Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIKU
m
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 25
hvalreki. Þeir sem helst kjósa að skjóta
og drepa hefðu líka gott af því að kynn-
ast tölvuleik þar sem skýr hugsun skipt-
ir meira máli en gott viðbragð.
Lords of the Realm krefst a.m.k. 66
MHz 80486-tölvu með 8 Mb innra minni
og 39 Mb rými á hörðum disk, hljóðkorti
og tveggja hraða geisladrifi.
Ekki fara alltaf saman gæfa
og gjörvileiki í leikjasmíði líkt
og öðru. Árni Matthíasson
gerðist stríðsherra á miðöl-
dum og kynnti sér dýrasta
leik sögunnar sem varð höfun-
dunum að fótakefli.
VINSÆLUSTU leikir síðustu ára eru
þeir sem flétta saman spennuna af því
að stríða og það að nýta skipulagsgáfu
og þekkja fríxmþætti hagfræði. Lords of the
Realm frá Sierra var ágæt tilraun í þá átt en
um margt gölluð, og því fengur að öðru bindi
þess leiks, ekki síst þegar það er jafnvel
heppnað og raun ber vitni.
Lords of the Realm gerist á miðöldum og
gæti eins sagt sögu þess þegar lénsskipulag
vék fyrir sterkri miðstjóm því sá sem leikur á
að leggja undir sig nærliggjandi ríki og fursta-
dæmi og berja saman í eitt ríki.
Samhliða stríðsrekstri þarf að glíma við
hagfræðileg málefni eins og að skipuleggja
akuryrkju, skipa mannskap á rétta staði til að
tryggja uppskeru. Ekki má ofyrkja land, því
þá verður það að eyðimörk og því verður sí-
fellt að brjóta nýtt land til ræktunar. Einnig
þarf að henda reiður á námavinnslu, skógar-
höggi og kastalasmíð, því allt hangir saman
og ekki er hægt að búast til hemaðar nema
iðnaður standi traustum fótum. Sé málum vel
háttað í landbúnaði eru fleiri hendur lausar til
annarrar iðju, ekki síst hermennsku, en sá
sem gengur nærri eigin landsmönnum þarf
fljótlega að glíma við uppreisnir og innan-
landsátök sem tefja hann frá landvinningum.
Einnig er eins gott að fara varlega í skatt-
lagningu því of háir skattar kalla líka á óá-
nægju og minni framleiðni; jafnvel á upp-
reisn. Sá sem leikur getur valið hversu raun-
verulegur leikurinn verður og ef allt er 1 botni
fer ekki á milli mála að líf á miðöldum hefur
verið erfítt og hættulegt; ekkert má út af bera
að ekki verði hungursneyð því framleiðni var
ekki ýkja mikil og uppskera ekkert til að
hrópa húrra fyrir. Þegar síðan bætast við flóð
og fellibyljir er illt við að eiga því hung-
ursneyð hefur í fór með sér landflótta og þá
oft til óvinahéraðs og gerir viðkomandi erfíð-
ari viðureignar fyi'ir vikið
Stríðsreksturinn er einfaldur í eðh sínu,
mestu skiptir að hafa fjölmennan her og þeim
farnast vel sem gætir þess að hafa alla þá und-
ir vopnum sem hægt er með tilliti til akur-
yrkju og iðnaðar. Hægur leikur er að stýra
hermönnum til orrustu, en þá þarf sá sem leik-
ur líka að kunna skil á mismunandi eiginleik-
um ólíkra hermanna og nýta þá sem best. Það
gefur nýja vídd í orrustuna þegar ráðist er inn
á landsvæði sem stýrt er frá kastala, því þegar
búið er að stráfella útsendara kastalans þarf
að sitja um hann og gengur ýmislegt á. Þá er
gott að grípa til vígvéla eins og múrbrjóta,
umsátursturna og slöngva, en sé leikandinn
innan veggja kastalans að verjast árás grípur
hann til örvahríðar eða sjóðandi olíu. Orrustur
má heyja með því að berjast til hins síðasta en
einnig er hægt að láta tölvuna reikna út sigur
eftir fjölda hermanna og samsetningu liðsins,
en rétt er að berjast, nema yfirburðimir séu
því meiri, því góður herstjóri getur haft sigur
á ofurefli.
