Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 13

Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 13 FRÉTTIR Vatnsrennslið frá Gjálp heldur áfram Fer í Skeiðará um Grímsvötn VÍSINDAMENN voru á ferð á sum- ardaginn fyrsta við eldstöðvarnar undir Vatnajökli þar sem gaus í haust og á Skeiðarársandi við margs konar mælingar og athugan- ir. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Raunvís- indastofnun Háskólans segir að nú hafi í fyrsta sinn gefið til mælinga frá 30. janúar og fari vatnsborð Grímsvatna greinilega lækkandi. Athygli vekur að vatnsborð Grímsvatna hefur lækkað um 24 metra frá því seint í desember og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan nóvember. Fyrst eftir hlaup- ið safnaðist vatn fyrir í Grímsvötn- um en síðan í janúar hefur leki nið- ur til Skeiðarár verið það mikill að vatnsborð hefur lækkað. Meðan þetta ástand varir verða ekki Grímsvatnahlaup. Vatnið frá Gjálp virðist renna um Grímsvötn og áfram í Skeiðará. Dregið hefur úr bráðnun íss en hún hefur verið töluverð allt frá því gosi lauk. Sprungusvæðið í jöklin- um umhverfis gosstöðvamar hefur víkkað stöðugt frá goslokum þar sem ís skríður inn að fjallinu og bráðnar. Sprungusvæðið er 9 km á lengd og 7 km á breidd þar sem mest er. Fyrstu þrjá mánuðina eftir að gosi lauk bráðnaði utan af fjall- inu eins til tveggja metra þykkt lag af ís á dag. Ekki er búið að vinna úr mælingum síðustu mánaða en líklegt er að eitthvað hafi dregið úr ísbráðnuninni. Segir Magnús að meðan svo mikið bráðni sé ljóst að talsverður hiti sé í Gjálp en spurn- ing sé hvað verði um vatnið. „Það sem er áhugavert að fylgj- ast með nú er hvernig öskulagið breytist í móberg," segir Magnús Tumi. „Við vitum ekki hvort það tekur fimm mánuði eða fimm ár en framundan er að fylgjast með ísbráðnuninni en með því að mæla hana getum við áætlað hvernig þessi ferill er.“ Nafnið Gjálp kemur úr Snorra-Eddu Um nafnið Gjálp sagði Magnús að vísindamenn hefðu ekki notað annað þótt formlega hefði sú nafn- gift ekki verið staðfest af réttum aðilum. Hugmyndin er komin frá Guðrúnu Larsen jarðfræðingi. Nafnið kemur fyrir í Snorra-Eddu þar sem segir frá ferð Þórs „... til ár þeirrar er Vimur heitir, allra áa mest,“ og hvernig áin óx svo mjög þegar hann var í henni miðri að „uppi braut á öxl honum“. Kvað hann þar vísu til árinnar og segir að sér vaxi ásmegin jafnhátt upp sem himinn. Síðar segir m.a. „Þá sér Þór uppi í gljúfrum nokkrum að Gjálp, dóttir Geirröðar, stóð þar tveim megin árinnar. Og gerði hún árvöxtinn. Þá tók Þór upp úr ánni stein mikinn og kastaði að henni og mælti svo: „Að ósi skal á stemma! Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson HORFT norður eftir gosgjánni sem er nú alveg lögst saman nema smápollur að norðanverðu. Myndin er tekin sumardaginn fyrsta. Stakir Jakkar 7950 Stakar Buxur 2490,- Skór frá 2490,- Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.