Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 28

Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Híttumst áKili Heimskórinn æfir Messías SJÖUNDA starfsár íslandsdeild- ar Heimskórsins hefst 17. maí næstkomandi en næsta verkefni kórsins er flutningur á Messíasi eftir Hándel ásamt Sinfóníu- hljómsveit Stokkhólms í Globen- höllinni í Stokkhólmi í nóvem- ber. Munu Hákon Leifsson kór- stjóri, sem ekki hefur starfað með börnum áður, og Vilhelm- ína Ólafsdóttir undirleikari stjórna æfingum fyrir tónleik- ana hér á landi. Fjórir einsöngvarar munu koma fram á tónleikunum i Glo- ben: Neil Mackie tenórsöngvari, Anna Larsson messósópransöng- kona og Peter Mattei bassa- söngvari en enn sem komið er hefur ekki verið gengið frá samningi við sópransöngkonu. Stjórnandi verður Robert Sund. Heimskórinn, World Festival Choir, var stofnaður árið 1984 TÓNLIST Grafarvogskirkja SÖNGTÓNLEIKAR íslenskt sönglistafólk stóð fyrir tón- leikum í Grafarvogskirkju og á ágóð- inn af tónleikunum að renna í orgel- sjóð. Sunnudagurinn 27. apríl 1997. FYRSTA nútímakirkjubyggingin á íslandi mun vera Neskirkja en sú nýjasta er Grafarvogskirkja, sem enn er vart meira en tilbúin undir tréverk. Þetta er myndarlegt mann- virki, sannkölluð stórkirkja og þar sem ekki er ráð, nema í tíma sé tekið, voru haldnir tónleikar til söfn- unar í orgelsjóð og er ljóst að kirkja af þessari stærð þarf stórt orgel. Fjölmargir listamenn lögðu fram vinnu sína og hófust tónleikarnir á því að kór Grafarvogskirkju, undir stjórn Harðar Bragasonar, söng fjögur lög, Maríukvæði undir laginu 0, mín flaskan fríða, þema úr til- brigðaþættinum fræga í Apassion- ata píanósónötunni, eftir Beethoven, Hjá lygnri móðu, eftir Jakob Hall- grímsson og Englar hæstir, eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Kórinn er vel syngjandi og söng t.d. Maríukvæðið mjög vel. í miðhluta þemans, eftir Beethoven og í lagi Jakobs, Hjá lygnri móðu, gat að heyra sérkenni- lega styrk og hraðabreytingar, sem stungu svolítið í stúf við heildarsvip lagsins. og hefur haldið um eitt hundrað tónleika víða um heim fyrir um 300.000 áheyrendur. íslands- deildin var sett á laggimar árið 1991. Meðal listamanna sem komið Sigurður Skagfjörð Steingríms- son söng tvö lög eftir Schubert, Die Forelle og Der Tod und das Mádc- hen. Ágætur söngur Sigurðar naut sín ekki í hljómgun kirkjunnar en með honum lék Bjarni Jónatansson og var endurómanin gjafmildari við píanóið en söngvarann. Kór Islensku óperunnar, ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, við undirleik John Beswick og undir stjórn Garðars Cortes, flutti fjögur lög, Ave Maríu, eftir Kaldalóns, Sálm úr Galdra:Lofti, við texta úr Lilju Eysteins Ágrímssonar, Panis angelicus, eftir C. Franck og Smá- vinir fagrir, eftir Jón Nordal. Kórinn söng mjög vel, sérstaklega Sájminn og lag Jón Nordals. Söngur Ólafar var hrífandi, sérlega þó í Ave Mar- íunni. Kvennakór Reykjavíkur, undir stjórn Margrétar Pálmdóttur, flutti með sínum fallega hljómi þijú lög, Ef þig langar að syngja, Kalliolle Kukkulalle og negrasálminn Mary had a baby. Undirleikari var Svana Víkingsdóttir. Síðari hluti tónieikanna var að mestu framfærður af söngfólki Graf- arvogskirkju, Unglingakór og barnakór undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur og kirkjukórinn undir stjórn Harðar Bragsonar. Ás- laug er laginn kórstjóri og var söng- ur unglinganna í þremur lögum, sér- staklega í Dagný, eftir Sigfús