Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 47
FRÉTTIR
STJÓRN Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði.
Blindrabókasafni ís-
lands gefin peningagjöf
Rúmar 4
milljónir
til Barna-
spítalans
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hélt
aðalfund sinn fyrir skömmu. Öll
fjáröflun félagsins rennur í Barna-
spítalasjóð Hringsins. Sjóðnum bár-
ust margar góðar gjafir á síðasta
starfsári samtals að upphæð
304.506 krónur.
Á starfsárinu gaf félagið Barna-
spítala Hringsins hitakassa að verð-
mæti 1.417.916 kr. og tæki til litn-
ingarannsókna 2.187.000 kr. Aðrir
styrkir og gjafir námu 505.977 kr.
samtals 4.110.893 kr. Á aðalfund-
inum var samþykkt að gefa sónar-
deild Kvennadeildar Landspítalans
nýtt ómtæki að verðmæti u.þ.b. 6
milljónir króna. Tæki þetta er gefið
í þakklætisskyni fyrir stuðning
landsmanna við markmið félagsins
sem er bygging nýs og fullkomins
barnaspítala á Landspítalalóð.
Stjórn félagsins skipa nú: Elísa-
bet G. Hermannsdóttir formaður,
Borghildur Fenger varaformaður,
Ragnheiður Sigurðardóttir ritari,
Unnur Einarsdóttir gjaldkeri og
Herdís Guðmundsdóttir meðstjórn-
andi. í varastjórn eru: Ásta
Tryggvadóttir, Elín Bachmann,
Esther Valdimarsdóttir og Gréta
Siguijónsdóttir.
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í
Hafnarfirði átti 85 ára afmæli
7. mars sl. í tilefni af því færðu
Hringskonur Bókasafni Blindra-
félagsins 250 þúsund krónur.
„Margar stofnanir hafa verið
heimsóttar á undanförnum árum
og má nefna það að þegar Krísu-
víkursamtökin voru 10 ára færðu
Hringskonur Krísuvíkursamtök-
unum 500 þúsund krónur að gjöf.
Hringskonur afla fjár með basar,
tískusýningum, kaffisölu og síð-
ast en ekki síst með sölu minning-
arkorta, sem fást hjá Pennanum
í Hafnarfirði, Bókabúð Böðvars.
Blómabúðinni Burkna og hjá fé-
lagskonum.
Formannsskipti urðu 25. febr-
úar sl. en þá lét Karin Gústafs-
dóttir af formennsku. Ný sljóm
tók við en hana skipa Ingibjörg
G. Karlsdóttir, formaður, Guð-
rún Ósvaldsdóttir, gjaldkeri, Elín
Kristbergsdóttir, ritari, með-
sljórnendur eru Guðrún Páls-
dóttir og Guðfinna Jóhannesdótt-
ir,“ segir í fréttatilkynningu.
Verkalýðsráð
Sjálfstæðisflokksins
Kristján
Guðmundsson
endurkjörinn
formaður
AÐALFUNDUR Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins var haldinn
laugardaginn, 26. apríl sl. í Sjálf-
stæðishúsinu í Hafnarfírði.
Fundurinn var mjög vel sóttur.
Málfundafélagið Þór í Hafnarfirði
sá um skipulag fundarins.
Á fundinum fóru fram venjuleg
aðalfundarstörf. Magnús Gunn-
arsson bæjarfulltrúi flutti ávarp
og ræður fluttu Geir H. Haarde,
alþingismaður og formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, um
stjórnmálaviðhorfið og Grétar Þor-
steinsson, forseti Alþýðusambands
íslands, um málefni verkalýðsfé-
laganna í nútíð og framtíð.
Fundurinn samþykkti ályktanir
um skattamál og atvinnu- og
kjaramál.
í lok fundarins fór fram
stjórnarkjör. Kristján Guðmunds-
son var endurkjörinn formaður
Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks-
ins. Þá var kosin 60 manna stjórn
sem mun skipta með sér verkum
og kjósa sérstaka framkvæmda-
stjóm skv. lögum Verkalýðsráðs.
Vann utan-
landsferð
Á DÖGUNUM var í gangi
stimpilleikur meðal viðskipta-
vina á ESSO bensínstöðvunum
við Gagnveg og Geirsgötu í
Reykjavík. Eitt hundrað vinn-
ingar voru í boði, þar á meðal
utanlandsferð fyrir tvo að eigin
vali.
