Morgunblaðið - 28.06.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 33
ELVAR
ÞÓRODDSSON
+ Elvar Þórodds-
son var fæddur
á Selfossi 27. febr-
úar 1980. Hann lést
22. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Elín Tómasdóttir, f.
1. nóv. 1949, og Þór-
oddur Krisljánsson,
f. 10. jan. 1949.
Bræður Elvars eru:
1) Tómas, f. 18. ág.
1971. og er sambýl-
iskona hans Stefan-
ía Þóra Jónsdóttir,
en börn þeirra eru
Hildur Svava og
ísak Eldjárn. 2)
Kristján Eldjárn, f. 9. ág. 1976,
en unnusta hans er Silja Hrund
Einarsdóttir.
Elvar bjó hjá foreldrum sín-
um á Tunguvegi 5 á Selfossi
og var starfsmaður hjá Set hf.
á Selfossi.
Útför Elvars fer fram frá
Selfosskirkju og hefst athöfnin
klukkan 15:30.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls
og brugðizt getur lánið frá morgni
til kvelds.
(M. Joch.)
Það er fagurt sumarkvöld og fólk
nýtur góða veðursins.
Á leið minni um Austurveginn sé
ég hópa af ungu fólki á leið að
skemmta sér. Eg þekki marga -
sumir eru fyrrverandi nemendur mín-
ir eða úr skólanum okkar - Sólvalla-
skóla - glæsileg ungmenni. Ég get
vel sett mig í spor þeirra. Þarna
væri ég ef ég væri á þeirra aldri.
Um nóttina koma Dagrún og Ás-
laug til mín. Þær flytja mér þau
skelfilegu tíðindi að Elvar frændi
okkar hafi fallið í ána. Þær segjast
samt ekki vera vissar og ég hugsa
sem svo, að þetta sé sögusögn. Ég
klæði mig - fer niður að ánni og
spyr ungan björgunarsveitarmann -
og því miður - þetta er satt. Við
förum heim til Guðnýjar, vekjum
hana og förum aftur niður að á.
Elvar - þessi fallegi ungi maður
finnst látinn. Hvemig má þetta vera?
Þetta er óréttlætanlegt. Hann sem
áður hafði tekið þátt í sorginni með
skólasystkinum og vinum þegar ung-
menni úr skólanum okkar létust. El-
var var einn þeirra sem sýndi öðrum
samúð á þessum erfiðu stundum.
Samhugur og vinátta em mannkost-
ir, sem of lítill gaumur er gefinn og
því miður virðist samfélagið hafa lít-
inn áhuga á þeim hæfileika þegar
rætt er um unglinga.
Það rignir, blómin missa lit sinn,
ilmur gróðurs hverfur, himinninn
grætur með okkur. Við snúum heim
til fjölskyldunnar. Það er myrkur í
huga okkar þó að sólin gangi ekki
til viðar um hásumarið.
Elsku Ella, Þóroddur, Tommi,
Stebba og böm, Kristján og Silja og
aðrir aðstandendur og vinir, Guð veri
með ykkur.
Elsku Elvar,
ég þakka þér
góða viðmótið,
nýja sýn í starfinu,
kveðjurnar þínar.
Þórdís Kristjánsdóttir og
fjölskylda
Við emm hér saman komin frænd-
systkinin niðri í sveit, hjá afa og
ömmu í Skógsnesi, til að minnast
okkar kæra frænda Elvars, sem lést
af slysfömm aðfaranótt sl. sunnu-
dags. Það er mjög erfitt að skrifa
minningargrein, því okkar stóra fjöl-
skylda hefur verið svo lánsöm að
hafa ekki kynnst sorginni á þennan
hátt.
Það var alltaf gaman að hitta El-
var, þennan fallega strák með stóm
brúnu augun sín og dökka hárið.
Hann var alltaf tilbúinn að spjalla
hvar og hvenær sem var, eins og
foreldrar hans og bræður, og talaði
aldrei illa um neinn.
Elvar var alltaf vel
klæddur og snyrtilegur,
bara algjör „gæi“ enda
var oft sagt að hann
væri fallegasti strákur-
inn á Selfossi og þó víð-
ar væri leitað. Hann var
vinsæll og vinmargur.
Við frændsystkinin
lékum okkur mikið sam-
an þegar við vomm
yngri, en svo fjarlægð-
umst við meira þegar
við eltumst en spjölluð-
um saman þegar við
hittumst á förnum vegi.
