hægt
að fá hjá okkur, Neytendasamtök-
unum og Húseigendafélaginu.
Verktakar undir eftirlit
Áður en verktakamir komast
inn í viðgerðadeild hefur Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins
tekið út verk sem þeir hafa unnið
og kannað hæfni þeirra. Tvisvar á
ári skila þeir inn skýrslum þar sem
getið er um verk þeirra og síðan
er haft samband við viðskiptavini
og þeir spurðir um frammistöðu
verktakanna.
Að sögn Eyjólfs sjá þessir verk-
takar oftast um allan pakkann ef
svo má að orði komast, þeir skipu-
leggja verkið og sjá um að útvega
aðra iðnaðarmenn og samræma
framkvæmdina.
Eyjólfur segir að Samtök iðnað-
arins leggi áherslu á að fólk skipti
við fagmenn og við þá sem eru í
meistarafélögunum. „Það er besta
tryggingin fyrir því að verk séu
vel og fagmannlega unnin.“
Viðbótarkostnaður vandamál
— Hvað er það sem aðallega fer
úrskeiðis þegar fólk leitar til iðnað-
armanna?
„Okkar reynsla er sú að við-
bótarverk, sem kunna að koma upp
í svona verki, hafi getað valdið
misskilningi því þá eykst kostnað-
ur. Það er líka algengt að verktak-
inn og eigandi húseignarinnar séu
ekki að tala um sama hlut, hafi í
rauninni ekki rætt almennilega
saman um hvað á að framkvæma.
Það má því segja að skilgreining
og undirbúningsþáttur fari oftast
úrskeiðis."
V erksamningur
Eyjólfur bendir á að nauðsynlegt
sé að húseigandi og verktaki geri
með sér verksamning. Þar á að
skilgreina hvað á að gera, hvemig
greiðslum sé háttað, hvenær á að
vinna verkið og hveijir séu fulltrúar
samningsaðila við framkvæmdina.,
Magntölur, einingarverð og
heildarkostnaður þarf að koma
fram. Hjá Samtökum iðnaðarins er
hægt að fá verksamningsform þar
sem komið er inn á flesta þætti sem
huga þarf að í slíku tilfelli.
— Er mikilvægt að gera skrif-
legu verkslýsinguna strax í upp-
hafí?
„Já og sérstaklega í stærri verk-
um. Þá er einnig gott til að forð-
ast allan misskilning að spyija í
þaula og hafa skriflegt hvað á að
gera þannig að sé á hreinu hvað
fólk vill að fagmaðurinn geri. Lyk-
ilatriði er að vanda sig vel í upp-
hafí. Það skiptir öllu máli. Kynna
sér meistarann sem vinna á verk-
ið, hringja í þá sem hann hefur
unnið fyrir og spyija um samskipt-
in. Við viljum einnig leggja áherslu
á að húseigendur byiji að undirbúa
framkvæmdirnar um veturinn og
leita þá að verktökum svo hægt
sé að vinna verkið á réttum árs-
tíma.“
Nótulausum
viðskiptum fækkar
— Er mikið um nótulaus við-
skipti?
„Sem betur fer hefur dregið
mjög úr þeim en það er því miður
alltaf eitthvað um það. Samþykki
fólk nótulaus viðskipti hefur það
enga tryggingu í höndunum ef eitt-
hvað fer úrskeiðis. Þar að auki fær
fólk 60% af virðisaukaskatti endur-
greitt."
45 ár frá stofn-
un verslunar-
innar Hjá Báru
UM ÞESSAR mundir eru 45 ár
síðan verslunin Hjá Báru var stofn-
sett. í fréttatilkynningu frá búðinni
segir að hún sé því ein elsta ef
ekki elsta tískuverslun borgarinn-
ar. Verslunin er í eigu frú Báru
Siguijónsdóttur en hún hefur átt
verslunina og rekið hana öll árin.
Frú Bára hefur eingöngu selt vörur
frá New York. í tilefni þessara
tímamóta verður veittur 45% af-
sláttur af kjólum Hjá Báru alla
næstu viku.
Morgunblaðið/Ásdís
FRÚ Bára Siguijónsdóttir veitir 45% afslátt af öilum
kjóium í næstu viku
Morgunblaðið/Þorkell
' BWgJfl * i g»Ra>~. *
Bændadagar
HJÓNIN Jónas Erlendsson og
Ragnhildur Jónsdóttir, sem búa í
Fagradal í Mýrdal, eru þessa dag-
ana að kynna framleiðslu sína á
bændadögum í Hagkaupi. Við-
skiptavinir fá að gæða sér á reyktri
bleikju og laxi svo og á kryd-
dreykri Fagradalsbleikju sem er
nýjung.
