Morgunblaðið - 28.06.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 39
Drengur kominn til feðranna,
himnanna,
eftir ólguhaf slær hann af,
nú finnur friðinn.
+ Sigurður Örn
Arnarson fædd-
ist í Lúxemborg 12.
ágúst 1973. Hann
lést af slysförum í
Manchester á Eng-
landi 17. júní síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Víd-
alínskirkju í
Garðabæ 27. júní.
Nú þegar við fylgj-
um „Sigga Víkingi"
vini okkar og „fly guy“
heim til íslands í hans
hinstu flugferð með
Atlanta eru minningarnar margar
sem koma fram í hugann. Það er
skrítið að hafa ekki tollvarðaskelf-
inn fremstan í flokki með hljóm-
borðið, bassann, bassamagnarann,
hljóðkerfið, gítarinn og nú síðast
trompetið. Þessir hlutir fylgdu hon-
um hvert sem hann fór, í orðsins
fyllstu merkingu. Dóttir hans, Kol-
brún Karen og tónlistin voru númer
eitt og tvö í lífi hans. Það voru ófá
skiptin sem Siggi hafði skemmt
okkur félögunum og jafnvel öðrum
hótelgestum um allan heim með
söng sínum og leik á píanó. Við
minnumst þess vel þegar „Víking-
urinn“ tengdi bassann í miðju flugi
og hóf leik. Þetta var bara eitt af
hans mörgu uppátækjum þar sem
hæfileikar hans nutu sín við að
gleðja sig og aðra. Oft fór hann á
kostum við eftirhermur og bíó-
myndafrasar hans slógu í gegn.
Okkur var ljóst að með greind sinni
og skarpskyggni sá hann í gegnum
þann gerviheim sem við lifum og
hrærumst í og gerði stundum bein-
skeytt grín að. Það var auðvelt að
gleyma stund og stað í návist Sigga
í samspili, söng og gríni. Það er
erfitt að lýsa „Sigga Víkingi" því
að við strákarnir kynntumst nýjum
kostum hans daglega. Til að mynda
gaf Siggi orðunum hreinskilni og
húmor nýja merkingu sem ekki
allir í hópnum áttuðu sig á í fyrstu
en það væri of langt mál að fara út
í það hér. Við kveðjum þig nú með
sorg en þakklæti í hjarta og vissu
um að þú sért þegar farinn að
gleðja aðra á æðri stað.
„Þú sem ávallt brostir, fyrir-
gefðu þessi tár. Það voru þínir
kostir sem nú skilja eftir svo djúp
sár.“ (María Guðmundsdóttir).
Við söknum þín, sárt. Þú verður
ávallt með okkur.
„Fly guys“: Birgir Pétursson,
Dagur Ingason, Grímkell Pét-
ur Sigurþórsson, Gunnar
Arngrímsson, Sigurður Daði,
Sigurður Pálmason, Stephen
Cramer Hand.
í dag kveðjum við í hinsta sinn
kæran félaga, Sigurð Örn. Það er
margt sem kemur upp í hugann á
slíkri stundu. Þó kynni okkar af
Sigga hafi ekki verið mjög löng,
eignuðumst við tryggan félaga sem
við söknum mjög. Okkur er efst í
huga hversu einstaklega einlægur
Siggi var því allt sem
hann sagði kom beint
frá hjartanu og eru
„frasarnir“ hans okkur
mjög minnisstæðir:
„Hvað segir þú í kvöld,
ástargyðja?" og „Það
er ekki hægt að nota
það sem ekki kviknar
á!“ eru aðeins brot af
ölllu því besta. Öllum
vildi hann vel enda var
hann Ijúfur og góður
drengur. Þau voru ófá
skiptin sem Siggi sýndi
okkur hve hæfileika-
ríkur tónlistarmaður
hann var og lék hann snilldarlega
á hvað sem var, hvort sem það var
hljómborðið eða önnur hljóðfæri.
Það þurfti ekki annað en að blístra
lagstúf, þá náði hann laginu strax
og spilaði eftir eyranu, hvaða óska-
lag sem það var.
Snemma í vor ákvað Siggi að
fara frá Jeddah til Manchester, en
hann var búinn að vera í Saudi-
Arabíu síðan í desember. Haft var
á orði að nú væri einn af þeim
bestu farinn því hann var ómiss-
andi i okkar litla en nána samfé-
lagi. Hans var sárt saknað. Nú er
hann farinn frá okkur að eilífu en
við munum geyma minningar um
hann í hjarta okkar og þær munu
fá okkur til að brosa í framtíðinni.