Elvar fékk snemma
áhuga á bílum. Við frændsystkinin
minnumst þess á ámm áður, þegar
við komum á Tunguveginn, að það
vom áreiðanlega hundrað „match-
box-bílar“ á gólfínu hjá Elvari, ann-
aðhvort í pörtum eða dekkjalausir.
Hann eyddi miklum tíma í bílskúm-
um og gerði m.a. við bíl bróður síns
og afa okkar.
Við gætum setið hér í allt kvöld
og talað um Elvar. Við eigum um
hann ákaflega góðar minningar.
Vertu Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
(H.P.)
Kæm vinir, Ella, Þóroddur,
Tommi, Kristján og þið öll, við biðjum
góðan Guð að styrkja ykkur og
vemda í þessari miklu sorg.
Elsku Elvar, takk fyrir allt. Guð
geymi þig.
Þín frændsystkini
Guðný, Dagrún, Áslaug,
Kristján Eldjárn og Einar
„Vinur þinn er dáinn." Þessum
orðum og nóttinni sem þú fórst frá
okkur gleymi ég aldrei.
Ég var komin heim og farin að
sofa þegar mamma kom heim og
sagði mér að þú værir dáinn. Ég
missti allan mátt í fótunum, hrundi
niður á gólfíð og grét. Ég sofnaði
grátandi og vaknaði grátandi. Það
er bara svo sárt að hugsa til þess
að ég eigi aldrei eftir að sjá þig brosa
og heyra þig hlæja aftur. Eg man
svo vel hvemig þú hlóst og hvað þú
brostir fallega. Allar minningamar
um þig em núna orðnar það dýrmæt-
asta sem ég á og þær varðveiti ég í
þjartanu mínu, alltaf. Það er bara
svo margt sem ég vildi hafa sagt við
þig og gert með þér áður en þú fórst
til himna. Það er erfítt að reyna að
finna ástæðu fyrir því af hveiju svona
ungur og hamingjusamur strákur er
tekinn í burtu frá okkur sem þótti
svo vænt um hann. En ef það er ein-
hver ástæða fyrir því þá er hún sú
að það hefur vantað einhvern sem
er góður vinur til að hjálpa einhveij-
um í himnaríki. Því að ef góður vinur
er til þá ert þú sá allra besti. Mig
langar svo til að hafa getað sagt þér
hvað mér þótti mikið vænt um þig
og faðmað þig fast að mér einu sinni
enn. Manstu þegar við vomm í 10.
bekk? Við löðuðumst eins og segulst-
ál hvort að öðm og allir héldu að við
væmm saman. Á klósettveggjunum
stóð Elvar hjarta Ása Ninna og hjarta
var teiknað utan um myndina af
okkur sem hékk lengi uppi á vegg
uppi í skóla. Einu sinni bjóstu svo til
tvo hringi úr vímm, gafst mér ann-
an, settir hinn á þig og sagðir að
núna væmm við orðin hjón, með
hringa og allt.
Tómið sem þú skilur eftir á Sel-
fossi er stórt og lífið hjá okkur krökk-
unum verður aldrei eins. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa verið að tala við þig
og dansa við þig kvöldið sem þú fórst,
ég fékk þá allavegana síðasta dans-
inn frá þér. Elsku Elvar, takk fyrir
allar góðu stundimar sem við áttum
saman og fyrir að hafa verið svona
góður vinur. Ég mun aldrei gleyma
þér og ég veit að þér líður vel þar
sem þú ert núna. Mamma vill þakka
þér fyrir allar góður stundimar og
henni þótti líka vænt um þig.
Elsku Þóroddur, Ella og fjölskylda,
megi guð styrkja ykkur og vera með
ykkur á þessum erfíðu tímum.
Ása Ninna Pétursdóttir.
Þegar góður vinur er hrifínn úr
þessum heimi fyrirvaralaust rifjast
upp allar minningamar frá liðnum
ámm. Frá þeim tíma sem ég bjó um
stundarsakir hjá Þóroddi og Ellu,
með þeim bræðrum Tomma, Kristjáni
og Elvari. Ég grét þegar ég kom til
þeirra og ég grét þegar ég fór frá
þeim. Þetta var yndislegur tími. Eða
þegar pabbi ruglaðist á mér og El-
vari því við vomm svo líkir og
ógleymanlega íjallgangan okkar El-
vars og Torfa upp á Ingólfsfjall þar
sem við gerðum vörðu. Minningamar
em svo margar og þeim á ég aldrei
eftir að gleyma. Elvar var minn fyrsti
vinur og kveð ég hann nú með sökn-
uði. Elsku Eiia, Þóroddur, Tommi og
Kristján megi guð styrkja ykkur og
varðveita minningamar um góðan
strák.
