Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 52
>2 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Góðar fréttir fyrir
tedrykkjufólk
Áhugi á heilnæmi jurta hefur vaxið undanfar-
ið á Vesturlöndum. Margrét Þorvaldsdóttir
smakkaði grænt te sem talið er að geti veitt
vörn gegn myndun krabbameins.
REYNDAR er ekki um uppgötv-
anir að ræða þegar rætt er um
heilnæmi jurta heldur endurupp-
götvanir. Vitneskja um heilsu-
bætandi áhrif jurta hefur um ald-
ir verið fyrir hendi í mörgum lönd-
um þar sem þær hafa verið hluti
af daglegri neyslu fólks. Aftur á
móti hafa rannsóknir seinni ára
á efnasamsetningu jurta gefið
mörgum þeirra, eins og laufi
græna tesins, aukið vægi.
Grænt te og
lungnakrabbamein
í nóvemberblaði tímaritsins
„Nutritional Insights" kemur
fram að heilnæmi tedrykkju verð-
ur tedrykkjufólki stöðugt hag-
stæðara. Nýlega var gerð rann-
sókn í Okinawa í Japan á áhrifum
græna_ tesins á lungnakrabba-
mein. í henni tóku þátt 333 ein-
staklingar sem drukku „grænt te“
og 666 einstaklingar sem ekki
voru tedrykkjufólk. Þar kom í ljós
að þó að veigamesti áhættuþáttur
lungnakrabbameins væru reyk-
ingar, hafði drykkja á grænu te
mjög jákvæð áhrif, sérstaklega á
konur.
í bókinni „Herbs That Heal“
er sérstaklega athyglisverður
kafli um grænt te. Þar segir að
frá fomu fari hafi grænt te verið
talið hafa læknandi áhrif á kvef,
inflúensu og andlega þreytu. Á
19. öld var það trú margra sér-
fræðinga að teið hefði góð áhrif
á taugakerfið, væri styrkjandi
fyrir starfsemi hjarta- og æða-
kerfisins og lækkaði blóðþrýsting.
Grænt te forvarnir
gegn krabbameini
Vísindamenn í Japan hafa á
seinni árum fundið nýja heilsu-
bætandi ávinninga af neyslu á
grænu tei. Þeir segja að það komi
ekki í veg fyrir allar tegundir
krabbameina, en teið sé ein heppi-
legasta leiðin sem fólk hefur völ
á til að fyrirbyggja krabbamein.
Grænt te er aðaliega drukkið í
Austurlöndum, sérstaklega í Kína
og Japan, en hér á Vesturlöndum
er aðallega drukkið svart te.
Munurinn á grænu og svörtu tei
liggur í því, samkvæmt alfræði-
bókum, að svart te hefur verið
látið geijast, en grænt te er gufu-
hitað til að stoppa geijunina.
Græna teið hefur heilsubætandi
áhrif umfram svart te, það inni-
heldur meira af vítamínum og t.d.
tvöfalt meira af C-vítamíni og
helmingi meira af andoxunarefnum
sem hindra skemmdir á erfðaefninu
(DNA) en andoxunarefni eru talin
geta hindrað æxlismyndun.
Heilsubætandi
áhrif græna tesins
Rannsóknir hafa leitt í ljós hin
þægilegu áhrif af drykkju græna
tesins á smitsjúkdóma, sérstak-
lega niðurgang. Kannanir far-
aldsfræðinga þykja benda til að
drykkja á grænu tei dragi úr sjúk-
dómum í brisi og magakrabba-
meini. Vitað er að í grænu te-
laufi eru ákveðin efni, „polyphols"
og hafa nýlegar rannsóknir sýnt
fram á að þau hafa hæfileika til
að örva ónæmiskerfið og vera
bakteríudrepandi.
Grænt te inniheldur
breiðvirk varnarefhi
Á seinni árum hefur verið vax-
andi áhugi á því að greina hvaða
efnasambönd í fæðunni geti
hindrað stökkbreytingar.
