Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Eg mæli með Kvikmyndir sem listform Þórir Karl Bragason myndlistarmaður ÞÓRIR Karl Bragason er alæta á kvikmyndir. Hann reynir að horfa frekar á þær kvikmyndir sem nota kvikmyndina sem listform.„Ég gerist stundum sekur um að horfa á kvikmyndir sem eru heilalaus afþreying, sumar mjög lélegar. En lélegar myndir geta komið á óvart, og það er það sem ég vil frá kvik- myndum, að þær komi mér á óvart.“ Órói Mauvstis sang Leikstjóri: Leo Carax. Juliette Binoche, Denis Lavant og Michel Piccoli. „Myndin gerist í náinni framtíð. Þar heijar sjúkdómur á fólk ef það elskast án þess að vera ástfangið. Frábærar persónur og myndatakan er sú svalasta sem ég hef séð, unun að horfa á.“ Myndin er frá árinu 1986. Afgreiðslufólk Clerks Leikstjóri: Kevin Smith. Brian Halloran og Jeff Anderson. „Mynd- in gerist að mestu inni í smáversl- un þar sem aðalsöguhetjan vinnur. Þssi dagur reynist vera sá versti í lífi hetjunnar. Húmorinn er frá- bær; klúr og beinskeyttur. Ein sú fyndnasta sem ég sá á seinasta ári.“ Myndin er frá árinu 1993. Rusl Trash Leikstjóri: Paul Morrisey. Joe Dal- lesandro, Holly Woodlawn og Jane Forth. „Ein úr smiðju Andy War- hols. Skrýtin mynd. Kvikmynda- takan byggir á því að stilla mynda- vélinni upp einhvers staðar, svo er leikurunum hent inn í herbergið án handrits. Mjög raunsær leikur, Morgunblaðið/Ásdís „LÉLEGAR myndir geta komið á óvart.“ ekki viss hvort hann er góður. En mjög skemmtilegur, og um leið og áhorfandinn er búinn að venjast myndinni, er stutt i hláturinn.“ Frá árinu 1970. Matur Tampopo Leikstjóri: Juzo Itami. Nubuko Miyamoto og Tsutomu Yamakazi. „Mín uppáhaldsmynd. Samt er ég ekki klár á söguþæðinum. Par er ástfangið, og kringum þau er kyn- líf og matur, peningar og matur, list og matur. Myndin er uppfull af Zen-isma, og góðum ráðlegging- um um lífið og tilveruna. Mikið af mat í þessari mynd, ráðlegg fólki að hafa kræsingar við hendina. Mjög fyndin, erótísk og falleg.“ Frá 1986. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Staðgengillinn (The Substitute)-k 'h Lækjargata (River Street)~k k 'h Svarti sauðurinn (Black Sheep)k k Snert af hinu illa (Touch by Evil)k 'h Undur og stórmerki (Phenomenon)k k 'h Einstirni (Lone Star)k k kk Skemmdarverk (Sabotage)k 'h Einleikur (Solo)k'h Aðferð Antoniu (Antonia’s Line)k k k 'h í morðhug (The Limbic Region)k Framandi þjóð (Alien Nation) Keðjuverkun (Chain Reaction)k k Beint í mark (Dead Ahead)k k Jarðarförin (The Funeral)k k Fræknar stúlkur í fjársjóðsleit (Gold Diggers: The Secret of Bear Mountain)k k 'h Sú fyrrverandi (TheEx)k Lokaráð (Last Resort)'h Varðeidasögur (Campfíre Tales)k k Vörðurinn (The Keeper)k Voðalegt vændishús (Bordello ofBlood)k k TAKTU ÞÁTT í AÐ SKAPA SAMHENGI.. á milli menntunary starfsinsy heimsins... Ieggðu stund á tæknifræði í Ingeninrhjoskole Syd í Sonderborg og lærðu að skapa samhengi á milli þinna hugmynda og þarfa . samfélagsins. ” Lærðu að þróa kerfi vinsamlegt neytandanum og umhverfinu, í námsumhverfi þar sem náið samstarf og tengsl eru við samfélagið. Kennslan fer fram í miklum mæli í samvinnu við atvinnulífið og þú munt því kynnast „raunveruleikanum“ í náminu. Einnig munt þú kynnast fólki í málanámi og hagfræðinámi þar sem Ingcniorhojskole Syd og Handelshojskoke Syd eru í sama námssamfélaginu. Sem íslenskur tæknifræðinemi mun þér líða eins og heima hjá þér í Snderborg, sem er spennandi námsbær með marga áhugaverða menninga og tómstundamöguleika. Kollegietners Kontor njálpar þér að finna húsnæði og þú munt hitta aðra Islendinga í skólanum, í bænum og í íslendingafélaginu. Þér er velkomið að hafa samband við formann íslendingafélagsins í Sonderborg, Einar Jón Pálsson, sem er við tæknifræðinám við skólann. Heimasími er 00 45 74 42 66 59. Fáðu nánari upplýsingar um Ingeniorhojskole Syd á íslensku heimasíðunni okkar: http://is.hhs.dk Þú getur einnig nálgast Study Point-bæklinginn sem veitir nánari upplýsingar um námsmannabæinn Sonderborg. Hringið til okkar í síma 00 45 79 32 16 00 eða sendið svarseðilinn Hf Lærðu að þróa umhverfis- og orkuvænleg kcrfi. Veikstraumstæknifræði Lærðu að þróa vélbúnað fyrir tölvustýrð rafkerfi. z ^ " JÁTAKK *''' Sendið mér nánari upplýsingar ^ um menntunarmöguleika og / námsumhverfi Ingeniprhojskole Syd INGENI0RH0JSKOLE SYD Grundtvigs Allé 150 • 6400 Sonderborg • Danmark Tlf. +45 79 32 16 00 • hhtp://is.hhs.dk J Nafn * Starf / _ 1 Heimilisfang I’óstnúmcr/bær | Land Sími | Sendið svarscðilinn á faxi 00 45 74 42 92 33 eða til Studv Point co/Sonderborg Erhverfsrád, box 332, DK-6400 Sonderborg MYNDBÖIMD Fórnarlömb hvers- dagslegra líkna Reykur (Smoke) Tilvistarsaga ★ ★ ★ Framleiðandi: Miramax Internati- onal. Leikstjóri: Wayne Wang. Handritshöfundur: Paul Auster. Kvikmyndataka: Adam Holender. Tónlist: Rachel Portman. Aðalhlut- verk: William Hurt, Harvey Keitel, Stockard Channing, Harold Perr- ineau yngri og Forest Whitaker. 