Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 36
s36 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LOFTUR S. LOFTSSON + Loftur Sigurð- ur Loftsson, bóndi og tónlistar- kennari, var fædd- ur á Sandlæk í Gnúpverjahreppi 5. apríl 1937. Hann lést á Landspítalan- um 18. júni siðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin á Sandæk, þau Elín Guðjónsdóttir, hús- freyja frá Unnar- holti í Hruna- mannahreppi, f. 14. september 1901, d. 2. febrúar 1991, og Loftur Loftsson, bóndi frá Stóra- Kollabæ í Fljótshlíð, f. 8. októ- ber 1896, d. 14. mars 1978. Börn þeirra urðu flmm: Baldur, bifreiðastjóri, f. 5. október 1932, Erlingur, bóndi á Sand- læk, f. 22. júní 1934, þá Loftur, Sigríður, iðjuþjálfi, f. 11. apríl 1940, d. 13. febrúar 1992, og Elínborg, tónmenntakennari, f. 26. ágúst 1947. Eftirlifandi eigin- kona Lofts er Krist- jana Bjarnadóttir, húsmóðir og bóndi, f. 9. mars 1936. Börn Lofts og Kristjönu eru: Ses- selja, verkamaður, f. 27. júní 1961, á hún tvær dætur, Gunnhildur, bóka- safnsfræðingur, f. 12. nóvember 1962, maki Björn Araa- son, viðskiptafræð- ingur, eiga þau tvö böra, Helga Guðrún, grann- skólakennari, f. 8. júlí 1965, Hrafnhildur, landfræðingur, f. 14. júlí 1966, maki hennar er Ingvar Bjarnason, framhalds- skólakennari, og Loftur Sigurð- ur, verkamaður, f. 31. maí 1975. Útför Lofts fer fram frá Stóra-Núpskirkju í Gnúpveija- hreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar í örfáum orðum að minnast Lofts frænda míns eða Lolla, eins og hann var alltaf kallað- ur í fjölskyldunni, og þakka allt það sem hann gaf mér og kenndi, bæði um tónlistina og lífið sjálft. Hann kenndi mér á píanó, blokk- flautu og rafmagnsorgel, að ógleymdum öllum þeim lögum sem ég_ söng með honum ásamt fleirum í Ásaskóla, í Árneskórnum, heima í stofu í Breiðanesi og á Sandlæk og við hin ýmsu tækifæri nú á síð- v-j^ustu árum þegar hann spilaði undir hjá mér. Eftir á að hyggja, held ég reynd- ar að þær stundir sem við krakkam- ir á bæjunum áttum með honum syngjandi við píanóið hvenær sem tækifæri gafst, hafí verið sá neisti sem síðar leiddi mig út á tónlistar- brautina, og fyrir það verð ég ævin- lega þakklátur. Það var mjög mikilvægt og gott fyrir mig sem ungan tónlistarnema, hvað Lolli fylgdist náið með skóla- göngu minni, hvatti mig áfram, miðlaði af eigin reynslu og kunn- áttu og sýndi áhuga því sem hinn upprennandi söngvari var að fást við hveiju sinni. Þó svo að fjöl- "•j^skylda mín öll hafí alltaf stutt mig í tónlistarskólagöngu minni, skipa samtöl okkar Lolla um tónlistina sérstakan sess í huga mínum, og það er sárt til þess að hugsa að þau geta ekki orðið fleiri. Hafðu þökk fyrir allt þetta, kæri frændi, og einnig hitt sem ekki er nefnt hér og hvíl í friði. Minningin þín lifir. Syngjum, syngjum sofendum draum, vðktuð vökuljóð. Bami bæn um bjartari heim, sigurljóð og ástaróð. Huggum, huggum hvar sem er þörf þann er sorgir þjá. Vermum hann með vinarhug v lát hann fá oss hugsvölun hjá. Söngurinn þá, svo ef ég má, sefí harm og þrá. (Loftur S. Loftsson.) Loftur Erlingsson. Sérfræðingar Nálgast nóttin kær, næturmildur blær niðar í laufi hlýr og vær. Ég ætla að ganga út í kvöld í aftansólarglóð og blærinn heyrir einn mitt litla ljóð. (Loftur S. Loftsson.) Nóttin