Morgunblaðið - 28.06.1997, Page 38

Morgunblaðið - 28.06.1997, Page 38
38 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORSTEINN SIGURÐSSON + Þorsteinn Sig- urðsson frá Melstað, einnig kenndur við Blát- ind, fæddist í Vest- mannaeyjum 14. nóvember 1913. Hann lést á Hraun- búðum, dval- arheimili aldraðra i Eyjum, 19. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Jónsdóttir og Sig- urður Hermanns- son. Alsystir hans var Þórunn Sig- urðardóttir og hálfbróðir hans var Sigurður Ágústsson og eru bæði iátin. Þorsteinn var húsasmíða- meistari að mennt, en fljótlega snerist hugur hans til fisk- vinnslu og útgerðar og á þeim vettvangi varð hans aðalævi- starf. Hann var einn af frum- kvöðlum og forystumönnum í atvinnulífi í Vestmannaeyjum um áratuga skeið. Steini á Blátindi, eins og hann var jafnan kallaður, var einn af þremur stofnendum Fiskiðjunnar og gegndi hann framkvæmdastjórastarfi þar um árabil. Þá var hann einnig framkvæmdastjóri Fiskimjöls- verksmiðjunnar í Vestmanna- eyjum og undir hans sljórn varð mikil uppsveifla hjá fyrir- tækinu og það endurbyggt að mestu. Auk afskipta af útgerð í gegnum Fiskiðjuna rak hann eigin útgerð með Ólafi Sigurðs- syni frá Skuld, Ófeig VE, og var einn af bátum þeirra fyrsti stálbáturinn sem keyptur var til landsins. Þorsteinn hafði um hríð af- skipti af bæjarmálum og sat í bæjarsljóm Vestmannaeyja eitt kjörtímabil fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Þá sat hann lengi í skólanefnd Stýrimannaskólans sem fulltrúi Útvegs- bændafélags Vest- mannaeyja. Þorsteinn gerðist félagi í Akóges skömmu eftir stofn- un félagsins og einnig var hann virkur í starfi Rot- aryklúbbs Vest- mannaeyja lengi, sem og knatt- spymufélagsins Týs. Þorsteinn var alla tið mikill list- unnandi og á sínum yngri ámm spilaði hann með Lúðrasveit Vest- mannaeyja og söng einnig með Vestmannakórnum. Síðari ár beindi Þorsteinn kröftum sínum að umhverfismálum í Eyjum og beitti sér m.a. fyrir merkingu ömefna í Vestmannaeyjum. Sigurður faðir hans dó þegar Þorsteinn var ungur drengnr og ólst hann því upp að stómm hluta hjá Valdimar á Álfhólum í Vestur-Landeyjum og bar hann ávallt mikinn hlýhug og þakklæti til fólksins sem hann ólst upp með í Landeyjunum. Síðar giftist Sigrún móðir Þor- steins Ágústi Úlfarssyni og reyndist hann Þorsteini ávallt mjög vel. Eftirlifandi eiginkona Þor- steins er Anna Jónsdóttir til heimilis á Hraunbuðum í Vest- mannaeyjum. Dætur þeirra em tvær, Sigrún, gift Sigurði Elías- syni, hafnarverði í Vestmanna- eyjum, þeirra böm eru, Þor- steinn, Ánna Lilja og Elísa, og Stefanía, gift Viktori Berg Helgasyni, útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, þeirra böm em Þorsteinn, Helgi og Gunnar Berg. Útför Þorsteins fer fram í Landakirkju i Vestmannaeyj- umm í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú þegar jörðin er að vakna af vetrardvala, blóm í haga, æmar bomar, bjargfuglinn orpinn og ung- viðið leikur sér, slokknar líf vinar mi'ns Þorsteins Sigurðssonar frá Blátindi. Með láti Þorsteins eru þeir allir látnir, sem stofnuðu Fisk- iðjuna á sínum tíma. Hinir vom Ágúst Matthíasson og Gísli Þor- steinsson. Steini á Blátindi (eins og hann var jafnan kallaður) tók virk- an þátt í athafnalífi