110 mín. Bandaríkin. Miramax Int- ernational/Skífan 1997. Það sem persónurnar í þessari stórgóðu kvikmynd eiga sameigin- legt í fyrstu er ekki margt. Þær eiga allar heima í sömu borg og tilviljun ein tengir þær saman. I því spilar sígarettubúð sem Auggie rekur stórt hlutverk. Þangað koma allir í hverfinu til að leysa heims- vandamálin. Með- al annarra rithöf- undurinn Paul Benjamin. Rithöfund- urinn vinsæli Paul Auster á heiður- inn af handriti þessarar áhrifaríku mannlýsingamyndar. Hann fer ekki langt út fyrir sitt vanalega umfjöll- unarefni. „Við erum öll fórnarlömb hversdagslegra líkna.“ (Paul Auster í viðtali við Torfa H. Túliníus. Bjart- ur og frú Emelía. Nr.l, 1997.) Hann talar einnig um slys og þau slys sem ekki eiga sér stað. Hér er fjailað um þessi augnablik í lífi manns, sem geta virst hversdagsleg í fyrstu, en breyta skyndilega lífsstefnunni. Þessi mynd er sjálfsagt ólík öllum þeim myndum sem margir hafa séð, svo óborganleg eru flest atriði henn- ar og heildarblærinn. í því verður að minnast á jólasögu Auggie Wren sem myndin endar á. Hún er lýsandi fyrir hvað myndin er_ sérstaklega skemmtileg' og hlýleg. Ég man ekki eftir að hafa séð svo áhrifaríkt at- riði í kvikmynd um langan aldur, þrátt fyrir einstakan einfaldleika þess. Ég á eftir að sjá aðra gera betur. Leikstjórinn Wayne Wang las þá sögu í blaði og varð það til þess að þeir félagar hófu samstarf. Wang hefur hingað til oftast fjallað um kínverska innflytjendur í Bandaríkj- unum, en hér koma saman allir kyn- þættir og allar stéttir og gefa þann- ig raunsæja lýsingu á mannlífi stór- borgarinnar. Einmitt þessar ólíku og velskrifuðu persónur er það sem gefur myndinni gildi. Líf þeirra er hversdagslegt en lætur engan ós- nortinn. Leikararnir eru frábærir og á það jafnt við um minni spámenn sem stærri. Óhugsandi er að annar en Harvey Keitel leiki Auggie Wren og William Hurt passar mjög vel í hlut- verk rithöfundarins, en þar er Paul Auster að lýsa sjálfum sér að miklu leyti. Harold Perrineau yngri leikur Rashid, sem er mjög óvanaleg per- sóna. Þessi ungi leikari sýnir mjög fína og smekklega takta, sem verður vonandi til þess að við fáum að sjá meira af honum. Saman mynda þess- ir þrír leikarar þríhyrning sem eru stoðir myndarinnar. Ég skora á myndbandaleigjendur að ná í þessa út á næstu leigu, ef ætlunin er að eiga óborganlega stund sem á eftir að verma hjartað í langan tíma. Hildur Loftsdóttir. Franskur farsi Verndarenglarnir (Les Anges Gardiens) Gamanmynd k Framleiðandi: Alan Terzian. Leik- stjóri: Jean-Marie Poiré. Handrits- höfundur: Jean-Marie Poiré. Kvik- myndataka: Jean Yves Le Mener og Cristophe Beaucarne. Tónlist: Jean Charles Ruault og Maurice Laumain. Aðalhlutverk: Gerard Depardieu, Christian Clavier, Eva Hertzigova. 108 mín. Frakkland. Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 22. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. FYRRVERANDI starfsmaður leyniþjónustu hersins, sem nú rekur næturklúbb með erótísku ívafi (Dep- ardieu) lofar dauðvona starfsbróður sínum að fara með son hans til móður drengsins. Það er hægara sagt en gert því kínverska mafían vill hafa hendur í hári drengsins og upphefst mikiil eltingarleikur, þar sem hinar ólíkiegustu persónur blandast í málið, t.d. hinn saklaul kaþólski prestú (Christian Clav er) og sjúkleg afbrýðisöm eigin- kona Depardieu Myndin byij; r ágætlega og virí - ist stefna í að vej í frönsk útgáfa áf John Woo myÆ („Killer“,„Hard Boiled"), með snett af gamaldags Jean Paul Belmondo kímni. En þegar dregur á myndiim verður hún ruglingslegri og um leið leiðinlegri og á endanum er þetta einn allsherjar hausverkur. Það er aldrei neinn dauður punktur í mynd- inni, sem er slæmt í þessu tilfedi því það eina sem aðalpersónurní ,r gera er að öskra og láta eins og fífl. Myndin nær botninum þegar vernd- arenglarnir birtast, og á hún sér aldrei viðreisnar von eftir það. Það er sárt að sjá að eina franska mynd- in í þessum mánuði er jafnframt, ejn sú versta. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.