kæra er komin og hinn næturmildi Jónsmessublær niðar í laufínu bæði hlýr og vær. Hinn tón- visi félagi okkar, Loftur S. Lofts- son, er genginn út í hina eilífu aft- ansólarglóð. Það hafa fleiri en hinn blíði blær heyrt húmljóðin hans. Það eru margir búnir að njóta hljómlist- ar Lofts. Við samferðafólk hans höfum notið samfylgdar með hon- um á tónlistarsviðinu og í söng og gleðisölum og átt þess kost að heyra tóntærni hans og túlkun á margvís- legri hljómlist í söngundirleik, lúðrasveitum, danshljómsveitum og víðar. Árið 1965 urðu kaflaskipti og straumföll í lífi hans og fjölskyld- unnar. Hann lenti í slysi og lamað- ist á fótum og var eftir það bundinn hjólastól. Sá kraftmikli drengur lét ekki bölið buga sig. Þreklyndi hans og þrautseigja var ótrúleg. Eftir þetta slys hefðu margir í hans sæti lagst útaf og gefíð allt á bátinn. Lífskraftur Lofts var slíkur að hann horfði til framtíðar og með ómetan- legum styrk eiginkonunnar tókst þeim að bijóta lífshlaup hans upp í nýjan farveg. I Breiðanesi höfðu þau byggt upp bú sitt og bæ, en börnin þeirra urðu þeim vísbending og hvatning að horfa bjartari augum til framtíðar- innar þrátt fýrir þá miklu' líkamlegu fötlun, er Loftur varð fyrir. Það virtist sem Loftur hefði fengið auk- inn lífskraft og andlegur orkukvóti hans hafí vaxið við þessa erfíðleika. Hann breytti um starf og settist í Söngkennaradeild Tónlistarskól- ans i Reykjavík 1967-1969 og lauk þaðan prófí. Áður hafði hann stund- að nám við Tónlistarskóla Ámes- inga. Síðan sótti hann mörg nám- skeið í tónlist, m.a. kennslufræði og píanóleik. Hann hóf kennslu hjá Tónlistarskóla Árnesinga 1969 og var það hans aðalstarf uns hann lagðist inn á spítala í septemberlok á sl. ári. Hann kenndi tónmennt í mörg ár í flestum grunnskólum í uppsveitum Árnessýslu, en þar ann- aðist hann tónlistarkennsluna flest árin. Loftur var fjölhæfur kennari, auk þess að kenna á píanó kenndi hann á málmblásturshljóðfæri, gít- ar, bassa, blokkflautu og hljóm- borð. Þá annaðist hann tónmennta- kennslu í Lýðskólanum í Skálholti 1973-1976. Hann stofnaði Árnes- kórinn 1973 en kórinn starfaði í 20 ár undir hans stjórn. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Selfoss 1958 og lék með henni í nokkur ár. Þá lék hann í mörg ár í hinni vinsælu danshljómsveit Osk- ars Guðmundssonar. Loftur var gott tónskáld. Hann í blómaskreytingum vió óll tækifæri Skólavörðustíg 12. ( á horni Bergstaðaslrætis, sími 551 9090 hefur samið mörg sönglög. í tilefni 40 ára afmælis Tónlistarskóla Ár- nesinga 1995 var gefið út sönglaga- hefti með 12 sönglögum eftir Loft fyrir blandaðan kór og píanó. Fleiri lög eru á biðlista til næstu útgáfu. Á kveðjustundu skulu færðar þakkir frá Tónlistarskóla Ámesinga fyrir störf hans, kennslu og tón- menningarframlag. Fjölskyldu og öðrum aðstandendum er tjáð samúð og innileg hluttekning. Hjörtur Þórarinsson, Ásgeir Sigurðsson. Á haustdögum árið 1972 lagði sá er þessar línur ritar leið sína að Breiðanesi í Gnúpveijahreppi. Erindi mitt var að fá staðfestingu á því að húsráðandi þar, Loftur S. Loftsson, kæmi áfram til starfa sem tónmenntakennari við skólann í Brautarholti á Skeiðum. Þetta er mér mjög eftirminnileg heimsókn. Það var nánast eins og ég væri að hitta fólk sem ég hefði þekkt