Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Fugees í Laugar- dalshöll Verðá rafmagni hækkar BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta Reykjavíkurlistans gegn tveimur at- kvæðum minnihluta Sjálfstæðis- flokks, að hækka gjaldskrá Raf- majgnsveitu Reykjavíkur um 1,7%. I bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks segir að hækkanir á gjaldskrám fyrirtækja borgarinnar séu langt umfram almennar verð- lagshækkanir. Sjálfstæðismenn telji að fremur ætti að huga að öðrum leiðum til að komast hjá hækkunum, meðal annars með lækkun arð- greiðslna fyrirtækja borgarsjóðs, sem hafa hækkað um 500 milljónir á ári eftir að Reykjavíkurlistinn náði meirihluta. í bókun borgarstjóra segir að stjórn Landsvirkjunar hafi samþykkt með samhljóða atkvæðum, þar á meðal atkvæðum fulltrúa Sjáifstæð- isflokks, að hækka gjaldskrá Lands- virkjunar um 3,2% frá 1. apríl. í kjölfar þess hafi Rarik hækkað gjaidskrá sína um 3,2% sem og fjöl- margar veitur. Bent er á að hækkun Rafmagnsveitu Reykjavíkur sé að- eins 1,7% og taki gildi 1. júní 1997. Hafi sjálfstæðismenn eitthvað við hækkanir á raforkuverði að athuga ættu þeir að ræða það við fulltrúa sína í stjórn Landsvirkjunar. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps hafnar umsókn búddista um musterisbyggingu Ohentug stað- setning nálægt forsetasetri HREPPSNEFND Bessastaðahrepps hafnaði á fundi sínum í gær um- sókn búddista um byggingu musteris og híbýla fyrir munka í Bessa- staðahreppi, þrátt fyrir að skipulagsnefnd hefði mælt með bygging- unni. Vegna tilmæla frá forsetaembættinu og forsætisráðherra sér meirihluti hreppsnefndar sér ekki fært að verða við beiðni búddista. LAURYN Hill og félagar hennar í bandarísku rappsveitinni Fugees, Wyclef og Praz, skemmtu á sjötta þúsund áheyrenda í Laug- ardalshöll í gærkveldi. Hljóm- sveitin flutti blöndu gamalla og nýrra laga og kynnti meðal ann- ars lög sem ekki hafa komið út. Áheyrendur tóku hljómsveitinni vel og sungu með, fullum hálsi, þegar við átti. Áður en Fugees kom á svið léku íslensku hljóm- sveitirnar Subterranean og Quarashi. Fjármögnun álvers Norðuráls hf. Samið við Banque Pari- bas og ING COLUMBIA Ventures Corporation hefur valið ING Bank International í Hollandi og Banque Paribas í Frakklandi til að sjá um verkefnis- fjármögnun fyrir álver Norðuráls hf. á Grundartanga. ING og Paribas gerðu sameiginlega tilboð í fjár- mögnunina en alls bárust fimm til- boð frá þeim fjórum bankasamstæð- um sem kepptu um að fá að fjár- magna verkið. Aðrir tilboðsgjafar voru alþjóðlegar bankastofnanir en Columbia Ventures vill ekki gefa upp hveijar þær eru. ÍNG Bank Inter- national og Banque Paribas fjár- magna meira en 100 milljónir doll- ara af verkefninu en Columbia Vent- ures meira en 40 milljónir dollara með eigin hlutafé. „Við höfum valið okkur banka- samstæðu tveggja banka. Þessi að- ferð við fjármögnun verkefna, að nota bæði eigið fé og lánsfé, er mjög aigeng. Hér er því ekkert nýtt á ferðinni," segir James F. Hensel, aðstoðarforstjóri Columbia Ventures Corporation. Hensei sagði að bankarnir vildu fjármagna verulegan hluta verkefn- isins. Þeir veittu sína lánafyrir- greiðslu að sjálfsögðu á þeim grund- velli að tryggt væri að lánin yrðu endurgreidd. Þeir teldu hag sínum borgið þar sem Columbia Ventures legði einnig til stóran hluta fjár- mögnunarinnar í formi eigin fjár. „Við völdum þessa tvo banka til samstarfs fyrir u.