Jónas er á því að bændur eigi
að gera meira af því að kynna fram-
leiðslu sína og segir að þessi kynn-
ing hafi farið fram úr björtustu
vonum. Reyndar upplýsir Jónas að
hann eigi von á að fá vistvænan
stimpil á fiskinn. Hann er einnig
sauðfjárbóndi og er kominn með
þann stimpil á lambakjötið.
Fjárfesting í
nýrri tækni til
rakamælinga.
Jafnari gæði og 200 milljóna króna hagnaður
FISKIMJÖLSIÐN-
AÐURINN skilaði 27%
hagnaði á síðasta ári
sem er mesti hagnaður
allra greina í fískiðnaði.
Velta fiskimjölsfram-
leiðenda var 15-16
milljarðar og hagnaður-
inn um 4 milljarðar
króna. Auk hærra af-
urðaverðs, og vaxandi
framleiðslu. Má vafalítið
rekja þennan góða
árangur til mikiila flár-
festinga, en skynsam-
legar fjárfestingar eru
mjög mikilvægur þáttur
í að efla samkeppnis-
stöðu og arðsemi fyrirtækja. Afköst
verksmiðjanna hafa verið aukin og
fjárfest í búnaði sem eykur sjálfvirkni
og opnar möguleika á að framleiða
gæða- og hágæðamjöl.
Framleiðsla fískimjölsverksmiðja
skiptist í þijá meginflokka, hefð-
bundið mjöl, gæðamjöl og hágæða-
mjöl. Söluverðmæti á hágæðamjöli
er að jafnaði um 15% hærra en á
hefðbundnu mjöli og gæðamjöl um
10% hærra. Vaxandi eftirspurn er
eftir hágæðamjöli, en mjög miklar
kröfur eru gerðar um gæði þess.
Rakastig
Innan allra ofangreindra megin-
flokka fiskimjöls er afurðin verðlögð
eftir próteininnihaldi, og skilyrði sett
um raka- og fítuinnihald. Prótein-
innihaldið ræðst fyrst og fremst af
hráefninu sjálfu, en mikilvægt er að
nýta próteinið í hráefninu sem allra
best. Of lágt rakastig getur leitt til
þess að próteininnihaldið verði óþarf-
lega hátt og verðmæti framleiðslunn-
ar minna en ella, en þar að auki er
heppilegast fyrir flesta kaupendur
að próteininnihaldið sé sem næst því
sem um er beðið. Tekjutapið er mest
þegar um gott og próteinríkt hráefni
er að ræða, eins og síldarmjöl. Fitu-
innihaldið ræðst einnig af hráefninu,
en með stýringu á þurrkun og press-
un er þó hægt að hafa einhver áhrif.
Rakinn hefur hins vegar bein áhrif
á nýtinguna, en honum er hægt að
stýra, m.a. í þurrkuninni, sem oftast
fer fram í tveimur þrepum, forþurrk-
un og eftirþurrkun.
Mjög mikilvægt er að rakastig í
fískimjöli sé innan settra marka.
Algengast er að rakinn í mjölinu eigi
að vera á milli 9 og 10%. Slök stjórn-
un á rakastigi dregur úr framleiðni
og gæðum. Of hátt rakastig getur
leitt til verðfellingar, höfnunar á vör-
unni, aukinnar vinnu við blöndun
mjöls og endurþurrkun, styttra
geymsluþols, minni afkasta og lakari
gæða. Of lágt rakastig dregur úr
nýtingu, eykur orkukostnað, eld-
hættu í vörugeymslum og vinnu við
blöndun mjöls og dregur úr gæðum
mjölsins.
Auðveldast er að að hafa áhrif á
rakastigið í þurrkuninni. Til að fylgj-
ast með rakainnihaldinu eru tekin
sýni úr framleiðslunni og rakinn
mældur. Tvær mæliaðferðir hafa
hingað til mest verið notaðar, hefð-
bundin þurrkun í ofni sem tekur um
4-5 klukkustundir, eða flýtimæling
í örbylgjuofni sem tekur um 10 mín-
útur. Hvorug afðerðanna gagnast vel
til framleiðslustýringar. Rakastigið
getur breyst mjög fljótt og því ekki
hægt að nýta ofnmælinguna til að
stjóma þurrkuninni og flýtimæling í
örbylgjuofni er ekki nógu nákvæm.
