Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 30

Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÍÐBÚIN AÐILD AÐ TÍMAMÓTA- SAMNINGI TÍMAMÓT verða í afvopnunarmálum í dag, er alþjóðleg- ur samningur um bann við framleiðslu, geymslu og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra tekur gildi. Samn- ingnum er beint gegn efnavopnahernaði, sem er eitthvert andstyggilegasta bragð, sem hægt er að beita í stríði og veldur þeim, sem fyrir verða, ólýsanlegum þjáningum. Allt frá því að efnavopn ollu fyrst víðtækum skaða í fyrri heimsstyrjöldinni hafa ríki heims leitazt við að koma á víðtæku banni við notkun þeirra. Gerð efnavopnasamn- ingsins lauk fyrir rúmum fjórum árum, eftir meira en tuttugu ára erfiðar samningaviðræður á afvopnunarráð- stefnunni í Genf. Til þess að samningurinn þjóni tilgangi sínum er mikilvægt að ríki heims sýni samstöðu, gerist aðilar að honum og takist á hendur þær skuldbindingar, sem honum fylgja. Það gerir um leið auðveldara að beita ríki þrýstingi, sem ekki vilja framfylgja efnavopnabanni. Þess vegna er ánægjulegt að ísland varð fullgilt aðildar- ríki efnavopnasamningsins með samþykki Alþingis í gær. Sú fullgilding átti sér hins vegar stað á elleftu stundu. ísland var síðasta vestræna ríkið, sem skilaði fullgildingar- skjölum sínum til Stofnunarinnar um bann við efnavopnum í Haag. Það er fráleitt að embættismenn utanríkisráðuneytisins skuli hafa verið í næturvinnu í síðustu viku við að und- irbúa efnavopnasamninginn fyrir þinglega meðferð og að þurft hafi að halda aukafund Alþingis til að staðfesta samning, sem legið hefur fyrir í meira en fjögur ár. Því miður bendir flest til að ekki hafi komizt skriður á vinnslu málsins í utanríkisráðuneytinu fyrr en eftir að opinbert varð að það kynni að hafa vandkvæði í för með sér fyrir íslenzkan efnaiðnað, fullgilti ísland ekki samning- inn áður en hann tæki gildi. Ráðuneytið hafði hins vegar aldrei samband við fyrirtæki í efnaiðnaðinum að fyrra bragði, þrátt fyrir að mikilvægi samningsins fyrir efna- verksmiðjur hafi legið fyrir um árabil. Vinnubrögð og forgangsröðun í utanríkisráðuneytinu hljóta að verða endurskoðuð í kjölfar þessa undarlega máls. Það hefði verið álitshnekkir fyrir ísland ef efna- vopnasamningurinn hefði ekki verið fullgiltur áður en hann tók gildi. HEIMILDAMYND UM VILHJÁLM STEFÁNSSON VESTUR-íslendingurinn Vilhjálmur Stefánsson var heimsþekktur mannfræðingur og landkönnuður, einn mesti heimskautafari sögunnar. Landafundir hans bættu landsvæðum við Kanada sem samsvara þrefaldri stærð íslands. Það er því íslendingum að vonum fagnaðarefni að til stendur að gera heimildamynd um þennan heims- þekkta Vestur-íslending, sem lærði íslenzku við móð- urkné, var handgenginn íslendingasögum og íslenzkum ljóðum þegar í bernsku, og bar hróður íslands um heim allan á farsælum starfs- og æviferli. Það var Jón Proppé, fyrir hönd fyrirtækisins Niflunga, sem kynnti þetta verkefni á árlegri og alþjóðlegri ráð- stefnu um heimildamyndir í Toronto í Kanada. Niflungar hafa samstarf við kanadíska aðila um verkefnið, en Kanadamenn eigna sér Villhjálm ekki síður en íslending- ar. Sjónvarpsstöðvum í Kanada ber skylda til að hafa ákveðið hlutfall af efni sínu kanadískt og verkefni af þessu tagi eiga greiðan aðgang að sjónvarpsstöðvum þar í landi. Vönduð heimildarmynd um landkönnuðinn Vilhjálm Stefánsson þjónar gildu hlutverki, hér sem í Kanada, og raunar hvarvetna. Mikilvægt er að gera þeim, sem að verkinu standa, fjárhagslega kleift að skila góðu verki. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sýna minningu þessa stórbrotna íslendings virðingu okkar með myndar- legum stuðningi við þetta verk. Það verður, ef vel tekst til, áhrifamikill vitnisburður um íslenzka afrekssögu á fyrstu tugum líðandi aldar; dýrmæt heimild fyrir samtíð og framtíð. Úrslitahrinan í kosningabaráttunni á Bretlandi Baráttan harðnar en fylgið stendur í stað Verkamannaflokkurinn virðist hafa óyfirstíg- anlegt forskot á íhaldsflokkinn í kosningabar- áttunni á Bretlandi, en leiðtogar flokkanna vara við að taka þær of bókstaflega. Frambjóð- endur hafa verið ósparir á yfirlýsingar undan- farna daga. Karl Blöndal er í London og fýlgist með kosningabaráttunni. Reuter JOHN Major forsætisráðherra og Tony Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hafa komið fram á ótölulegum fjölda kosningafunda að undanförnu og gærdagurinn var engin undantekning. Major brá sér m.a. til Norður-Irlands en Blair hélt til Loughborough. AÐEINS tveir dagar eru eftir af kosningabaráttunni á Bretlandi og bendir fátt til þess að Ihaldsflokknum takist að vinna upp það forskot, sem Verkamannaflokkurinn hefur haft samkvæmt skoðanakönnunum, áður en Bretar ganga að kjörborðinu eftir tvo daga. Kosningabaráttan í gær bar stöðunni vitni. John Major forsætisráð- herra kom óvænt fram fyrir utan breska þingið og sagði með Big Ben í baksýn að framtíð Bretlands væri í húfi. „Örþrifaráð," sögðu talsmenn Verkamannaflokksins. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, var ekki jafn gífuryitur og lét sér nægja að vara stuðningsmenn sína við að bóka sigur. Síðustu dagar baráttunnar hafa ein- kennst af linnulausum kosningafund- um og -ferðalögum. Major lagði í gær 1.500 km að baki þegar hann fór til Norður-írlands og Skotlands. Fram- bjóðendurnir eru aðeins sammála um eitt: að ekki séu öll kurl komin til graf- ar enn og varasamt sé að taka skoð- anakannanirnar of hátíðlega. Standast kannanir? Þeir hafa hins vegar hver sína ástæðu fyrir því að draga kannanirnar í efa. Major hefur í huga að þegar íhaldsflokkurinn hélt meirihluta sínum á þingi í kosningunum 1992 gengu þau úrslit þvert á kosningaspár og skoðanakannanir og hyggst sannfæra stuðningsmenn sína um að enn sé von. Edwina Currie, fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, er annan-ar hyggju og spáði því að bæði hún og flokkur hennar myndu fara illa út úr kosningunum. Einnig verður Major að reyna að slá á innanbúðarátök flokksforustunn- ar um það hver eigi að taka við íhalds- flokknum og ásakanir, sem ganga manna á milli, um það hver beri ábyrgð á stöðu flokksins nú. „Ríkisstjórn í stríði við sjálfa sig,“ sagði Paddy As- hdown, leiðtogi Fijálsra demókrata, þegar hann lýsti íhaldsmönnum í kosn- ingaræðu í Öxford í gær. Þegar er farið að spá því að Major muni segja af sér þegar úrslit verða kunngerð og spurningin sé hvort hann láti þegar af forustu í flokknum eða bíði fram í nóvember. Michael Heselt- ine aðstoðarforsætisráðherra og Mic- hael Portillo varnarmálaráðherra eru taldir líklegastir arftakar Majors, en hjá veðbönkum hafa menn meira að segja veðjað á að lafði Thatcher taki við taumunum að nýju og fengju þeir pund sitt ríkulega ávaxtað því að lík- urnar á því eru taldar 250 á móti ein- um. Ágreiningur Brians Mawhinneys, formanns íhaldsflokksins, og Saatchis lávarðs, ráðgjafa flokksins unt auglýs- ingar, um það hvernig eigi að hátta auglýsingum gæti dregið dilk á eftir sér síðustu tvo dagana. Saatchi er sagður hafa viljað vetja