lengi - hafði þó ekkert þeirra hitt áður. Reyndar þekkti ég eldri Loft á Sandlæk af afspurn vegna kynna hans af frændfólki mínu austan Þjórsár. Það var gaman að kynn- ast þeim hjónum Lofti og Nönnu og spjalla við þau um landsins gagn og nauðsynjar. Fjórar ungar dætur voru sérlega kátar og minntu á falleg fiðrildi - síðar átti eftir að fæðast mannvænlegur son- ur. Loftur hafði góð orð um að líta til okkar einu sinni í viku og fræða ungt fólk um undravegi söngs og hljóma, ljóða og laga. Loftur hafði þá lokið námi tónmenntakennara og hafíð störf á því sviði. Framund- an var löng samvinna. Mér er ljúft að þakka honum gott og farsælt starf með börnunum í Brautarholti - starf sem skilaði með hveiju árinu sem leið betri og betri ár- angri. Það var gaman að fylgjast með hvernig raddgæði barnanna jukust gegnum tíðina. Sérstakt og eftirminnilegt var þegar Loftur kom í skólann snemma morguns. Þá ræddum við oft litla stund um daginn og veginn. Hann kunni á mörgu skil, var vel lesinn, unni góðum bókmenntum og sögu lands og þjóðar. Hann var stórbrotinn að allri gerð með hjartað á réttum stað. Maður með mikla lífsreynslu. Á þessum árum var Árneskórinn stofnaður. Þar var ég svo lánsamur að stíga á söngpall með sveitung- um mínum og nágrönnum. Hús- bóndavaldið var í höndum Lofts og þar þýddi ekki annað en að vinna af alúð og vandvirkni. Loftur vann stórvirki að tónlistarmálum Árnesinga. Þar var á góðum grunni að byggja. Raddgæði og tónvísi liggja þar í landi. Hann vann vel úr góðum efnivið. Mér þykir at- hyglisvert að einmitt núna þessa dagana iðkar fólk þar um slóðir tónlist sem stenst samanburð við það sem best er gert á því sviði hérlendis. Starf hans hefur borið góðan ávöxt. Þegar litið er yfir farinn veg koma minningarnar fram á tjaldi hugans. Fátt kemur þar skýrar í ljós en samferðar- mennirnir. Þeir birtast þar hver með sínu móti. Um marga þeirra má segja að þar standi sterkir stofnar, mikilhæfir menn sem unnu afrek. Menn sem maður tekur ofan fyrir og minnist með mikilli virð- ingu og þökk. Loftur var einn þeirra. Sömuleiðis kona hans og börn. Ég flyt þakkir starfsfólks við skólann í Brautarholti á Skeiðum á árunum ’72 - ’87 þeirra Ólafs Jóns- sonar, Hrafnhildar Magnúsdóttur og Hildar Björnsdóttur fyrir sam- starf sem aldrei bar skugga á - það er bjart yfir þeim dögum. Með fáum orðum hef ég minnst Lofts S. Loftssonar tónlistarmanns í Breiðanesi í Gnúpveijahreppi. Hann lést 18. júní 1997. Allt líf hans og starf var með þeim hætti að okkur samferðarmönnunum ber að minn- ast hans, gera minningu hans skil og votta honum virðingu. Með kveðju og þökk til fjölskyldu hans. Pálmar Guðjónsson. Loftur Sigurður Loftsson, Breiða- nesi, kennari og tónlistarmaður, lést á Landspítalnum að morgni 18. júní sl., eftir langa og erfíða sjúkdóms- legu. Hann var fæddur á Sandlæk í Gnúpveijahreppi 5. apríl 1937 og var því liðlega sextugur. Var hann þriðja bam foreldra sinna er þar bjuggu, þeirra Elínar Guðjónsdóttur og Lofts Loftssonar. Síðar bættust við tvær stúlkur. Böm þeirra Sand- lækjarhjóna urðu því 5 að tölu, þau Baldur, Erlingur, Loftur Sigurður, Sigríður og Elínborg. Af þeim eru nú látin Sigríður og Loftur Sigurður. Hann Loili, eins og hann var kall- aður, ólst upp við venjuleg sveita- störf með