Hall- dórsson, mjög fallega mótaður. hafa fram með Heimskórnum eru Luciano Pavarotti, Plaeido Domingo, Dmitri Hvorostovskíj, Lorin Maazel, Sinfóníuhljómsveit Moskvuborgar og Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Barna og unglingakórinn fluttu sam- an tvö lög, geliska lagið Dagur er risinn og Drottinn Guð, eftir Moz- art. Bæði Iögin voru vel sungin en í seinna laginu sungu þijár stöllur einsöng og gerðu það mjög fallega. Það að nota kontrabassa með í undir- leik, setti dægurlagabiæ á útfærsl- una, sem á alls ekki við í Mozart, en á bassann lék Birgir Bragason. Ut í voríð nefnist karlakvartett, sem söng þijú lög og gerði það ágæt- lega, þó söng þeirra væri illa svarað af hinu víðfeðma kirkjuskipi. Með félögunum lék Bjarni Jónatansson og hefur hann einnig útsett sum laganna. Tónleikunum lauk með sér framlagi kóranna í Grafai’vogskirkju og söng Ingveldur Ýr Jónsdóttir ein- söng, í Lofið þér Drottinn, eftir Mozart. Ingveldur söng þetta fagra tónverk mjög vel en með henni var leikið á sópran- saxofón, af Jóel Pálssyni og hefði vel mátt sleppa bæði saxofón- og kontrabassaleikn- um, án þess að tónverk Mozarts hefði misst mikið við það. Það verður fróðlegt að heyra hversu vel hljómandi fullgerð Graf- arvogskirkja verður og þó mörgum þætti hún fyrst nýstárleg að gerð, er hún þegar farin að vinna á hvað viðkunnanleik snertir og með mynd- arlegu orgeli og góðu söngfólki, verður Guði, er tímar líða, sungin dýrð með fiutningi fagurra tónverka í fagurmótuðu húsjistaverki þessu. Jón Ásgeirsson LEIKLIST II m f . Gnúpvcrja, Á r n c s i. G n ú pvcrjahrcppi SKUGGA-SVEINN Höfundur: Matthías Jochumsson. Leikstjóri: Halla Guðmundsdóttir, Tónlistarstjóri og undirleikari: Kati'- ín Sigurðardóttir Leikmynd: Sigurð- ur Hallmarsson. Lýsing: Hallniar Sig- urðsson. Leikendur: Tryggvi Stein- arsson, Sigrún Símonardóttir, Aðal- steinn Steinþórsson, Kristín Bjarna- dóttir, Loftur S. Loftsson, Gunnar Þór Jónsson, Sigrún Bjamadóttir, Gunnar Runólfsson, Sigurður Stein- þórsson, Sigurður Loftsson, Sigurður U. Sigurðsson, Jóhaim Bjömsson, Guðni Araason, Hjalti Gumiarsson, Daði Viðar Loftsson, Sigm-ðm- Björg- vinsson, Fimibogi Jóhannsson. Sýning í Áraesi, Gnúpveijahreppi, 24. april. GNÚPVERJAR standa við mörk hins óbyggilega. Þeir horfa yfir víðfeðmt hérað og grösugar sveitir til sjávar en að baki þeim leynast öræfin, óræð og harðneskjuleg. Það býr fleira í þokunni þar en niðrí Flóa. Þess vegna er það ofur eðlilegt að þessi sveit skuli hafa tekið ástfóstri við leikritið Skugga- Svein eftir Matthía Jochumsson og sett það upp alls sex sinnum síðan 1913. Nábýlið við öræfin gerir þetta verk raunverulegt, það sem er nærri manni en óþekkt er heill- andi. Öræfin seiða mann til sín, rétt eins og í leikritinu, þau seiða til sín Ástu, dóttur Sigurðar lög- réttumanns í Dal og strákinn Gvend. Þess vegna átti ég fyllilega von á því að heimamenn myndu túlka djúpan skilning á þessu klassíska verki í uppsetningunni í Árnesi. Enda kom það á daginn. En þó var ánægjulegast að sjá hvað þessi sýning er heilsteypt og vel unnin. Það er ekki heiglum hent að gera Skugga-Sveini góð skil. Til þess þarf talsverða breidd í leik- rænni tjáningu, svo ekki sé nú minnst á sönginn. Hérna var ein- faldega valinn maður í hveiju rúmi. Hjalti Gunnarsson er kraftmikill sem Skugga-Sveinn, karlmannleg- ur, óragur, mikilúðlegur, og í lokin varð hann magnaður í túlkun sinni. Hjalti nær að túlka reisn þess manns sem