Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 6

Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 6
 » vefir iam .nr HUOAnflAOHAJ 6 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 FRÉTTIR nxrFA trwtio#om MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson LOKA þurfti Vesturlandsvegi í meira en eina klukkustund á upp- stigningardag vegna slyssins. Fólksbifreiðin gjörónýt. Harður árekstur á Vesturlandsvegi TVÆR bifreiðar, fólksbifreið og vöruflutningabifreið, rákust harka- lega saman á Vesturlandsvegi skammt frá Korpu um klukkan 13 í fyrradag. Grunur leikur á að önn- ur bifreiðin hafi farið yfir á rangan vegarhelming, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu. Kalla þurfti til tækjabíl slökkvi- liðs til að losa ökumann fólksbifreið- arinnar úr flakinu, sem var mjög illa farið. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild, en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Fólksbifreiðin var flutt með dráttar- bíl af vettvangi, enda talin gjörónýt. Hæstiréttur um flutning grunnskólans Störf kennara voru ekki lögð niður HÆSTIRETTUR sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfum tveggja kennara sem töldu að sér bæru bætur fyrir ólögmæta uppsögn eða þá biðlaun vegna þess að starf þeirra hefði verið lagt niður þegar rekstur grunnskólans var fluttur frá ríki til sveitarfélaga, án þeirra samþykkis. Annar kennaranna hafði starfað við Húnavallaskóla en hinn var skólastjóri Breiðagerðisskóla í Reykjavík og létu þau af störfum eftir gildistöku laga um réttindi og skyldur kennara og skólastjórn- enda grunnskóla haustið 1996, sem voru sett vegna verkefnatil- flutningsins og kváðust telja það jafngilda uppsögn úr starfí að staðan og þar með réttindi þeirra hefðu verið flutt frá ríki til sveitar- félaga. Kennararnir unnu málið fyrir héraðsdómi þar sem varakrafa þeirra um biðlaun var tekin til greina. Því hafnaði Hæstiréttur í gær. Í dómi Hæstaréttar segir að for- senda fyrir þeirri breytingu að flytja rekstur grunnskóla milli tveggja greina hinnar opinberu stjórnsýslu, frá ríkisvaldi til stað- bundinna sveitarstjórna, hafí verið sú að kennarar og skólastjórnendur skyldu halda öllum kjörum og rétt- indum, sem þeir áður höfðu. Frá þessu hafi verið gengið með löggjöf sem nái jafnt til allra sem þessum stöðum gegndu áður. „Þeim er tryggt áframhaldandi sama starf með sömu réttindum og áður. í 14. grein laganna [um réttindi og skyldur kennara og skólastjómenda grunnskóla] eru þeim tryggð biðlaun, ef staða þeirra yrði lögð -niður, ásamt forgangs- rétti til starfa á vegum sveitarfé- laga. í málinu hefur ekki verið sýnt fram á að starfsöryggi viðkomandi starfsmanna verði raskað með hinni nýju skipan. Verður ekki á það fallist með [kennurunum] að með ákvæðinu hafi verið brotin á [þeim] jafnræðisregla íslensks rétt- ar eða gengið gegn ákvæði 75. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands," segir Hæstiréttur. „Önnur ákvæði stjórnarskrár og alþjóðlegra sam- þykkta, sem byggt er á af hálfu kennaranna verða heldur ekki talin hafa verið brotin með löggjöf þess- ari,“ segir Hæstiréttur, sem sýkn- aði því ríkið en gerði hvomm aðila að bera sinn kostnað af rekstri málsins. Fyrsti hópurmn á Everest varð frá að hverfa íslendingamir reyna næstir ISLENSKU Everestfararnir verða næstir til að reyna við tind- inn þar sem hópurinn sem klífa átti tindinn á undan varð að snúa frá