Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 29

Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 29
+ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ1997 29 + AÐSENDAR GREINAR Ráðherra og rektor að hafa það sem sannara reynist í MORGUNBLAÐINU hinn 8. maí er sag}, frá ognum fundi um sjálfstæði Háskóla íslands. Á fund- inum var fjallað um heildarlöggjöf um háskólastigið, sem liggur fyrir Alþingi og er flutt að eindregnum tilmælum þeirra skóla, sem nú starfa á háskólastigi eða vilja fá rétt til þess. í frásögn Morgun- blaðsins af þessum fundi segir meðal annars: „Sveinbjörn Björnsson háskóla- rektor sagði kjör rektors og skipan háskólaráðs mestu breytingarnar og taldi kafla frumvarpsins um stjórn háskólans óþarfan. Ef rektor væri skipaður af ráðherra væri spurning hveijum hann þjónaði og hvort sjálfstæði væri ekki betur tryggt með kjörnum rektor. Sagði hann það mikla breytingu ef há- skólaráð skyldi aðeins skipað 10 mönnum, rektor, fimm úr starfsliði háskólans öðrum en deildarforset- um, tveimur fulltrúum ráðherra og tveimur úr hópi stúdenta." Háskólinn velur rektor Hér skal ekki fullyrt, að rétt sé eftir rektor haft. Sé það gert hlýt- ur hann að mæla gegn betri vit- und, því að í frumvarpinu er ein- mitt gert ráð fyrir því, að rektor sé kjörinn af háskólaráði eða sam- kvæmt þeim hætti, sem það ákveð- ur, og ráðherra sé bundinn af þeirri ákvörðun, þegar hann skipar rekt- or síðan formlega í embætti sitt. Með öðrum orðum verður mennta- málaráðherra bundinn af ákvörð- unum háskólasamfélagsins svo- nefnda, þegar hann skipar rektor. Af frásögnum af umæðum, sem orðið hafa um þetta frumvarp í Háskóla Íslands, hef ég undrað mig á því, þegar fullyrt er, að með því sé gengið á rétt skólans til að velja rektor. Af fréttinni í Morgun- blaðinu 8. maí ræð ég, að það hafi ekki komist til skila hvar ákvörðunarvaldið í rektorsvalinu liggur. Það er ekki hjá ráðherra heldur háskólaráði. Heildarlöggjöfin um háskóla tekur mið af meginmarkmiði starfsmannalaga og stefnu ríkis- stjórnarinnar, sem lýtur að því að setja rekstri ríkisstofnana fagleg og fjárhagsleg markmið. Sam- kvæmt lögum hefur ráðherra heimild til að víkja forstöðumönn- um ríkisstofnana frá, ef þeir sinna ekki starfsskyldum sínum. Háskóli íslands nýtur engra sérréttinda að þessu leyti. Ef sgurningin um sjálf- stæði Háskóla íslands snýst um, að hann eigi ekki að lúta þessum almennu reglum um ríkisstofnanir Fyrir því eru engin rök, að af minni hálfu sé stefnt að aukinni mið- stýringu á háskólastig- inu, segir Björn Bjarnason, og áréttar að rektor Háskóla ís- lands verði áfram valinn innan skólans. þurfa gagnrýnendur frumvarpsins um háskóla að segja það berum orðum. Að talsmenn Háskóla íslands skuli gagnrýna þá tillögu, sem gerð er um skipan háskóla- ráðs, kemur mér í opna skjöldu. Á síðasta kjörtímabili sat ég í nefnd, sem þáverandi menntamálaráð- herra skipaði að ósk Háskóla ís- lands til að fjalla um þróun hans. Nefndin skilaði sam- hljóða áliti undir árslok 1994. Þar kemur fram sú tillaga að skipan háskólaráðs, sem orðuð er í frumvarpinu til laga um háskóla. Nú er sagt, að þessar til- lögur þróunarnefndar- innar hafi aldrei farið til umræðu í háskóla- samfélaginu og þess vegna séu þær næsta marklausar. Þetta er nýmæli fyrir mig. Sérlög Háskóla íslands Öllum, sem er annt um málefni Háskóla íslands, kem- ur saman um, að nauðsynlegt sé að setja honum