fjölskyldu sinni á Sand- læk, hlaut sína bamafræðslu í Ása- skóla og síðar á Laugarvatni. Á æskuheimili hans var söngur og tón- list í hávegum höfð. Þá var starf- andi Karlakór Hreppamanna, sem þeir sungu báðir í pabbi og Gummi frændi. Tóku þeir oft lagið saman heima fýrir og lærðu bömin ófá lög af þeim. Sömuleiðis var orgel á heim- ilinu sem móðir okkar átti og var fenginn kennari nokkur ár til að kenna krökkunum á það, en það var hann Kjartan Jóhannesson. Hann Lolli var fljótur að ná tökum á orgel- inu og lesa nótumar. Það var raun- ar sama hvaða hljóðfæri hann fékkst við, hann gat spilað á næstum hvað sem var. Nokkra vetur sótti hann tíma hjá Tónlistarskóla Ámesinga á Selfossi. 14-15 ára var hann farinn að spila á dansleikjum með ýmsum aðilum, lengst þó með hljómsveit Óskars Guðmundssonar frá Selfossi. Þá starfaði hann talsvert með Lúðra- sveit Selfoss gegnum árin. Árið 1961 hinn 28.8. gekk Lolli að eiga eftirlifandi konu sína, Krist- jönu Bjamadóttur frá Selfossi. Þau stofnuðu sitt fyrsta heimili á Sand- læk, en réðust fljótlega í að reisa nýbýlið Breiðanes, úr landi Sand- lækjar. Eignuðust þau fimm böm. Árið 1966 lenti Lolli í hörmulegu slysi sem gjörbylti lífí þessarar fjöl- skyldu og öllum hennar framtíðará- ætlunum. Upp frá því var hann að mestu bundinn hjólastól og hækjum. En hann Lolli gafst ekki upp, hann fór í tónmenntakennaradeild Tónlist- arskólans í Reykjavík og lauk þaðan prófi og starfaði æ síðan að kennslu í sínu fagi, vítt og breitt um Ámes- sýslu á vegum Tónlistarskóla Árnes- sýslu. Hefur stundum þurft kjark og áræði að fara af stað í vetrar- myrkri og hríð áleiðis að Laugar- vatni eða Aratungu svo dæmi séu tekin um staðina þar sem hann var við kennslu. Auk þessa starfaði hann að ýmsu varðandi tónlist, en þó ber hæst stofnun og störf Ámeskórsins sem hann stofnaði og stjómaði, allmörg ár. Hann Lolli var þeim gáfum gædd- ur að geta samið bæði lag og ljóð ef á þurfti að halda, og em ófá lögin og ljóðin til eftir hann og em þau mörg hver einkar kær a.m.k. okkur Sunnlendingum. Margar minningar streyma fram í hugann á þessum tímamótum. Gott var að koma til Lolla og Nönnu, hitta frændur og vini og oft var glatt á hjalla, sungið, spilað og alltaf var Lolli hrókur alls fagnaðar, söng, spilaði á gítarinn, píanóið eða bass- ann. Þau Lolli og Nanna ferðuðust víða um land á sumrin og Lolli var fjöl- fróður um flest þar sem þau vom á ferð. Nokkmm sinnum var ég svo heppinn að vera í samfloti í slíkum ferðum, sem seint gleymast. Nú seinni árin fór heilsu hans að hraka og upp komu ný vandamál að fást við og hélt svo fram, einkan- lega síðastliðið ár. Aldrei heyrðist hann þó kvarta eða æðrast og ef maður reyndi að spyija um heilsufar eða veikindi hans, var hann einkar laginn að fara að ræða aðra hluti, eða leita frétta af annarra högum. Hann Lolli var vinamargur og sýndu þeir oft hug sinn í verki og eru mér einkum í huga tónleikar sem haldnir voru í Árnesi, honum til styrktar síðastliðið haust, og það fjölmenni sem þar var. I þessari baráttu hefur fjölskylda hans og hans nánustu staðið að baki hans eftir mætti. Ekki síst kona hans, hún Kristjana, sem varla hefur frá honum vikið sl. níu mán- uði og hefur sýnt aðdáanlegan kjark, þrautseigju og styrk við umönnum