Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 36

Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 36
36 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Tónlistarskóli Rang- æinga á tímamótum! Á MORGUN sunu- daginn 11. maí eru skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga í Félags- heimilinu _ Hvoli á Hvolsvelli. Á þessu ári höfum við Rangæingar fagnað því að fjörutíu ár eru liðin frá því að skólinn hóf starfsemi sína. Björn Fr. Björns- son sýslumaður og al- þingismaður var einn af frumkvöðlum þess að skólinn var stofnað- ur. í upphafi voru nem- endur 26 en nú eru nemendur um 250 tals- ins. Tímamótanna hef- ur verið minnst á fjölbreyttan hátt undir stjórn hins dugmikla skóla- stjóra, Agnesar Löve. Starfsemi skólans hefur þróast í takt við tíðar- anda og kröfur hvers tíma. Nú er kennt á sjö stöðum í Rangárvalla- sýslu, kennt er á flest hljóðfæri og að auki starfrækt lúðrasveit og söngdeild. Óhætt er að segja að starfsemi skólans sé markviss og kappkostað er að nemendur ljúki stigsprófum reglulega. Það eykur metnað þeirra og er einnig mikil- vægur mælikvarði á starf skólans. Nú hefur einn nemandi lokið 8. stigi í píanóleik við skólann en það er tónlistarkennarinn Anna Maagnús- dóttir frá Hellu. Skólinn starfar að hluta til á háskólastigi. Einnig er starfræktur forskóli í nokkrum grunnskólum sýslunnar, lengst fjögurra ára forskólanám við Hvols- skóla á Hvolsvelli. Þrír nemendur eru að undirbúa sig undir að taka sjöunda stig í söng en þeir héldu einsöngstónleika í vetur, ætið fyrir fullu húsi. Tveir nemendur eru að ljúka sjötta stigi í píanóleik og héldu þeir sameiginlega píanó- tónleika. Nemendur þessir eru einnig nem- endur við Menntaskól- ann á Laugarvatni. Eins og í öðrum tón- listarskólum landsins greiða nemendur hluta af kostnaði við námið, en Héraðsnefnd Rangæinga er rekstra- raðili skólans. Náms- gjöld við skólann hafa verið lægri en almennt tíðkast. Hápunktur starf- semi þessa skólaárs voru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands þegar hljómsveitin heim- sótti héraðið í april sl. Tveir söng- nemendur skólans, þau Guðríður Júlíusdóttir og Jón Smári Lárusson sungu einsöng með hljómsveitinni einnig lék Lúðrasveit Tónlistarskóla Rangæinga með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Það var í raun ólýsanleg tilfínning bæði fyrir okkur áheyr- endur og einnig þá nemendur sem spreyttu sig á því að leika og syngja með hljómsveitinni. Þessi reynsla opnar nemendum nýja sýn. Tónleik- ar sem þessir eru hvetjandi fyrir skólann og nemendur hans og hafa mikil áhrif á tónlistarlíf héraðsins. Vert er að þakka Sinfóniuhljóm- sveitinni fyrir þetta framtak. Á tímamótum sem þessum er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers virði er að hafa góðar menntastofn- anir í héraði. í dag er gjarnan talað um símenntun því að í krafti auk- innar vitneskju, tækni og framfara verður enginn fullnuma, því er nauðsynlegt að halda vitneskjunni ísólfur Gylfi Pálmason 11 Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann þinn. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. Byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir ^ÆKÍlXS byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf 'W'05J°X§' byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi byggingaplatan er hægt að nc?ta úti sem inni ^USsXS' byggingaplatan er umhvt>rfisvæn byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. PP &CO I^eitið frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚIA 29 • S: SS3 8640 & S68 6100 Á þessu ári er Tónlist- arskóli Rangæinga 40 ára. ísóifur Gylfi Pálmason segir að tímamótanna verði minnst á fjölbreytt- an hátt. við. Tónlistarskóli Rangæinga veitir börnum og fullorðnum tækifæri til að bæta við menntun sína og ekki sakar að geta þess að nokkur fjöldi nemenda við skólann hefur lokið háskólaprófi frá öðrum skólum. Við núverandi aðstæður hefur Tónlist- arskóli Rangæinga alla möguleika á að útskrifa nær fullnuma tónlist- arkennara en þeir þyrftu þá að eiga möguleika á íjarnámi til þess að geta lokið uppeldisfræðiþætti námsins. Það er mjög nauðsynlegt að fjölga tónlistarkennurum sem