Einar Karl Þórhallsson.
Hve sárt að sjá þig hníga
er sólin gyllir höf,
og lífi sviptan síga
um sumarmál í gröf,
svo fjörlegan og fríðan,
og frækilegan svein,
því skerpan bæði’ og blíðan
í brjósti þínu skein.
(M. Joch.)
Það er einkennilegt að hugsa til
þess að okkar skólafélagi og góður
vinur sé ekki meðal vor lengur. Elvar
var mjög opinskár og hreinskilinn og
átti því auðvelt með að kynnast öðm
fólki. Hvert sem maður fór með hon-
um mátti alltaf heyra hann heilsa og
stoppa til að spjalla.
Þó að Elvar hafí ekki verið mikill
íþróttaiðkandi fylgdist hann vel með
og gladdist og hló með okkur ef vel
gekk. Þær vom margar gleðistund-
imar sem við áttum með Elvari og
horfúm við með söknuði til framtíðar-
innar án nærvem hans. Þótt þær
verði ekki fleiri minnumst við þeirra
með bros á vör.
Það var gott að leita til Elvars í
vandræðum því hann bjargaði því
eins fljótt og unnt var.
Við kveðjum Elvar með sorg í
hjarta og minnumst þeirra stunda
sem við áttum með honum. Við send-
um fjölskyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi Guð varðveita
ykkur og styrkja í sorginni.
Ó, Guð minn, vek þá hugsun mér
í huga
við hveija neyð og sorg og
reynslu-fár;
þá styrkist ég og læt mig böl ei
buga
og brosið skín í gegnum öll mín
tár.
(Þýð. Matth. Jochumsson)
Gestur, Þórhallur og Sævar.
Það er með söknuði sem við kveðj-
um Elvar Þóroddsson. Hann sem var
svo broshýr og glaðlyndur ungur
maður, ávallt reiðubúinn að gera allt
fyrir alla. Við félagamir höfum þekkt
Elvar frá því að hann var lítill dreng-
ur í gegnum vinskap við eldri bræður
hans. Tengslin sem myndast á svo
löngum tíma verða alltaf sterk enda
þótt dagleg umgengni hafi ekki verið
nú á síðustu árum.
Elvar var yngstur þriggja sona
þeirra Elínar og Þórodds. Við vorum
daglegir gestir inni á heimili þeirra
í íjöldamörg ár og þekkjum gestrisni
og góðmennsku þeirra hjóna. Elvar
hafði marga kosti foreldra sinna,
hann var kurteis, prúður og fallegur
drengur sem aldrei sagði illt um
neinn. Hann var vinnusamur og dug-
legur, honum fórust öll verk vel úr
hendi. Þannig var hann strax frá því
hann var lítil drengur, sífellt eitthvað
að vinna í höndunum. Við sem um-
gengumst eldri bræður Elvars mun-
um vel hversu forvitinn og spurull
Elvar var, hann vildi alltaf fá að vera
með í því sem bræður hans og vinir
voru að gera. Aldrei var það þó svo
að við létum það trufla okkur. Elvar
var þannig gerður, þægilegur í um-
gengni og umfram aJlt skemmtilegur
strákur.
Seinna þegar fram liðu stundir
hélt Elvar alltaf þeim sið að spyq'a
um hagi okkar. Hann var alltaf til-
búinn að' tala við okkur vinina hve-
nær sem hann hitti okkur. Hann var
sannkallaður vinur vina sinna enda
var Elvar vinmargur og skal engan
undra sem þekkti til þvl hann var
hvers manns hugijúfí bæði í leik og
starfí.
Það er sárt að horfa á þegar efni-
legir menn hverfa á braut svo snögg-
lega, það er svo margt sem lífið hef-
ur upp á að bjóða en það veit sá sem
öllu ræður að Elvar hefur fengið
annað hlutverk á öðrum stað, þar sem
krafta hans verður notið um sinn.
Elsku Elín, Þóroddur, Tómas,
Kristján og fjölskyldur. Missir ykkar
er mikill en minningarnar eigið þið
og við öll, sem Elvar þekktum. Þess-
ar minningar eru ljóslifandi í huga
okkar vinanna. Megi algóður Guð
styrkja ykkur og styðja í þeirri sorg
sem nú hefur barið að dyrum. Minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Stefán, Sigurður Fannar,
Leó og fjölskyldur.