Við vottum aðstandenum dýpstu
samúð okkar. Megi guð styrkja
ykkur í sorginni.
Elsku Siggi „Víkingur", hafðu
þökk fyrir allt það góða sem þú
hefur gefið okkur. Blessuð sé minn-
ing þín.
Þínar vinkonur,
Bjarney, Lovísa
og Brynja Björk.
Kæri vinur.
Það er erfitt að trúa því að þú
hafir verið tekinn frá okkur svona
snögglega, í blóma lífsins, þú sem
áttir alla ævina framundan. Þú
varst ætíð hrókur alls fagnaðar og
áttir auðvelt með að koma fólki til
að brosa. Þitt skarð verður vand-
fyllt og erfitt er að ímynda sér að
við eigum aldrei eftir að fljúga
saman aftur. Aldrei eftir að syngja
saman eða sjást aftur hérna megin.
Elsku Siggi „Víkingur", við þökk-
um fyrir að fá að kynnast þér, þú
munt alltaf lifa i minningunni.
Takk fyrir allt, eilífi vinur, hitt-
umst fyrir hinum megin.
Svífur dofinn um fjarlæg lönd,
ókunn lönd,
yfír pllin há, höfin blá
ei kemur aftur.
Ertu farinn, horfmn þinn langa veg,
hinsta veg
gegnum tíðina, framtíðina
ei leikur aftur.
Horfinn burt úr heimi hér
en í huga mér þú ert.
Björtum augum fram á við
horfir hugfanginn á leið.
Ungur maður gengur langan veg,
ó, já, ó, já.
Finnur frið eftir langa þjá, ó, já, ó, já.
(Þorsteinn G. Ólafsson)
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til foreldra, systkina, dótt-
ur, annarra vandamanna og allra
þeirra sem eiga um sárt að binda.
Megi Guð styrkja ykkur.
Bryndís Björg, Ingibjörg
Ólöf (Inga Lóa) og Sólon
Lárus, samstarfsfélagar
hjá Flugfélaginu Atlanta.
Fréttin um þetta hræðilega slys
í Manchester, laust alla eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Það er
nær óhugsandi að við fáum aldrei
að hitta Sigga aftur. Siggi var öll-
um sem til hans þekktu mjög kær
og megum við vera þakklát fyrir
að hafa fengið tækifæri til þess að
kynnast þessum góða dreng. Ekki
var lognmollu fyrir að fara þegar
Siggi var annars vegar. Þau eru
að minnsta kosti orðin mörg píanó-
in sem hann hefur leikið á um víða
veröld samferðafólki sínu til
ómældrar ánægju. Það er óendan-
lega sorglegt að horfa á eftir þess-
um lífsglaða félaga okkar, sem allt-
af var hrókur alls fagnaðar. Það
er með djúpum söknuði sem við
munum eftir öllum góðu stundun-
um sem við áttum saman, bæði hér
heima og ekki síst í útlöndum.
Elsku Karen og Össi. Við send-
um ykkur okkar innilegustu sam-
úðaróskir og hugsum til ykkar og
annarra aðstandenda á þessari
miklu sorgarstundu.
Ólafur Ólafsson, Sigrún
Ólafsdóttir, Rut Róberts-
dóttir, Kjartan Þórólfsson,
Maríanna Hallgrímsdóttir.
Það er óhugnanlegt að hugsa
til þess er ungt fólk er tekið í
burtu frá okkur í blóma lífsins og
fátt um svör þegar stórt er spurt.
Það var um vorið 1993 sem Siggi,
gjarnan nefndur „Víkingur" hóf
störf sem flugþjónn hjá flugfélag-
inuÁtlanta. I gegnum hans starfs-
feril hjá fyrirtækinu hafði ég heyrt
margt um manninn og uppátæki
hans en það var ekki fyrr en á
síðasta ári að ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fljúga með
Sigga í Grikklandi í stuttan tíma
og gafst mér þá tækifæri til að
kynnast honum. Ég var ekki svik-
inn af því enda engin lognmolla í
kringum hann og komst ég fljótt
að því að hann var með hreinskiln-
ari og heiðarlegri mönnum er ég
hef fyrir hitt um ævina. Hann var
dáður af samstarfsfólki sínu og
þægilegur í umgengi og einn af
bestu starfskröftum fyrirtækisins.