Heilsubætandi
áhrif græna tesins
Rannsóknir hafa leitt í ljós að
hin þægilegu áhrif af diykkju
græna tesins, sem hafa verið rak-
in til „caffeins", má rekja til
andoxunarefna í teinu. Margir
vísindamenn hafa komist að því
að efnaflokkur sem m.a. inniheld-
ur andoxunarefnin hindrar æða-
kölkun. Klínískar rannsóknir
leiddu ótvírætt í ljós greinileg
áhrif gena sem geta haft krabba-
meinsmyndandi áhrif. Þar hefur
grænt te reynst hafa mjög heil-
næm áhrif. Bæði japanskir og
bandarískir vísindamenn hafa
sýnt fram á, með tilraunum á
músum, að grænt te getur hindr-
að myndun æxla í lifur, í húð og
í meltingarveginum. Það er hin
breiða virkni græna tesins sem
þykir sérstaklega áhugaverð.
Vakið hefur athygli að jap-
anskir reykingamenn fá sjaldnar
lungnakrabbamein en t.d. banda-
rískir. Kannanir hafa sýnt fram
á jákvæð áhrif græna tesins við
að hindra krabbamein, m.a. rann-
sóknir staðfesta vitneskju kyn-
slóðanna.
Seinni tíma efnarannsóknir
hafa leitt líkur að því að sérstæð
efnasamsetning græna tesins sé
ábyrg fyrir hinum mikilvægu
heilsubætandi eiginleikum þess.
Japanir sem búa á teræktar-
svæði (Shizuoka) nota telaufín
aðeins einu sinni, þar sem Japanir
sem búa í öðrum landshlutum
nota þau nokkrum sinnum. Þeir
sem búa í Shizuoka neyta því mun
meira magns af þessum æskilegu
efnum í teinu en hinir. Á þessu
teræktarsvæði eru dauðsföll af
völdum magakrabbameins áber-
andi færri en annars staðar í Jap-
an. Einnig virðist beint samband
vera á milli krabbameins og te-
drykkju annars staðar í Japan.
Nútíma rannsóknir
staðfesta vitneskju
kynslóðanna
Seinni tíma efnarannsóknir
hafa leitt líkur að því að sérstæð
efnasamsetning græna tesins sé
ábyrg fyrir hinum mikilvægu
heilsubætandi eiginleikum þess.
Þó að ítarlegri rannsóknir á teinu
séu framundan, staðfesta þær
rannsóknir sem þegar hafa verið
gerðar, þekkingu kynslóðanna.
Því gæti bolli af grænu te í fram-
tíðinni orðið annað og meira en
þægilegur, góðu drykkur.
Grænt te má fá í heilsuverslun-
um hér en er nokkuð dýrt.
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudag's
Fermingar-
pósturinn
ÉG VIL vekja athygli á
öllum póstinum sem börn
fædd 1983, eða svokölluð
„fermingarbörn", hafa
fengið sendan heim nú í
vor. Það eru þó ekki allir
unglingar sem láta ferma
sig nú til dags. Ég er t.d.
ein af þeim sem ekki
fermdist, en ég er bahá’i
trúar. Samt sem áður er
ég líka búin að fá nóg af
pósti frá bönkum, heil-
brigðisráðherra o.fl. stíluð-
um á mig, sem hljóðar eitt-
hvað á þessa leið: „Um leið
og ég óska þér hjartanlega
til hamingju með ferming-
una . . .“ Væri ekki hægt
að segja í staðinn: „Um
leið og ég óska þér hjartan-
lega til hamingju með
þessa stóru ákvörðun í lífi
þínu . . .“ Því það er líka
stór ákvörðun að láta ekki
ferma sig. Vonandi verður
þessu breytt í framtíðinni.
Eva Margrét Sig-
urðardóttir, 13 ára,
Tunguheiði 8, Kóp.
