Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Flórg'oðinn
og Astjörn
ÁRIÐ 1978 var stofnað friðland
S Hafnarfirði, friðlandið Ástjöm.
Ástjörn er lítil, óspillt, hraunstífluð
tjörn sem stendur í kvos milli
tveggja hæða og Ásfjalls og er
nokkurt mýrlendi umhverfis hana.
Svæðið sem var friðlýst var tjömin
sjálf og síðan aðeins mjó ræma
umhverfís hana. Á sínum tíma
skipti stærð friðlandsins kannski
ekki öllu máli þar sem langt var í
næstu byggð, heldur það að tjörn-
in hafði verið friðuð. En eins og
í dag heldur
Fuglaverndarfélagíð
hátíðlegan dag flórgoð-
ans í fímmta sinn, segja
Jóhann Oli Hilmarsson
og Ólafur Einarsson,
og svo vill til að nú teng-
ist dagurinn opnun fólk-
vangs við Ástjöm.
aðrir bæir á suðvesturhomi lands-
ins þá hefur Hafnarfjörður vaxið
og ný svæði verið brotin undir
byggð. Náttúran má sín lítils þegar
byggðin skríður yfir.
Það var fyrir 6 ámm að umræða
um flórgoðann og Ástjöm hófst
innan Fuglaverndarfélags íslands.
Þá var ljóst að í það stefndi að
mjög yrði þrengt að tjörninni og
lífríki hennar, vegna þess að skipu-
lagsdrög gerðu ráð fyrir því að
byggt yrði alveg að tjöminni og
friðlandinu. Þótti mönnum að
tjöminni vegið í þeim tillögum.
Kom þá fram sú hugmynd í félag-
inu að halda dag flórgoðans hátíð-
legan og vekja þar með athygli á
bágri stöðu fuglsins og jafnframt
á sérkennum tjarnarinnar. Hefur
félagið síðan haldið dag flórgoðans
hátíðlegan við Ástjörn á hveiju ári
frá 1993.
Ástjöm er síðasta vígi flórgoð-
ans á Suðvesturlandi. Þar hafa
undanfarin ár búið 4-6 flórgoða-
hjón, en 1-2 hjón hafa byggt Urr-
iðakotsvatn sem er skammt norður
af tjörninni og er þar um að ræða
útibú frá Ástjöm. Ef byggð hefði
þrengt að Ástjöm var ljóst að til-
vist flórgoðans væri teflt í tvísýnu.
Auk flórgoðans setur fjölskrúðugt
fuglalíf og einstakt gróðurfar mik-
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fœst á Kastrupflugvelli
ogRábhústorginu
JWírgnnMatnb
-kjarni málsins!
inn svip á þessa perlu Hafnarfjarð-
ar.
Flórgoðinn stendur nú mjög
höllum fæti í íslensku lífríki. Hon-
um hefur fækkað stórlega, frá því
að vera um 1.500 hjón á fyrri hluta
þessarar aldar niður í aðeins um
300 hjón nú. Hann var áður út-
breiddur víða um land, en er nú
horfínn úr heilu landshlutunum.
Mest er af honum í Skagafirði, á
Mývatni, Víkingavatni og Héraði.
Ástæður fækkunarinnar eru ýms-
ar, eyðilegging búsvæða með
framræslu votlendis, tilkoma og
útbreiðsla minks, silungsveiðar í
net á varpstöðvum og ýmis truflun
af mannavöldum. Þama vegur
sennilega þyngst framræsla vot-
lendis og tilkoma minks.
Flórgoðinn er einn af sérkenni-
legustu og svipmestu fuglum þessa
lands. Hann er eini goðinn sem
verpur hér á landi og jafnframt
eini fuglinn sem gerir sér flothreið-
ur, lítinn pall úr rotnandi jurtaleif-
um sem hann festir við vatnaplönt-
ur. Tilhugalíf flórgoðans er mikið
sjónarspil og er sefdansinn hluti
af því. Þá hlaupa hjónin á vatns-
borðinu hlið við hlið með stör í
gogginum. Meðan ungamir era
litlir sitja þeir oft á baki foreldr-
anna, sem færa þeim hornsíli og
vatnaskordýr. Flórgoðinn er vatna-
fugl á sumrin, en heldur til á sjó
á vetuma. Hann yfirgefur landið
að mestu á haustin og talið er að
íslenskir flórgoðar hafi aðallega
vetrardvöl við Bretlandseyjar, en
þó má sjá fáeina fugla við strendur
suðvestanlands á veturna.