hafa full réttindi og til að svo megi verða ætti fjarnám að vera val- möguleiki fyrir fólk sem býr úti á landi. I umræðunni um byggðaþró- un er gjarnan talað um nauðsyn þess að fólk hafi vinnu. Vinnan er auðvitað forsenda byggðar en í auknum mæli velur fólk sér búsetu eftir þjónustustigi byggðarlaganna og þeim möguleikum sem fólk hefur til afþreyingar og mennta. Líkja má tónlistaruppeldi við ræktunarstarf. Menn uppskera ekki á sömu stundu og þeir sá. Ræktun- arstarfið tekur langan tíma, krefst þolinmæði, þrautseigju og vinnu. Þegar upp verður skorið mun ljóst verða að það verða ekki allir nem- endurnir atvinnuhljóðfæraleikarar en líf nemendanna verður auðugra, skemmtilegra og menningin verður auðlesnari. Það höfum við séð í fjörutíu ára starfi hins síunga en þroskaða Tónlistarskóla Rangæ- inga. I tilefni þessara tímamóta hjá Tónlistarskóla Rangæinga hafa nokkur fyrirtæki tekið sig saman og gefið tónlistarskólanum tónlist- artölvu sem er í raun táknræn gjöf og sýnir velvilja í garð þessarar mikilvægu uppeldisstofnunar í Rangárvallasýslu. Megi starfsemi skólans lifa og dafna um ókomna framtíð, héraðinu og íbúum til heilla og ánægju. Höfundur er alþingismaður. APOTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD VIKUNNARTIL KL21.00 HRINGBRAUT I 19. -VIÐ |L HÚSIÐ. imm Skilvísar greiðslur í alþjóðlegum viðskiptum - Getting Paid in International Trade - Starfar þú »18 inn- eða útflutnlng? Viltu auka hagkvæmni víðskiptanna og arðsemi um leið og þú dregur úr þeirri áhættu sem er til staðar? Ert þú þjónustuaðlll vlð Inn- og útflutnlngsfyrlrtækl? Viltu geta bent viðskiptavini þfnum á hagkvæmari og traustari leiðir f millirikjaviðskiptum? Alþjóða verslunarráðið á fslandi gengst fyrlr númskelðl mlðvik’idaginn 14. maí nk. frá kl. 9.00 til 16.30 undlr yfirskriftinnl SKILVÍSAR GREIÐSLUR í ALÞJÓÐLEGUM VIÐSKIPTUM. Leiðbeinandi er dr. Charles Debattista, dósent í viðskiptalöggjöf og ráógjafi í alþjóölegum verslunarrótti. Námskeiðið er ætlað starfsfólki inn- og/eða útflutningsfyrirtækja, banka, flutningafyrirtækja og lögmönnum. Verð er kr. 19.000 fyrir þátttakanda. Hringdu í sima 588 6666 og fáðu nánari uppiýsingar um námskeiðið og afsláttarkjör. Þróun þjónustu SYR Breytingar 15. maí 1997 Frá gildistöku breyt- inga á leiðakerfí SVR þann 15. ágúst sl., hefur vinnuhópur starfað að þróun og endurskoðun einstaka atriða í því. Höfuðmarkmiðið er að fullnægja þörfum og óskum viðskiptavinanna samkvæmt markmiðum fyrirtækisins þar um. Við vinnuna hefur verið stuðst við ábendingar og óskir viðskiptavina en einnig hefur verið aflað upplýsinga frá vagn- stjórum og öðru framl- ínufólki hjá SVR. Marg- ar gagniegar ábendingar komu fram sem margar hveijar skila sér í þeim breytingum sem hér eru kynntar. Hins vegar er það svo að óskir viðskiptavina okkar eru mjög fjölbreytilegar og oft á tíðum með þeim hætti að það sem þjónar þörf- um eins er öðrum ekki þóknanlegt. Áherslubreytingar Við endurskoðun leiðakerfisins er þess gætt að stilla aksturstíma þannig að kröfum um stundvísi verði náð eftir því sem við verður komið og innan þeirra marka sem utan að komandi áhrif skapa. Benda verður á að umferð og umferðartafir gera framkvæmd þjónustunnar oft erfítt fyrir. Mæla má gæði þjónustu með ýmsu móti en kannanir sýna að stundvísi vagna er sá einstaki þáttur sem hefur einna mest vægi hjá við- skiptavinum. Allar úrbætur sem flýta fyrir för vagna, eru því ein virkasta leiðin til að bæta gæði þjón- ustunnar og gera hana meira aðlað- andi fyrir þá er leið eiga um þjón- ustusvæðið. Gert er ráð fyrir að aksturstími leiða verði lengdur á flestum leiðum. Með þessu er fyrst og fremst leitast við að bæta stundvísi vagna, og þar með gæði þjónustunnar, auka öryggi með minni hraða og jafnframt er Ieitast við að draga úr álagi á vagn- stjóra. Á löngum leiðum er gert ráð fyrir tímajöfnun á báðum endastöðv- um. Þetta gerir það að verkum að þegar rólegt er þurfa vagnar að tímajafna en í miklu álagi dregur úr áhrifum seinkunarinnar. Með þessu má bæta stundvísi vagna frá því sem nú er og þar með gæði þjón- ustunnar eins og áður hefur komið fram. Gæðaeftirlit Öll nútíma þjónustufyrirtæki rækja einhvers