Á myndinni sést Kolbrún
Héðinsdóttir, starfsmaður
ESSO, afhenda tveimur vinn-
ingshöfum vinninga sína, þeim
Guðnýju Steinsdóttur sem hlaut
gasgrill í vinning og er lengst
til vinstri á myndinni og Þór-
unni Kristinsdóttur sem vann
utanlandsferð.
ÁSGEIR Haraldsson, yfirlæknir Barnaspítala Hringsins, Karl M.
Karlsson frá Oddfellowreglunni, Þóra Karitas Árnadóttir, formað-
ur Thorvaldsensfélagsins, Einar Gylfi Jónsson, formaður Barna-
heilla, Auður Ragnarsdóttir, deildarstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur, og Jóhannes Pálmason, forsljóri Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Barnaheill taka í
notkun fyrstu íbúðina
Morgunblaðið/Þorkell
EIGENDUR Bílaleigunnar Bónus fyrir framan nýja húsnæðið,
þau Ágúst Sigurðsson og Helga Sigrún Siguijónsdóttir.
Bílaleigan Bónus
í nýtt húsnæði
BARNAHEILL hafa tekið í notkun
fyrstu íbúðina fyrir foreldra barna
utan af landi sem þurfa að dveija
langdvölum á sjúkrahúsum í Reykja-
vík. Verkefnið gegnur vel og er ljóst
að almenningur vill aðstoða í þeim
vanda sem getur skapast hjá foreldr-
um barna sem þurfa að dvelja lang-
dvölum flarri heimilum sínum. Undir-
búningur er þegar hafinn að kaupum
á annarri íbúð vegna þessa verkefnis.
I fréttatilkynningu segir: „í
tengslum við kaup Bamaheilla á
þessari fyrstu íbúð er verið að ganga
frá samningum við Sjúkrahús
Reykjavíkur um rekstrarlega umsjón
hennar. Má vænta þess að slíkir
samningar verði gerðir við fleiri
sjúkrahús þegar fram líða stundir.
Samkvæmt upplýsingum frá sjúkra-
Lýsa vanþókn-
un sinni á af-
stöðu forystu
LÍÚ
MORGUNBLAÐINU hefur borist eft-
irfarandi ályktun samninganefndar
Farmanna- og fiskimannasambands
Islands vegna skipstjómarmanna á
fiskiskipum:
„Samninganefndin lýsir vanþóknun
sinni á afstöðu forystu Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna, varð-
húsunum í Reykjavík búa um 40%
þeirra barna sem þurfa að leggjast
inn á sjúkrahús borgarinnar úti á
landi þannig að með þessu verkefni
Barnaheilla er verið að bæta úr
brýnni þörf foreldra fyrir aðstöðu í
grennd stóm sjúkrahúsanna.
Þetta verkefni Bamaheilla mun
taka þijú ár og þeir sem taka þátt
í því eru fyrst og fremst einstakling-
ar. Einnig hafa fyrirtæki lagt því í
lið, m.a. Flugleiðir sem reiddu fram
rausnarlegt framlag eða 1,1 milljón
króna en þar var um að ræða afrakst-
ur happdrættis á árlegri ferðahátíð
félagsins. Þá má nefna Oddfellow,
stúkan Þorfínnur Karlsefni gaf öll
húsgögn í íbúðina og Uppeldissjóður
Thorvaldsensfélagsins gaf 200.000
kr.“
andi niðurstöður hæstaréttar og fé-
lagsdóms um verðlagningu afla til
hlutaskipta fískimanna þar sem
kvótabrask var notað til að lækka
laun sjómanna. Niðurstöður dóma
staðfesta að öllu leyti túlkun samtaka
sjómanna og byggir á kjarasamning-
um og lögum. Þegar afstaða forystu
LÍÚ birtist með þessum hætti hlýtur
að vakna sú spuming hvort undir-
skrift hennar sé einskis virði og þar
með kjarasamningar milli sjómanna
og LÍU markleysa. Forysta LÍÚ telur
sig þar með hafna yfir þær leikreglur
sem öðmm þjóðfélagsþegnum er ætl-
að að virða og byggja á samningum,
lögum og niðurstöðum dómstóla."