Sigrar náttúruverndarsjónar-
miða eru fáir ef borið er saman
við ósigrana, en saga Ástjarnar
og stofnun fólkvangs við hana er
saga sigurs. Það var í sveitar-
stjórnarkosningum 1994 að um-
ræðan um Ástjörn og framtíð
hennar komst í hámæli. Fugla-
verndarfélagið, ásamt umhverfis-
nefnd Hafnarfjarðar og Náttúru-
verndarráði, átti sinn þátt í að
vekja máls á ógn þeirri sem steðj-
aði að tjörninni. Bæjarbúar voru
mjög hlynntir því að framtíð tjarn-
arinnar og nánasta umhverfis
væri tryggð. Þótti mönnum ófært
ef byggð myndi teygja sig að
tjörninni og hún yrði algerlega
innlyksa milli húsa og sáu þeir
fyrir sér andapoll svipaðan þeim
sem víða finnast í bæjum. Bæjar-
yfirvöld í Hafnarfirði endurmátu
stöðuna og var það Ijóst fyrir síð-
ustu sveitarstjórnarkosningar að
ekki myndi verða af því að byggt
yrði að tjöminni. Eftir kosningar
var sest niður og nýjar línur lagð-
ar og nú hefur það starf borið
árangur, nýtt skipulag hefur litið
dagsins ljós og Ástjörn og um-
hverfi hennar verður verndað. Við
Ástjörn verður komið á fót fólk-
vangi til viðbótar við friðlandið
, Ljósmyndari/ Jóhann Óli
ÁSTJORN frá Ásfjalli. Flórgoðarnir verpa í stararbreiðunni neðst til vinstri á myndinni.
FLÓRGOÐAHJÓN á varpstöðvum sínum.
sem var sett á fót 1978. Það er
ljóst að þarna sýndu bæjaryfirvöld
í Hafnarfirði mikla framsýni og
koma hér á móts við óskir bæj-
arbúa, fuglaverndarmanna og
ekki síst flórgoðans og lífríkis
Ástjarnar, sem vonandi fær nú
að vera óáreitt um alla framtíð. Á
laugardaginn 10. maí heldur
Fuglaverndarfélagið dag flórgoð-
ans hátíðlegan í fimmta sinn, en
að þessu sinni tengist dagurinn
opnun fólkvangs við Ástjörn. Dag-
skráin hefst kl. 13 við norðan-
verða tjörnina þar sem gamli Ás-
bærinn stóð, en fólkvangsopnunin
verður kl. 15.
Höfundar eru fuglafræðingar.
ÍSLENSKT MÁL
GÖMUL nafnavísa, sem
Hannes Pétursson sendi mér.
Mikil bragþraut:
Gunnar, Hannes, Grettir, Þéttmar, Óttar,
Gauti, Rútur, Andrés, Brandur, Randver.
Bárður, Þórður, Beinir, Reinald, Einar,
Bjami, Ámi, Flóvent, Hróar, Jóhann.
Styrmir, Hermann, Styrkár, Sðrkvir,
Börkur,
Starri, Snorri, Hjörtur, Marteinn, Kjartan,
Halldór, Baldvin, Högni, Magnús, Apar,
Hjálmar, Pálmi, Kristinn, Gestur, Brestir.
[Glöggt má heyra hvemig
höfundur hefur borið fram nafn-
ið Halldór].
Sigurhjörtur Jóhannesson
(1855-1926) reri frá Látra-
strönd. Hann kom þreyttur í
verbúð og mælti við fanggæsl-
una:
Búðu um, snótin blíðuleg,
burt svo rótir skúmi.