mætir áskorun óblíðra örlaga og hvikar hvergi. Það er vel af sér vikið. Þá var Finnbogi Jóhannsson eftirminnilegur sem Ketill skrækur, kvikur, lipur, laf- hræddur. Og Aðalsteinn Steinþórs- son var einkar fyndinn sem Jón sterki, hinn belgingslegi hugleys- ingi. Sigurður Steinþórsson og Sig- urðut' U. Loftsson sómdu sér vel í hlutverki stúdentanna og sungu dável saman. Gnúpveijar hafa löngum átt góða söngmenn og mér er það sönn ánægja að skýra frá því að sú list er enn við lýði í sveit- inni, því allir sem tóku lagið gerðu það vel og af smekkvísi. Þar á líka Katrín Sigurðardóttir hrós skilið, en auk þess að leika undir á píanó var hún tónlistarstjóri sýningarinn- ar. Það sópar að Gunnari Þór Jóns- syni sem valdsmannslegum Lár- enzíusi sýslumanni, og Tryggvi Steinarsson hefur hið grandvara, íhugula yfirbragð bændahöfðingj- ans. Sigrún Símonardóttir var yfir- lætislaus sem dóttir hans, og þau Kristín Bjarnadóttir og Loftur S. Loftsson bráðgóð í hlutverkun sín- um sem hjúin í Dal. Það er breidd í þessari sýningu sem kemur á óvart. Leikarar eru vel æfðir orðn- ir (búið var að sýna leikritið nokkr- um sinnum þegar ég sá það) og öruggir í .hlutverkum sínum, svo að glettnin og gáskinn sem býr í leikritinu nýtur sín vel. Þarna sem í öðru hefur Höllu Guðmundsdóttur leikstjóra tekist vel til. Öll umgerð sýningarinnar er vönduð, leikmynd einkar vel unnin, lýsing góð (enda engir aukvisar þar á ferð) og búningar ágætir, svo og förðun og hárgreiðsla. í leikskrá er birt hlutverkaskipan í Skugga- Svein allt frá því Gnúpveijar settu leikritið fyrst á svið 1913. Þar má lesa hvernig sömu ættirnar hafa tekið þátt í.að túlka þetta mikla verk íslenskrar leikritunar mann fram af manni. Það eykur enn á gildi þessarar sýningar nú og gefur henni sögulega dýpt sem varla á sér líka annars staðar á landinu. Ungmennafélag Gnúpveija er sjö- tugt um þessar mundir og fagnar þeim tímamótum með þessari stór- góðu sýningu. Ég er viss um að það kumrar í sumum af ánægju yfir því. í þokunni, hátt uppi á Kili. Guðbrandur Gíslason Að syngja Guði dýrð Morgunblaðið/Ásdís HÁKON Leifsson og Vilhelmína Olafsdóttir ásamt Steinari Birgissyni hjá Islandsdeild Heimskórsins. Þýtur í skógum __________TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis kórlög og verk eftir m.a. Jón Ásgeirs- son, Vivaldi, Verdi, J. Strauss og Sibelius. Ein- söngvarar: Kristín R. Sigurðardóttir, Svanhild- ur Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Jóhann Fr. Valdimarsson og Reynir Þórisson. Píanóundirleikari: Vilhelmína Ólafsdóttir. Skagfirzka söngsveitin í Reykjavík ásamt hljómsveit u. stj. Björgvins Þ. Valdimarssonar, Stað, fimmtudaginn 24. apríl kl. 17. ÞAÐ var reisn yfir vortónleikum Skag- firzku söngsveitarinnar sumardaginn fyrsta í Langholtskirkju. 75 kórsöngvarar og 5 einsöngvarar komu fram ásamt píanó- leikara og 29 manna hljómsveit, og var nánast hvert sæti í kirkjunni skipað. Má segja að söngsveitin hafi átt inni fyrir umstanginu, því hljómur hennar var víðast hvar hreinn, þróttmikill en lipur og í góðu jafnvægi. Sama gilti um um einsöngvar- ana, flesta úr röðum kórfélaga; þar gat að heyra óvenju raddprúða einstaklinga utan þess hóps er lagt hefur einsöng sérstaklega fyrir sig. Meðal smærri verkefna á fyrri hluta tón- leikanna má nefna Sefur sól hjá ægi, sem hljómaði mjúkt og fallega með þeirri lifandi dýnamík sem virðist aðalsmerki söngsveitar- innar. Útsetning Árna Ilarðarsonar á Tíminn líður, trúðu