Einnig átti hann sér aðra hlið sem
var tónlistin og var hún hans líf
og yndi. Það gat hver maður séð
að þarna var stórt efni í tónlistar-
mann og var hann óþreytandi að
skemmta samstarfsfólki sínu og
þeim sem leið áttu hjá með því að
leika á öll hljómborð og píanó sem
að hann komst í. Það var því oft
að rykug píanó á hótelum lifnuðu
við og dauf anddyri breyttust
skyndilega í líflega danssali er
Siggi sló á strengina og var það
ómetanlegt fyrir áhafnir er komu
úr flugi eftir langan dag.
Hann heldur án efa uppteknum
hætti fyrir handan þar sem aðrir
njóta vonandi góðs af. Við kveðjum
góðan dreng hinstu kveðju. Minn-
ingin um hann mun skipa sess í
lífí okkar allra. Össi, Karen, Svan-
hvít, Jóhann og Kolbrún Karen,
Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu
sorg.
F.h. starfsfólks flugrekstrar-
deildar flugfélagsins Atlanta.
Hafþór Hafsteinsson.
• Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Örn Arnarson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
+ Gísla Sigríður
Krisljánsdóttir
fæddist í Belgsdal í
Dalasýslu 29. októ-
ber 1911. Hún lést
21. júni síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hólmfríður
Jónsdóttir og Krist-
ján Frímann Magn-
ússon sem þar
bjuggu. Systkini:
Þórarinn lést ung-
ur. Börn Hólmfríð-
ar með fyrri manni,
Gísla Jónssyni; Ingi-
mundur, f. 28.3.
1896, og andvana fædd stúlka.
Gísla giftist 12.9. 1935 Guð-
jóni Sigurðssyni, f. 1.3. 1894,
d. 8.4. 1958, foreldrar Guðríður
Guðmundsd. frá Magnússkóg-
um og Sigurður Bjarnason frá
Leiðólfsstöðum.
Börn þeirra: Sigurbirna, f.
4.9. 1936, maki Tómas Sigurðs-
son, f. 22.12. 1932, og eiga þau
sex böm og ellefu barnaböra.
Andvana fædd stúlka 1943, and-
vana fæddur dreng-
ur 1945. Börn með
Sæmundi Lárus-
syni, f. 6.11. 1895,
d. 14.2 1986: Anna,
f. 1930, deyr á
fyrsta ári. Kristján
Láras, f. 22.10.
1931, maki Guðrún
Einarsdóttir, f. 1.12.
1940, og eiga þau
sex börn, fímm á
lífi, tólf barnaböm
og tíu á lífi. Anna
Markrún, f. 28.7.
1933, maki Baldur
Þórðarson, f. 15.11.
1924, d. 22.3. 1989, og áttu þau
fimm böm, tólf barnabörn, ell-
efu á lífi og eitt barnabarna-
barn.
Sambýlismaður síðan 1995 er
Þorvaldur Ó. Karlsson, f. 25.1.
1930. Gísla bjó á Teigi frá 1935-
1992 er hún fluttist í Silfurtún,
dvalarh. aldraðra í Búðardal.
Útför Gíslu fer fram frá
Hvammi í Dölum í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður minnar, tengda-
móður og ömmu,
ÁSTU ÞÓRARINSDÓTTUR,
Stigahlíð 8.
Ásgeir Bjarnason, Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Ásta Lilja, Elín Marta og Bjarni Gunnar.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem enginn tekið fær.
Ást í hjarta, blik á brá
og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eipast sá
er öllum reynist kær.
(G.Ö.)
Hún amma er dáin. Þótt hún
hafí verið á 86. árinu kom kallið
óvænt því hún var hress og ern til
hinstu stundar. Amma fylgdist vel
með okkur systkinunum og fjöl-
skyldum okkar og hringdi oft til
mömmu og spurði frétta af okkur.