hans. Öllu hjúkrunarliði og læknum, sem hann önnuðust skulu þökkuð nærfærni og alúð. En nú verða samverustundirnar ekki fleiri við okkar ástkæra vin. Við sendum Nönnu og fjölskyldu dýpstu samúðarkveðjur. Eftir stendur minningin um góðan dreng og við spyijum en fátt er um svör. Far vel, bróðir og vinur. Loftur Sigurður er jarðsettur í dag að Stóra-Núpi. í sveitinni sinni, sem hann unni svo mjög og hann dvaldi mest af sinni ævi, fær hann nú legstað í faðmi Hreppafjallanna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur (Hávamál.) Baldur Loftsson. Lokið er langri og strangri bar- áttu vinar okkar Lofts í Breiðanesi. Innviðirnir voru traustir og sterkir, en líkaminn megnaði ekki meir þrátt fyrir ýtrustu mannlega hjálp og mikinn vilja. Viljastyrk Lofts var raunar viðbrugðið. Hann varð ung- ur maður fyrir miklu áfalli og lifði æ síðan við skerta krafta. Þegar þetta varð var hann nýlega orðinn bóndi og byijaður að byggja upp í Breiðanesi, kvæntur með íjórar ungar dætur. Síðar eignuðust þau hjónin fimmta barnið, son sem er alnafni föður síns. Margur hefði misst móðinn við það sem minna er, en Loftur gafst ekki upp. Hann fann sér nýjan vettvang þar sem hann gat haldið áfram að beita getu sinni og gáfum. í stað þess að yrkja jörðina fór hann að rækta tónlistargáfuna, sem honum var gefín í ríkum mæli. Hann tók sig upp með fjölskylduna og aflaði sér menntunar. Sneri síðan aftur heim útskrifaður tónlistarkennari og vann æ síðan margfalt starf við uppfræðslu í mörgum skólum og byggðum, við þjálfun einstaklinga og kórstjórn. Loftur var mikilla sanda og sæva. Hann var skarpgreindur og geðrík- ur skapmaður og áreiðanlega þurfti hann á því afli að halda til að sigr- ast á margvíslegum hindrunum. Árin sem við bjuggum austur i Gnúpveijahreppi eru samofín minn- ingunum um Loft í starfí og leik og því er hugurinn fullur af sökn- uði og trega. Við minnumst með kærri þökk margra góðra og glaðra stunda með þeim hjónum Lofti og Nönnu í Breiðanesi. Loftur var fróð- ur um margt og vel lesinn, kunni aragrúann af sögum, ljóðum og vís- um og átti sjálfur létt með að binda hugsanir sínar í lög og í ljóðstafi. Hann var áhugasamur um náttúru- fræði, jarðfræði, landafræði og sagnfræði. Allt var þetta samþætt eins og gjarnan er sagt í dag. Þessa nutum við oft í samræðum og ekki hvað síst þegar við fórum saman í ferðir. Þá var Loftur í essinu sínu. Hann kunni heitin á hveiju fjalli og fyrirbæri enda hafði hann áður undirbúið sig af brennandi áhuga með lestri og það sem hann einu sinni nam var komið til að vera. Hann gat líkt og listaskáldið góða setið kyrr í sama stað og samt ver- ið að ferðast, svo ljóslifandi voru staðirnir fyrir honum þótt hann hefði aldrei litið þá augum. Hetjulegri baráttu fyrir bættri heilsu er nú lokið og Loftur farinn þangað, sem lífsins fjöll ljóma á móti. Ung bundust þau tryggðum Loftur og Nanna. Hún var lífslánið hans og fylgdi manni sínum í blíðu og stríðu. Það sem hún hefur áork- að er aðeins á færi þeirra, sem mikið hafa þegið og mikið geta gefið. Við biðjum Nönnu og börnun- um og fjölskyldum þeirra blessunar og einnig systkinum Lofts og frændgarði og vinum. Sjálf þökkum við fyrir dýrmæta vináttu. Bjarnheiður og Sigfinnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.