einni milljón punda (urn 115 milljónum króna) til úrslitaauglýsingaherferðar, sem Mawhinney úrskurðaði að flokkurinn hefði ekki efni á að eyða. Saatchi, sem hefur staðið að baki auglýsingaher- ferðum íhaldsmanna í fjögur síðustu skiptin, sem kosið var á Bretlandi, er sagður sár yfir því að reynsla sín hafi verið hundsuð. Þegar deilum af þessu tagi er slegið upp á forsíðum dagblaða er það flokknum ekki til framdráttar. íhaldsmenn hafa reyndar einnig sínar eigin skoðana- kannanir, sem benda til þess að bilið milli flokkanna sé aðeins átta prósentustig, sýnu minna en allar skoðanir utan, ein sem The Guardian birti 23. apríl og benti til þess að munurinn hefði minnkað úr 14 í fimm prósentustig á einni viku. Sú staða óbreytt væri íhaldsmönnum skammgóður vermir því að Verka- mannaflokknum yrði eftir sem áður tryggður meirihluti. Varúðarorð Blairs Blair, leiðtogi verkamanna, vill hins vegar vara sína stuðningsmenn við að sofna á verðinum. Á blaðamanna- fundi Verkamannaflokksins í gær- morgun gekk Blair svo langt í að ítreka að úrslitin væru ekki ráðin að blaða- menn voru farnir að flissa. Orð Blairs voru þó ekki að ástæðulausu. Um helg- ina lak út að Verkamannaflokkurinn hefði skipulagt mikla veislu á kjör- dag, 1. maí, og klukkan fjögur aðfara- nótt föstudags ætti Blair að flytja ræðu með Thamesá í baksýn. íhaldsmenn voru ekki seinir á sér að saka forustu Verkamannaflokks- ins um hroka. „Þeir halda að þeir hafi kosningarnar í hendi sér,“ sagði Heseltine. Yfirburðasigur í vændum Ymsir eru nú farnir að spá því að Verkamannaflokkurinn ntuni vinna yfirburðasigur. Á forsíðu The Obser- ver um helgina var því spáð að í vændum væri mesti sig- ur frá 1945 þegar íhalds- flokkurinn, sem var undit' forstu Winstons Churchills forsætisráðherra, tapaði 219 sætum og Verkamannaflokkurinn bætti við sig 239. Sagði í blaðinu að Verkamannaflokkut'inn gæti náð 400 þingsætum og meirihlutinn nálgast 200 sæti. í blaðinu sagði einnig að aldrei á þessari öld hefðu jafn margir ráðherr- ar átt á hættu að missa þingsæti sín. Þar bæri helst að nefna Malcolnt Rif- kind utanríkisráðherra, sem væri átta prósentustigum á eftir andstæðingi sínum úr Verkamannaflokknum í kjördæmi sínu í Skotlandi. Þá var til þess tekið að Portillo hefði aðeins fjögurra prósentustiga forskot í kjör- dænti sínu, Enfield Southgate. Blair þarf ekki að hafa áhyggjur af umræðunt um forustuhlutverk sitt. Hins vegar er ekki talið að allt leiki í lyndi í röðum Verkamannaflokksins. Blair hefur í leiðtogatíð sinni fært flokkinn inn á miðju stjórnmálanna nteð þeim afleiðingum að óánægja hefur vaknað í vinstra armi hans. Breskit' fjölmiðlar hafa haft eftir að Blair hyggist útiloka vinstra arminn frá völdum sigri Verkamannaflokkur- inn í kosningunum og í gær sá hann sig knúinn til að segja að þetta væri „eintóm vitleysa". Óánægjunni er þó yfirleitt haldið innan raða flokksmanna. Tilhugsunin unt eitt kjörtímabil til viðbótar í stjórnarandstöðu er yfirsterkari and- stöðunni við þær breytingar, sem Bla- ir hefut' gert á flokknum. Ýmsir kunna einnig að hugsa sem svo að þeir geti haft áhrif eftir kosningar þegar íhaldsflokknum hafi verið komið frá. Áhrif jaðarhópa Áhrif jaðarhópa í Verkamanna- flokknum munu hins vegar velta á því hversu stór sigurinn vet'ður. Það veikt.i Major mjög á þessu kjörtíma- bili að hann hafði aðeins nauman meirihluta á þingi og var því oft og tíðum sem í gíslingu ýntissa hópa inn- an flokksins, ekki síst í Evrópumálum. Hagfræðingurinn Gerald Holtham, sem rekur