Okkar elskulegi vinur er nú fallinn
frá og langar okkur að skrifa grein
um hann eins og við munum eftir
honum. Laugardagskvöldið 21. júní
fórum við vinimir saman að skemmta
okkur eins og við gerðum oft, en
kvöldið endaði með harmleik.
Elvar var einlægur, hreinskilinn
og frábær vinur í alla staði, og var
aldrei í vondu skapi. Hann var til í
að gera allt fyrir alla og hlusta á
okkur ef við vomm í vanda stödd.
Þegar við félagamir voram saman
var hann alltaf miðpunktur í umræð-
unum og tók alltaf þátt í öllu. Hann
hafði mikla kímnigáfu og stóð fastur
á sínu, og lét engan vaða yfír sig.
Hann Elvar átti mjög marga og góða
vini og skilur hann eftir sig stórt tóm
í hjörtum okkar allra, og munum við
aldrei gleyma honum.
Okkur langar til að votta Ellu,
Þóroddi og sonum, okkar dýpstu sam-
úð og biðjum guð um að styrkja þau
í sorginni. Elvar, við söknum þín og
munum aldrei gleyma þér. Hvíl í friði,
þínir vinir.
Leifur, Adam, Ragnar,
Haraldur, Sólon, Viktor,
Tryggvi, Pétur, Drífa, Lóa,
Álfheiður, Guðný, Maríanna
og Árni Hrafn.
Það er eins og gerst hafí í gær.
Bömin á Tunguveginum að Ieik og
glettni og glaðlyndi strákurinn á
númer 5 stjórnar ferðinni og sér til
þess að allt fari vel. Hann tekur þau
minni í faðm sér þegar eitthvað bját-
ar á og ber smyrsl á sárin með hugg-
unarorðum og hlýlegu viðmóti. í sam-
skiptum við fullorðna fólkið er brosið _
hans fagra ávallt til staðar og óbeð-
inn réttir hann hjálparhönd.
Það var fyrir átta áram sem við
fluttum á Tunguveginn. Litli strák-
urinn þeirra Þórodds og Ellu varð
strax tíður gestur á heimilinu. Og
hann var fljótur að vinna hug okkar
og hjarta. Með honum og Lóu tókst
strax traust og góð vinátta, sem hún
metur mikils. Skapgerð hans var slík
að það var einkar notalegt að hafa
hann nálægt sér. Prúðmennska,
græskulaust grín og létt lund vora
einnkennismerki hans og rík ábyrgð-
arkennd gagnvart öllu sem honum
var trúað fyrir var ætíð til staðar.
Hann liðsinnti þeim yngri í orði og
verki og þau fundu fyrir öryggi í
návist hans. Reyndar var það svo
margt sem var jákvætt í fari þessa
vinar okkar og sem við fengum not-
ið. Fyrir það allt skal nú þakkað
þegar svo óvænt hefur verið bundinn
endi á ánægjulega samfylgd. Við
eram þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast Elvari á stuttu lífsskeiði
hans og munum ylja okkur við ljúfar
minningar frá samverastundunum
sem þó gáfust.
Ellu, Þóroddi, bræðram Elvars
heitins og unnustum þeirra vottum
við okkar dýpstu samúð. Megi þau
hljóta huggun í harmi og styrk til **
að standast þunga raun.
Guð blessi minningu Elvars Þór-
oddssonar.
Kristjana, Þorgeir Ingi,
Guðríður (Lóa), Ari Magnús og
Hildur.
í dauðans faðm nú fallið er
og fölt og kalt þar sefur
það bam, ó, guð, sem gafstu mér
og glatt um stund mig hefur.
Ó, faðir, lít í líkn til mín,
og lát þú blessuð orðin þín
mér létta sviðann sára,
er sárra fær mér tára.
(H. Hálf.)
Megi góður guð veita fjölskyldu
Elvars styrk og huggun í þessari
miklu sorg.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Áslaug Rut Kristinsdóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Elvar Þóroddsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
STEINAR WAAGE
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
SKOVERSLUN
Kringlunni
&
Verð:
sími: 568 9212
1.995,-
Verð áður
Tegund: O’NEILL
Litir: Svartir og rauðir
Stærðir: 36-41
Tegund:3406
Litir: Svartir
Stærðir: 36-41