Dýrahald
Svört kisa
tapaðist í apríl
SVÖRT kisa með hvíta
bringu og tær fór frá Eg-
ilsgötu 22 hinn 3. apríl sl.
Þegar hún fór var hún með
svargræna ól með bleikri
bjöllu, einnig var merki-
miði í hulstri á ólinni. Ef
einhver hefur séð til ferða
kisu er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma
551-2240.
Páfagaukabúr
ER EINHVER sem þarf
að losna við páfagaukabúr?
Uppl. í síma 553-3847.
Kettlingar þurfa
góð heimili
TVEIR tveggja mánaða
fgamlir kettlingar þurfa að
eignast góð heimili. Annar
er næstum alhvítur, hinn
svartur og hvítur. Þeir eru
kassavanir og gæfir.
Áhugasamir dýravinir eru
vinsamlega beðnir að
hringja í síma 483-4867.
Tapað/fundið
Hringur
tapaðist
GULLHRINGUR, mjór
með rauðum steini, tapað-
ist í Hafnarfirði eða
Reykjavík 12. apríl sl. Um
ættargrip er að ræða og
missirinn því sár. Skilvís
finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
555-4274 og er fundar-
launum heitið.
Armband tapaðist
GULLARMBAND, alsett
steinum í fimm litum, tap-
aðist 27. apríl sl. Líklegir
staðir eru við Kerið í
Grímsnesi, fyrir utan af-
greiðslu Heijólfs í Þor-
lákshöfn, fyrir utan Eden
eða bakaríið í Hveragerði.
Skilvís finnandi er vinsam-
lega beðinn að hringja í
síma 567-0585 eftir kl. 17
eða um helgina í s.
483-4579.
Reiðhjól fannst
STELPUREIÐHJ ÓL, ný-
legt, fannst í Seljahverfi.
Uppl. í síma 557-9096.
V erðlaunapeningur
fannst
VERÐLAUNAPENING-
UR fannst á Suðurlands-
braut, peningurinn er
merktur:
Körfuknattleikssamband
íslands, íslandsmót 1997,
10. fl. karla. Uppl. í síma
587-0032.
Gleraugu fundust
í Fossvogi
GLERAUGU með stál-
spöngum fundust við
göngubrautina í Fossvog-
inum 4. maí. Uppl. í síma
553-8732.
Gullarmband
tapaðist
GULLARMBAND tapaðist
í Þjóðleikhúskjallaranum
eða í miðbænum laugar-
daginn 3. maí. Góð fundar-
laun. Skilvís finnandi vin-
samlega hafi samband í
síma 587-7879.
HÖGNIHREKKVÍSI
SKÁK
Umsjón Marjjcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á alþjóð-
legu skákmóti í Kaíró í
Egyptalandi í vor. Heima-
maðurinn Esam Ahmed
Nagib Mohamed (2.340)
var með hvítt og átti leik,
en stórmeistarinn Georgí
Tímosjenko (2.510), Úkra-
ínu, hafði svart.
35. Hld7! - Dxd7 (Svartur
hefur séð of seint að eftir
35. - Bxd7 36. Bh7+! -
Dxh7 37. Hxf8+ tapar
hann drottningunni) 36.
Hxd7 - Bxd7 37. Bc6!
(Hótar 38. Dg6 mát!) 37. -
Be8 38. Bxe8 - Hxe8 39.
Dg6+ - Kf8 40. Rf6
- Hd8 41. Dg8+ -
Ke7 42. Dh7+! -
Kxf6 43. Re4+ -
Ke5 44. Rxc5 - Kd5
45. Rb7 - Bxb2+ 46.
Kc2 og svartur gafst
upp. Þetta var eina
tapskák Tímosjenkos
á mótinu, en hún var
tefld í síðustu umferð.