Leikurinn er veigameiri fyrir það að velja
má hvort menn leggja undir sig England, Ir-
land, Skotland, Frakkland eða Þýskaland, en
einnig má leggjast í krossferð ef sá gállinn er
á eða bregða sér til Austurlanda fjær. Reynd-
ar fylgja ótilgreind landsvæði lfka, sum af-
káraleg í laginu, en þau eru ekki eins
skemmtileg viðfangs; öllu skiptir að hafa eitt-
hvað raunverulegt að stefna að. Kastalabygg-
ingar eru líka ólíkar, fimm gerðir gefnar, en
gaman væri að geta skipulagt eigin kastala og
látið reyna á hugvitið í raunverulegri orrustu.
Fimm glíma um völdin í hverju landi og leik-
urinn byggist á umferðum, þ.e. viðkomandi
getur gert fjórum sinnum á ári, einu sinni á
hverri árstíð, og vitanlega eru leikaðstæður og
þarfir mismunandi eftir árstíðum. Bíða verður
meðan aðrir gera, en tölvan sér um þá hlið
nema þegar fleiri en einn eru að leika sem má
með því að kapal- eða mótaldtengja tölvur eða
yfir IPX-net.
Lords of the Realm II er bráðskemmtileg-
ur leikur með framúrskarandi grafík og fyrir
þá sem yndi hafa af slíkum leikjum er hann
Dýrt gamart
Leikjaútgáfa er hættuspil eins og
sannaðist með leikinn margauglýsta
Toonstruck. Virgin-útgáfan eyddi í gerð
hans metfé en fékk lítið fyrir sinn snúð,
svo lítið reyndar að skammt er síðan all-
ir þeir sem stóðu að gerð leiksins voru
látnir taka pokann sinn.
Sagan hermir að sex milljónir dala,
hátt í hálfan milljai-ð króna, hafi farið í
leikinn og ekkert til sparað. Mikil fúlga
fór síðan í að kynna leikinn og auglýsa,
en bar ekki þann ávöxt sem vonast var
til því leikurinn seldist illa og alls ekki.
Þrátt fyrir það er hann um margt vel
heppnaður og reyndar bráðskemmtileg-
ur.
Meðal þess sem stóð leiknum fyrir
þrifum vestan hafs var að sitthvað er í
honum sem ekki er ætlað börnum og
gamansemi mjög byggð á tvíræðni og
jafnvel blautleg á köflum. Sumar per-
sónur leiksins eru og sérkennilegar, til
að mynda trúðurinn illi Spike og ærin
Polly sem er klædd í lífstykki og leður-
stígvél og vopnuð svipu. Leikurinn geng-
ur reyndar mikið til út á það að allir beri hið
illa innra með sér og ekki þurfi nema einfalt
apparat til að kalla það fram; margtuggið efni
og áleitið viðfang breskum stórskáldum, en
kannski fullmikið fyrir einfaldan tölvuleik.
Grafíkin í leiknum er hreint út sagt frábær
og sérstaklega vel gerð og hljóðvinnsla með
mikum ágætum, ekki síst er vel til fundið að
nota kunnugleg stef og léttklassík til að miða
atburðarásinni áfram. Helsti galli Toonstruek
er að hann er of bamalegur fyrir fullorðna og
ekki nógu einfaldur fýrir börn.
Toonstruck krefst a.m.k. 66 MHz 80486
tölvu með 8 MB innra minni, 30 MB rými á
hörðum disk, SVGA-skjákorti, tveggja hraða
geisladrifi og hljóðkorti.
Tvöfaldir
frípunktar
ó hjólum.
/ /é /1 Jf •
a frabœru ver&i
Pro-styie fjallahjóiin eru me& Shimanobúna&i
Pro-styíe hjólin eru með ólgjarbir
24" og 26" hjóiin eru meb gírskiptingu í handfangi
Pro-style hjólin eru me6 órs óbyrgð
Varahiuta- og vi6ger6arþjónusta
Pro-styie fjaliahjólin eni
25% ódýrari en sambœrileg hjói
FREE STVLE
Króinað dl
20” götuhjól
fyrir ofurhuga
PRO STVLE UNIQUE
Dökkrautt, 26”, ^
18 gíra fjallahjól ^
með Shimano-búnaði.
PRO STYLE EXrREM
Siifurlitað, 26",
21 gíra fjailahjói ^
með Shimano-búnaði
PRO STVLE VISION
Fjóiublótt, 2ó",
18 gíra fjallahjói
með Shimano-búnaði
PRO STVLE TRAVELLER
Dökkgrœnt, 2ó", __
18 gíra fjailahjól ^
með Shimano-búnaði.
HAGKAUP
'Tilboðin gilda aðeins 10. og 11. maí.
fifrirfiölskflduHa
■ Tilboó . :: .. 1
W : tVwfWl J