rannsóknarstofnunina Institute for Public Policy Research hér í London, er þeirrar hyggju að Verkamannflokkurinn sé að glata tækifæri í þessum kosningum. Stofn- unin hefur oft haft áhrif á stefnumót- un Verkamannaflokksins, en Holtham er samt ekki ánægður þótt forusta flokksins virðist örugg. I stað þess að hafa áhrif á umræðuna og hampa róttækum umbótum „erum við kotnin með annan Ihaldsflokk", segir Holt- ham. Sagt er að nái Verkamannaflokk- urinn 50 sæta meirihluta á þingi geti Blair og Gordon Brown, væntanlegur fjármálaráðherra í stjórn hans, farið sínu fram. Verði meirihlutinn 30 sæti eða ntinna verður Blair að taka meira tillit til hinna ýmsu hagsmunahópa. F'orusta stéttarfélaganna og ýmsir þrýstihópar vona á laun að meirihlut- inn verði naumur þannig að hægt verði að þrýsta á um ntálefni, sem hafa farið lágt í kosningabaráttunni. Ógerningur er að segja hvernig frjálsum demókrötum mun vegna. Flokkur Ashdowns hefur milli 10 og 15 prósenta fylgi samkvæmt skoðana- könnunum. 1 kerfi einmenningskjör- dænta hefur slíkt fylgi litla þýðingu. í kosningunum 1992 fékk flokkurinn 18,3 prósenta fylgi, en aðeins 20 sæti á þingi. Verkamannaflokkurinn fékk tæplega helmingi meira fylgi, 35,2 prósent, en 271 þingsæti. Máttleysi atkvæðisins kann að draga úr þeim, sem ella hefðu stutt l'rjálsa demókrata, nema í kjördæm- um þar sem mjög mjótt er á munum. Ashdown hefur undan- farna daga lagt áherslu á slík kjördæmi í kosninga- baráttu sinni og hvergi dregið undan í málflutn- ingi. Hann segir að Ihalds- flokkurinn verðskuldi ekki endurkjör vegna svikinna loforða og sakar Verkamannaflokkinn um rag- mennsku: „Þeir boðuðu breytingar, en nú ætla þeir að komast til valda með því að lofa að breyta ekki neinu," sagði Ashdown í Oxford í gær. Vangaveltur um afsögn Majors Blair vændur um sigurvissu og hroka ORKUMÁL Morgunblaðiö/Asdís FRÁ samráðsfundi Landsvirkjunar sem haldinn var i gær. F.v. Árni Grétar Finnsson sljórnarmaður, Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra, Helga Jónsdóttir fráfarandi stjórnarformaður Landsvirkjunar og Halldór Jónatansson forstjóri. Orkusamningarnir draga. úr vægi sjávarútvegs Fjárfesting vegna stóriðju á næstu þremur árum eykst um 36 milljarða kr. Guðjón Guðmundsson var á samráðsfundi Lands- virkjunar þar sem ný skipan raforkumála var einnig til umfjöllunar. BJARTSÝNI ríkti á samráðs- fundi Landsvirkjunar í gær og kom þar m.a. fram í máli Finns Ingólfssonar iðn- aðarráðherra að tilkynnt hafi verið um fimmtán nýjar fjárfestingar í málm- vinnslu í Evrópu síðustu tólf mánuði en þtjú verkefni á þessu sviði hafi skilað sér til íslands á síðustu 18 mán- uðum. Iðnaðarráðherra sagði á fundinum að nýir samningar um raforkusölu til álversins í Straumsvík, Járnblendifé- lagsins vegna þriðja ofns verksmiðj- unnar og til álvers Norðuráls á Grund- artanga væru hagstæðir þjóðarbúinu og drægju úr vægi sjávarútvegs í þjóð- arbúskapnum. Samningarnir renndu fleiri stoðum undir útflutningsatvinnu- vegina. Hagvöxtur á þessu ári yrði 3,7% í stað 2,5% ef ekki hefði komið til stóriðju og íjárfesting á næstu þrem- ur árum ykist urn 36 milljarða kr. Með santningunum bættust 2.300 gígavatt- stundir við raforkunotkun landsmanna sem er um 40% aukning. Iðnaðarráðhet'ra sagði að santning- arnir væru mjög hagstæðir fyrir Landsvirkjun. Núvirtur hagnaður af orkusölu til Coluntbia Ventures og Járnblendifélagsins yrði 1,7 milljarðar kr. miðað við 5% ávöxtunarkröfu. Ein öflug markaðsskrifstofa Hann sagði að árangur væri nú að koma