vegna veðurs. Björn Ólafs- son, einn leiðangursmanna, segir að ný veðurspá komi á morgun en núverandi spá gerir ráð fyrir hvassviðri fram á þriðjudag. „Menn eru ekki mikið að hugsa sér til hreyfings meðan þessi spá stendur. Þeir sem reyndu við tindinn á undan okkur eru komn- ir aftur til okkar í grunnbúðir en þeir gátu ekki beðið lengur betra veðurs uppi í fjalli,“ sagði Björn Ólafsson. Fyrsti hópurinn þarfnast nú hvíldar og tveir þeirravoru veikir og þess vegna verða Islendingamir næstir. Veðurspá næstu daga sem kemur frá Bretlandi og er sérstaklega unnin fyrir þetta svæði gerir ráð fyrir 70 til 100 hnúta vindi og 35 til 40 stiga frosti yfir daginn sem Björn sagði að væri heldur svalt og hvasst. „Ef ný veðurspá á sunnudag gerir ráð fyrir batnandi veðri á miðvikudag eða fimmtudag mun- um við leggja af stað á mánu- degi og fikra okkur ofar í fjallið, við erum tilbúnir um leið og út- lit er fyrir að veður batni,“ segir Björa ennfremur. Hann sagði einnig að aðrir leiðangrar sem stefndu á fjallið væru orðnir óþolinmóðir, menn þar væru orðnir knappir á tima og ein- hverjir hefðu því snúið frá. Björn sagði að íslenski leiðangurinn hefði enn nægan tíma, þeir myndu ekki fara að ókyrrast fyrr en eftir næstu viku. Rólegt í gær í gær var rólegur dagur hjá leiðangursmönnunum íslensku. Björn sagði að þeir hefðu aðstoð- að við að koma veikum sherpa úr leiðangri Malaysíumanna í þyrlu sem sótti hann upp í grunnbúðir. Þeir hefðu gengið um 300 m vegalengd og ekki afrekað annað þann daginn. Everestsíða Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/everest/ Ágreiningur er um lögmæti aðgerða Dagsbrúnar og Hlífar vegna verkfalls AS V VERKAMANNASAMBANDIÐ hefur beint því til aðildarfélaga sinna að vinna ekki við afgreiðslu fiskiskipa, sem gerð eru út frá Vestfjörðum, meðan á verkfalli verkalýðsfélaga á Vestfjörðum stendur. Sl. fimmtudag samþykktu stjórnir Dagsbrúnar og Hlífar í Hafnarfirði svo tvíþættar aðgerðir til stuðnings baráttu félaga sinna á Vestfjörðum. Er annars vegar um að ræða bann sem tók gildi sam- dægurs við því að hafnarverkamenn í félögunum gangi í störf verkfalls- manna á Vestfjörðum. Hins vegar var ákveðið að viðhafa atkvæða- greiðslu næstkomandi mánudag um samúðarverkfall í samræmi við ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur. „Leitað verður eftir afstöðu félagsmanna í atkvæða- greiðslu strax á mánudag hjá starfsmönnum Eimskipa, Samskipa og Löndunar um boðun samúðar- vinnustöðvunar á athafnasvæði Reykjavíkurhafnar," segir í sam- þykkt stjómar Dagsbrúnar. Ekki er að finna bein ákvæði um samúðarverkföll í nýju vinnulög- gjöfinni sem tók gildi á síðasta ári. Ekki er þó ágreiningur um að heim- ilt sé að grípa til þeirra að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. I 17. grein laganna segir að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun til styrktar félagi, sem hafið hefur ólögmæta vinnustöðv- un. Er talið heimilt að hefja samúð- arvinnustöðvanir með gagnályktun frá þessu ákvæði, ef þær eru til styrktar félagi sem hafíð hefur lög- mæta vinnustöðvun. Er því litið svo V erkfallsvarsla eða vinnustöðvun? * Grundvallarágreiningur er á milli VSI og verkalýðsfélaga innan VMSÍ um lögmæti banns við afgreiðslu skipa sem stjómir Dags- brúnar og Hlífar hafa samþykkt til stuðn- — ings verkfalli félaga á Vestfjörðum. I grein Omars Fríðríkssonar kemur einnig fram að deilt er um fyrirhuguð