Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Mistök R-listans
í umferðarmálum
ÞAU góðu tíðindi
hafa nú gerst í sam-
göngumálum höfuð-
borgarsvæðisins, að rík-
isstjórnin hefur tekið
ákvörðun um að veita
fé til að ljúka þjóðvega-
framkvæmdum í Art-
únsbrekku. Með þessu
er komið á móts við
kröfur sveitarstjórnar-
manna á höfuðborgar-
svæðinu um að nauð-
synlegum og þjóðhags-
lega hagkvæmum um-
ferðarbótum á höf-
uðborgarsvæðinu verði
ekki slegið á frest.
Stefnt er að því að
breikkun þjóðvegarins
um Ártúnsbrekku og Miklubraut frá
Elliðaám að Skeiðarvogi verði lokið
í haust.
Einstakt sóknarfæri
Á þessu kjörtímabili hefur mun
meira fé verið veitt til þjóðvegafram-
. •kvæmda í Reykjavík en á síðasta
í stað þess að nýta ein-
stakt sóknarfæri í sam-
göngumálum höfuð-
borgarsvæðisins, segir
Olafur F. Magnússon,
hyggst R-listinn hverfa
- frá mislægum gatna-
mótum á mótum Miklu-
brautar og Kringlumýr-
arbrautar.
kjörtímabili. Mislæg gatnamót á
mótum Höfðabakka og Vesturlands-
vegar hafa þegar sannað gildi sitt
með verulegri fækkun slysa á þess-
um stað. Breikkun Ártúnsbrekkunn-
ar frá Höfðabakka að Elliðaám á
sl. ári og Miklubrautarinnar áfram
að Skeiðarvoginum nú mun vafalítið
skila sama góða árangri. Þessum
góða árangri þarf að fylgja eftir
með því að tryggja enn frekar greiða
og örugga umferð eftir
mikilvægustu umferða-
ræð höfuðborgarsvæð-
isins frá austri til vest-
urs, þ.e. Vesturlands-
vegi og Miklubraut.
Áætlanir borgarstjórn-
armeirihluta R-listans í
umferðarmálum ganga
því_ miður í öfuga átt.
í stað þess að nýta
einstakt sóknarfæri í
samgöngumálum
höfuðborgarsvæðisins
hyggst R-listinn hverfa
frá mislægum gatna-
mótum á mótum Miklu-
brautar og Kringlu-
mýrarbrautar. Að mínu
mati er þessi áætlun
R-listans með öllu óraunhæf. Ljósa-
stýrð gatnamót geta ekki dugað þar
sem 70.000 bílar aka um daglega.
Sjái R-listinn ekki að sér í þessu
máli er markmið listans um 20%
fækkun umferðarslysa á höfuðborg-
arsvæðinu til aldamóta enn fjarlæg-
ara en það er nú þegar.
Mistök í almennings-
samgöngum
R-listinn setti sér einnig það
markmið að stórefla almennings-
samgöngur og draga úr einkabíla-
umferð. Undirritaður er alfarið sam-
mála þessu markmiði en telur að það
sé röng leið að markmiðinu að hindra
greiða og örugga umferð um mikil-
vægustu stofnbrautir höfuðborgar-
svæðisins. Heppilegra er t.d. að
lækka fargjöld í strætisvagna borg-
arinnar, en R-listinn hefur hækkað
þessi fargjöld og staðið fyrir afar
umdeildum breytingum á leiðakerfi
SVR. Árið 1994 studdu borgarfull-
trúar vinstri flokkanna tillögu undir-
ritaðs í borgarstjórn um lækkun
unglingafargjalda. 20 miða farmiða-
spjöld fyrir unglinga lækkuðu þá úr
900 kr. í 500 kr. Aðeins 16 mánuð-
um síðar hækkuðu vinstrimenn í
borgarstjórn 20 miða farmiðaspjöld
unglinga í 1000 kr. eða um 100%!
Fyrirheit vinstri manna í þessu máli
sem svo mörgum öðrum reyndust
orðin tóm.
Röng forgangsröðun
Borgarstjórnarmeirihluti R-list-
ans hefur lagt áherslu á aðra for-
gangsröðun í framtíðarskipulagi
Miklubrautar en sjálfstæðismenn.
Þannig vill R-listinn láta grafa
Miklubrautina niður í stokk á Mikla-
túnssvæðinu. Þessi aðge''ð er síður
en svo til þess fallinn að greiða fyr-
ir umferð og ekki er gert ráð fyrir
nema tveimur akreinum í hvora átt.
Kostnaður við gerð neðanjarðar-
stokks við Miklatún ásamt nauðsyn-
legum fylgiaðgerðum er líklega tals-
vert meiri en við gerð mislægra
gatnamóta á mótum Miklubrautar
og Kringlumýrarbrautar. Sjálfstæð-
ismenn leggja mikla áherslu á þessi
mislægu gatnamót en hafna um leið
neðanjarðarstokk R-listans við
Miklatún. Sjálfstæðismenn vilja
finna aðrar og hagkvæmari leiðir til
þess að leysa þann mikla umhverfis-
vanda, sem er til staðar vegna há-
vaða- og loftmengunar við Miklu-
braut frá Snorrabraut að Stakkahlíð.
Umferðarbótum
við Gullinbrú verði flýtt
Á borgarstjórnarfundi þann 6.
mars sl. vék undirritaður að nauð-
synlegum umferðarbótum vegna
umferðarvanda í Grafaivogshverfi
með eftirfarandi orðum:
„í mínum huga eru það einhver
brýnustu verkefni í umferðarmálum
Reykvíkinga að tryggja íbúum út-
hverfa Reykjavíkur örugga og greiða
leið til og frá vinnu. Þar ber að sjálf-
sögðu að hafa í huga öflugar og
góðar almenningssamgöngur, en þær
einar og sér duga ekki til. Ákvörðun
ríkisstjórnarinnar nýlega um að ljúka
framkvæmdum við Ártúnsbrekku á
þessu ári er til mikilla bóta fyrir
umferðaröryggi á höfuðborgarsvæð-
inu. Þeim merka áfanga í umferðar-
málum, sem þá næst, þarf að fylgja
eftir með því að yfirvinna tregðu
R-listans vegna nauðsynlegra fram-
kvæmda við gatnamót Miklubrautar
og Kringlumýrarbrautar. Forgangs-
röðun R-listans er einfaldlega röng í
þessu máli. Ég vil að lokum minna
aftur á nauðsyn þess að gerðar verði
úrbætur fyrir íbúa Grafarvogs vegna
umferðar úr hverfmu, en umferðar-
teppa við Gullinbrú er sívaxandi
vandamál fyrir íbúa þessa fjölmenna
borgarhveifis."
Höfundur er læknir og
varaborgarfulltrúi í Reykjavík.
Ólafur F.
Magnússon
AÐ UNDANFÖRNU
hefur í íjölmiðlum farið
fram nokkur umræða
um táknmálstúlkaþjón-
ustu. Nokkuð hefur
borið á ókunnugleika
hvað varðar skipulag
" þessara mála og fjár-
mögnun þjónustunnar.
Með lögum nr. 129
frá 1990 um Samskipt-
amiðstöð heyrnarlausra
og heyrnarskertra var
ákveðið að Samskipt-
amiðstöðin yrði undir
stofnun menntamála-
ráðuneytisins en ekki
félagsmálaráðuneytis-
ins. Samskiptamiðstöð-
inni var í lögunum falið
m.a. að annast táknmálstúlkun og
k menntamálaráðherra að setja gjald-
skrá fyrir þjónustuna að fengnum
tillögum stjórnar stofnunarinnar.
Alþingi ákveður við gerð fjárlaga
fyrir hver áramót hve miklu fé skuli
varið á komandi ári til einstakra
verkefna kostaðra af ríkinu. Rétt er
að undirstrika að fjárlög eru lög og
að sumu leyti m.a.s. rétthærri öðrum
lögum.
Alþingi ákvað í fjárlögum fyrir
árið 1997 að til Sam-
skiptamiðstöðvar færu
19 milljónir, þar af
færu 9 milljónir í „nám
táknmalstúlka" í Há-
skóla íslands. Af þess-
ari upphæð eru 1,5
milljónir sértekjur. Þar
að auki ákvað mennta-
málaráðherra að veija
6 milljónum af sér-
kennslukvóta þeim sem
skipt er af mennta-
málaráðuneyti til
skólatúlkunar í fram-
haldsskólum. Þannig
fara á árinu 1997 sam-
tals 25 milljónir til
Samskiptamiðstöðvar
og táknmálstúlkunar.
Þeir sem hafa þörf fyrir táknmál-
stúlkun eru um 200.
í síðustu kosningabaráttu ákvað
þáverandi félagsmálaráðherra,
Rannveig Guðmundsdóttir, að veita
2 milljónum úr Framkvæmdasjóði
fatlaðra til táknmálstúlkunar. Þótt
fordæmið væri hæpið var sama upp-
hæð veitt til táknmálstúlkunar 1996.
Við síðustu fjárlagagerð var ákveðið
að Framkvæmdasjóður fatlaðra yrði
einungis tii framkvæmda eins og
Betur þarf að skilgreina
hlutverk Samskiptamið-
stöðvarinnar. Páll Pét-
ursson segir ekki
standa á félagsmála-
ráðuneytinu að taka
þátt í því.
honum var upphaflega ætlað og þar
sem hann kostar ekki rekstrarverk-
efni lengur er ekki unnt að taka
þaðan peninga á þessu ári til tákn-
málstúlkunar.
Samkvæmt 7. gr. laganna um
Samskiptamiðstöðina ber að endur-
skoða þau innan fjögurra ára. Við
þá endurskoðun sem menntamála-
ráðherra mun hafa frumkvæði að
tel ég að betur þurfi að skilgreina
hlutverk Samskiptamiðstöðvarinnar,
hver eigi að vera forgangsröðun
verkefna og deiling fjármagns eftir
verkefnum. Ekki mun standa á fé-
lagsmálaráðuneytinu að taka þátt í
þeirri vinnu.
Mér er ljóst að aðstaða þeirra sem
táknmálstúlkunar þurfa að njóta er
örðug og þjóðfélaginu ber samfé-
lagsleg skylda til þess að aðstoða
þá eftir föngum. Einnig ber okkur
skylda til að sjá svo um að fjármun-
ir nýtist sem best.
Höfundur er félagsmálaráðherra.
Nokkur orð um
táknmálstúlkun
Páll
Pétursson
Tími jafnræðis þarf
ekki að vera liðinn!
RÆÐA undirritaðs á BSRB-
þingi er varð tilefni Reykjavíkur-
bréfs hinn 27. apríl var í raun tví-
skipt.
I fyrri hluta ræðunnar kom fram
að á árunum 1967-
1990 hafi efnahagsleg-
ur aðbúnaður fólks
batnað mjög - en samf-
ara þeim breytingum
tvöfaldaðist kvörtun-
artíðni um vinnustreitu
og heildan'innutími
kvenna iengdist veru-
lega. Enn fremur kom
fram að árangur, gæði
og framleiðni heilbrigð-
isþjónustunnar á Is-
landi stæðist fyllilega
samanburð við heil-
brigðisþjónustu á hin-
um Norðurlöndunum.
Þá kom fram í ræð-
unni að ýmsar aðgerðir
væru í gangi á vegum heilbrigðisyf-
irvalda til þess að halda því sæti.
Mætti t.d. benda á að við værum
„Evrópumeistararí' á sviði forvarna
að dómi Heimsheilsunnar (WHO).
í öðru lagi komu. fram skýr dæmi
þess að þjónustugjöld (læknisað-
sókn og lyfjakaup) væru of há mið-
að við tekjur margra. Langir biðlist-
ar hefðu myndast í kjölfar hraðrar
tækniþróunar.
Fjárveitingavaldið hefur ekki
nægilega tekið mið af þessari þróun
þrátt fyrir ábendingar heilbrigðis-
ráðherra og undirritaðs. Að lokum
voru færð rök fyrir því og meðal
annars stuðst við spár Heimsheils-
unnar (WHO) bresku og bandarísku
heilbrigðisstjórnanna að vænta
mætti stöðnunar á kostnaði við
heilbrigðisþjónustu og líklega lækk-
unar vegna tækniþróunar á næstu
5-10 árum. Erfiðleikar okkar eru
því líklega tímabundnir.
Lagt var til að þjónustugjöld
vegna barna væru lögð af og önnur
þjónustugjöld alfarið sniðin eftir
fjárhagsgetu fólks. Enn fremur að
nokkru viðbótarfjármagni, þ.e.
1-2% aukningu, yrði varið til þess
að mæta tímabundnum erfiðleikum
og bæta mönnun sérgreinasjúkra-
húsanna í því skyni að stytta bið-
lista.
Morgunblaðið virðist vera sam-
mála undirrituðum um margt, með-
al annars há þjónustugjöld, en
nokkuð ber á milli varðandi frekari
úrræði.
I. Undirritaður telur ekki líklegt
að einkavæðingin bæti ástandið.
Til þess að svo megi verða skortir
nægjanlegt neytenda-(sjúklinga)-
aðhald, einfaldlega vegna þess að
fólk almennt hefur ekki nægilega
þekkingu á læknisfræði. Benda má
á að fleiri OECD skýrslur sýna að
heildarkostnaður við heilbrigðis-
þjónustu er lægri meðal þjóða sem
búa við samfélagslegan rekstur en
þeirra sem reka þjónustu með
einkatryggingum og einkaþjónustu,
samanber t.d. Sviss og Bandaríkin.
II. í öðru iagi þýða kaup fjár-
sterkra einstaklinga á biðlistapláss-
um brot á grundvallarreglum og
líklega lögum.
1) í lögum nr. 97/1990 um heil-
brigðisþjónustu er gert ráð fyrir
að allir hafi jafnan rétt á bestu
heilbrigðisþjónustu og aðbúnaði
sem völ er á.
2) Samkvæmt siðalögmálum
lækna ber þeim að láta læknis-
fræðileg sjónarmið ráða um
meðferð sjúklinga en ekki ijár-
hag.
3) Hætta er á að hefðbundið
jafnræði um aðgengi hverfi en
það samræmist varla ríkri sam-
kennd íbúa landsins.
4) Vart er þess að vænta að
framleiðni aukist því að mann-
afli og tæki virðast nýtast vel.
Veruleg aukning fjarvista heil-
brigðisstarfsfólks vegna streitu
og þreytu gefur slíkt til kynna.
III. Dæmin hræða. Gjarnan er
vitnað í s.k. nýsjálenskt dæmi. Ékki
kann ég skil á frásögnum stjórn-
málamanna en treysti vel úttekt
breska læknablaðsins. Þar kemur
fram að 1991 hafi verið sett á stofn
sjúkratrygging í fjór-
um landshlutum Nýja-
Sjálands. Mynduð
voru fyrirtæki stóru
sjúkrahúsanna sem
áttu að sjá fólki fyrir
þjónustu. Aðgerðirnar
fólust í að:
1) Verðleggja þjón-
ustu eins og sam-
keppni við einkageir-
ann leyfði.
2) Ná sem mestum
tekjum frá öðrum en
ríkinu.
3) Hámarka afköst
starfsmanna og bún-
aðar.
4) Hætta að veita
þjónustu sem ekki gæti til fram-
búðar staðið undir kostnaði!
5) Varast að gera meira en sam-
ið hafði verið um að greiða fyrir.
Hver hefur efni á, spyr
Ólafur Ólafsson, að
greiða milljón krónur
fyrir kransæðaaðgerð?
Afleiðingar þessarar stefnu voru
slæmar.
• Kostnaður vegna stjórnunar
og rekstrarráðgjafar varð til
þess að kostnaður við heilbrigð-
isráðuneytið hækkaði um 70%
frá 1991-1996.
• Sjúklingum á biðlistum fjölg-
aði um 50% á árunum 1993-
1996.
• Tafir á læknishjálp vegna
slysabóta og tekjutengdra bóta
hafa valdið miklum útgjöldum.
• Þau svið læknisþjónustunnar
sem minni áhugi er á s.s. að-
hlynning aldraðra og geðsjúkra
hafa orðið harðast úti. Enda
fylla þessir hópar ekki flokk
kröfugerðarhópa. Líklegt er að
þessir aðilar falli undir lið 4-5
hér að framan!
• Nær 41% Ný-Sjálendinga
hafa keypt sér einkatryggingar
og helst þeir sem búa við bestu
efnin.
Ljóst má því vera að Ný-Sjálend-
ingar hafa ekki haft erindi sem
erfiði og aðgerðir þeirra eru ekki
til eftirbreytni. Þess skal og getið
að sums staðar á Norðurlöndum og
jafnvel á íslandi (axlaraðgerðir)
hefur einkarekstur skotið upp koll-
inum án þess að hafa valdið straum-
hvörfum.
Hver hefur efni á greiða tæpa
milljón fyrir kransæðaaðgerð eða
‘/z milljón fyrir liðskipti?
Gæði læknisþjónustunnar hafa
vissulega ekki rýrnað en ójöfnuður
í þjónustunni og aukinn heildar-
kostnaður hefur fylgt í kjölfarið.
Við megum þó ekki gleyma að lög
um almannatryggingar voru sam-
þykkt fyrir 50 árum til þess að
stuðla að jafnræði í þjónustunni og
að þeir hefðu forgang sem mesta
þörf hefðu fyrir þjónustuna. Niður-
stöður margra kannana sýna að
almenningur kýs slíkt fyrirkomulag
og jafnframt að meira íjármagni
sé varið til þjónustunnar. Grund-
vallarreglurnar eru enn hafðar í
hávegum þó að biðlistar bafi mynd-
ast. Þeir veikustu hafa forgang til
meðferðar.
01' langt mál yrði að ræða um
breytingar í heilbrigðisþjónustu er
verða í kjölfar hratt vaxandi tækni-
og samskiptaþróunar á næstu 5-10
árum. En flest bendir til þess að
við eigum við tímabundna erfiðleika
að etja og við þeim verðum við að
bregðast.
Höfundur er landlæknir.
Ólafur
Ólafsson