Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 43
Islenskur
sigur á Norður-
landamóti
BRIPS
Rotíncros
BIKARKEPPNI
NORÐURLANDA
lauf) og loks tíguldrottningu en ekki
spaðadrottningu (6 spaðar). Það
nægði Sævari og alslemman vannst
auðveldlega.
Danir lagðir
Bikarkeppni Norðurlanda í brids var
haldin í Rottneros í Svíþjóð dagana
25.-28. apríl
ÞAÐ vannst íslenskur sigur í fyrsta
skipti á Bikarkeppni Norðurland-
anna í brids, sem háð var um helg-
ina í Rottneros í Svíþjóð. En þar
hafa bikarmeistarar á Norðurlönd-
unum komið saman annað hvert ár
síðan 1985 og reynt með sér.
Islenska liðið var skipað Sævari
Þorbjörnssyni, Sigurði Sverrissyni,
Sverri Ármannssyni og Þorláki Jóns-
syni en þeir voru í sveit Landsbréfa
sem vapn íslensku bikarkeppnina sl.
haust. í Rottneros enduðu Islending-
ar með 101 stig. Næstir komu Dan-
ir með 91 stig, þá Norðmenn með
84 stig. Finnar urðu i 4. sæti með
71 stig, þá komu Svíar með 61 stig
og Færeyingar ráku lestina með 31
stig.
Danir voru helstu keppinautar
Islendinganna á mótinu og þetta
spil var þýðingarmikið í leik þessara
þjóða:
Norður gefur, allir á hættu
Norður
♦ KD95
¥ ÁD53
♦ G102
♦ 83
Vestur Austur
4 108732
¥ G9876 ¥ 1042
♦ ÁD765 ♦ K43
♦ ÁG10 4 95
Suður
♦ ÁG64
¥ K
♦ 98
♦ KD7642
Við annað borðið sátu Sævar og
Sigurður AV og Ole Kirk Hansen
og Jörgen Hansen NS:
Nákvæmar slemmusagnir
Nákvæmar slemrnusagnir áttu
stóran þátt í sigri íslendinga. Þeir
Sævar og Sigurður voru eitt af þrem-
ur pörum sem komust í þessa al-
slemmu:
Norður
4 Á9842
¥ D3
♦ Á1085
4ÁG
Vestur Austur
♦ KDG 41053
¥62 ¥ 1097
♦ 93 ♦ 64
♦ D97652 ♦ K10843
Suður
♦ 76
¥ AKG854
♦ KDG72
♦ -
Við annað borðið stoppuðu Danir
í 6 tíglum, en við hitt borðið tóku
Sævar og Sigurður biðsagnakerfi í
þjónustu sína:
Vestur Norður Austur Suður
- - - 1 hjarta
pass 2 lauf pass 2 tíglar
pass 2 hjörtu pass 2 grönd
pass 3 lauf pass 4 tíglar
pass 4 hjörtu pass 4 grönd
pass 5 lauf pass 5 spaðar
pass 5 grönd pass 6 lauf
pass 6 tíglar pass 6 spaðar
pass 7 tíglar///
Eftir að Sigurður opnaði á hjarta
spurði Sævar um skiptingu og há-
spil. Sigurður sýndi fyrst 6-7 hjörtu
(2 tíglar), þá 2 spaða og 6 hjörtu
(2 grönd), síðan 2-6-5-0 skiptingu
(4 tíglar), 4 kontról (4 grönd), há-
spil í hjarta og tígli en ekki spaða
(5 spaðar), ekki hjartadrottningu (6
Vestur Norður Austur Suður
SÞ OKH SS JH
1 grand pass 2 t.íglar
dobl 2 hjörtu pass 3 lauf
pass 3 spaðar pass 4 spaðar
dobl//
Suður notaði kröfustayman eftir
veika grandopnun norðurs og þá gat
Sævar sýnt tígullit inn með dobli.
Sævar vissi svo að spilið lá illa, dobl-
aði því lokasamninginn og uppskar
500 eftir að Sigurður spilaði út tígli.
Við hitt borðið þróuðust sagnir á
annan hátt þar sem Þorlákur og
Sverrir sátu NS og Morten Bilde og
Steen Rasmussen AV:
Vestur Norður Austur Suður
MB ÞJ SR SÁ
1 tígull pass 2 lauf
pass 2 grönd pass 3 spaðar
pass 4 spaðar/
Vestur spilaði út hjarta, sem
Sverrir drap heima á kóng og spil-
aði spaða á kónginn. Þegar legan
kom í ljós henti Sverrir tíglum heima
í hjartaás og drottningu og spilaði
síðan laufi á kóng.
Vestur drap með ás og hefði nú
best spilað hjarta og Iofað austri að
henda laufi. En þess í stað spilaði
vestur tígli sem Sverrir trompaði
heima. Hann tók laufadrottningu og
spilaði laufi og gaf vestri á tíuna;
henti tígli í blindum og það sama
gerði austur.
Vestur spilaði enn tígli og Sverrir
trompaði með gosa, tók spaðaás og
spilaði laufi og henti hjarta í borði.
Og austur varð að trompa og spila
trompi upp í D9 í borði. Þetta gaf
íslendingum 15 impa og þeir unnu
leikinn 17-13.
Guðm. Sv. Hermannsson
Nýtt rit um
skjalavörslu
ÞJÓÐSKJALASAFN íslands hefur
í samvinnu við Samband íslenskra
sveitarfélaga gefið úr ritið Skjala-
varsla sveitarfélaga. Er rit þetta
ætlað öilum þeim er starfa við eða
fjalla um skjalavörslu hjá sveitarfé-
lögum landsins. Þar er að finna
samræmdan bréfalykil fyrir skjala-
söfn sveitarfélaga og reglur um
grisjun í söfnunum. Einnig er ijallað
um bréfadagbækur, vinnureglur við
bréfasöfn, meðferð trúnaðarskjala
o.fl. sem snertir skjalasöfn sveitar-
félaga og skil þeirra til viðkomandi
héraðsskjalasafns eða Þjóðskjala-
safns.