í ljós af starfl markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjun- ar, MIL. Því til staðfestingai' yrði út- tekt á markaðsskrifstofunni sem breska ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young, sem hefði víðtæka reynslu af ráðgjöf við er- lendar fjárfestingar, væri að ljúka. „Er það mat ráðgjafafyr- irtækisins að mikilvægur árangur hafi náðst. Fyrir utan þann beina árangur sent nú blasir við i þeirn verkefnum sem verið er að leiða til lykta, er ljóst að ísland er komið á landakort fjárfesta á þeint sviðum sem markaðsskrifstofan hefur einkum sinnt. Á síðustu tólf mánuðum hefur aðeins verið tilkynnt um fimmtán nýjar Ijárfestingar í ntalmvinnslu í Evrópu. Nú hefur okkur íslendingunt tekist að laða að okkur þtjú verkefni á þessu sviði á undanförnum átján mánuðum. Óhætt er að segja að nú sé svo kotnið að ekki komi til fjárfestinga á þessu sviði í Evrópu nema ísland sé skoðað sem vænlegur valkostur," sagði iðnað- arráðherra. Hann sagði að brýnt væri að auka erlenda fjárfestingu hér á landi og efla markaðsstarf á því sviði. Meðal þess sem kæmi þar til athugunar væri að sameina Fjárfestingarskrifstofu ís- lands og markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar í eina öfluga fjárfestingaskrifstofu sem rekin yrði með virkri þátttöku Landsvirkjun- ar. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, ný- skipaður stjórnarformaður Landsvirkj- unar, sagði að orkulindir Islendinga væru stórlega vannýttar. Gert væri ráð fyrii' að raforkunotkunin yrði um 7.400 gígavattstundir á ári um aldamótin en þá væri ekki búið að virkja nema um 15% af þeirri 50.000 gígavattstunda orkugetu sem talið er hagkvæmt að virkja. Hann sagði að ekki væri óeðli- legt að álykta að ákvarðanir unt ný- virkjun verði hér eftir sem hingað til fyrst og fremst teknar í tengslum við tilkomu nýs orkufreks iðnaðar. Hann sagði að tíminn einn myndi leiða í ljós hve miklum hagnaði sala raforku um sæstreng skilaði þjóðar- búinu. Tenging um sæstreng hefði ýmsa ótvíræða kosti. Með tengingu við önnur lönd ykist öryggi raforku- afhendingar á íslandi til mikilla muna. Á erfiðlei- katímum í vatnsbúskap eða við náttúruhamfarir væri hægt að draga úr útflutn- ingi og nota rafmagn hér á landi í staðinn. Einnig telur Jóhannes Geir að hægt yrði að ganga þannig frá samningum um raforkusölu um sæstreng að íslendingar hefðu heintild til að skerða raforkuafltendinguna tímabundið og nota þá raforku sem þannig losnaði til þess að mæta þörf- unt nýs ot'kufreks iðnaðar meðan unn- ið væri að nauðsynlegri virkjanagerð. „Það myndi bæta samningsstöðu okkar og auðvelda okkur að fá nýja starfsemi til landsins því viðbragðs- tími við að útvega rafmagnið skiptir höfuðmáli í slíkum samningunt,“ sagði Jóhannes Geir. Rætt við Statkraft uni útflutning Fram kom í skýrslu Halldórs Jón- atanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á samráðsfundinum að Landsvirkjun hefur átt viðræður við norska fyrir- tækið Statkraft um útflutning raforku frá íslandi. Fram kom að iðnaðarráðu- neytið hefur haft frumkvæði unt að efnt verður til samráðs meðal inn- lendra og erlendra aðila sem sinnt hafa athugunum á útflutningi á raf- orku á undanförnum árum. Halldór sagði að þeir stóriðjukostir sem kærnu til álita í framhaldi af þriðja ofni járnblendiverksmiðjunnar væru enn frekari stækkanir hennar um einn til tvo bræðsluofna til viðbót- ar svo og stækkun álvers Norðuráls hf. úr 60.000 tonna árlegri afkasta- getu í 90.000 tonn. Gætu þessar við- bætur hugsanlega orðið