Verkalýðsráð Sjálf-
stæðisflokksins
Tekjuskatts-
kerfið
gerónýtt
AÐALFUNDUR Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins telur núver-
andi tekjuskattskerfi gerónýtt og
krefst þess að þegar verði hafin
vinna við að byggja upp nýtt kerfi
frá grunni, segir í frétt frá ráðinu.
Einnig segir: „Nýtt kerfi verður
að byggja á lágum skatthlutföllum,
án undanþágna og frádráttarliða.
Einungis tekjumyndandi eignir
myndi eignarskattsstofn.
Að fundnu nýju skattkerfi verði
hugað að því hvort minnka beri
möguleika á íhlutun stjórnvalda
um skattkerfis- eða skatthlutfalls-
breytingar með lagaákvæðum þess
efnis að aukinn meirihluta, t.d.
3/5, þurfi til slíkra breytinga.
Gera verður skýran greinarmun
á tekjuskattlagningu ríkis annars
vegar og sveitarfélaga hins vegar.
Aukið verði forræði sveitarfélaga
varðandi öflun tekna til starfscmi
sinnar.
Hugað verði að hvort ekki sé
hægt að bæta ráðstöfun skatt-
tekna, um leið og athugaðar séu
leiðir til bættra innheimtu þeirra."
-----» ♦ ♦
Símennt
TVÍ hefur
starfsemi
SÍMENNT Tölvuháskóla VÍ hefur
starfsemi sína mánudaginn 12.
maí nk. með tveimur námskeiðum,
annað fjallar um tölvuöryggi en
hitt er alnetsnámskeið fyrir byrj-
endur.
Símennt TVÍ, sem er framlag
Tölvuháskóla VI til endurmenntun-
ar starfsmanna í hugbúnaðariðn-
aði, hóf starfsemi sína vorið 1996.
Starfsemin felst í námskeiðum á
sviði forritunar og kerfisfræði og
er aðallega beint til starfandi kerf-
isfræðinga en þó eru líka nokkur
almenn námskeið, t.d. alnetsnám-
skeið.
BÍLALEIGAN Bónus flutti nú
nýverið í nýtt húsnæði á Klepps-
vegi 150. Bílaleigan er nú um
þessar mundir 11 ára og hefur
að undanförnu bætt við bilaflota
sinn. í tilefni af flutningnum gef-
ur Bílaleigan viðskiptavinum 10%
afslátt.
Hátíð á reyk-
lausum degi
REYKLAUSI dagurinn verður
sunnudaginn 11. maí næstkom-
andi og af því tilefni mun Tób-
aksvarnanefnd halda „karníval“-
hátíð í Fjölskyldu- og Húsdýra-
garðinum í Laugardal sem stend-
ur frá klukkan 13-18. Aðgangur
verður ókeypis og boðið verður
m.a. upp á Emmessís og Svala.
í frétt frá Tóbaksvarnanefnd
segir að á þessum degi vilji hún
sýna fram á mikilvægi heilbrigðs
fjölskyldulífs, en svo skemmtilega
vilji til að mæðradaginn beri upp
á þennan dag. Krakkar eru hvatt-
ir til að mæta í grímubúningum
til að skapa skemmtilega „karniv-
al“-stemmningu.
Auk allra þeirra fjölmörgu leik-
tækja sem eru í garðinum verður
fjölbreytt skemmtidagskrá og
uppátæki. Klukkan eitt hefst
skrúðganga frá stúkunni á Laug-
ardalsvelli og mun götuleikhópur
og lúðrasveitin Svanur vera í
fylkingarbijósti.
Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra setur hátíðina og
í kjölfar þess tekur hvert atriðið
við af öðru. Slökkviliðið verður
með bíl á svæðinu og leyfir krökk-
um að prófa að sprauta. Magnús
Scheving kemur sem íþróttaálf-
urinn úr Latabæ. Brúðubíllinn
verður með leiksýningu og öllum
gefst kostur á að prófa veltibílinn
og þrívíddarherminn. Fallhlífar-
stökk verður sýnt, níu metra há
risarennibraut verður á staðnum,
hoppkastalar, blöðruskúlptúr og
fleira.
Landsliðsmenn í knattspyrnu
árita nýtt plakat af lansliðinu
sem á stendur „Reyklaus knatt-
spyrna til sigurs!" Barnakór
Austurbæjarskóla mun syngja
og rapphljómsveitin Quarashi
troða upp.