bæjarins til fjölda ára. Fyrst var hann fram- kvæmdastjóri hjá Einari Sigurðs- syni, síðar í Fiskiðjunni og að lokum í Fiskimjölsverksmiðjunni í Vest- mannaeyjum. Steini var húsasmíða- meistari að mennt og kom það sér vel við uppbyggingu Fiskiðjunnar og FIVE. Steini var menningarlega sinnaður, hafði gaman af góðri tón- list enda söngmaður góður. Einnig bar hann gott skyn á myndlist eins og heimili hans bar vott um. Steini sat eitt kjörtímabil í bæjarstjóm Vestmannaeyja, en hvarf fljótlega úr pólitíkinni, hugur hans leitaði meira til náttúmnnar og pólitískt þras var honum lítt að skapi. Hann naut sín best á meðal trillukarla, úteyjamanna og bænda. Sem ungl- ingur var hann í sveit í Landeyjun- um hjá Valdimar í Álfhólum og hélt tryggð við það fólk alla tíð. Einnig eignaðist hann góða vini, t.d. Agúst í Sigluvík o.fl. Ég varð þess aðnjótandi að heimsækja þetta fólk með Steina á ferðalögum okkar um landið. Áður en lagt var af stað frá Eyjum var bíllinn fylltur fisk- meti (saltfiski, vænum lúðum og nokkrum tunnum af saltsíld í hross- in), það var svo hátíð í bæ þegar Þorsteinn á Blátindi _ók í hlað og veitti á bæði borð. Á yngri ámm fór Steini mikið til eggja bæði á heimalandinu og í úteyjum. Iðulega þegar við sigldum undir einhveiju svartfuglabælinu sagði hann: „Hérna seig ég í gamla daga.“ Hann var hafsjór af fróðleik um örnefni í Eyjum, enda búinn að príla um allar Eyjarnar, fram á ystu snasir og síga í hæstu björg. Faðir minn sagðist oft hafa verið með Steina við eggjatökur, hann hefði verið mjög lipur og öruggur fjallamaður, gætinn en samt áræð- inn. Áræðinn, það er einmitt það sem Steini var alla tíð. Hann fór ekki alltaf troðnar slóðir í verkum sínum, t.d. létu hann og Ólafur Sigurðsson frá Skuld byggja fyrir sig fyrsta stálfiskibát íslendinga í Hollandi árið 1954. Bygging Fiskiðjunnar var einnig dæmi um stórhug á þeim tíma. Á yngri áram var hann virkur félagi í Knattspyrnufélaginu Tý og má geta þess, að hann gaf félaginu það land þar sem félagið gerði síðan myndarlegan knattspyrnuvöll við Hástein. Hann var félagi í Rótary- klúbbi Vestmannaeyja. Einnig var hann heiðursfélagi í Akóges. Á meðan heilsan leyfði var hann ötull og góður félagi í þeim báðum. Fyr- ir nokkmm árum hafði hann for- göngu um að merkja ýmis ömefni hér í bæ. Þá þurfti ég að teikna þetta upp eftir kúnstarinnar reglum og það var síðan sent í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar ásamt völdu sjávargijóti frá Eyjum. Svona skyldi þetta unnið og ekki frá því hvikað. Fyrir þetta framtak sitt var honum veitt viðurkenning frá Menningarsjóði Sparisjóðs Vest- mannaeyja. Hann var í forsvari við gerð minnisvarða um vin sinn og æskufélaga Oddgeir Kristjánsson á Stakkagerðistúninu. Hann studdi ávallt vel Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum og sat í skóla- nefnd til margra ára. Svona mætti lengi telja. Það hrannast upp minningarbrotin að leiðarlokum, því af nógu er að taka eftir áratuga trygga og góða vin- áttu. Ógleymanlegar em ferðimar á Barðanum inn á Danskahraun, Flúðir vestur að Dröngum og í Suð- ursjóinn með eyjarnar allt um kring og Heimaey í sínu fegursta skarti, eða eins og vinur okkar Ási í Bæ orðaði það svo snilldarlega í kvæð- inu