að veruleika í upphafi nýrrar aldar. Þá væri ekki útilokað að áður en langt um liði yrði á ný lagt mat á hagkvæmni þess að reisa og reka álver á Keilisnesi með allt að 330.000 tonna afkastagetu á ári. Ennfremur væru hugmyndir um byggingu 50.000 tonna magnesíum- verksmiðju á Suðurnesjum nú til at- hugunar að ógleyntdum möguleikan- um á útflutningi raforku. Halldór sagði að ef gert væri ráð fyrir því að allar þessar hugmyndir yrðu að veruleika og lagður yrði 600 megavatta sæstrengur til meginlands Evrópu eða Skotlands yrði ot'kuvinnslan árið 2006 um 15.300 gígavattstundir á ári, sem er tæpur þriðjungur af þeim orkuforða landsins sem talið er hagkvæmt að nýta til raforkuvinnslu. Frjáls viðskipti með raforku Iðnaðarráðherra gerði einnig að umtalsefni skipulag raforkumála og sagði að unnið væri að stefnumótun um framtíðarskipan raforkumála í landinu. Viðræður hæfust í sumar við hagsmunaaðila um þessa stefnumörk- un. Hann sagði að megináherslu ætti að leggja á að skilja í sundur náttúru- lega einkasöluþætti raforkukerfisins og þá þætti þar sem samkeppni verði við kornið. „í áföngunt verður unnið að því að skapa forsendur fyrir aðskilnaði í vinnslu, flutningi, dreifingu og sölu rafmagns. Jafnframt er nauðsynlegt að búa svo unt hnútana að samkeppn- in geti þróast eðlilega á þeim sviðum sem hún á við, þ.e.a.s. í vinnslu og sölu rafmagns, og komið verði á virku* eftirlitskerfi á sviðum einkaréttar, þ.e. í flutningi og dreifingu raf- rnagns," sagði iðnaðarráðherra. Hann kvaðst sjá fyrir sér að á árun- um 2000-2005 yrði orkufyrirtækjutn breytt í hlutafélög, 2005-2007 yrði lokið við að innleiða samkeppni og loks 2007-2009 yrði myndaður orku- markaður á vegum fyrirtækis sem eignaraðilar Landsvirkjunar og fleiri aðilar hafa stofnað nteð sér og gæti kallast Landsnet. Ftjáls samkeppni ríkti þá í viðskiptum með raforku. Stefnumótun eigenda Landsvirkjunar og nýsamþykktar breytingar á lögum um Landsvirkjun væru í fullu sam- ræmi við þessat' hugmyndir. Verðlækkun á raforku í Noregi * Helge Skudal, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Statkraft í Noregi, rakti breytingar sem gerðar hafa verið í raforkumálum í Noregi. Statkraft er í ríkiseign en er rekið sent sjálfstætt fyrirtæki með eigin fjárhag. Það er stærsti raforkuframleiðandi í Noregi og rekur 48 aflstöðvar. Ný lög tóku gildi 1991 í Noregi er leyfðu sam- keppni í framleiðslu og sölu á raf- magni. Flutnings- og dreifikerfi fengu einkarétt hvert á sínu svæði en fram- leiðendum og seljendum er öllutn opin afnot af dreifikerfum gegn flutnings- gjaldi. Árið 1992 var fyrir- tækið Statnett aðskilið ft'á Statkraft. Árið 1995 var» raforkunotendum í aukn- um mæli heimilað að skipta um framleiðendur. Árið 1996 var komið á fót sameigin- legunt raforkumarkaði Svíþjóðar og Noregs. Skudal segir að helstu afleiðingar breytinganna séu þær að aðskilnaður varð milli þeirra hluta raforkugeirans sem var markaðsvæddur og hinna sem eru í einokunaraðstöðu, aðskiln- aður varð milli framleiðslu og dreif- ingar, skýr bókhaldslegur aðskilnaður þar á milli og það losnaði um einka- rétt Statkraft á innflutningi og út*» flutningi á raforku. Þær breytingar urðu á raforku- markaðnum að raforkuverðið ræðst nú af eftirspurn en ekki kostnaði vegna nýrra virkjana og neytendur hafa raunverulegt val ntiili framleið- enda. Raunverðslækkun hafi einnig orðið á rafmagni. Samkeppni í raforkusölu árið 2009 Raforkuverð ræðst af eftir- spurn C IMoregi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.