Morgunblaðið - 10.05.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 10.05.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ1997 31 AÐSENDAR GREINAR CCONNEXION APOLLO Helstu kostir: mni • Dregur allt að 600 metra • Rafhlöðuending í biðstöðu: 60 klst. • Rafhlöðuending í notkun: 12 klst, • Stór og góður skjár • Skammvalsminni • Stillanlegur hljóðstyrkur • Stillanlegur hringistyrkur • Talsamband milli móðurstöðvar og símtóls • Langlínulás • Þyngd símtóls 240 g • íslenskur leiðarvísir • Hægt að læsa hnappaborði C..OG KOSTAR AÐEINS: 14.900i.ni, Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is umboðsmenn um land allt Frá Kálfaströnd til Kanaríeyj a i. ÞAÐ ER júnímorgunn 1942. Fjórir menn eru á bát frá Yogum í Mývatnssveit. Jóhannes Jónsson afhendingarmaður í Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík, kenndur við Varmholt, Einar sonur hans, þá 12 ára, nú byggingarfulltrúi á Húsa- vík, Hermann Þórhallsson Hall- grímssonar í Vogum, þá tvítugur, nú látinn (d. 1949) og greinarhöf- undur, þá 15 ára. Bleikjan tekur grimmt, spúnn er agnið, engar veiðistengur, aðeins taumur og girni, undið upp á spýtu. Nú erum við félagarnir komnir ískyggilega nærri Kálfaströnd, svo ég segi: „Erum við ekki annars í landhelgi (netlögn 60 faðmar frá landi)?“ Jóhannes svarar: „Nema hvað, ég bjó hér á Kálfaströnd mín fyrstu búskaparár og nú förum við heim í bæ og látum Rikku gömlu baka handa okkur pönnukökur og gefa kaffi. Oft hafði ég laumast í land- helgi við Geiteyjarströnd (Strandar hólmana), í Breiðuna hjá Héðni Valdimarssyni í Höfða, lagt net við Geitey (í eigu Reykjahlíðarkirkju), en þessi ósvífni að heimta kaffi ofan á landhelgisbrot tók öllu öðru fram. II. Einar Jóhannesson, sá er fyrr er getið, er nú byggingarfulltrúi á Húsavík, nú 66 ára. Einstaka sinn- um höfum við hist á þessum 55 árum, aðallega suður á Gran Canar- ia. En nú ber vel í veiði hinn 9. apríl 1997, því næstu þrjár vikurnar Sókn íslendinga í Kan- aríeyjaferðir, segir Leífur Sveinsson, hef- ur aldrei verið þyngri en í vetur. munum við dvelja með Einari, Ólínu konu hans Jónsdóttur og Maríu dóttur þeirra, sem er flugfreyja, á Barbacan Sol. Við rifjum upp land- helgistúrinn 1942. Afli mun hafa verið góður og pönnukökurnar hennar Rikku frábærar. III. í gær, hinn 27. apríl, göngum við hjónin eftir Ensku ströndinni út að Faro-vitanum og til baka, alls 12 kílómetra. Einar og María dóttir hans þó ívið lengra, eða 14 km. Aðstæður voru frábærar, há- ijara, steikjandi hiti, 27 gráður inni í bæ, en 23 stig við ströndina með hressandi golu. Neyttum léttrar máltíðar í hinu frábæra veitinga- húsi, Senador, úti við vitann. í dag er gott að hvíla sig við skriftir, því báðir erum við Einar eilítið dasaðir eftir þolgöngu gærdagsins. IV. Apríl er yfirleitt talinn besti tíminn hér á Gran Canaria. Einar Jóhannesson hefur mælt hitann í árlegum ferðum sínum hingað 1990-1997. í fyrra, 1996 frá 4. EINAR Jóhannesson og greinarhöfundur, Leifur Sveinsson, á Barbacan Sol. FARO-vitinn. apríl-23. apríl, var mestur hiti kl. 17 hinn 19. apríl, 30 stig. Meðal- hiti dagsins var 22,78 stig. Einar mælir 4 sinnum á dag, kl. 8, 13, 17 og 23. Svipaður hiti er oft kl. 8 að morgni og kl. 23. Mestur hiti kl. 13 og 17. Dæmi frá 23. apríl: kl. 8, 20 stig, ki. 13, 29 stig, kl. 17, 25 stig, kl. 23, 20 stig. V. Við hjónin erum hér í 16. skiptið á Gran Canaria. Komum hér fyrst í apríl 1973 ásamt dóttur okkar, Bergljótu, er þá var 8 ára. Var KÁLFASTRÖND og Bláfjall í baksýn, vatnslitamynd eftir Brynjólf Þórðarson. þetta að ráði Ólafs Tryggvasonar húðsjúkdómalæknis, en Bergljót var þá illa haldin af psoriases. Við feðginin höfum lengi átt í baráttu við húðkvilla þennan, enda er hann ættgengur. Nú við ferðalok eftir þtjár vikur er ég búinn að ná allgóð- um árangri, húðin svo til heil. Sókn íslendinga í Kanaríeyjaferðir hefur aldrei verið þyngri en í vetur. Um þúsund manns voru hér í janúar sl. frá fjórum aðilum, Flugleiðum hf. Úrvali-Útsýn, Samvinnuferðum- Landsýn og_ Heimsferðum. Fullt í aliar ferðir. í nóv.-des. 1996 vorum við hjónin hér á Barbacan Sol í 31 dag, svo þetta er að verða okkar annað heimili. VI. Nú styttist í brottför, ensk leigu- flugvél frá Monarch flugfélaginu á að sækja okkur hinn 30. april. Hún hefur sig til flugs á réttum tíma, kl. 17.15. Þetta er Boeing 757, ekki með Sólarklassa, en fjöldi far- þega hafði greitt fyrir hann á heim- leið. Fararstjóri lofar endurgreiðslu er heim er komið. Þrátt fyrir alla sól bíða menn alltaf spenntir eftir því að sjá gamla Frón rísa úr hafi. Við erum líklega enn í 35.000 feta hæð er við fljúgum yfir Vestmanna- eyjar. Þær eru eins og Lego-kubbar úr þessari gífurlegu hæð. Þjórsár- ósar blasa nú við, en ekki sjáum við Víkartind, óhappaskipið mikla, en nú taka við Ölfusárósar, það er nú meira flæmið. Ég á ættir að rekja til Vestmannaeyja, afi minn og amma bjuggu þar og faðir minn fæddist þar 1891. Mér þykir alltaf vænt um Eyjarnar, kölski reyndi að eyða allri byggð þar, en tókst ekki. Þorbjörn Sigurgeirsson og Sveinn Eiríksson sáu til þess, að sá gamli var hrakinn á brott. Við lendum á Keflavíkurflugvelli kl. 21.30. Sólin er að ganga til við- ar, það er falleg sjón. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík, en dvaldistá sumrin í Vogum íMývatnssveit árin 1936-1942. Fiskimjölsverksmiðjur Hönnun • smiðí • viðgerðír • STöitAsi 6 • 210 cnitoniiÆit • sínni ■»* *.■» 2021 • 1 nx •.r.t 202/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.