konar starfsemi í þeim tilgangi að tryggja betur að viðskiptavinurinn fái þá þjónustu sem honum var lofað. Slík starfsemi gengur oftast undir nafninu „gæða- eftirlit". Hjá SVR mun slíkt eftirlit beinast að tveimur þáttum; annars vegar að því að fylgjast með að þjón- ustan sé framkvæmd eins og fyrir er lagt og svo hins vegar að kanna skynjun viðskiptavinanna á gæðum veittrar þjónustu. Sett hafa verið markmið hjá SVR á þá leið að fyrir lok ársins 1997 verði til nothæf „mælitæki" sem mæli áðurnefnda þætti og hefur vinna, sem ætlað er að ná þeim markmiðum, nýlega hafíst. Breytingar á leiðum Nokrar akstursleiðir breytast nokkuð. Er þar um að ræða leið 1, leið 3, leið 5, leið 6, leið 7, leið 9 sem er ný leið, leið 14 og leið 115. Vagnar á leið 1 munu aka frá Lækjartorgi austur Hverfísgötu að Hlemmtorgi. Fara þaðan Snorra- braut, Bergþórugötu, Barónsstíg, Egilsgötu, Snorrabraut og að Loft- leiðahóteli. í bakaleiðinni verður far- ið um Hringbraut, Njarðargötu og Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Með þessum breytingum er komið á teng- ingu við Hlemmtorg, frá Hlemmt- orgi að Landspítala og Loftleiðahót- eli og frá Hlemmtorgi/Loftleiðahót- eli að BSÍ, Leið 3 mun hætta að þjóna Bakkahverfi, vagnar fara að Sléttuvegi og Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, hætta akstij um Hvassaleiti, fara Ból- staðarhlíð og Stakka- hlíð og Túngötu og Hofsvallagötu í stað Suðurgötu og Hring- brautar. Með þessum breytingum er komið til móts við margar óskir ólíkra hópa. Vagnar á leið 5 munu aðeins aka' Hjarðarhaga, Dun- haga, Birkimel, Hringbraut á leið sinni frá Skeljanesi. í baka- leiðinni verður ekið um Suðurgötu. Með þessu er komið til móts við óskir íbúa í Skeijafírði sem vilja tryggja bömum sínum örugga ferð vestur fyrir Suðurgötu og svo þeirra sem koma frá miðborginni og ætla Stundvísi verður betur náð, seffir Þórhallur Orn Guðlaugsson, með endurskoðuðu leiðakerfi. í Háskóla íslands. Vagnar á leið 5 munu hætta akstri á Sléttuvegi en þess í stað aka Bústaðaveg, Kringlu- mýrarbraut, Listabraut, Háaleitis- braut, Bústaðaveg. Með þessu er komið á góðum beinum tengslum úr mörgum hverfum borgarinnar við Kringlusvæðið en þar er stórt þjón- ustusvæði eins og menn vafalaust vita. Aðrar breytingar á leið 5 verða þær að vagnar munu aka Hólsveg og Engjaveg á leið sinni að Grensás- stöð. Leið 6 mun þjóna Bakkahverfí í stað leiðar 3 og munu vagnar á þeirri leið Flókagötu í stað Háteigs- vegar vestan Lönguhlíðar. Einnig verður aksturstími lengdur og vagni bætt inn á leiðina. Með þessu er vonast til að vögnunum gangi betur að halda réttum tíma en mikið álag er á leiðinni og hefur vögnunum oft á tíðum gengið illa að halda áætlun. Vagnar á leið 7 munu aka að Fossvogskapellu á leið austur. Leið 9 er ný leið sem er ætlað að tengja Ártún við athafnasvæði í norðurbæ. Ekið verður um Skútu- vog, Vatnagarða, Dalbraut, Sund- laugaveg, Borgartún og Kirkjusand. Með þessari nýju leið eiga íbúar í Grafarvogi og Árbæ kost á mun betri leið á þetta svæði en nú er. Vagnar munu ganga á annatíma virka daga, þ.e. kl. 7-9 og 16-19. Leið 14 mun þjóna Borgarhverfí og Víkurhverfí. Ekið verður Strand- veg, Borgarveg, Melaveg, Strand- veg, Breiðuvík, Mosaveg að Gull- engi. Með þessu verður íbúum í Borgarhverfí og Víkurhverfi veitt þjónusta og einnig munu tengslin við Borgarholtsskóla batna. Einnig verður ekið um Fjallkonuveg á leið til miðborgar en þannig fær Hamra- hverfíð betri tengingu við verslun- armiðstöð, íþróttahús og félagsmið- stöð. Innri tengsl munu því batna frá því sem nú er. Vagnar á leið 115 munu fara um Gullengi, Mosaveg, Víkurveg í stað Borgarvegar. Þjónusta við íbúa í nyrsta hluta Grafarvogs batnar því enn frekar. Breyttar tímasetningar Á öllum leiðum breytast tímasetn- ingar eitthvað. Oft er ekki nema um 1-2 mín. að ræða. Mikilvægt er að kynna sér þessar breytingar vel og er í því sambandi bent á Leiðabók SVR, Textavarpið, alnetið, væntan- lega Símaskrá Pósts og síma og síð- ast en ekki síst upplýsinga- og þjón- ustusíma SVR 551 2700. Höfundur er forstöðunmður markaðs- og þróunarsviðs SVR. Þórhallur Örn Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.