Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 56

Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Grandi hf. selur 2% af 9,9% hlut sínum í SH , Mjólkin hækkar um 2 krónur VERÐ á mjólk og mjólkurvörum hækkar um tæplega 3% næstkom- andi mánudag og þannig hækkar verð á hverjum mjólkurlítra um tvær krónur, eða úr 68 kr. í 70 kr. Mjólkurverð hefur ekki hækkað í ll/2 ár og þá hafði verðið ekki hækk- að í fjögur ár þar á undan. Astæða hækkunarinnar er kostnaðarhækk- anir sem orðið hafa frá síðustu verð- hækkun og munar þar mest um hækkun á greiðslum til mjólkur- ^r'ramleiðenda. ------------- Lélegasta humarvertíð seinni ára HUMARAFLI á yfirstandandi ver- tíð er nú orðinn um 718 tonn og ljóst að stefnir í lélegustu humarvertíð seinni ára. Um svipað leyti á síðustu -^humarvertíð var aflinn orðinn um v 1.168 tonn en heiidarafli á síðustu humarvertíð var um 1.633 tonn. Seljendur humarafurða segja áhrif lélegrar vertíðar á markaðinn enn ekki komin í ljós en hætt sé við að framleiðendur geti orðið af einhverj- um markaðstækifærum vegna hrá- ^fnisskorts þar sem næg eftirspurn er eftir humri. ■ Stefnir í lélegustu/15 Nota á féð til fjárfest- inga í sjávarútvegi GRANDI hf. hefur selt 2% eignar- hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hf. fyrir 172 milljónir króna. Eftir söluna er hlutur Granda í Sölumiðstöðinni 7,9%. Að sögn Brynjólfs Bjamasonar, forstjóra Granda, er markmiðið með sölu hlutafjárins að afla fjár til að hag- nýta tækifæri til fjárfestinga í sjáv- arútvegi. Kaupendur hlutafjárins eru ís- lenski fjársjóðurinn hf. og íslenski ^ hlutabréfasjóðurinn hf. og kaupir Islenski fjársjóðurinn fyrir tæplega 115 milljónir kr. en íslenski hluta- bréfasjóðurinn fyrir rúmlega 57 milljónir. Halda áfram sölu afurða í gegnum SH „Við eigum eftir þetta tæp 8% í Sölumiðstöðinni og munum halda áfram sölu afurða okkar í gegnum Sölumiðstöðina. Við metum það svo að fengist hafi mjög gott verð fyrir bréfin, en það hefur þá þýðingu að fyrirtækið er metið á 8.600 milljón- ir. Við seljum þarna hvert prósent á 86 milljónir á genginu 5,65,“ sagði Brynjólfur. Aðspurður vildi hann ekki greina frá hvaða áform Grandi hefði um fjárfestingu í sjávarút- vegi. Kaupin era gerð með þeim fyrir- vara að allir forkaupsréttarhafar falli frá forkaupsrétti sínum. Skv. samþykktum SH hefur stjórn fyrir- tækisins forkaupsrétt í fjórar vikur og aðrir eigendur síðan í fjórar vik- ur. Seljendur afurða, sem eru ekki hluthafar, eiga svo forkaupsrétt í aðrar fjórar vikur. Morgunblaðið/Hjálmar Jónsson Sótti tvo sjó- menn á haf út TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, sótti tvo sjúka, íslenska sjómenn á haf út í tveimur ferðum í gær. I gærmorgun sótti þyrlan sjómann sem var með sýkingu í andliti um borð í Vin frá Bolungarvík, en skip- ið var þá statt um 130 sjómílur vest- ur af Reykjanesi, og í gærkvöldi var veikur skipveiji sóttur um borð í línubát sem var staddur um 60 sjó- mílur suðvestur af Reylqanesi. Báð- ar ferðirnar gengu greiðlega, skv. upplýsingum lrá stjórnstöð Land- helgisgæslunnar, og gekk vel að koma mönnunum um borð í þyrluna í bæði skiptin. Lent var með menn- ina í Reykjavík og voru þeir fluttir á Landspítalann. Umboðsmaður barna sendir heilbrigðisráðherra erindi vegna vanda BUGL Urbætur brýnar í geðheilbrigðis- málum barna ÞÓRHILDUR Líndal, umboðs- maður barna, telur mjög brýnt að yfirvöld vinni að úrbótum í geðheil- brigðismálum bama á Islandi vegna alvarlegs vanda barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). í bréfi sem Þórhildur rit- aði Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra 28. maí sl. vegna þessa máls hvetur hún ráðherrann til að móta heildarstefnu í geðheil- brigðismálum. Þórhildur kveðst aðspurð ekki hafa fengið önnur svör frá ráðu- neytinu við bréfi sínu en að þessi mál væru til skoðunar. Hún segist í starfi sínu verða áþreifanlega vör við