þ.b. einni viku á grunni þeirrar reynslu sem þeir hafa af alþjóðlegri verkefnisfjármögnun. Báðir stunda þeir verkefnisfjár- mögnun um allan heim. Fulltrúar bankanna eru staddir hér á iandi núna. Þeir voru á byggingarstaðnum á mánudag. Við áttum fund með þeim þá en í gær hittu þeir fulltrúa stjórnvalda og Landsvirkjunar. Verkefnisfjármögnunin er því hafin. Við væntum þess að endanlegt svar bankanna um að þeir séu tilbúnir að fjánnagna verkefnið liggi fyrir í lok þessa mánaðar. Samþykki bank- anna fer síðan fyrir lögfræðinga sem færa það í skjöl og ég er viss um að það þarf að fella mörg tré í papp- írinn sem slíkri skjalagerð fylgir," sagði Jim Hensel. Með stærstu bönkum í sínum heimalöndum Höfuðstöðvar ING eru í Amster- dam og Paribas í París. Eins og fram kom í máli Hensel hafa þeir mikla reynslu af verkefnisfjármögnun fyrir alþjóðleg verkefni, þ.á m. á sviði ál- framleiðslu. Þess má einnig geta að ING á Baringsbankann í London sem var einn þeirra banka sem fjármögn- uðu Hvalfjarðargöngin. Bankarnir tveir hafa skrifstofur um allan heim en Banque Paribas er fimmti stærsti banki Frakklands og 37. stærsti banki heims. ING er þriðji stærsti banki Hollands og 58. stærsti banki heims. Fulltrúar bankanna kynntu sér í gær aðstæður á Grundartanga og ræddu við ráðgjafaverkfræðingana sem undirbúa byggingu álversins um framgang verksins. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði lagt fyrir lána- nefndir bankanna til endanlegs sam- þykkis undir lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir að samningarnir verði undirritaðir síðar í sumar. Háfell ehf. hefur lokið við fyrsta áfanga lóðarundirbúnings á Grund- artanga. Hensei segir að ístak hf. hefjist handa við undirbúning steypuvinnu í dag. Aðrir þættir verksins verða samkvæmt áætlun. „Einhvern tíma sumarið 1998 kemur fyrsta framleiðsla álversins á markað. Markaðshorfur fyrir ál eru góðar núna en horfurnar fyrir sumar- ið 1998 eru enn betri,“ sagði Hensel. Tilboð hafa verið opnuð í yfírbygg- ingu kerskála og eru þau í athugun. Skipulagsnefnd hafði á fundi sín- um 14. maí sl. komist að þeirri niðurstöðu að skipulagslega væru engir annmarkar á því að byggja búddamusteri í hreppnum en hins vegar hefðu Bessastaðir óumdeil- anlega sérstöðu í hreppnum sem forsetasetur og taka yrði tillit til þess við afgreiðslu umsóknarinnar. í bága við siðareglur Sigtryggur Jónsson, oddviti Bessastaðahrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið að hreppsnefndin hefði í raun fallist á niðurstöðu skipulagsnefndar en endanleg ákvörðun hefði verið tekin í ljósi athugasemda frá forsetaembættinu og forsætisráðherra. Sigtryggur sagði að á óformlegum fundi sem hreppsnefnd átti með forseta fyrir nokkru um önnur mál hefði forseti komið inn á það að bygging búdda- musterjsins gæti brotið í bága við siðareglur þjóðhöfðingja á milli vegna tengsla við konungsfjöl- skylduna í Tælandi, en prinsessan af Tælandi, systir konungsins þar, er verndari musterisins. Því teidi forseti óviðeigandi að það yrði sett niður í námunda við forsetasetrið. „Með þá vitneskju í huga fór ég fram á að fá staðfestingu ríkis- stjómarinnar á því að þetta væri brot á siðareglum og átti tal við forsætisráðherra. Hann staðfesti í sjálfu sér ekki að um væri að ræða brot á siðareglum en sagðist þó hafa fallist á það við forseta