ný lög og stjórn- skipan. Með heildarlöggjöfinni um háskólastigið verða til almenn viðmið í því efni en samhliða því, sem unnið var að smíði hennar, fól ég fulltrúum mínum að ósk há- skólarektors að taka þátt í nefnd, sem vinnur að endurskoðun lag- anna um Háskóla íslands. Fyrir því eru engin rök, að af minni hálfu sé stefnt að aukinni miðstýringu á háskólastiginu. Þvert á móti sjá menn, ef þeir lesa hið nýja frumvarp um Kennara- og uppeldisháskóla, sem samið er á grundvelli tillagnanna um heildarlöggjöf um háskóla, hve frelsi skóla í eigin málum er auk- ið, frá því sem nú er. I sérjögum um Há- skóla Islands verður tekið á því, sem hann varðar sérstaklega. Er að mínu mati brýnt, að innan Há- skóla íslands takist víðtæk sátt um tillög- ur í þessu efni. Eins og málum er nú hátt- að virðast mörg sjón- armið á lofti. Hvert skref við smíði heildarlöggjafar um háskólastigið var kynnt háskólarektor og lögfræðilegum ráðunautum hans. Öllum var jafnframt ljóst og mót- mæltu því ekki, að forræði málsins væri í höndum ríkisstjómar og Al- þingis, sem hefur síðasta orðið. Um breytingar á lögum Háskóla íslands skal haft samráð við fulltrúa skól- ans og er síður en svo skorast und- an því af minni hálfu. Mikið er í húfi fyrir fleiri en Háskóla íslands, að almenn há- skólalög komi til sögunnar. Há- skóli íslands býr við óbreytta skip- an sinna mála, þar til endurskoðun á lögum hans lýkur. Aðrir skólar eru í örri þróun og skortur á al- mennum lagaákvæðum stendur þeim fyrir þrifum. Höfundur er menntamálaráðherra. Björn Bjarnason Ungt fólk út úr vímunni ALÞJÓÐADAGUR hjúkrunarfræðinga er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Florence Nightingale, sem er næstkomandi mánudagur, 12. maí. Að þessu sinni er dag- urinn helgaður heil- brigði ungs fólks. Af því tilefni langar mig að fjalla um ungt fólk í áfengis- og/eða vímuefnameðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Það er íslenskur raunveruleiki að ungt fólk á aldrinum 15-20 ára notar áfengi og/eða vímuefni í töluverðum mæli. Það er hluti af þeim lífsstíl sem það kýs. Flestir komast klakk- laust í gegnum þetta lífsskeið. Allt of margt ungt fólk hlýtur hins veg- ar ótímabæran dauðdaga í slysum eða sjálfsvígum, sem í allt að helm- ingi tilfella má rekja til áfengis- og/eða vímuefnaneyslu. Svo eru aðrir sem ánetjast áfengi og/eða vímuefnum og þróa með sér sjúk- dóminn alkóhólisma. Sá sjúkdómur ógnar heilbrigði unga fólksins og nái hann að þróast án þess að gripið sé inn í getur það endað með miklum harmi. Alkóhólismi er langvinnur stigvaxandi sjúk- dómur sem leiðir af sér örorku eða ótímabæran dauða ef ekkert er að gert. En hvers vegna byijar ungt fólk að nota áfengi og/eða vímuefni? Ástæðan er líklega að hluta til hið ríkjandi viðhorf í þjóðfélaginu, sem við fullorðna fólkið höfum skapað. Áfengi eða vímuefni eru notuð til að slaka á, til að komast í stuð, til að komast í vímu. En víman er skammvinn, hún tekur enda og tímabundin vanheilsa tekur við, timburmenn. Síendurtekin víma, helgi eftir helgi, ár eftir ár, er for- senda þess að alkóhólismi geti þró- ast. Ungt fólk sem ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum getur feng- ið hjálp til að komast út úr þeim vanda. Aðgengileg áfengis- og vímuefna- meðferð stendur ungu fólki til boða og þeim fjölgar stöðugt sem leita sér aðstoðar á unga aldri. í töflunni um fjölda unglinga á sjúkrahúsinu Vogi