Heima: Hún rís úr sumar sæn- um / í silkimjúkum blænum / með fjöll í fleti grænum / mín fagra Heimaey ... og enn þeir fiskinn fanga / við Flúðir, Svið og Dranga / þó stormur stijúki vanga / það stælir karlmanns lund. Steini átti það stundum til, þegar veðrið var sem fallegast og spegil- sléttur hafflöturinn glitraði og hann var sestur á þóftuna sína, að taka ofan hattinn og syngja hástöfum fyrir mig og múkkann. Stundum vomm við svolítið léttgeggjaðir, t.d. þegar við fómm „Bjarmalandstúr- ana“ og höfðum með okkur rauð- vínskútinn, en alltaf lukkaðist þetta og við komum heilir heim. Upp í hugann kemúr ferð er við fómm austur á fírði. Ætlunin var að veiða físk í á sem heitir Tinna og er í Breiðdalnum. Eftir að við vomm búnir að beija þessa sprænu í þijá daga og ekki séð og því síður feng- ið físk, þá fórum við nú að grennsl- ast eftir veiðibókinni. Við fundum hana um síðir í sjoppu þar í grennd- inni. Samkvæmt henni var fræðileg- ur möguleiki á því að við gætum veitt hálfan físk á viku. Það var því snarlega pakkað saman og við yfírg- áfum svæðið. Nú skyldi haldið norð- ur á Borgarfjörð eystri. Þar veiddum við nokkra silunga og nutum veður- blíðunnar þar sem meistari Kjarval gerði mörg af sínum bestu listaverk- um með Dyrfjöll að myndefni. Síðan var ekið suður Sprengisand og aflinn snæddur á hálendinu. Já, það er frá mörgu að segja eftir öll þessi ár sem við áttum sam- an. Síðustu árin dvaldi Steini í Hraunbúðum og það var eitt af helgarverkunum að heimsækja hann og gjarnan fengum við okkur viðring (bíltúr). Umræðuefnin vom aðallega örnefni, aflabrögð og nátt- úruskoðun, t.d. hvort lundinn væri sestur upp eða svartfluglinn kominn í bjargið og hvort ég hefði heyrt í lóunni. Svona var Steini á Blátindi. Hann átti fáa sína líka. Höfðingi heim að sækja, hyglaði þeim sem minna máttu sín og hafði ekki mörg orð um það. í síðustu heim- sókn minni til hans var það fast- mælum bundið að ég myndi teikna fyrir hann Efra Saltaberg, sem ég og gerði. Ég ætlaði að færa honum þessa skissu sl. laugardag, en nú verður einhver bið á því. Þetta dæmi sýnir vel hvar hugurinn dvaldi fram á síðustu stundu. Anna, Sigrún, Stefí, Gunna, tengdasynir, barnabörn og barna- bamaböm, við Hólmfríður og Nýja sendum ykkur innilegustu samúð- arkveðjur. Ég kveð bóndann á Blátindi með söknuði og trega. Hinsta kveðjan til þín, kæri vinur, er brot úr ljóða- bálki, sem Ási orti um þig sjötugan: Gakktu svo hress um gömul spor jiar golan kitlar þangið. Ég sé þig á Barðanum sigla i vor með sólina í fangið. Guðjón Ólafsson (Gaui í Gíslholti). GUÐRÚN EMILSDÓTTIR + Guðrún Emilsdóttir fæddist á Borg í Skriðudal 20. apríl 1913. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Skjóli 15. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. júní. Ég veit um eitt blóm sem ekki bregður litum þegar það fölnar - blómið vex í hjarta mannsins á þessari jörð. (jsp.ljóð) Elsku amma Guðrún, við Diljá hefðum viljað kveðja þig með öðmm hætti, faðma þig að okkur og segja þér hversu mikið okkur þykir vænt um þig. En lífið er einu sinni þann- ig, við vitum aldrei hvenær tími okkar í þessu jarðlífi er allur. Þess vegna kveðjum við þig nú og föðm- um þig í huga okkar með þessum fátæklegu orðum. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þær stundir geymum við með okkur alla tíð. Þakka þér fyrir vináttu þína, stuðning þinn og tryggð. Við trúum því að nú líði þér vel, elsku amma. Ættingjum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Di(já og Kristín. Það var um sumarið 1990 að ég var svo lánsöm að fá að kynnast Guðrúnu Emilsdóttur. Bjó hún þá hjá sonarsyni sínum, Eyjólfí Kjalari Emilssyni, og fyrrverandi konu hans, Hjördísi Hákonardóttur. Þar fann ég fyrir eðlislægri gestrisni hennar, því að þótt ekki væri hún heima hjá sér og hún væri líkam- lega mjög þreytt, fannst henni ekki annað hægt en að baka pönnukökur ofaní okkur. Guðrún var í einu orði sagt yndisleg kona, góð og hlý og ræðin og skemmtileg. Hún var gáf- uð kona og mjög minnug og sagði sérstaklega lifandi frá. Hjá henni heyrði ég margar bernskusögur af sonarsyni hennar og unnusta mín- um Ömólfí Kristjánssyni og fékk því fyrir hennar tilverknað kynnst honum sem bami. Guðrún naut þess að hafa fólk í kringum sig enda alin upp á mjög mannmörgu heimili. Man ég að mér þótti það mjög merkilegt er hún sagði mér að hún hefði átt mjög erfítt með að venjast því að sofa ein í rúmi þegar Eyjólfur fór á elli- heimilið, enda þá aldrei sofið ein, því að hinar mörgu systur á Stuðl- um hafi deilt með sér rúmum þar til þær giftust og gengu í eina sæng með eiginmönnum sínum. Guðrún hafði mikla ánægju af samskiptunum við sína mörgu af- komendur og lét sér annt um þá alla. Vorkenndi ég henni því sárt fyrir hvað mörg af hennar bömum bamabömum og barnabarnabömum hafa verið og em nú búsett erlend- is. Ég kveð hana með söknuði og veit að það gera fjölmargir aðrir. Helga Steinunn Torfadóttir. Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi í Vestmannaeyjum var athafna- skáld, hann var mikilvirkur at- hafnamaður í forsvari stærstu fisk- vinnslufyrirtækja landsins um langt árabil, en jafnhliða gaf hann sér tíma til að huga grannt að ýmsum framfara- og hagsmunamálum bæði á sviði landsmála almennt og umhverfismála. Steini á Blátindi var ákaflega hlýr og þægilegur maður og það var mikil reisn og vídd í öllu sem hann gerði. Hann framkvæmdi hávaðalaust en mark- visst og oft minnti stíll hans á lip- urð bjargmannsins í þverhníptu berginu, því þótt oft virtist ókleift hafði Steini það með seiglunni og ótrúlegri fylgni. Reyndar var hann í hópi snjöllustu bjargmanna og kleif á sínum tíma ásamt félaga sínum fyrstur manna Þrídranga í Vestmannaeyjum. Þar er þverhnípt- ur hamarinn og virðist ekki á færi nema fuglsins fljúgandi að fara þar upp, en þar fór athafnaskáldið fyrstur manna. Þorsteinn Sigurðsson var glæsi- legur maður og þegar þau fóru um, hann og hin sérlega glæsilega kona hans, Anna, þá var stíll yfír svæð- inu. Vestmannaeyjar voru heimsálf- an sem þessi ljúfi maður lagði rækt við umfram annað, hér tók hann þátt í margs konar félagsstarfi, sat um tíma í bæjarstjórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, hvatti til aukinnar menntunar skipstjórnarmanna og lagði víða hönd á plóginn auk þess að stýra og byggja upp aflmikil fyrirtæki eins og Fiskiðjuna í Vest- mannaeyjum og Fiskimjölsverk- smiðjuna eða Gúanóið eins og verk- smiðjan er kölluð í daglegu tali. Steini á Blátindi ígrundaði