Hátta fljótast hér vil ég
í heilsubótarrúmi.
Sjá, þriðja sinni böðull blóð
af beittri öxi þvær,
og lifrauðum á líndúk hans
þrem logatungum slær.
En höfuðlaus í húm og tóm
eg hverf, er fellur blóð og gróm
á líndúkinn
í sjötta sinn.
Við kijúpum niður tugir tveir
og teygjum höfuð fram í röð;
að horfa á þau höggvin fímm
skal hlutur minn og lokakvöð.
Er öxin sjötta sinni hefst,
eg sjálfur eilífmyrkri grefst,
og augun fá
ei fleira að sjá.
(Tom Kristensen: Henrettels-
en. Guðmundur Frímann þýddi:
Aftakan).
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
900. þáttur
Þegar ég var í þykjustunni
hestur
og þá borðaði ég gras í
alvörunni.
(Jóhann Jóhannesson á leik-
skólanum Stekk: Hestur).
Þórarinn minn! Þú ert einhvem veginn
orðinn á kinn eins og pía legin,
ellegar sá sem átt hefur við
afgamlar en þó margar
kerlingar og svei þeim sið
seggja oft heilsu fargar,
(Guðmundur Júditharson frá
Ljósavatni).
„Fríður var hann sýnum og
mikill vexti; hæð hans var 73
þumlungar, en yfír axlir og
brjóst 50 þuml. að dönsku máli;
armaþrekinn, fögur höndin, í
smærra lagi eftir vexti og skó-
fætur snotrir, þykk- og breið-
bijóstaður, hálsinn nokkuð í
styttra lagi, en digur, hömnds-
hvítur, sléttur á kinn og ijóður,
hakan í minna lagi með lítið
skarð í miðju, munnfríður, rauð-
ar varirnar, nefið hátt og beint,
ávalt ennið og mikið, brúnabein
mikil, ljóseygur og augun í
stærra lagi og opineygur, og
heldur rýnd á efri ámm, en sá
lengst af afarvel á bók, skegg-
stæði mikið og rauðleitur kamp-
urinn, bjart hár, og höfuðstór,
hærðist hálfþrítugur, en sköll-
óttur rúmt þrítugur."
(Gísli Konráðsson um Jón
Espólín).
Hlymrekur handan kvað:
I lausn fyrir girndir og gróm
fór Guðríður suður í Róm.
Margar gustkaldar nætur
hreyfðust ganglúnir fætur
í gatslitnum nautsleðurskóm.
„En að áttíðardegi Heródis
dansaði dóttir Heródíadis mitt
frammi fyrir honum og það hag-
aði Heródes ofur vel. Af því lof-
aði hann með eiði að gefa henni,
hvers hún æskti af honum. Og
eftir því hún var áður til eggjuð
af móður sinni, sagði hún: Gef
mér hér á diski höfuð Jóns bapt-
ista. Og konungurinn varð
hryggur, en þó fyrir eiðsins sak-
ir og þeirra er með honum til
borðs sátu, bauð hann að það
gefíst henni, sendi út og lét af-
höfða Jóhannem í myrkvastofu,
og var höfuð hans borið á diski
og gefíð stúlkunni, og hún færði
móður sinni.“
(Mattheus xiv; Oddur Gott-
skálksson þýddi, frumpr. 1540.)
Átti bóndinn eina dóttur yfrið væna,
hún var oft í solli sveina,
af sögunni má ég engu leyna.
Leitar hún sér að loddarahnykk og líka
fínnur,
loddari hvessir lostatennur,
loddari strax á agnið rennur.
Hvað skal stúlkum standa við í stráka-
safni?
Fæstir smiða ef ekki er efni
og engan dreymir nema í svefni.
(Sr. Guðmundur Erlendsson:
Vilbaldsrímur; braghenda bak-
sneidd).
En Drottinn hefur gert mér
að gera það, sem verst er, -
að skrifa
um sviðann, sem það veldur
að vera dagsins eldur
og lifa.
(Andrés Bjömsson, f. 1917).