árið 1996 má sjá að ungt fólk sækir áfengis- og vímuefnameðferð í auknum mæli. Alls komu 180 einstakling- ar 19 ára og yngri á Vog á síðasta ári. Þó að þessi fjölgun sé uggvænleg er samt ástæða til að fagna því þegar ungir alkóhólistar ákveða fyrr en síðar að reyna að komast út úr vítahring vímunnar og læra að lifa lífinu án áfengis eða ann- arra vímuefna. Sú unglingameðferð sem SÁÁ Alþjóðadagur hjúkrun- arfræðinga er 12. maí. Af því tilefni minnir Þóra Björnsdóttir á fjölbreytta dagskrá í Ráðhúsi Reyjavíkur kl. 16 nk. mánudag. býður upp á í dag fyrir 19 ára og yngri er: 1. Göngudeildarmeðferð, sem fer fram í Fræðslu- og leiðbein- ingastöð SÁÁ, Síðumúla 3-5. Þar fá unglingarnir viðtal við unglinga- geðlækni og/eða vímuefnaráð- gjafa. Á göngudeild er einnig veitt fjölskyldumeðferð í formi viðtala, fyrirlestra og námskeiða. .2 Innlögn á sjúkrahúsið Vog í afeitrun í a.m.k. 10 daga, undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræð- inga, sjúkraliða, vímuefnaráðgjafa og sálfræðinga. 3. Endurhæfing í fjórar vikur á Staðarfelli eða Vík. 4. Áframhaldandi stuðningur á göngudeild í Reykjavík eftir að endurhæfingu lýkur, einn dag í viku í ótilgreindan tíma. Einnig er lagt upp úr virkri þátttöku í félags- starfi, þar sem unglingamir skipu- leggja sjálfir fjölbreytta dagskrá. A sjúkrahúsinu Vogi er reynt að skapa umhverfi sem er unga fólkinu vinsamlegt. Ungt fólk og fullorðið er saman í afeitrun, því sameiginleg reynsla þeirra er, þrátt fyrir töluverðan aldursmun, þannig að þessir hópar eiga auðvelt með að vera saman. Stuðningur þeirra hvert við annað kemur af sjálfu sér í þeim anda sem ríkir í með- ferðarumhverfinu. Vímuefnafíkn er sjúkdómur. Það er ekki álitamál. En viðhorf okkar heilbrigðisstarfsfólks skiptir miklu máli varðandi þau viðbrögð og þá framkomu sem við sýnum áfengis- eða vímuefnasjúklingum. Eins og sést í töflunni um vímu- efnaneyslu fer notkun unglinga á ólöglegum vímuefnum vaxandi. Þau sem komu í meðferð á síðastl- iðnu ári höfðu nánast öll notað ólögleg vímuefni, einu sinni eða oftar. Hjúkrunarfræðingum ber skylda til að stuðla að heilbrigði ungs fólks. Áfengis og/eða vímuefna- varnir er einn þáttur í heilsueflingu sem við hjúkrunarfræðingar getum í auknum mæli tekið þátt í. Það er mikils virði að við hjúkrunarfræðingar vöknum til vitundar um þennan mikilvæga þátt; hjálpumst að við að vinna gegn fordómunum, munum að það erum við, fullorðna fólkið, sem höfum mótað þjóðfélagið. Dæmum ekki unga fólkið, verum því góð fyrirmynd og vísum þeim leið út úr vímunni. Að lokum langar mig til að óska hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn 12. maí og hvet þá til að mæta í Ráðhús Reykjavíkur kl. 16, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og fagna saman. Höfundur er hjúkrunarforstjóri Sjúkrahússins Vogs. í BÚÐARLÁN TIL ALLT AÐ Um er að ræða verðtryggð jafngreiðslulán (annuitet) til íbúðarkaupa, endurbóta og viðhalds, með mánaðarlegum afborgunum. Allar nánari upplýsingar veita þjónustufulltrúar. St SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA íí SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR altatiléttar W SPLENDESTO SEIDENSTICKER b 1 ú s s u r OÓumv, TÍSKUVERLSUN v/Ncsveg. Seltj.. s. 561 1680 Mikiá úrvðl ðf fallegum rúmffltnflái SkóUvörfluöig21 Sími55HOSO Reykiavlk. Blab allra landsmanna! fEtrgjiroMafoÍÍi - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.