samúðarverkföll. „Rétturtll aö verja verkfall og viðhalda" á að boðun slíkra aðgerða verði að lúta sömu reglum og þegar um aðrar verkfalls- eða verkbannsboð- anir er að ræða. Þarf þá að fara -------- fram leynileg atkvæða- greiðsla meðal félags- manna um verkfallsboð- un og tilkynna um nið- urstöðuna 7 sólarhring- um áður en vinnustöðv- unin hefst. Hafa bæði Dagsbrún og Hlíf ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslur meðal starfs- manna á mánudaginn og miða við að samúðarvinnustöðvanir hefjust þá 21. maí. VSÍ telur hvers kyns aðgerðir stéttarfélaga sem ætlað er að þvinga atvinnurekendur á Vest- fjörðum í yfirstandandi vinnudeil- um, sem ekki eru ákvarðaðar skv. reglum vinnulöggjafarinnar, ólög- mætar og hefur skorað á Verka- mannasambandið að afturkalla þær. „Vinnuveitendasambandið vill ennfremur láta koma fram að það eru því sérstök vonbrigði að Verka- mannasambandið skuli í framhaldi af samningum sínum við Vinnuveit- endasambandið um kaup og kjör fiskvinnslufólks styðja við verkfalls- aðgerðir sem beinlínis hafa það að markmiði að bijóta niður þá samn- inga,“ segir í bréfi sem VSÍ sendi VMSÍ vegna málsins. Verkalýðsfélögin líta ekki svo á að að ákvörðun stjórna félaganna um bann við afgreiðslu skipa sem að öðrum kosti hefðu landað á Vest- fjörðum sé samúðarvinnustöðvun, heldur grípi stéttarfélögin til þessa ráðs til koma í veg fyrir að lög- mætt verkfall sé brotið niður. í svarbréfí VMSÍ til VSÍ eru rök- in fyrir þessu rakin: „Almennt er litið svo á að í verkfallsrétti felist einnig rétturinn til að verja verk- fall og viðhalda því með öllum lög- legum aðgerðum, ella væri þessi réttur lítils virði. Þetta viðhorf er að hluta til lögfest í 18. grein vinnu- löggjafarinnar. Þar segir m.a. að þeim sem vinnu- stöðvunin beinist gegn sé óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda sem að henni standa. Ákvæði 18. gr. vinnulöggjafarinnar eru frá 1938 og hafa með stoð í norrænum rétti, réttarvitund og venju, verið túlkuð svo og framkvæmd frá upphafi að VSI vill aftur- köllun að- gerða óheimilt sé með öllu að ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. I þessu felst sú regla að verkfalls- mönnum sé heimilt að koma í veg fyrir að aðrir gangi í störf þeirra. í reglunni er einnig talið felast að atvinnurekanda sé óheimilt að af- stýra verkfalli með því að flytja starfsemi sína annað á meðan,“ segir m.a. í bréfinu. Vinnuveitendur eru ósammála þessum sjónarmiðum og benda á að með þeim breytingum sem gerð- ar voru á vinnulöggjöfinni í fyrra sé nú skilgreint hvað sé átt við með vinnustöðvun. Þar segi m.a. að um vinnustöðvun sé að ræða þegar launamenn leggja niður störf sín að einhveiju eða öllu leyti. Sam- þykktir stjórna verkalýðsfélaganna um bann við afgreiðslu skipa frá Vestfjörðum séu ólöglegar því ákvarðanir um samúðaraðgerðir þurfi að taka skv. sömu reglum og gilda um verkföll. VSÍ efast raunar einnig um að Dagsbrún og Hlíf sé heimilt að boða til samúðarvinnu- stöðvunar, þar sem þau hafi sjálf lokið samningum um þá kauptaxta sem deilt er um í kjaradeilunni á Vestfjörðum og félögin séu því -------- bundin friðarskyldu. „Ef vestfirsk fyrirtæki verða fyrir tjóni af þess- um sökum er það ósköp einfalt að sækja aurana vegna þess beint til Dags- brúnar og Hlífar og hugsanlega til Verkamannasambandsins, sem hef- ur hvatt til aðgerðanna," segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.