Þó um langan veg væri að fara
heimsótti hún okkur eins oft og við
varð komið og var ómissandi á stór-
um stundum í lífí okkar og barn-
anna. Amma var nægjusöm og
undi glöð við sitt, alltaf með pijón-
ana á milli handanna, sístarfandi,
enda unnið hörðum höndum frá
unga aldri fyrir sig og sína. Hún
tók öllum hlutum með jafnaðargeði
og var jafnan fáorð um eigin hag,
en sagði frekar tíðindi af frænd-
fólki okkar fyrir vestan. Þegar við
kveðjum ömmu hinsta sinni með
söknuð í hjarta minnumst við einn-
ig afa Guðjóns en hann lést árið
1958 og þekktum við hann því
aðeins af frásögnum mömmu og
ömmu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur [ verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Guð blessi minningu ömmu og
afa frá Teigi.
Systkinin frá Hamrahól
og fjölskyldur.
Amma mín Gísla frá Teigi er
fallin frá. Hún kvaddi lífið sæl í
sinni sveit í faðmi dóttur sinnar.
Sveitin hennar ömmu var Hvamms-
sveitin, þar stundaði hún búskap
lengst af og þar leið henni vel. Hún
var náttúrubarn og unni sveita-
störfunum.
Margar minningar leita á hug-
ann þegar ég hugsa til ömmu. Hún
hafði góða söngrödd og kunni
ógrynni af sönglögum og vísum.
Hún unni reyndar margs konar
tónlist, horfði t.d. alltaf á Kontra-
punkt í sjónvarpinu og ræddi síðan
um þættina fram og aftur. Börnin
hennar þau Kristján, Anna og
Sigurbirna erfðu öll góðu söngrödd-
ina hennar, og mikil var gleðin
þegar allir tóku lagið saman í af-
mælum og við önnur tækifæri. Ef
textinn gleymdist var alltaf hægt
að stóla á ömmu því hún hafði allt
slíkt á hreinu. Hún hafði afburða
gott minni og mundi t.d. afmælis-
daga allra sinna afkomenda og
fylgdist náið með hveijum og einum
í þessari stóru fjölskyldu.
Síðustu æviárin bjó amma í Búð-
ardal, þá urðum við nágrannar og
oft gekk hún niður götuna til mín,
fékk sér kaffisopa og spjallaði um
lífið og tilveruna. Það voru ljúfar
stundir sem gott er að eiga í minn-
ingunni.
Margt er mér hulið um líf ömmu,
en ég veit vel að ævi hennar var
ekki eintóm sæla, samt gerði hún
svo miklu meira úr gleðinni en sorg-
inni. Hún sagði einu sinni við mig
„Ég vorkenni þeim sem ekki hafa
reynt neitt í lífínu, því þeir vita
ekki hvað lífið er.“
Að gleðja aðra var hennar gleði.
Vertu sæl, amma mín.
Nanna Baldursdóttir.
Elsku langamma.
Nú ert þú farin og ég get ekki
heimsótt þig oftar. Við hittumst
allt of sjaldan, ég er svo ung og
átti heima svo langt frá þér. Samt
kom ég nokkrum sinnum og heim-
sótti þig í Búðardal. Þegar ég kom
fyrst var ég mjög ung. Ég var voða
vær og góð eins og ég var alltaf
þegar ég kom til þín. Mér fannst
svo gott að koma til þín og leið svo
vel. Þú varst alltaf hrifin af því
hvað ég var róleg þegar ég kom
til þín i heimsókn. Það voru mamma
og pabbi líka, því þá gátu þau ver-
ið lengur hjá þér. Þeim þótti alltaf
gaman að hitta þig og spjalla, þú
varst fús til að segja frá og gerðir
það svo skemmtilega. Seinna koma
þau til með að segja mér frá þér
og því sem þú miðlaðir þeim.
Síðast þegar við hittumst nú í
vor áttum við saman góða stund.
Við fórum að skoða kindurnar og
lömbin í fjárhúsunum í Hjarðar-
holti. Þú varst fljót að ákveða að
koma með okkur, enda hafðir þú
alltaf svo gaman af kindum og
naust þín innan um þær. Ég hafði
líka mikinn áhuga þó hann væri
óneitanlega öðruvísi. Ég hafði bara
einu sinni áður komið í fjárhús og
var hálf smeyk. En þér leið alltaf
svo vel hjá kindunum og hafðir
gaman af þessari ferð, það höfðum
við líka.
Elsku langamma. Ég þakka þér
fyrir allar stundirnar sem við áttum
saman. Þær hafa verið mér svo
dýrmætar.
Legg égnú bæði líf og önd
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H.P.)
Þórhildur.
SIGURÐUR ORN
ARNARSON
GISLA SIGRIÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR