Morgunblaðið - 10.05.1997, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ekkja Rajivs Gandhis gengur í Kongress-flokkinn
Sonia Gandhi veldur
óvissu í stjórnmálunum
Nýju Delhí. Reuter.
Reuter
SONIA Gandhi
Ný skýrsla veldur Grænlendingum áhyggjum
Hafa orðið
illa fyrir barð-
inu á mengun
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
TILKYNNT var á fimmtudag að
Sonia Gandhi, eklq'a Rajivs Gandhis,
fyrrverandi forsætisráðherra Ind-
lands, hefði gengið í KongresSflokk-
inn en óvíst er hvaða áhrif sú ákvörð-
un hefur á stjórnmál þessa fjölmenn-
asta lýðræðisríkis heims.
Sonia Gandhi hélt sig utan við
sviðsljósið eins og hún er vön þegar
ákvörðunin var tilkynnt og þykir það
táknrænt fyrir styrk hennar og veik-
leika sem holdtekju Nehru-Gandhi
ættarinnar, sem hefur stjómað
Kongress-flokknum og Indlandi í 38
ár af 50 frá því landið hlaut sjálf-
stæði. Hún hefur alltaf beitt áhrifum
sínum á bak við tjöldin en forðast
að vera í eldlínunni og óvíst er hvort
hún geti haldið velli í orrahríð stjórn-
málanna.
Varfærnisleg viðbrögð
L.K. Advani, leiðtogi flokks þjóð-
ernissinnaðra hindúa, Bharatiya
Janata, var óvenju varfærinn þegar
fréttamenn spurðu hann um ákvörð-
un ekkjunnar og neitaði að svara.
Aðrir flokkar, þeirra á meðal Sam-
einaða fylkingin, flokkur Inders
Kumars Gujrals forsætisráðherra,
vildu ekkert segja um málið.
Þessi þögn þykir endurspegla
óvissublæinn sem hefur umlukið
ekkjuna frá því Rajiv Gandhi var
ráðinn af dögum í sprengjutilræði á
kosningafundi árið 1991. Fréttaský-
rendur sögðu viðbrögðin til marks
um tvíbendna afstöðu flokkanna til
Soniu, enginn vissi hvort hún væri
efni í öflugan stjómmálamann.
Gæti ógnað forystu flokksins
„Formleg innganga Soniu í
Kongressflokkinn er líkleg til að
veikja núverandi forystu flokksins
og grafa undan viðkvæmri samvinnu
Kongress-flokksins og Sameinuðu
fylkingarinnar ... og orðið Bharati-
ya Janata-flokknum til framdrátt-
ar,“ sagði dagblaðið Indian Express.
Sonia hefur tekið þátt í harðri
valdabaráttu innan flokksins á bak
við tjöldin. „Þetta merkir að hún mun
taka enn meiri þátt í baráttu fylking-
anna í flokknum," sagði stjómmála-
skýrandinn B.G. Verghese.
Sitaram Kesri, formaður Kongr-
ess-flokksins, fagnaði ákvörðun So-
niu en þó ekki jafn innilega og þeg-
ar annað þekkt fólk hefur gengið í
flokkinn. „Kesri mun hagnast á inn-
göngu Soniu til skamms tíma litið,“
sagði stjómmálaskýrandinn Mahesh
Rangarajan. „En næsta rökrétta
skrefið væri að hún gerðist leiðtogi
flokksins."
Nokkrir af andstæðingum Kongr-
ess-flokksins óttast að Sonia Gandhi
geti breytt valdajafnvæginu í þessu
fjölmennasta lýðræðisríki heims.
„Slæmu fréttimar eru þær að
Kongress-flokkurinn gæti eflst og
það gæti valdið meiri pólitískri
óvissu á næstu mánuðum," sagði
verðbréfasali í Bombay. „Þetta hlýt-
ur að valda skjálfta í Sameinuðu
fýlkingunni," sagði Pioneer.
Aðrir spáðu því að Sonia, sem er
fimmtug og fædd á Ítalíu, myndi
halda sér utan við sviðsljósið og
ekki sækjast eftir því að verða leið-
togi flokksins. „Henni hentar miklu
betur að beita áhrifum sínum á bak
við tjöldin,“ sagði Verghese.
ÞRATT fyrir að Grænland liggi
fjarri helstu mengunarvöldum
heimsins hagar þannig til í veður-
hvolfí jarðar að mengun frá iðnað-
arríkjunum berst til norðurhafa.
Ný skýrsla um ástandið í kringum
norðurskautið staðfestir það sem
lengi hefur verið gmnur um, að
sökum vinda og strauma hafí þetta
svæði ekki sloppið við mengun þótt
mengunarvaldirnar séu víðs fjarri.
Grænlendingar hafa orðið illa fýrir
barðinu á mengun, til dæmis frá
skordýraeitri og plastefnum sökum
einhæfrar fæðu. Skýrslan verður
birt í næsta mánuði, en danska blað-
ið Weekendavisen hefur sagt frá
henni. Niðurstaðan gæti einnig verið
hættuleg íslenskri fískvinnslu ef sá
kvittur kæmi upp að sjómeti af norð-
urslóðum væri illilega mengað.
Skýrslan var unnin að tilhlutan
umhverfísráðherra þeirra átta
landa, Norðurlandanna fímm,
Bandaríkjanna, Kanada og Rúss-
land, er eiga aðild að Norðurskauts-
ráðinu. Samkvæmt henni hafa sí-
virk lífræn efni úr skordýraeitri,
eins og DDT, og úr plastiðnaðinum
sest í lífríki norðurskautsins. í rann-
sókninni var athugað hvort þessi
efni fýndust í ungbömum og mæðr-
um við Diskóflóann. í ljós kom að
í þeim er sex til sjö sinnum meira
af þessum efnum en til dæmis í
Danmörku. Ástæðan er líklega helst
sú að á þessum slóðum er hvalur
og selur ein helsta uppistaðan í
fæðu íbúanna. Þar sem þessi sjávar-
dýr lifa lengi og eru ofarlega í fæðu-
keðjunni safnast efnin í þau yfír
langan tíma og setjast í fítuna, sem
er einmitt sá hluti skepnunnar, sem
Grænlendingar sækjast eftir.
Skýrslan gæti skaðað
efnahaginn
Heilsufar Grænlendinga er gott
og til dæmis eru hjarta- og æða-
sjúkdómar, sem herja á þróuð lönd,
næstum óþekktir á meðal þeirra.
Þetta er meðal annars þakkað mik-
illi neyslu sjómetis. Af þessum sök-
um og eins vegna þess hve fæðan
er samofín menningu Grænlendinga
þykir vart fært að hvetja þá til að
breyta neysluvenjum sínum um of,
en reynt verður að hvetja þá til að
neyta fjölbreyttari fæðu. Hins vegar
eru langtíma áhrif efnanna á menn
ekki ljós, en grunur leikur á að þau
geti dregið úr greind bama og
minnkað frjósemi.
Grænlensk yfirvöld hafa af þvi
stórfelldar áhyggjur að skýrslan
muni vekja upp þá hugmynd að
sjómeti af norðurslóðum sé almennt
stórmengað og gæti það haft hrika-
legar afleiðingar fyrir efnahag
þeirra. Sömu áhyggjur gætu reynd-
ar íslendingar haft, því það hefur
sýnt sig að óljós orðrómur getur
að ástæðulausu grafíð undan mörk-
uðum.
Reuter
Haldið upp á Evrópudaginn
HALDIÐ var upp á Evrópudag-
inn, 9. maí, víða í Evrópu. Hér
fylgjast Jacques Santer, forseti
framkvæmdastjóraar Evrópu-
sambandsins, og kona hans
Danielle, með hátíðahöldum í
Aþenu í Grikklandi undan vold-
ugri sólhlíf með merki Evrópu-
samstarfsins. Umfangsmest
voru hátíðahöldin hins vegar í
Frakklandi, en talið er að helm-
ingur um 6.000 viðburða í tilefni
dagsins hafi farið fram þar í
landi.
Verður Bretland eitt af þremur forysturíkjum ESB?
Nýja stjórnin þarf
að vinna sig í álit
London, París. Reuter.
ROBIN Cook, nýr utanríkisráðherra
Bretlands, segir að ríkisstjóm
Verkamannaflokksins stefni að því
að Bretland verði eitt af þremur
forysturíkjum Evrópusambandsins,
ásamt Þýzkalandi og Frakklandi.
Ráðamenn í öðrum ríkjum ESB em
þó enn ekki sannfærðir um að Bret-
land eigi heima í þeim hópi og talið
er að nýja stjórnin verði að leggja
talsvert á sig til að vinna sig í álit
eftir að ríkisstjóm íhaldsflokksins
hefur fengið nánast öll önnur ríki
ESB upp á móti Bretlandi.
Talskona Jacques Chirac, forseta
Frakklands, sagði í gær að forset-
anum hefði þótt Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, „mjög opinn
og jákvæður" í Evrópumálum er
þeir ræddu saman í síma fýrr í vik-
unni og „ákveðinn í því að Bretland
myndi sinna að fullu sínu hlutverki
í Evrópuumræðunni og uppbygg-
ingu Evrópu."
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýzkalands, var sömuleiðis varfær-
inn í orðum og sagðist ekki búast
við að Bretland myndi þegar í stað
verða hluti af bandalagi Frakklands
og Þýzkalands, sem flestir líta á
sem drifkraft sammnaþróunarinnar
f Evrópu.
Sérfræðingar segja að þótt
frönsk og þýzk stjórnvöld séu hrifín
af jákvæðari tóni frá London þurfí
þau áþreifanlegar sannanir fýrir því
EVRÓPA^
að Evrópustefna Bretlands hafi
breytzt, áður en þau taki Breta inn
í klúbbinn.
Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjómar ESB, skrifaði
grein í nýjasta hefti The Economist
og sagði að úrslit kosninganna í
síðustu viku „gætu verið þáttaskil
í samskiptum landsins við Evrópu-
sambandið."
Lítill munur á stefnunni
En áherzlan er á „gætu verið",
því að enn sem komið er er lítill
munur á stefnu Verkamannaflokks-
ins og íhaldsflokksins í Evrópumál-
um þegar farið er ofan í smáatrið-
in. Nýja ríkisstjórnin hyggst „bíða
og sjá“ hvort Bretland eigi að taka
upp sameiginlegan gjaldmiðil, hún
vill ekki afnema landamæraeftirlit
með borgurum annarra ESB-ríkja
og hún krefst endurskoðunar sjáv-
arútvegsstefnu ESB til að koma í
veg fyrir „kvótahopp“, rétt eins og
stjórn íhaldsflokksins.
íhaldsmenn höfðu reyndar hótað
að spilla árangri í öðrum málum á
ríkjaráðstefnunni ef kvótahopps-
málið yrði ekki leyst. Verkamanna-
flokkurinn hefur ekki endurtekið
þær hótanir. Þá hyggst nýja ríkis-
stjómin greiða fýrir því að hægt
sé að innlima Schengen-sáttmálann
í ESB og hún hefur ákveðið að
auka sjálfstæði seðlabankans, sem
er ein forsenda þess að Bretland
geti verið með í Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu (EMU).
Um síðastnefnda atriðið sagði
Yves-Thibault de Silguy, sem fer
með peningamál í framkvæmda-
stjóm ESB, að það væri „afar já-
kvætt og hvetjandi" og að hann
vonaðist til að Bretland yrði í hópi
stofnríkja EMU.
Stuðningsmaður EMU-aðildar
í nýtt ráðherraembætti
Annað dæmi um nýjan tón með
nýrri ríkisstjórn var skipan nýs ráð-
herra viðskipta og samkeppni í
Evrópu, en Tony Blair hefur skipað
Sir David Simon, stjórnarformann
British Petroleum og eindreginn
stuðningsmann EMU-aðildar, í það
embætti.
„Það þarf meira en jákvæðan
tón. Það að vera í hjarta Evrópu
felur í sér ákveðna hegðun og að-
gerðir. Við skulum sjá hvetju fram
vindur,“ segir hátt settur embættis-
maður framkvæmdastjórnarinnar í
samtali við Financial Times.