alla hluti, en hann var skjótur að taka ákvarðanir þegar upp kom, því inn- leggið í vangaveltunni var svo mik- ið fyrir. Oft hringdi Steini eða kom boðum með orðunum: „Ég þarf að ræða við þig við tækifæri." Þá var hann að velta fyrir sér ólíkustu málum og alltaf lagði hann gott til, alltaf fann hann brúklega fleti með nýju sniði sem hann lagði á borðið með einstakri hógværð sinni en rökfestu. Þorsteinn Sigurðsson var listrænn maður og hann sá möguleikana í auðlind okkar í haf- inu, jafnt möguleikunum í umhverfi okkar almennt og mikilvægi þess að virða og hlú að umhverfinu. Það gerði hann til dæmis upp á sitt ein- dæmi á efri ámm með því að láta höggva örnefni í fjörusteina og koma merkingunum fyrir hjá við- komandi örnefnum. Steini á Blátindi fór aldrei fram með offorsi, hann var eins og breiðu stórfljótin, allt leið fram með miklu afli, en mjúklega. Það var gott að eiga hann að, gott að hlusta á ráð- in hans, gott að vita af honum, því honum fylgdi hlýja og öryggi. Önnu, Stefí, Sigrúnu og öllum ættingjum og vinum sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Megi Steina á Blátindi farnast vel í þrítugum hömrum eilífðarinnar, því það er alveg klárt, að þar mun hann ekki sitja aðgerðalaus. Fet fyrir fet mun allt færast fram. _ Árni Johnsen. Þorsteinn á Blátindi eða afí á Blá eins og ég kallaði hann alltaf er fallinn frá. A þessum tímamótum eru margar góðar minningar sem sækja á enda skipaði hann mikil- vægan sess í lífi mínu. Ég er fyrsta barnabarn hans og var skírður í höfuðið á honum. Samband okkar nafnanna var alla tíð mjög gott, enda þótt ég hafí ekki alltaf látið vel að stjórn. Það kom kannski fyrst í ljós þegar hann hélt á mér undir skírn. Snáðinn var nefnilega orðinn níu mánaða gamall þegar hann var skírður og frekar stór miðað við aldur. Þessi annars virðulega athöfn fór alveg úr böndunum því megninu af vígða vatninu náði hann að skvetta á hann afa sinn. Þessi uppákoma í kirkjunni treysti enn frekar sambandið okkar á milli. Á hveijum sunnudegi mætti afí í sínu fínasta pússi og fór með mig í bíltúr. Hann rúntaði með mig um eyjuna og fræddi mig um ör- nefni og fugla. Móðir mín hlær enn þann dag í dag að því að þegar við komum til baka vomm við oft ansi snúnir eftir að hafa eytt megninu af bíltúrnum í að rífast um hvaða götur ætti að keyra en alltaf mætti hann aftur næsta sunnudag og allt- af var ég tilbúinn til að fara með honum í bíltúr. Ekki var ég gamall þegar við nafnarnir fómm að ferðast bara tveir upp á fasta landið þar sem hann þvældist með mig jafnt í kaup- staði og sveit í heimsóknir til ætt- ingja og vina. Á þessum ferðum kenndi hann mér gildi þess að rækta frændsemi og vinskap, rétta um- gengni við dýrin og að bera virðingu fyrir náttúranni. Já, það er óhætt að segja að við áttum margar sam- vemstundimar, oftar en ekki bara við tveir og ég velti því fyrir mér hvort ég hafi gefíð þér jafn mikið og þú gafst mér á þeim tíma sem við nutum návistar hvor annars. Nú kveð ég þig, afí minn á Blá, í hinsta sinni. Þú munt alltaf eiga vísan stað í hjarta mínu, ég vona að þér vegni vel á leið þinni til hins óþekkta lands og að góður guð muni blessa þig. Þorsteinn Viktorsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.