mér er vinsæ! að verð- leikum og var flutt af krafti, og Hava nag- ila (úts. Faktor) var sungin af bæði krafti og dulúð. Reynir Þórisson söng einsöng I rússneska þjóðlaginu Kalinka með bjartri og unglegri tenórrödd. Næstu þijú lög voru íslenzk, Nótt (Árni Thorsteinsson/Magnús Gíslason, radds. Helgi Bragason), Minning (Markús Kristjáns- son/Davíð Stefánsson) og Vor (Pétur Sig- urðsson/Friðrik Hansen); ljóðatitlarnir al- nafnar tuga ef ekki hundruða annarra kvæða og ljóðin því kunnari af upphafslínunum (Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, Þú varst minn vetrareldur & Ljómar heimur logafaguij. En svona var á tímum þegar ekki þótti jafnnauð- synlegt og nú að velja hugafurðum eftir- minnileg heiti. Kórinn söng af fallegri mýkt, þó að vart yrði við smáþreytuhljóm í alt í Nótt og Minning hafi verið óþarflega hæg. Vorið heppnaðist bezt í þessari þrenningu, og átti þróttmikill tenór Guðmundar Sigurðs- sonar sinn þátt í því. Píanóundirleikur Vil- helmínu Ólafsdóttur var kliðmjúkur og fal- lega mótaður, ekki sízt í Minning.. Fyrri helmingi lauk með tveim stemmum eftir Jón Ásgeirsson, Pilturinn og stúlkan og í gleðinni („sóló parlandó" mælt fram af Friðbirni Erni Steingrímssyni) og féllu báðar í frábæran jarðveg hjá hlustendum, mest þó hin síðari, þar sem má heyra ávæn- ing af klifandi Orffs í Carmina Burana. Seinni hluti hófst á tveim negrasálmum a cappella, Go Tell It On The Mountain og hinum hrynþunga Elijah Rock, báðirsungn- ir af vandaðri mótun í styrk og hraða en algengt er hérlendis. Síðan voru fluttir 8 af 12 þáttum liinnar frægu Gloria eftir Vivaldi með aðstoð 29 hljóðfæraleikara úr og utan S.í. Þó að strengjasveitin hafi ver- ið full fámenn eða 10 manns (3-2-2-2-1), var leikur hennar fjörugur þegar til heyrð- ist, og „fylgiraddir" (svo maður hnykki á réttari notkun þessa vandræðaorðs fyrir „obbligati") voru í frábærum höndum Ei- ríks Arnar Pálssonar á trompet og Kristj- áns Stephensens á óbó. Orgelið í fylgi- bassa var hins vegar of sterkt vegna fá- mennis strengja, en var velleikið af Vieru Manasek. Kórinn söng sína kafla vel, þ.e. Gloria, er skartaði skemmtilegri bergmálsdýnamík, Gratias agimus tibi (innkoman að vísu ekki góð), Proper magnam, hið hottandi Domine Fili, Quoniam tu solus og hina glæsilegu tvöföldu kórfúgu Cum sancto spiritu. Krist- ín Ragnhildur Sigurðardóttir og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir sungu vel heppnaðan dúett í Laudamus te og sá Svanhildur um afar velhljómandi einsöng (burtséð frá einstaka „yfirskoti" í tónhæð) í Domine deus, þar sem Vivaldi minnir á hirðingjasenuna við Betle- hem með punktaðri hrynjandi siciliana-dans- ins. Kristín og Jóhann Fr. Valdimarsson sungu hinn kunna Ástardúett úr Sígauna- baróni J. Strauss (so/so-/tí-la/so-se/fa), er vakti mikla hrifningu tónleikagesta, og sama gerði Steðjakór Verdis úr II Trovat- ore, þó að vantaði meiri snerpu í hljómsveit- inni. Prentaðri dagskrá lauk með Finlandiu Sibeliusar, sem hér var flutt óstytt, þ.e.a.s., kórinn kom ekki inn fyrr en að undan- gengnum löngum hljómsveitar„forleik“. Var það svolítið kyndugt á þar til gerðum kórtónleikum, en undir öllum kringumstæð- um var tilkomumikið þegar kórinn kom loks inn með „Þýtur í skógum höfugt harmalag". Lauk tónleikunum með Ást- ardúett úr Kátu ekkjunni (eins. Kristín og Jóhann) og John Brown’s Body við frábær- ar undirtektir. Ríkarður O. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.