að staðsetningin væri óhentug. Þegar svo er komið eigum við ekki margra kosta völ,“ sagði Sigtryggur. VSÍ telur verkfallsvörslu og samúðarverkfall ólögleg VINNUVEITENDASAMBAND Islands telur aðgerðir verkfallsvarða í Hafnarfjarðarhöfn í gær ólögmætar og hefur fyrir hönd Frosta hf. á Súðavík lýst ábyrgð á hendur Alþýðusambandi Vestfjarða og hlutað- eigandi stéttarfélögum vegna tjóns sem Frosti varð fyrir þegar lönd- un var stöðvuð úr frystiskipinu Bessa í Hafnarfjarðarhöfn í gær. --------------------------- Þá telur VSÍ að samúðarverkfall, ----—-------------------- sem verkalýðsféiögin Hlíf í Hafnar- Sæluroitur fjölskyldunnar hK)I!b vikunnar BLAÐINU í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. fírði og Dagsbrún í Reykjavík hafa boðað frá og með miðnætti í kvöld, sé ólögmætt. VSÍ skoraði bréflega á Hlíf í gær að aflýsa verkfallinu og segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ að málinu verði skotið til félagsdóms komi verkfallið til framkvæmda. Bótaskylda í bréfí sem VSÍ sendi Alþýðusam- bandi Vestijarða í gær er skorað á sambandið, Verkaiýðsfélagið Baldur á ísafirði og Verkalýðs- og sjó- mannafélagið Álftfirðing á Súðavík, að aflétta þegar ólöglegum aðgerð- um utan Vestfjarða. Segir í bréfinu að aðgerðir til að stöðva afgreiðslu Bessa séu ólögmætar enda sé ekk- ert verkfall í Hafnarfírði og ekkert verkfall meðal skipverja Bessa sem séu því í fullum rétti að stunda vinnu sína og útgerðin með sama hætti í fullkomnum rétti að halda áfram útgerð skipsins, burtséð frá því hvemig fer með deilu landverka- fólks. Aðgerðir verkalýðsfélaganna séu því brot á lögum. Pétur Sigurðsson, formaður ASV, sagði að Vestfírðingar væru að verja sinn rétt. „Það er verið að fara með störf héðan, sem fólk hefði unnið sem nú er í verkfalli. Ef það er ekki verkfallsbrot þá er einhveiju ábótavant í réttarfarinu í landinu," sagði Pétur. Tjón vegna aðgerðaleysis Þá sendi VSÍ bréf í gær til sýslu- mannsembættisins í Hafnarfirði þar sem því er beint mjög ákveðið til embættisins að það hlutist til um að lögum verði haldið uppi við Hafn- arfjarðarhöfn en verulegir hags- munir séu í húfi og augljóst að opin- berir aðilar kunni að baka sér ábyrgð á því tjóni, sem kunni að leiða af aðgerðaleysi þeirra. Fram kemur að starfsmenn Eim- skipafélags íslands hafi í gærmorg- un óskað liðsinnis sýslumannsemb- ættisins við að fjarlægja bifreiðar sem lagt hafí verið þannig að þær hindruðu umferð vinnuvéla. Lög- gæsluyfírvöld hafi hins vegar ekkert aðhafst. Guðmundur Sophusson sýslu- maður sagði að lögregla hefði farið fram á það við verkfallsmenn í gærmorgun að fjarlægja bíla af bryggjunni og fara sjálfír af svæð- inu en við þeirri kröfu hefði ekki verið orðið. Málið hefði þá verið skoðað og haft samband við flesta aðila málsins og niðurstaðan varð að hafast ekki að. „Það var mat okkar að ekki væri skynsamlegt að blanda lögreglunni inn í þessar deil- ur með öðrum hætti,“ sagði Guð- mundur. Samúðarverkfall í kvöld Verkalýðsfélögin Hlíf og Dags- brún hafa boðað til samúðaryinnu- stöðunar á miðnætti í nótt. I bréfí sem VSÍ sendi Hlíf í gær kemur fram sú skoðun, að Hlíf sé óheimilt að boða til samúðarvinnustöðvunar til stuðnings kröfum um miklu meiri hækkanir á kauptöxtum en Hlíf og VSÍ sömdu um fyrir sömu eða sam- bærileg störf 24. mars sl. ■ Komið í veg/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.