Samfelld mælitækni
Með nær-innrauðri mælitækni er
hægt að fá samfellda (on-line) mæl-
ingu á rakastigi allrar framleiðslunn-
ar. Þessi mælitækni skilar nákvæmri
og áreiðanlegri mælingu samstundis,
sem er nauðsynlegt til að ná góðri
stýringu á rakastiginu. Rakastigið
er mælt með því að mæla endurkast
á nær-innrauðu ljósi.
Tækið sendir stöðugt
nær-innrautt ljós á vör-
una á bylgjulengd sem
rakinn dregur í sig, og
mælir síðan nær-inn-
rauða ljósið sem varan
endurkastar frá sér.
Varan tekur í sig þeim
mun meira af ljósinu
eftir því sem rakinn er
meiri. Ljósið sem varan
endurkastar frá sér er
því í öfugu hlutfalli við
rakann í vörunni.
Algengast er að stað-
setja nær-innrauða
skynjara í framleiðslu-
rásinni, eftir kælingu og mæla raka-
stig í fullunninni vörunni. Til að auð-
velda beina stýringu gæti einnig ver-
Ný tækni opnar fiski-
mjölsiðnaðinum auð-
velda leið, að mati
Gunnars Oskarssonar,
til að bæta gæði mjöls
o g auka hagnað.
ið gagnlegt að mæla rakastig eftir
forþurrkun. Ennfremur á öðrum stöð-
um í framleiðslurásinni þar sem
mögulegt er að framkvæma mælingu
og nýta upplýsingar um rakastig til
að auka hagkvæmni framleiðslunnar.
Fulikomnustu nær-innrauðu mælam-
ir skila mæligildi og úttaki sem hægt
er að nota til beinnar stýringar, en
með því er hægt að tryggja mun
betur en áður að framleiðslan sé sem
jöfnust og innan tilskilinna marka.
Arðsemi
Með gömlu mæliaðferðunum á
rakastigi er mjög erfitt að ná góðri
stýringu á rakastiginu. Mikilvægast
er að mjölið innihaldi ekki of mikinn
raka, en til að tryggja að svo sé er
tilhneiging til að þurrka mjölið of
mikið. Við það dregur hins vegar úr
nýtingu, gæðin verða lakari, afköstin
minni og tilkostnaður óþarflega mik-
ill. Ekki er ólíklegt að með betri
nýtingu, lækkun tilkostnaðar og
auknum afköstum megi auka hag-
kvæmni framleiðslunnar um 1% eða
meira með þessari nýju mælitækni.
Þar að auki verða gæði mjölsins
meiri og afköst verksmiðjunnar
meiri. Miðað við framleiðsluverðmæti
síðasta árs gæti hagnaðurinn af þess-
ari nýju mælitækni því verið um 200
milljónir króna, eða sem svarar um
10 milljónum króna hjá hverri fiski-
mjölsverksmiðju. Með auknu hlutfalli
hágæðamjöls verður þörfin og íjár-
hagslegur ávinningur af góðri stýr-
ingu á rakastigi meiri en nokkru sinni
fyrr. Fjárfestingin í mælibúnaði fer
eftir skipulagi verksmiðjunnar og
fleiru, en arðsemi fjárfestingarinnar
er venjulega 100% eða meira og end-
urgreiðslutíminn einungis nokkrir
mánuðir.
Þessi nýja mælitækni opnar þann-
ig auðvelda leið til að bæta ennfrek-
ar hagnað fískimjölsiðnaðarins, sem
er sennilega elsta stóriðja á Islandi.
Jafnframt myndi þessi nýja mæli-
tækni leiða til betri nýtingar á ann-
arri íjárfestingu fískimjölsverk-
smiðja, sem hefur verið töluvert mik-
11 undanfarin ár. Þá verður einnig
auðveldara að mæta kröfum markað-
arins um jafnari og betri gæði með
fljótvirkri og áreiðanlegri mælingu á
rakainnihaldi fiskimjölsins og bæta
þannig samkeppnisstöðu fyrirtækj-
anna enn frekar.
Höfundur er hagfræitingur og
framkvæmdastjóri TTC
Framleiðslutækni ehf.
.Gunnar
Óskarsson