Ritið er samið af íjögurra uianna
samstarfsnefnd útgefenda. í henni
áttu sæti Björn Pálsson, Björn Þor-
steinsson, Kristjana Kristjánsdóttir
og Magnús Karel Hannesson.
Skjalavarsla sveitarfélaga kostar
1.200_ kr. og fæst hjá Þjóðskjala-
safni íslands og Sambandi íslenskra
sveitarfélaga.
í kjölfar útgáfu ritsins munu
Þjóðskjalasafn Islands og Samband
íslenskra sveitarfélaga á næstunni
efna til námskeiða fyrir embættis-
menn sveitarfélaga, þar sem fjallað
verður um skjalavörslu og ennfrem-
ur um nýju upplýsingalögin.
FUF styður ut-
anríkisráðherra
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun:
„Stjórn Félags ungra framsókn-
armanna í Reykjavík lýsir yfir
stuðningi við utanríkisráðherra
varðandi jákvæða afstöðu íslend-
inga til tillögu Dana á vettvangi
mannréttindanefndar Sameinuðu
þjóðanna um að fordæma mannrétt-
indabrot í Kína sem er löngu tíma-
bær.
Stjórn Félags ungra framsóknar-
manna i Reykjavík hvetur utanrík-
isráðherra til að taka afstöðu gegn
framferði ísraelskra stjórnvalda
gagnvart Palestínumönnum og láta
ekki henda sig að sýna af sér tví-
skinnung eins og Bandaríkjamenn
í friðarferlinu."
Vantar þig
VIN
að tala við?
VINALÍNAN
561 6464 • 800 6464
öll kvöld 20 - 23
+
Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
NIKULÁSAR BRYNJÓLFSSONAR,
Smáratúni 25,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 12G á
Landspítalanum og Sjúkrahúsinu í Keflavík
fyrir einstaka umönnun og stuðning.
Þórarna Sesselja Hansdóttir,
Brynjólfur Nikulásson, Ingunn Halldóra Rögnvaldsdóttir,
Óskar Þór Nikulásson, Ragna Halldórsdóttir,
Axel Arnar Nikuiásson, Guðný Reynisdóttir,
Þóra Björk Nikulásdóttir, Björgvin Valur Guðmundsson
og barnabörn.
+
Hjartanlega þökkum við þeim, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ÓLAFAR INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR
fyrrum húsfreyju
á Ánastöðum,
á Vatnsnesi.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Þórhallsson,
Eggert Þórhallsson,
Jakob Þórhallsson,
Stefán Þórhallsson,
Björn Þórhallsson,
Ingibjörg Þórhallsdsóttir,
Sigurlaug Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Halldóra Kristinsdóttir,
Ásta Ágústsdóttir,
Fríða Hjálmarsdóttir,
Björg Emilsdóttir,
Sigurlaug Halldórsdóttir,
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
BJARNFRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi.
Rannveig Unnur Sigþórsdóttir,
Margrét Sigþórsdóttir, Magnús Eyjólfsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir vandamenn.
+
Innilegar þakkirtil allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður minnar og systur okkar,
KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Eyri,
Siglufirði.
Sigurður Viktorsson,
Kristján Sigurðsson,
Fanney Sigurðardóttir.
Aðalfundur
Internets á íslandi hf.
verður haldinn 6. maí 1997 íTæknigarði, Dun-
haga 5, klukkan 16:00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein
samþykkta félagsins.
Stjórn félagsins mun leggja til að hlutafé verði
aukið um kr. 2,5 milljónir.
Ársreikning fyrir árið 1996 geta hluthafar nálg-
ast á skrifstofu félagsins eftir 28. apríl 1997 eða
við upphaf aðalfundar.
Stjórnin.
íslenska
kortagerðarfélagið
Aðalfundur íslenska kortagerðarfélagsins verð-
ur haldinn þriðjudaginn 13. maí 1997 kl. 20.30
í stofu 201 í Odda, Háskóla íslands.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
ATVIIMIMUHÚSNÆQI
Gott verslunarhúsnæði
Um 75 fm verslunarhúsnæði til leigu á mjög
góðum stað í verslunarmiðstöðinni „Torgið",
Grafarvogi.
Upplýsingar í síma 567 7757 milli kl. 9 og 12
eða 564 4114 eftir kl. 19.00.
SM AAUGLYSIIMG AR
FÉLAGSLÍF
□ EDDA 5997042919 I 1 Atkvgr.
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Helgi Hróbjartsson talar.
I.O.O.F. Rb.1=1464298-9.III.★
Aðaldeild KFUK
Holtavegi
Afmælisfundur KFUK.
Frábær dagskrá.
Guðrún Ásmundsdóttir fjallar urr
Ólafíu Jóhannsdóttur. Maggs
Stína syngur og hugleiðingu
hefur Anna Pálsdóttir, guðfræð-
ingur. Fundurinn hefst með borð-
haldi kl. 19.00, annars kl. 20.30.
Fjölmennum.
KENNSLA
Litir Ijóss, hugar
og handa
Námskeið leitt af
Helgu Sigurðardótt-
ur 2. og 3. maí í
Rvík. Imyndunar-
aflið og sköpunar-
flæðið virkjað í
leiddri hugleiðslu.
Áhrif lita. Málað með pastellitum á
flauelspappír. Reynsla í málun ekki
nauðsynleg.
Upplýsingar í síma 551 7177.