Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 1
128 SIÐUR B/C/D/E/F 111. TBL. 85.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Islendmgarnir voru við fjallstopp Everest í nótt Hafa komist hærra en nokkur annar Islendingur BJÖRN Ólafsson, Hallgrímur Magnússon og Einar K. Stefáns- son gengu á fjallið Cho Oyu fyrir tveimur árum og þá var þessi mynd tekin af þremenningunum á tindinum, en hann er 8.201 m. ÍSLENSKU fjallgöngumennirnir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon lögðu af stað í gærkvöldi úr efstu tjaldbúð- um upp á tind Everest. Þeim gekk vel og þegar síðast fréttist voru góðar líkur taldar á að þeim myndi takast að sigra þetta hæsta fjall heims, 8.848 metra hátt. Um kl. 1 eftir miðnætti, réttri stundu áður en Morgunblaðið fór í prentun, voru þeir í 8.700 metra hæð. Hörður Magnússon, aðstoðarmað- ur Everestfaranna, sem staddur er í grunnbúðum, sagði að þegar þeir lögðu af stað um kl. 18 að íslenskum tíma hefði verið bálhvasst og bruna- gaddur. Það hefði varla verið stætt í Suðurskarði þar sem efstu tjaldbúð- irnar eru. Eftir að þeir lögðu af stað hefði hins vegar dregið úr vindi. Fyrstu 250 metrana fóru þeir á tæplega tveimur klukkutímum, sem þýðir að hraðinn á þeim var nærri 150 hæðarmetrar á klukkustund sem er mjög mikið. Fyrsti hluti ferðarinnar er löng og nokkuð erfið snjóbrekka. Þá tek- ur við bratt gil sem liggur upp á suðausturhrygginn. Hann er með flötum hálum plötum sem hallast niður á við og milli þeirra er ís. Hryggurinn er aðeins nokkrir metrar á breidd og þess vegna leggja fjall- göngumennirnir áherslu á að stíga' öruggum skrefum til jarðar. Sitt hvoru megin eru brattar fjallshlíðar sem eru 2.000-3.000 metra háar. 1 8.765 metra hæð er Suðurtind- ur, sem er nokkuð erfiður farar- táimi. Við vissar aðstæður getur ver- ið hætta á snjóflóðum úr tindinum. Nokkurn snjó festi í tindinum í fyrri- nótt og var hann að renna undan fjailgöngumönnunum þegar þeir fóru um svæðið um miðnættið. Um 40 metrum neðan við fjallstoppinn er Hillary step, sem kennt er við Ed- mund Hillary sem komst fyrstur á Everest ásamt Tenzing 29. maí 1953. Hillary step þykir erfiður hjallur. Hörður sagði að strákarnir ætluðu að reyna að vera fljótir í förum því spáð væri vondu veðri í dag. Með íslendingunum eru þrír sherpar og leiðangursstjóri sem er af serbnesk- um uppruna. Þetta er önnur tilraun íslending- anna til að komast á tindinn, en þeir urðu að snúa við í fyrrakvöld þegar þeir lentu í hríð stuttu eftir að þeir lögðu frá efstu búðum. ■ Fyrsta tilraun/10 Hermenn sendir að Irak Ankara. The Daily Telegraph. FREGNIR hermdu í gær að stjórnvöld í íran og Sýrlandi hefðu sent hersveitir að landa- mærum ríkjanna að Irak vegna hernaðaraðgerða Tyrkja gegn skæruliðum í Verkamanna- flokki Kúrdistans (PKK) í norð- urhluta landsins. Hermt var að rúmlega 1.300 skæruliðar hafi fallið í árásum Tyrkja frá því þær hófust fyrir viku. ■ Sókninni haldið áfram/20 Reuter LAURENT Kabila við komuna til Kinshasa. Kabila kominn til Kinshasa Kinshasa. Reuter. LAURENT Kabila, nýr þjóð- höfðingi Zaire, lenti í einkaþotu í höfuðborg landsins í gær- kvöldi til að taka við stjórnar- taumunum eftir að Mobutu Sese Seko, fyrrverandi einræð- isherra, flúði framsókn skæru- liða Kabilas, sem náðu Kins- hasa á sitt vald um helgina. Búizt er við að hinn nýi leið- togi þriðja stærsta lands Afr- íku, sem hann hefur gefið nafn- ið Lýðveldið Kongó, skipi í vik- unni bráðabirgðaríkisstjórn, sem sitja muni unz kosningar hafa farið fram, sem Kabila hefur heitið að verði innan árs. Vesturlönd hafa í skilaboðum sínum til hinna nýju valdhafa lagt alla áherzlu á að stjórnin verði mynduð á sem breiðustum grunni og að hún einbeiti sér að því að undirbúa jarðveginn fyrir lýðræðislegar þingkosn- ingar. ■ Frelsari eða/22 Morgunblaðið/Halldór Hafa hugleitt þetta vel FJÖLDI fólks kom saman í höfuðstöðvum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í gærkvöldi til að fylgjast með fréttum af Is- lendingunum. Þeirra á meðal voru Magnús Hallgrímsson og Hlíf Ólafsdóttir, foreldrar Hall- gríms og Harðar. Magnús var bjartsýnn: „Eg geri mér grein fyrir að þeir eru þarna í ákveð- inni hættu. Þeir voru hins vegar búnir að hugieiða þetta allt mjög vel og ég veit að þeir snúa við ef á þarf að halda. “ Rússar um NATO-aðild Eystrasaltsríkja Munu endurskoða samstarfssamning Moskvu, Riga. Reuter. RAÐAMENN í Eystrasaltslöndun- um þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, ítrekuðu í gær að það væri einarður ásetningur þeirra allra að gerast aðilar að Atlants- hafsbandalaginu (NATO). Rúss- neska stjórnin gaf þeim í gær ærið tilefni til að ítreka þetta, þar sem hún sagðist myndu endur- skoða nýjan samstarfssamning sinn við NATO, ef Eystrasaltslönd- unum yrði boðin aðild að bandalag- inu. í síðustu viku náðu samninga- menn Rússa og NATO sögulegu samkomulagi um samstarfssamn- ing þessara fyrrum andstæðinga kaldastríðsáranna. Valery Nesterushkin, talsmaður utanríkisráðuneytisins, ítrekaði í gær orð Borísar Jeitsíns Rúss- landsforseta frá því í fyrradag um að Rússar myndu ekki líða neinar tilraunir til að veita fyrrverandi Sovétlýðveldum NATO-aðild. Vís- aði Nesterushkin í þessu sambandi sérstaklega til Eystrasaltsland- anna, sem voru innlimuð í Sovét- ríkin árið 1940 og endurheimtu sjálfstæði sitt 1991. „Litháen var innlimað í Sovét- ríkin með valdi og lítur ekki á sjálft sig sem fyrrverandi Sovétlýðveldi," sagði Algirdas Brazauskas, forseti Litháens, er Reuters-fréttastofan innti hann álits á yfirlýsingum Rússlandsstjórnar. „Stefna okkar varðandi NATO-aðild er óbreytt,“ bætti Brazauskas við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.