Hann sigraði með 8
v. af 11 mögulegum,
Ungveijamir Istvan
Csom og Joszef Hor-
vath komu næstir með
7 V2 v. en Mohamed
varð fjórði með 7 v.
Annað álíka sterkt al-
þjóðamót var haldið sam-
hliða þessu. Þar sigraði
Novikov, Úkraínu, með 8 ‘/2
v. af 11 mögulegum og
Csaba Horvath, Ungveija-
landi, varð annar með 8 v.
Egyptar sækja fram á
skáksviðinu og í júní og
ágúst í sumar halda þeir tvö
alþjóðamót til viðbótar.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkverji skrifar...
EFTIR alllanga mæðu hefur
Áfengis- og tóbaksverzlun
ríkisins látið svo lítið að hætta
loksins þeim furðulegu viðskipta-
háttum að neyða menn til að
kaupa sér sex (stundum fjórar)
dósir eða flöskur af bjór, langi
þá á annað borð í bjór. Nú eru
seldar stakar dósir og flöskur og
meira að segja komnir bjórkælar
í verzlanir ATVR! Víkverji hlakk-
ar til að geta komið við í Ríkinu
á leið heim úr vinnu á heitum
sumardögum, sem framundan
eru, og keypt sér einn ískaldan
uppáhaldsbjór. Ólíkt væri þó
huggulegra ef hægt væri að
kaupa bjórinn af kaupmanninum
á horninu, eins og í flestum menn-
ingarríkjum.
xxx
VÍKVERJI furðar sig aftur á
móti á því af hveiju hann
hefur ekki komið auga á hefð-
bundna fréttatilkynningu frá
Áfengisvarnaráði, þar sem færð
eru rök fyrir því, og rannsóknir
nefndar til sögu, að það hafi ein-
mitt gefizt afar illa í einhveijum
af afturhaldssamari ríkjum
Bandaríkjanna að hefja sölu á
köldum bjór í stykkjatali. En
kannski eru rökin gegn þessari
auknu þjónustu hjá ÁTVR vand-
fundin, jafnvel í þeim herbúðum.
xxx
FYRST ÁTVR er til umræðu,
má geta þeirrar furðulegu
reglu verzlunar fyrirtækisins í
Kringlunni að gera innkaupapoka
viðskiptavina upptæka á meðan
þeir verzla þar. Víkveiji skilur í
fyrsta lagi ekki af hveiju forráða-
menn ÁTVR, frekar en annarra
verzlana, þurfa að vantreysta við-
skiptavinunum svo mjög að þeir
telji ástæðu til að taka af þeim
poka og töskur. í öðru lagi er
þetta kerfi ekki notað í öðrum
verzlunum ÁTVR, jafnvel ekki
þeim, sem staðsettar eru í verzlun-
armiðstöðvum á borð við Holta-
garða eða Eiðistorg. Hver eru rök-
in fyrir þessu skrýtna kerfi?
xxx
AÐ mega verzlanir ÁTVR hins
vegar eiga að þar er biðraða-
menning í góðu horfí. Því láni er
ekki alls staðar að fagna. Þó sá
Víkveiji fyrir stuttu merki þess að
unga kynslóðin sé farin að kunna
að standa í röð. Við pylsuvagninn
í Laugardal var „biðþvaga“ að ís-
lenzkum hætti þegar Víkveiji kom
þar aðvífandi einn daginn. Þar var
hins vegar líka lítill snáði, fimm
eða sex ára gamall, sem hafði allt
á hornum sér yfir þessu skipulags-
leysi og skipaði hinum fullorðnu í
einfaida röð. Víkveiji tók undir með
strák og von bráðar höfðu menn
tekið við sér og voru komnir í skipu-
lega biðröð. Víkveija gafst því mið-
ur ekki tóm til að ræða frekar við
snáðann, en hann hefði t.d. haft
gaman af að spyija hvort hann
hefði hlotið leikskólamenntun sína
hér eða erlendis.