Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 42

Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 42
42 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Ljóska Smáfólk TMI5 L00K5V-. Ki6HT(cARES^ 8y a r": ^AND \ UKE A f NO, NEAR \ 600D S it 50ME j campJdoesn't LAKE MOWITAlNSy ''TptBlLLS (C )KuL Má M& Þetta virðast vera góðar sumarbúðir ... Nei, það eru þær ekki Þær eru rétt hjá stöðuvatni. Hveijum stendur ekki á sama? Og nærri einhverjum fjöllum. Hæðum. Og það eru hestarþar. Einn hestur. Það er sagt að maturinn sé góður. Kalt morgunkorn. Jæja, eigum við að fara þangað? Hvers vegna ekki? Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 0 Símbréf 5691329 Þakgluggi að umheiminum Frá Valdimar Kristinssyni: NÚ MUN vera ráðið að danska víki fyrir ensku sem fyrsta erlenda tungumálið í íslenska skólakerfinu. Enskukennsla hefst þá við 10 ára aldur og dönskukennsla tveimur árum síðar, en verður þó ekki minni en áður. Samt hafa þessar breyting- ar verið gagnrýndar á þeim forsend- um að verið sé að rýra tengslin við Norðurlönd. Þegar komið er af barnsaldri gengur fólki yfírleitt þunglega að tileinka sér nýtt tungumál. Flestum þykir það vel af sér vikið ef þeir ná allgóðum eða góðum tökum á einu nýju tungumáli, ef ekki er dvalið langdvölum í viðkomandi landi. Þvi skiptir höfuðmáli að leggja áherslu á það tungumál sem skilar mestum árangri. I því sam- bandi hefur enskan algjöra sérstöðu þar sem hún kemur að notum um víða veröld. Segja má að enskan sé eins og stór gluggi að umheiminum. Til samanburðar er danskan eins og þakgluggi, sem getur að vísu gefíð góða birtu þegar vel viðrar, en sjón- arhornið er þröngt, eða aðeins Norðurlönd þegar best lætur. Nú er það alkunna að þótt fólk tali erlent tungumál sæmilega er aðstaða þess engan veginn sam- bærileg við þá sem notað geta móðurmálið í samskiptum við út- lendinga. Blæbrigði málsins verða fátækleg og stundum eins og eitt- hvað vanti upp á skynsemina. Tali ókunnir hins vegar saman á þriðja máli jafnast metin. Þannig verkaði „lingua franca“ fyrr á tímum og enskan er „lingua franca" nútím- ans. Þrátt fyrir þetta er góð kunn- átta í mörgum tungumálum mikils virði, en þeir eru bara svo fáir sem ná því að tala tungum. Enskuskotin danska Danir eru ágætir sem þjóð, þótt þeir hafí ekki alltaf notið sannmæl- is hjá íslendingum. En það er einn ljóður á þeirra ráði, þeir eru yfir- leitt óskýrmæltir. Þrátt fyrir ára- langt dönskunám gengur mörgum íslendingum erfiðlega að skilja þá eða að ná tungutaki þeirra. Sama gildir reyndar um suma Skandínava og sagt er að Jótar og Kaupmanna- hafnarbúar skilji ekki alltaf hvorir aðra, svo ekki er von á góðu. Líklegt er talið að Danir hafí verið skýrmæltari á öldinni sem leið, en það er lítil huggun í dag. Þó hefur verið nefnt að danskan kunni að vera að byija að lagast aftur að þessu leyti, en skýringin sem gefín var er athyglisverð. Danskan væri nefnilega að verða svo ensku- skotin! - enda skilst enska ágæt- lega í Danmörku. Fjöldi íslendinga getur lesið dönsku auðveldlega þótt þeir eigi í erfiðleikum með munnleg samskipti við Dani. En þegar þeir Islendingar tala dönsku, sem taldir eru kunna hana hvað best þá skilst næstum hvert orð og sama er að segja um dönskuna í munni Færeyinga. Það er því næsta ljóst hvar vandinn ligg- ur. Finnlandssænska Margir íslendingar sem eru gjör- kunnugir á Norðulöndum hafa gert sér þennan vanda ljósan, enda eig- um við samskipti við Norðurlöndin öll en ekki einungis Danmörku. Sumir þessara manna hafa bent á að ekkert Norðurlandamál myndi henta íslendingum jafnvel og sænska eins og hún er töluð í Finn- landi. Þetta heyrist vel þá sjaldan sænskumælandi Finnar heyrast í sjónvarpinu. Áherslurnar falla furðu vel að íslenskunni og skírt er kveðið að orði. Þetta mál skilst um öll Norður- lönd og myndi stórum létta tungu- málanám hérlendis. Umskiptin yrðu dönskukennurum erfíð í byijun, en nútímatækni myndi létta róðurinn. Róttækar breytingar reynast alltaf einhveijum erfiðar. Endurskipu- lagning skólakerfisins og aðlögun námsefnis að nútímakröfum er sagt eitt brýnasta verkefni íslenska þjóð- félagsins í dag. Þeir sem mest leggja upp úr norrænni samvinnu ættu að hugleiða alvarlega hvort henni væri ekki mestur greiði gerð- ur með því að kenna það norræna tungumál sem stuðlaði að bestum árangri og mestri ánægju meðal íslenskra ungmenna. Rjúfum einangrunina Tungumálið er helsta sérkenni íslensku þjóðarinnar og margrómað sem slíkt, en vissulega er það hluti af einangrun hennar um leið. Yfir- leitt hefur allur almenningur borið þá byrði með bros á vör enda skiptu samskiptaörðugleikar við aðrar þjóðir litlu máli úti á hjara verald- ar. Nokkrir fræðingar gátu hins vegar baðað sig í ljósi fornrar tungu og frægra bókmennta. Nú er öldin önnur og heimurinn hefur heldur betur skroppið saman. Jón og Gunna eru á faraldsfæti heimshorna á milli og frammámenn og fræðingar hafa ekkert leyfi til að neyta þeim um þá tilhögun tungumálakennslu í landinu sem líklegust er að komi þeim til góða í samskiptum við aðra jarðarbúa. Stéttaskipting getur byggst á ýmsu öðru en peningum og óþarfí er að halda henni uppi að ástæðulausu með tilvísun til gamalla hefða. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.