erfiðleika barna og unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða og vanda aðstandenda þeirra, og segir ástand þessara mála mjög alvarlegt. Arið 1995 óskaði Þórhildur einnig eftir svör- um heilbrigðisyfirvalda vegna vanda baraa- og unglingageðdeild- arinnar en þá kom fram að aldrei hefur verið skilgreint hvert hlut- verk deildarinnar á að vera eða hvernig starfseminni skuli háttað. Víðtækt samráð heilbrigðis-, félagsmála- og skólakerfis í bréfinu segir Þórhildur m.a.: „Með skírskotun til þeirrar um- ræðu, sem orðið hefur í þjóðfélag- inu síðustu daga um starfsemi barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og, í kjölfar þeirrar umræðu, uppsögn núverandi yfir- læknis, Valgerðar Baldursdóttur, tel ég það sannanlega hafa komið í Ijós að úrbóta er þörf í geðheil- brigðismálum bama á Islandi og það hið bráðasta." Þórhildur telur augljóst að styrkja þurfi stöðu barna- og ungl- ingageðdeilarinnar innan heil- brigðisþjónustunnar með setningu laga- og stjórnvaldsfyrirmæla um hlutverk og markmið, stjórn og skipulag þessarar deildar. Hvetur hún heilbrigðisráðherra, sem yfirmann heilbrigðismála í landinu að beita sér fyrir þvi að skýr opinber heildarstefna í geð- heilbrigðismálum barna og ungl- inga verði mótuð og að gerð verði samræmd áætlun ríkis og sveitar- félaga til nokkurra ára um það hvernig stefnumarkmiðum skuli náð, þ.e. hverra aðgerða sé þörf. „Mín skoðun er sú að leggja beri ríka áherslu á víðtækt samráð full- trúa heilbrigðis-, félagsmála- og skólakerfis við gerð slíkrar fram- kvæmdaáætlunar," segir í bréfinu. 2% barna þurfa að fá þjónustu en hægt að sinna 0,1-0,2% Vísar umboðsmaður barna til þess að erlendar viðmiðanir bendi til þess að 2% bama þurfi á geðheil- brigðisþjónustu að halda á hverjum tíma, en sá fjöldi fagmenntaðra að- ila sem nú vinni á barna- og ungl- ingageðdeildinni geti einungis náð að sinna tæplega 0,1-0,2% íslenskra barna og unglinga. Bætt þjónusta fyrir börn og unglinga með geðræn vandamál sé því þrýn nauðsyn. arnir voru yfirspilaðir og leikurinn endaði 24-6 fyrir ísland. Síðasti leik- ur gærdagsins var gegn Tyrkjum og vannst 20-10. Lokaleikirnir í dag eru gegn Tékkum og Ungverjum. Islenska kvennaliðið endaði í 16. sæti í kvennaflokki með 303 stig úr 23 leikjum. I gær tapaði liðið naum- lega fyrir Dönum, 13-17, en vann síðan fyrrverandi Evrópumeistara Frakka 21-9 í síðasta leiknum sem við það misstu af titlinum til Breta. í breska sigurliðinu spiluðu m.a. He- ather Dhondy og Liz McGowan sem urðu heimsmeistarar í blönduðum flokki ásamt Islendingum á síðasta ári. ■ 81 stig/41 Morgunblaðið/Björn Gíslason Sláttur hafinn í Eyjafírði SLÁTTUR hófst á bænum Ytri- Tjörnum í Eyjafiarðarsveit í gær. Benjamín Baldursson bóndi þar hefur jafnan verið með fyrstu mönnum að heQa slátt í Eyjafirði og þá oftast mun fyrr en nú. Baldur Helgi, sonur Benjamíns var á fleygiferð með sláttuvélina um heimatúnið þegar ljósmynd- ari Morgunblaðsins var á ferð í Eyjafjarðarsveit í gær. Baldur Helgi sagði sprettu nokkuð góða, þrátt fyrir heldur leiðinlegt tíðar- far að undanförnu og gerði ráð fyrir að halda áfram að slá næstu daga. Montecatini. Morgunblaöið. ÍSLENDINGAR eiga enn mögu- leika að ná einu af fimm efstu sæt- unum í opnum flokki á Evrópumót- inu í brids og vinna sér þannig keppnisrétt í næstu heimsmeistara- keppni. Til þess þurfa þeir þó að vinna báða leiki sína í dag og fá hag- stæð úrslit úr öðrum leikjum. íslenska liðið er í 6. sæti þegar tveimur umferðum er ólokið, með 583.5 stig. Efstir eru ítalir með, 635.5 stig, Pólverjar eru í 2. sæti með 612,5, Norðmenn þriðju með 611, Frakkar í 4. sæti með 596 og Danir í 5. sæti með 594. Gærdagurinn byrjaði ekki vel þeg- ar íslenska liðið tapaði 13-17 fyrir Eistlandi, en það var eins og nýtt ís- lenskt lið mætti í næsta leik Frakk- Eiga enn von um að ná HM-sæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.